Þjóðviljinn - 18.08.1962, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 18.08.1962, Blaðsíða 7
pfÓÐVIUINN Utgefandi Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurð- ur Guðmundsson (áb.) — Fréttaritstjórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjamason. — Auglýsingastjóri: Þorvaldur Jóhannesson. — Rit- stjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 55.00 á mánuði. Erlend og óþjóðleg stefna Qtundum gæti maður ætlað að það sé gegn samvizkunnar ^ mótmælum að ráðamenn íhaldsins ganga til verks í ís- lenzkum þjóðfélagsmálum samkvæmt erlendri fyrirskipaðri stefnu. Til þess gæti það meðal annars bent, að það fer ó- stjórnlega í fínu taugamar á ritstjórum Morgunblaðsins, ef þeir eru minntir á að eðlilegra væri og sæmilegra að íslenzk- ir stjórnmálamenn, stjómmálaflokkar og stjórnmálablöð fylgdu íslenzkri stefnu, en að þeir hengdu sig aftan í stórveldk Er- lend rtfki hafa skipað fslendingum að hverfa frá rökréttri hlutleysisstefnu vopnlauss lands í átökum stórveldanna í heim- inum og ganga í hernaðarbandalag, þau hafa fyrirskipað ís- lendingum að leyfa- erlendar herstöðvar á íslandi, jafnvel þó fremja þyrfti stjómarskrárbrot til þess að hleypa hernum inn í landið, þau hafa fyrirskipað að opna tólf mílna land- helgina fyrir fiskiflotum ofbeldisríkisins Bretlands og Vestur- Þýzkalands, þau hafa fyrirskipað að undirbúa torbímingu efnahagssjálfstæðis og stjórnmálasjálfstæðis íslands með inn- limun í Efnahagsbandalag Evrópu. Auðskilið er hverjum þeim sem meta vill afleiðingar þessara fyrirmæla í íslenzku þjóðfélagslífi, að hér hefur ekki íslenzk stefna ráðið heldur útlend; íslenzkir stjórnmálamenn, stjórnmálaflokkar og stjóm- málablöð hafa af ýmsum og sjálfsagt mismunandi ástæðum glúpnað fyrir þeim stórveldum sem mótað hafa herstöðva- og innlimunarstefnuna. Og íslenzkir stjórnmálamenn hafa mis- notað traust kjósenda sinna til að koma óhappaverkunum í kring. Þegar íhaldinu er bent á að hér er verið að framkvæma erlenda, óþjóðlega stefnu, andstæða hagsmunum íslenzku þjóð- arinnar, kemur fyrir að ritstjórar Morgunblaðsins umhverf- ast með öllu, og orðið og hugtakið „leppur" taka að bólgna svo í hugskoti þeirra að það brýzt út npkkrum tugum sinn- um í leiðurum blaðsins, eins og gos svartrar samvizku, og mundi fáa blekkja þó gjósandinn reyni í öngvum sínum að sletta óþverranum á aðra. "pinmitt þessa síðustu daga hafa lesendur íhaldsblaðanna verið minntir á, að því fer fjarri að „viðreisnin" marg- Iofaða sé íslenzk stefna, einnig hún er fyrirskipuð íslenzkum stjornarvöldum af erlendum valdamönnum og „sérfræðing- um“. Engin níkisstjóm íslenzk mun hafá gengið lengra i því en stjóm Ólafs Thórs og Gylfa Þ. Gíslasonar að láta er- lenda valdamenn og hvers konar skottulækna í efnahagsmál- um ráða stjórnarstefnu á Islandi. Ráðherramir hlýða hverri utanstefnunni af annarri, blaðrandi eins og ábyrgðarlaus fífl við erlenda valdamenn um íslenzk máL Og við hvert spor hafa verið kvaddir hingað erlendir spekingar, sem eftir nokk- urra daga eða nokkurra vikna dvöl þykjast vita alit betur en íslendingar sjálfir hvað hentar íslenzku þjóðinni í nútfð og framtíð. Hefur margt skoplegt birzt frá þessurri erlendu spekingum n'kisstjórnarinnar og útlendra húsbænda hennar, eins og þegar einn sérfræðingurinn lét sig ekki muna um það að sanna í Háskóla íslands hvíKk fíflska það Væri'að íslendingar væru að burðast við að rækta kartöflur! Þeim verður sjálfsagt ekki skotaskuld úr