Þjóðviljinn - 26.08.1962, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 26.08.1962, Blaðsíða 9
Það á mann aldrei í friði Aldrei fyrr hafa verið svo óviss úrslit í íslandsmótinu í knattspyrnu sem nú, þó hafa Fram og ÍA mesta mögulejika á sigri. Velgengni Fram er tvímælalaust mikið að þakka markverði liðsins, Geir Krist. jánssyni. Hann hefur nú leik- ið fimm leiki í röð án þess að fá á sig mark. Geir hefur lcik- ið í meistaraflokki i sex ár og oft sýnt glæsilegan leik í marki, það er þó ekki fyrr en í sumar sem hann hefur sýnt hvað í honum býr, og nú í dag leikur hann sinn fyrsta leik með Reykjavíkurúrvali, gegn Akureyringum. í tilefni af því átti fréttamaður Þjóð- viljans viðtal við Geir. Geir er 28 ára gamall og vinnur á skrifstofu Sameinaða gufu- skipafélagsins. Geir er einn af þeim knatt- spyrnumönnum, sem jafnan skemmtir áhorfendum og þyk- ir mönnum nokkur galsi í hon- um á vellinum, en það kemur fljótt í Ijós I viðræðu, að hann tekur íþrótt sína alvar- lega og hefur myndað sér á- kveðnar skoðanir um margt varðandi knattspyrnu, eins og fram kemur í viðtalinu. Hætti í fimm ,\r — Hefurðú oft verið valinn í úrvalslið? — Þetta er raunar í fyrsta skipti, ég lék að vísu með þeg- ar A- og B-landslið kepptu nú fyrir leikinn við íra, en ég kom inn í liðið á síðustu stundu, vegna þess að bæði Heimir og Börgvin forfölluðust. — Hefðirðu ekki átt að kom. ast fyrr í úrvalslið? — Nei, ég vil alls ekki segja, að það hafi verið gengið fram- hjá mér, maður hefur kannski staðið sig vel leik og leik áð- ur, en þetta er mitt bezta leik- tímabil til þessa, ef til vill fyrst og fremst af því að vörnin okk- ar er orðin öruggari en áður. — Hvenær byrjar þú að keppa í fótbolta? — Ég keppti með 3. fl. allt iþað aldurstímabil síðan lék ég í 2. f 1., en þegar ég var 17 ára hætti. ég al.vég að æfa, það sum- ar lék ég bæði í 2. og l.-fl. — Af hverju Hættirðu? — Engar sérstakar ástæður það hætta margir á þessum aldri, ég lék þó stundum með á þessum árum svona einn eða tvo leiki á sumri. Fimm árum síðar, sumarið 1956, byrjaði ég að æfa reglulega og keppti þá með 1. fl. í haustmóti Reykja- víkur, við sigruðum í því móti, settum fimm mörk gegn engu. Þetta haust lék ég minn fyrsta leik í meistaraílokki, það var gegn Þrótti og sigruðum við með 2:0. Karl Karlss'on lék i marki þetta sumar, en meiddist og varð að hætta, síðan hef ég verið fastur markvörður í meistaraílokki Fram. Alltaf leikið í marki — Hefurðu ijkað aðrar í- þróttir? — Aðcins lítillega, ég hef keppt i körfuknattleik með KFR undanfarna vetur og býst við að halda því áfram næsta vetur. Svo var ég i handbolta, þegar ég var í 3. flokki, en steinhætti og hef ekki einu sinni horft á leik síðan, hins- vegar gladdist ég mjög þegar félagar mínir í Fram urðu Is- landsmeistarar í vetur. — Lékstu í öðrum stöðum en marki? — Nei, ég hef alltaf leikið i marki, aldrei annars staðar á vellinum. — Hefurðu notið sérstakrar kennslu sem markvörður? — Ekki annað en það sem ég hef lesið, ég hef lært mikið aí bókum eftir fræga erlenda mai'kmenn og reynt að stúdera fótbolta og unnið þaö úr, sem mér hefur þótt henta mér bezt. Af erlendum markmönnum, sem hingað hafa komið, er mér minnisstæðastur Kelsey, serri kom hingað ásamt tveim félög- um sínum úr Arsenal í boði Akurnesinga. Taktik Off rythmi — Hvað viltu segja um mark- menn og markvörzlu almennt? — Ég skipti markmönnum í þrjá flokka, eftir því hvaða eig- inleiki er mest áberandi: við- bragsflýtir, rythmi og taktik, ef mér leyfist að nota þessi er- lendu erð. Hver góður mark- maður hefur alla þessa eigin- leika, en einn er