Þjóðviljinn - 22.09.1962, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 22.09.1962, Blaðsíða 6
PIÓÐVILIINN Otgefandi Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Magnús Torfi Ölafsson, Sigurð- ur Guðmundsson (áb.) — Fréttaritstjórar: Ivar H. Jónsson, Jón Bjamason. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 55.00 á mánuði. Stangazt við staðreyndir jl/feð ýmsu móti umgangast menn sannleikann, og það á einnig við blaðaskrif. Blaðamönnum þykir þó yfirleitt miklu vænna um staðreyndir en almennt er talið, og margumtöluð hlutdrægni þeirra mun oftar koma fram í því að satt er látið liggja kyrrt en bein- um rangfærslum, og getur málflutningur að vísu orð- ið einhliða og villandi með úrvali staðreynda. En hvað segja menn um málflutning eins og þennan í leiðara 'Morgunblaðsins í gær, þegar rætt er um íbúðaibygg- ingar í Reykjavík? Morgunblaðið segir: „Árið 1956 kom vinstri stjórnin til valda og tók þá þegar að draga úr íbúðabyggingum. . •“ ^Filefni þessarar staðhæfingar er sjálfsagt það, að á fimmtudaginn minnti Þjóðviljinn á nokkrar stað- reyndir varðandi húsnæðisvandræðin nú, og birti til athugunar tölur opinberra hagskýrslna um tölu full- gerðra íbúða í Reykjavík á undanförnum árum. Þær tölur eru enginn áróðurstilbúningur heldur staðreynd- ir, sem óháðar eru umræðum um stjórnmál eða blaða- karpi. Og þær tölur segja allt aðra sögu én þessi stað- ihæfing ritstjóra Morgunblaðsins, og er þá ekki nema tvennt til, að hann viti ekki betur eða halli vísvitandi réttu rnáli. Þessar tölur um fullgerðar íbúðir í Reykja- vík skulu birtar hér enn einu sinni, ef svo kynni að vera að ritstjóra Morgunblaðsins hefði enn sézt yfir þær og hin ranga staðhæfing hans, að dregið hafi úr íbúðabyggingum í Reykjavík í tíð vinstri stjórnarinn- ar, væri á vanþekkingu byggð. írið 1955, næsta ár áður en vinstri stjórnin tók við, ^ voru fullgerðar í Reykjavík 564 íbúðir. Næsta ár, 1956, þegar vinstri stjórnin tekur við á miðju ári, eru fullgerðar í Rvík 705 íbúöir. En 1957, fyrsta heila stjörn- arár vinstri stjórnarinnar og raunar eina heila stjórnar- ár hennar, eru fullgerðar 935 íbúðir í Reykjavík og er það hœsta tala um fullgerðar íbúðir á einu ári sem nokkurn tíma hefur fyrir komið. Næsta ár, síðara stjórnarár vinstri stjórnarinnar, eru þær að vísu nokkru færri eða 865, en það eru samt fleiri ífoúðir en fullgerðar hafa verið í Reykjavík nokkurt ár fyrir eða eftir stjórnarár vinstri stjórnarinnar. Næsta ár, þegar núverandi stjórnarflokkar 'hafa tekið við stjórn landsins, fer ört að'síga á ógæfuhlið, og eru þá eikki fullgerðar nema 740 íbúðir í Reykjavík; 1960, fyrsta ár „viðreisnarstjórnar“ íhalds og krata, eru ekki nema 642 íbúðir fullgerðar og í fyrra, síðasta árið sem skýrsl- ur eru um, er tala fullgerðra íbúða í Reykjavík komin in niður ,í 541. TFjessar tölur eru alveg ótvíræðar og þær segja sína sögu um áhrif .;viðreisnarinnar“ á íbúðahúsabygg- ingar. Og enginn mun halda því fram að þörfin hafi minnkað. Fólki hefur fjölgað verulega í borginni á þessu tímabili og fjöldi fólks býr enn í sáralélegu og óhæfu húsnæði. Og spaugileg er tilraun Moggans til að „sanna“ hina röngu fullyrðingu sína með því að fleiri íbúðir hafi verið í smíðum þegar vinstri stjórn- in tók við en begar hún fór frá. Það hefur einmitt verið stórkostlegur ókostur við íbúðabyggingar und- anfarandi ára, hve lengi þær hafa margar verið í smíð- um vegna vangetu fólks til að halda þeim sleitulaust áfram. Því er það að tala fullgerðra íbúða er bezti og raunar eini mælikva^inn á getu fólks til að koma sér upp íbúðarhúsnæði, og þær tölur tala sínu máli eins og hér hefur enn verið bent á. Og Morgunblaðið og afturhaldið á íslandi verður einnig hér eftir að glíma við þær „óþægilegu“ staðreyndir, að þau tvö ár sem vinstri stjórnin var við völd var tala fullgerðra ibúða x Reykjavíkr’miklu-hœrri en nökkúrntíma fyrr eða 'Síðar,''óg tkfefui- 