því áður en líkur að sanna núverandi ríkisstjórn fánýti þess að íslenzkir séu að fást við Iandbúnað og sjávarútveg á Islandi, aðrar þjóðir geti gert þetta á miklu prakbískari hátt, einnig hér á landi og á Islandsmiðum! Andstætt þessari erlendu stefnu í utanríkismálum og efna- hagsmálum hefur Sósíalistaflqkkurinn og Alþýðubanda- lagið haldið fram íslenzkri stefnu, íslenzkum sjónarmiðum, stefnu sem byggir á raunsæi, stórhug og bjartsýni á mátt og megin íslenzkrar hugsunár ög vinnarítfi íslenzkra handa. Sú stefna er algjör andstæða við þahn hugsunarhátt, sem fram hefur komið í stjórnanblöðunum undanfarna daga f til- efni af heimsókn enn eins kartöfluspekingsins, sem tekinn -er eins og óyggjandi vitni um þa"ö . að Ólafur og Gylfi geri allt vel og eigi að halda áfram sömu stefnunni, 'eða þeg- ar Vísir leggst í duftið og spyr í auðmýkt hváð - fslenZk hugsun megi sín móti samanlagðri vízku hagspekirígá Efna- hagsbandalagsins! Og það virðist jekkert draga úr fögnuði íhaldsins þó þess sé getið í framhjáhlaupi að við séum komnir í samflot í efnahagsmálum,- fyrir' tilst'illi þessara spekinga, við Spán, Portúgal og Tyfkland! — s. JÓN BJARNASON skrífar NESKAUPSTAÐ EíH brýnasta hagsmunamál Norðfírðingaf segir Ragnar Sigurðsson hafnarsfjóri, er: FRÁ HÖFNINNI í NESKAUPSTAÐ. Efri myndin: Til hægri ,er elzta Ihafwarbryggjan, len til vinstri lítil bátabryggja, byggð 1961. — Neðri myndin; Austasta hafnarbryggjan, húsið til vinstri er Hafnarluisið. — Ljósm. Þjóðv. A. K.). STÆRRI 0G BETRI HOFN Höfnin er lífæð hvers fiski- bæjar. Dauð höfn: dauður bær. Höfnin í Neskaupstað ber sannarlega lífinu vitni á sumr- in. Auk síldarskipa fara þaðan og koma þangað 30—40 litlir fiskibátar á hverjum virkum degi. Höfnin í Neskaupstað er vitn- isburður um tvenna tíma. tvö þróunartímabil í atvinnusög- unni. Bærinn mun vera eitthvað á 3ja km á lengd meðfram ströndinni og á þeirri leið er fjöldi af litlum trébryggjum, hrörlegum sumum hverjum, en margar eru notaðar enn í dag, og fyrrum gegndu þær mikii- vægu hlutverki, þá fullnægðu þær þörf þeirra skipa er Norð- firðingar áttu: árabátum og litl- um vélbátum. Nýi tíminn í Neskaupstað birtist í hafnarbryggjunum, sem svo nefnast og bryggjum SÚN, þar sem hafskip geta lagzt. Við yztu mörk bæjarins, eins og hann er í dag, gengur nes og eyri skammt út í fjörðipn, en skammt utar tekur við mik- ið dýpi. Þarna útfrá þyrfti að koma varnargarður til að verja höfnina fyrir öldunni þegar stormur er inn fjörðinn. Slíkt mannvirki verður naumast gert á næstu árum — og ráðlegast að hneykslast í hófi á því að 1400—1500 manna bæjarfélag by.ggi ekki slíka ; höfn,, — enda , mun höfuðborgfn enns standa Neskaupstað að baki: í bryggju- metrum á íbúa. Á annarri hafnarbf^ggjunni hittum við Ragnar Sigurðsson, hafnarstjóra þeirra Norðfirð- inga. — Segðu mér nú um höfnina Ragnar. — Það er lítið um hana að segja annað en þrengslin þegar svona mikil veiði er. — Það liggur efni í stálþil hér fyrir ofan svo eitthvað ætlið þið að hafast að. — Já, fyrsti áfanginn i stækkun hafnarinnar frá því sem hún er nú verður. 