jafnan mest áberandi í leik hans og markar honum mót. Helgi Daníelsson og Heimir eru t.d. fyrst og íremst viðbragðsfljótir mark- menn, en Björgvin sýnir ágætt dæmi um rythma í leik. En bezta dæmið, þar sem taktik og rythmi er afgerandi höfum við í Bergi Bergssyni, sem lengi lék með KR, eins og menn muna. Tveir markmenn geta verið svo gjörólíkir í leik, að ekki verður líkt saman. Skýrust mynd af því er markvarzla þeirra Sólmundar Jónssonar og Stefáns Hallgrímssonar, sem léku til skiptis í mfl. Vals í handknattleik. Ég held, að allir arra varnarleikmanna? — Eftir að bojti er kominn inn i vítateig, geri ég þá kröi'u til varnarinnar, að hún hlýði markverði ski'.yrðislaust. Það er tilgangur varnarleiksins að varna því að boltinn komist í markið. og þegar hætta er á ferðum, hefur markvörðurinn bezta aðstöðu til að sjá, hvað er að gerast. Þess vegna á hann skilyrðislaust að vera allsráður innan vítateigslinu. Þetta virðist augljóst mál, en vill oft gteymast í hita bardag- ans. Oft cr glæfralcga Icikið Gcir stekkur og lendir á höfði og herðuni. sem hafa séð þá leika skilji hvað ég á við. — Hvað áttu þá við með rythma í leik? — Ef markmaður er mjög rythmiskur, þá kemst hann allt- af inn í stígandina í leiknum. Ef mótherji er t.d. að skjóta, þá er sá markmaður alltaf í jafnvægi, annar markmaður er kannski rétt staðsettur, en ef skortir á þennan eiginleika, getur hann eins verið úr jafn- vægi, t.d. í milliskrefi, og er þá nánast bjargarlaus. '—Hvar í f.okki viltu þá telja sjálfan þig? — Ég mundi fremur teljast taktiskur en viðbragðsfljótur. — Hvað er að segja um samvinnu markvarðar og ann- Að hirða boltann úr netinu — Er það satt að þú sækir aldrei boltann í markið? — Það er náttúriega þjóð- saga, að ég geiú það aldrei, en sjaldan verð ég að viðurkenna. Ég er dálítið seinn að kyngja þeirri staðreynd að boltinn liggi í netinu, og mark hafi ver- ið skorað. Félögum mínum leiddist, að ég tæki boltann úr netinu, enda oft langt að fara fyrir mig, af- velta einhvers staðar úti í víta- teig, og sóttu hann sjálfir. Þetta varð síðan þegjandi samkomu- lag. Þeim varð þó öllum lokið, er eitt dagblaðanna kallaði þá „Netahreinsara Geirs“ og neit- uðu að sækja boltann íramar í markið. Svaraði ég þá um hæl að mark yrði ekki sko.rað, þangað til samningar tækjust aftur. Þar við situr og markið hefur verið hreint síðan eða í 5 leikj- um. Ég veit ekki hvað Akur- eyringar segja um þetta í dag. Ekki sammála áhorfendum — Þegaj markmaður hefur náð boltanum og ætlar að sparka út, ;þá kemur það stund- um fyrir að mótherji sækir að honum. Áhorfendur eru oftast fljótir að láta í ljós andúð sína og telja þetta ekki drengilegár aðfarir. — Hvað segir þú um þetta— ertu alveg á sama máli og áhorfendur? — Aldei’.is ekki, ég tel sjálf- sagt að þetta sé gert — það ætti aldrei að leyfa markmanni að vera í friði með boltann. Það síðasta sem ég segi við mið- herjann okkar, áður en við göngum til leiks er að hann skuii nú sækja fast að mark- manni. í síðasta ieik okkar við ÍA upp á Akranesi fékk Helgi að sparka út óáreittur allan fyrri hálfleik. og komst rót á vörnina okkar í hvért sinn. í ieikhléi lagði ég að mið- herja okkar að láta Helga ekki i friði þegar hann sparkaði út, og fyrir bragðið átti hann ekxi nema eitt gott útspark í seinni hálfleik. Framhald á 10. síðu. Rœtf við ! Geir Krist- jánsson markvörö i Fram Svona lítur það út þegar iþróttafréttaritarar segja: „cn Geir kom út og bjargaði glæsilega“. ... að lóta mark: með boltann Sunnudagur 26. ágúst 1962 — ÞJÓÐVILJINN — (0 ÍJI U

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.