'iiú hrapað ískyggilega fyrir áhrif og aðgerðir „viðreisnarinnar", eða úr 935 árið 1957 í 541 í fyrra, 1961. Engar staðhæfingar í leiðara Mongun- blaðsins breyta þeim staðreyndum. — s. Um eitt skeið var miklu fjöl- mennari byggð á Búðareyri én nú er har. A stríðsárunum höfðu Bretar hér mikla bragga- hyggð, og hér í fjöllunum munu Iþeir með fyrirhyggjulausu fiani hafa týnt hlutfallslega eins mörgum mannslífum og á sjálf- um vígstöðvum heimsstyrjald- arinnar. Þá var hér margt ís- lendinga í vinnu fyrir herinn. En engin þjóð lifir á her- námsvinnu til langframa, o.g einn góðan veðurdag voru Bretar farnir, — og munu fá- ir hafa saknað þeirra. Enn eru nokkrir braggagrunnar sem ekki hefur gróið yfir til minn- ingar um þennan þátt í sögu Búðareyrar. Á Búðareyri náum við fundi formanns verkalýðsfélagsins, sem er Helgi Seljan, ungur dugandi maður, og spyrjum hann um hag byggðarlagsins: — Er Búðareyri vaxandi staður, Helgi? — Það er varla hægt að .segja að svo sé, en þó hefur íbúatalan aðeins aukizt undan- farin ár. •— Hver er höfðatalan? — íbúar munu vera um 500 í öllum hreppnum, og er þá meðtalið fótkið ,á sveitabæjun- um hér við fjörðinn, en lang- samlega flestir, eða yfir 400 eiga heima hér. — Hvernig hefur atvinna verið hér? — í sumar hefur atvinna verið óvenjumikil. Á s.l. vetri var ákveðið að ríkið byggði hér síldarverksmiðju, — eft- ir mikið þóf. Það er 1250 mála verksmiðja til að byrja með, .en fyrirhugað að stækka hana síðar. Verksmiðjan er reist á Búð- areyri á væntanlegri lóð hafn- arinnar. Þar eru fyrirhugaðar hafnarframkvæmdir, mestállt efnið komið á staðinn og vonir standa til að fjármagn fáist svo hægt verði að hefjast handa um byggingu og ljúka verkinu í haust. •—- Hvers konar hafnarfram- kvæmdir eru þetta? Eru þær vegna síldarverksmiðjunnar? — Nei, höfnin var hugsuð fyrir kauptúnið og ákveðin áð- ur en síldarbræðslan kom til sögunnar. Þarna verður 'bryggja fram í sjóinn, stálþil og uppfylling. Þarna er fyrir- huguð bátakví, auk þess sem höfnin verður fyrir flutninga- skip. 'Skipulagning á svæðinu frá bryggjunni og út með firðinum er nú í undirbúningi. — Það er mikill fyrirgangur þarna niðri á eyrinni. — Já, nQkkurn spöl innan við síldarverksmiðjuna, á ]óð Kaupfélags Héraðsbúa, er ný- lokið við að reisa stóra oliu- geyma fyrir Essó. Þá hafa ver- ið reistir tveir lýsisgeymar fyr- ir verksmiðjuna. — Og nú eruð þið farnir að salta síld. — Hér hefur verið saltað á tveimur stöðum í sumar, Gunn- ar og Snæfugl (bátar) hafa aðra, en h.f. Katrín hina. Þær munu hafa verið búnar að salta um 4000 tunnur þegar söltunarbannið kom. Þriðja stöðin, sem Bergur Lárusson á, er einnig tilbúin til að ta'ka á móti síld. Dálítið hefur verið tekið hér af síld til frystingar, en kaup- félagið hefur 'hér frystihús, að- allega fyrir kjöt, en einnig fyrir fisk. — Já, hvað um útgerð héð- an? — Héðan eru gerðir út tveir bátar, Gunnar og Snæfugl. Að- eins annar þeirra er gerður út héðan á vetrarvertið og lagði hann upp fiskinn hér í frysti- húsið og einnig verkunarstöð, í þurrk og sa’.t. — Hvernig er þá með at- vinnu hér á vetrum? ® — Héðan þurfa alltaf nokkr- ir nð leita burt á vetrarvertíð, þvl yinna við einn bát er alls- endis ófullnægjandi vetrarat- vinna, má frekar telja hlaupa- vinnu. Uppskipun — vöruflutn- ingar, eru aðalvinnan, með ým- iskonar hlaupavinnu. Hér eru höfuðstöðvar Vega- vinnu ríkisins á Austurlandi og vinna hér hátt í 20 fastir menn hjá Vegagerðinni. Vega- gerðin hefur nýlega reist hér byggingu sem er viðgerðarsal- ur, áhaldageymsla og s'krifstof- ur. — Hvað um aðrar byggirtg- ar, það er mi'kið umrót innan við ána? — Það er hafin bygging á HELG9 SELJAN, formeSar verkalýðsfélagsins, ræðir um nýjan síldarbæ W&M mm. llillllli mmm é * . ■ PIMll ’*’■: •:•* ’• *.vv : Sildarsöltun á Reyðarfirði j g) — þjOðviljinn — Laugardagur 22. september 1962

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.