6000 m2 uppfylling fyrir utan ytri bæj- arbryggjuna. Það verður fyrsti vísirinn að lokaðri bátahöfn hér. Við fengum allt efnið, bæði stálþil og timbur sl. vor, en framkvæmdir gát.u ekki hafizt vegna féleysis, en kostnaður við þenna fyrsta áfanga er áætlað- ur um 11 millj. kr. Við höfum lagt fram fyrir efninu, sem er um helmingur kostnaðarins, en vantar enn fyrir hluta af hinu. Það er ekki haegt að byrja á Verkinu fyrr en fé er til að ljúka við það, því það verður áð ljúka því á ei.nu sumri. Það verður þyí ekki unnið við þetta í sumar, en við vcnum að það komist í framkvæmd næsta sumar. — Hafið þið unnið eitthvað áð endurbótu.m á höfninni und- anfarið? — Já. Sl. vor yar unnið mikið að endurbótum á gömlu mannvirkjunum, og var það fyrst og fremst gert ti.l að bæta aðstöðuna til síldarsöltunar. Gömlu bryggjumar eru- allar úr tré, og maðknrinn - étur timbrið í sundu.r á 10 árum og höfnin fér auk þess illa á vetr- um. i ■ í vor var gerð ný uppfylling fyrir innan innri hafnarbryggj- una; hún er 1200 fermetrar. Byggð var löndunarbryggja fyrir bræðslu hjá SÚN og er nú saltað á gömlu bryggjunni.' Auk uppfyllingarinnar sem ég nefndi vpru. tvær aðrar gerðar, 500 m2 uppfylling hjá. SÚN og 1200 2m uppfylling hjá- Shell- bryggjunni, og npíar söltunár- stöðin Máni þá- uppfyllingu., Uppfyllinguna hjá SÖN á að ■ stækka um helming,. næsta vor. — Aðstaða til.v síldarsölfunar heíur þá batnað .mikíð? ’ — Já, hún hefur . bátnað tií mikilla muna,’ enda eru hér í sumar fjórar söltunar.stöðvár en vofu tvær í fyrra. - Það er fyrst • ■ og íremst bryggjuplássið sem okkur vant- • ar, vegna aukinnariskipaumfei’ð- ar -fcg nótaviðgerða'rinriár." -Hér er stört mótaverkstæði og síðan kraftblökkin kom þurfa bátarri- ir bryggjupláss tilrað köma- nót- inni á land, en meðán nótabát- arnir voru þurfti minna bryggjupláss.- — Þið ' fáið - gott pláss þegar nýja uppfyllingin verður komín. — Já, hún vecður um 70 m breið s að -framan og 60—70 m úf. Þar verður hægt að koma flutningaskipi að haúsnum og virina við'allar lestar sam'tímis og jafnframt hægt að koma nokkuð morgum * bátum að bryggjuhliðunum.’ Þetta. er ibrýn nau.ðéyn, þv.í' jafnframt þessari miklu aðsókn síldarskip'anna kemur hér mikið af flutninga- skipum og fiáktskipum • yfir sumartímann. — Útlend skip? ’ — j;á,-þaði kétriúri rriikið af enskum togururrí’ og talsvert af Norðmönnum, Þéir koma hing- að fyrst og' fremst vegna við- gerða. á útvá’rps- og siglinga-, og fiskileitartækjum, svo og vegna vélaverkstæðisins, en þar geta þeir fengið flestar viðgerð- ir. Hér er kafari', bæði í frosk- búningi og Venjulegum þungum kafarabúningi, eri vinnur í sam- . bandi við vélaverkstæði Drátt- arbrautarinnar. — Þeir hafa nóg að gera hjá Dráttarbrautin'ni?’ — Já, það er meir en nóg að gera hjá þeim aðilum. — Þið, hafið mikið af. smá- bátUm hérí — Hér er mikið af smábátum sem ei'u á hrakhóium. Nýja upp- fyllingin mun veita þeim mikið •. skjól þegar-hún kerriúr, en það er ekki komið í gott horf fyrr en hér er komin lokuð höfn að einhverju ley.ti, — en til þess mun vart hugsáð- í nánustu framtíð. Næsti-,. áfangi er það dýr að teljast má gott að ljúka honum. — Hvað er bátaflotinn ykkar stór?' ........ — Hér mu.nu. vera um .40. trillur cg smærri - dekkbátar og stærri bátarhir eru um 12. — Það er mikið fiskað á ; þessaf litl.u. báta? — Litlu bátarnir eru fyrst og fremst með handfæri, og línu líka. Þeir byrja að róa í end- uðum apríl og eru að fram eft- ir september. Þá eru þeir sett- ir á Jand yíir veturinn. í fyrra ' gekk þessum litlu bátum vel, en þegar gengur hjá þeim í lakara lagi fara mennimir á þeim á vetrarvertíð. Undanfar- in ár hefur afkoma þessara báta verið góð. Stærri bátarnir hafa róið héð- an með línu á haustin’éftir að síldveiði lýkur og það hefur gefizt vel síöustu árin. Þá sækja þeir stutt héðan ög róa allt fram í desember. Síðan fára þeir að nota tímánh til að und- irbúa sig undir vetrai-vertíðina. Á vetrarvertíð fara flestir stóru bátarnir til Vestmannaeyja, nema tveir. Hafþór og Stefári Ben, en þeir landa aflanum hér og eru fyrst og fremst gerðir út til að halda uppi átvinnu yfir vetrarmánuðina. — Og hafnargerðin er rnikið áhugamál hér? — Já stærri og bétr-i- höfn.' Hún fu.llnægir nú raunverulega ekki þörfum heimabátanria — hvað þá þessari miklu viðböt vegna síldveiðanna. Við þurfum að loka fiöfninni fyrir öldu.nni inn fjörðinn, en hér er aðdjúpt og slíkar fram- kvæmdir eru mjög dýrar. Og til þess að fá sæmilega rúmt um okkur fyrir innan lokunina þurfum við að fara út á miklð dýpi, og það er mjög dýrt. Undanfarin sumur hefur síld veiðzt í vaxandi mæli hér við Austfirðina fram eftir Sumri, cg því hefur þörfin' fyrir stærri og betri höfn hér vaxið mjög mik- ið. Stærri og betri höfn er eitt brýnasta hagsmúnamál okkar hér í Neskaupstað. Við þökkum Ragnari fyrir spjallið. Hann er ungur maðu.r, svo vonandi á hann eftir að sjá stóra og góða höfn byggða í Neskaupstað. . '.'• ■ r . ,i ,;í!D, J. B. ' Kaldúð gkepamann- anna Ljósmynd hefur farið um heiminn. Margir hafa geymt hana í minningu sinni. Við hlið slíkra sögulegra gagna blikna jafnvel hinar óhugnanlegu myndir Goya af stríðinu. Mynd- in er af aftöku. Ætti maður til- finningalaust að skilgreina í einstökum atriðum mynd þá, er ljósmyndavélin hefur gert ó- dauðlega, mætti kalla megin- hluta myndarinnar „Móðurina". Kona þrýstir litlu barni að brjósti sér. Hún vefur það örm- um, ekki til að verja það lík- ama sínum heldur miklu frem- ur til þess að forða því frá að skilja hvað skeður eftir augna- blik. En ljósmyndarinn, sem myndina tók, hefur þó greini- lega ætlað sér að tengja aðra persónu myndinni. Fáein skref frá móður og barni stendur þýzkur hermaður í jafn reglu- bundinni stöðu og ef hann stæði á venjulegum skotvelli herbúð- anna. Já, þetta er raunveru- legur hermaður, ekki illa leik- inn málaliði. Hermaður í gljá- fægðum stígvélum, athugul'l og einbeittur maður, sem fram- kvæmir verk sitt. Byssu sinni miðar hann í hnakka konunnar. Raunverulega gerist allt milli mannsins og konunnar, þó að á myndinni sé einnig hópur manna, sem þegar hafa mætt örlögum sínum, menn, sem hníga til jarðar og falla fyrir byssukúlum. Ljósmynd þessi, sem birt hef- ur verið í fjölda bóka um her- námsárin, er af aftöku pólskra gyðinga. Uppruni myndarinnar er eins einfaldur og hann er skelfilegur. Þegar þar til settar stofnanir í hinum áður her- numdu löndum hófu að safna gögnum um glæpi nazista, kom í ljós, að böðlarnir höfðu sjálfir bjargað ýmsum slíkum gögnum frá glötun. Oft mátti í sömu fjölskyldumyndabóku.m við hlið brosandiy kringluleitrar konu, sjá myndir, er sýndu hvað ást- kær eiginmaður hennar hafði aðhafzt í Póllandi, Júgóslavíu eða Frakklandi. Þessi mynd er einnig tekin af Þjóðverja. Að öllum líkindum var ljósmynd- firtnn' starfsfélagi skotmannsins. Og mrrðinginn, sem vi'ldi fá mynd eftir öllum reglum ljós- myndalistarinnar, setti sig vendilega í lögboðnar ste'lling- ar skotæfineanna. Hann gat að vísu. ekki horft beint inn í lins- opið. Gerð myndarinnar leyfði það ekki: Þessi átakanlega mynd, sem er aðeins einn votturinn um glæpi og grimmd, komst fvrir skömmu í vestur-þýzk blöð. Fyrst -stakk hún upp kollinutn í safni sögn'eera eagna, sem út var eefið af Kurt Desch Verlag í Múnc'hen. Þaðan var myndin tekin upp í Berliner Morgen- post, sem lét athugasemdir fylgja. Eftir að hafa spurt hvað orðið hafi af gyðingum þeim, er á myndinni sáust, svarar blaðið: „Þeir hvíla í fjöldagröf, ef til vill voru þeir brenndir. Hver veit um það? Og hermaðurinn? Ef til vill býr hann meðal vor. Iðjusamur, vingjarnlegur og brosandi, eins og ekkert hafi gerzt. Og þó hefur svo margt gerzt“. Að nokkru leyli hittir þessi athugasemd í mark. Því færri betur, ef sérhver Þjóðverji í Sambandslýðveldinu gæti feng- ið sig til að hugsa þessi mál. iÞvá rrtiður lifum við nú á þeim tímum, að nýnazistarnir breiða út með styrk og stuðn- ingi vesturþýzkra stjórnarvalda sína eigin útgáfu mannkynssög- unnar. Hið illræmda blað Deut- sche Soldáten-Zéitung und Nat- ional-Zeítung tók 23. janúar í ár upp myndina frá Desch Vér- lag og Berliner Morgenpost. Myndin er teygð yfir forsíðuna alla, útbúin stórum, feitletruð- um undirtéxta: — „Áchtung, Fálschung!“ í blaðinu leggur einhver próf- essor Cray, sem að sögn blaðs- ins er framúrskarandi sérfræð- ingur, fram rök sín, er sanna skulu að myndin sé fölsuð. Rök- semdarfærsla hr. Crays er áð beztu göbbelskum fyrirmynd- um. Sem sérfræðingur slær prófessorinn þessu föstu: „Úr tveggja metra fjarlægð skýtur maðu.r ekki í þessari stöðu“. í hverju. er hr. Cray sérfræðingur — ljósmyndun eða því að skjóta niður fólk í tvéggja metra fjarilægð? Því næst held- ur þessi framúrskarandi sér- fræðingur því fram, að hermað- urinn, sem á myndinni sést, sé ekki þý. kur, „þar eð mittið sé of hátt“. Auk þess er hann óánægður með tæknileg atriði, svo sem ljós og bakgrunn, eins og hann álasi starfsfélögunum fyrir að hafa ekki valið betri myndunarskilyrði til aftökunn- ar. II ZDZI SLAW ROMANOWSKÍ ?///////////////////A'////í'/'///////^^^^ -'lM..'...- -.1 - i , >1. . "i" ' im ...........' —...... j Yfirlýsing stjórnar SH um ■ : „austurviðskiptin“ hefur kom-' : ■ • ■ ið heldur betur við íhalds- ; j kaun Morgunblaðsins og mátti j ■ þó ekki á bæta, eftir að Þjóð- j j viljinn hafði flett ofan af við- j • skiptastefnu ríkisstjórnarinn- : • ■ • ■ ar gagnvart sósíalisku lönd- ; j unum. Fyrir þetta eys Morg- j j unbl. í fyrradag úr skálum ; • , \ • reiði sinnar yfir Þjóðviljann í ■ : leiðarastúf, sem ber fyrirsögn- j j ina „B!að léppanna,“ — og er j : innihald stúfsins í samræmi j ■ . ■ : við yfirskriftinri- j En hlálegast er að sjá ann- ■ ; an leiðarastúf aftan við þ'ánn j j fyrrnefnda undir yfirskriftinni ■ j ,SH snuprar kommúnista“, j • og hefst hann þannig: „Yfir- : • , ■ j lysing sú, sem stjórn Sölu- ; : miðstöðvar hraðfrystihúsanna j j birti í blöðunum í gær um ■ j afurðasölumálin, felur í sér j ; tvímælalausar snuprur til : • ■ j kommúnista og málgagna ; : þeirra"!! — Það skal þegar : : tekið fram Morgunblaðinu til ; ■ m j 'huggunar, að Þjóðviljinn birti : i þessar. „snuprur“ sem aðal- g ; frétt á forsíðu og hefði þvi • ; mátt ætla að jafnskeleggir j j baráttumenn gegn „kommún- ■ • istum“ og ritstjórar Moggans j j eru, gerðu ekki verr við þessa j j merkilegu yfirlýsingu. En • • hvað skeður? Morgunblaðið j ! faldi þessar „snuprur tij ■ ■ ■ ; kommúnista“ undir eindálka j ; fyrirsögn á 15. síðu blaðsins. j ■ Væri nú ekki ráð fyrir blaðið j • að reyna að bæta úr þessu j j með því að birta yfirlýsing- j • una aftur á áberandi hátt? *•' ‘ " ■■■■■■■■■■■■■■•■■*■■■■■■■•■■■■■■«•■■■■■■■■■■• B) ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 17. ágúst 1962 ■f) Laugardagur 17. ágúst 1962 — ÞJÓÐVILJINN (7i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.