Þjóðviljinn - 22.09.1962, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 22.09.1962, Blaðsíða 7
 í'íSSÍÍií:: liiaiii h'.ær. eftir Cronin. Leiðbein- andi hefur alltaf verið hinn sami, Erlingur Halldórsson frá Reykjavík. Formaður fé- lagsins hefur Sigfús Jóelsson skólastjóri verið. Leiksýningunum hefur verið vel tekið hér í byggðarlaginu og á Eskifirðí 'og F'.jótsdalshér. aði 'þar sem fé'.agið hefur haft sýningar. •— Ungmennafélag? — Ungmennafé'ag er hér og heldur uppi nokkru funda- og tómstundastarfi, og einnig i- þróttum — og fær það aðgang að iþróttaleikvanginum á sin- um tíma. — Hefur kvenbjóðin ekkert sérfélag? — Jú, hér er kvenfélag, fremur fámennt en mjög at- hafnasamt. Það hefur aðallega tekið bátt í fé'agsheimi’.is- byggingunni, auk líknarstarfs er það hefur með höndum. — Þá er komið að þinu fé- lagi, verkalýðsfélaginu? — Það eru um 150 manns í iþví, bæði karlar og konur. Það hefur allgóða fundarstarfsemi og sinnir kiaramá'um fó’.ksins. — Og að lokum: Hvaða trú hefur þú ó framtíð Búðareyr- ar? — Hér verður framvegis sem hingað til umferðar- oa f’.utn- ingamiðTöð. Og verði s;ld hér næstu ár. e'ns og undanfarið mun miög breytast hér í Reyð- arfirði í sanmbandi við síldar- bræðslu og síldarsöltun. þá mun vaxa hér blómleg byggð með aukinni atvinnu. J. B. Af erlendunt vettvangi Helgi Scljan • Búðareyri stendur inni við batn Reyðarfjarðar norðanverðan. í daglegu tali fær byggðin sjaldnast að halda nafni sínu, heldur er kölluð Reyðarfjörður. Þetta litla þorp hefur vaxið hægt og lát- ið lítið yfir sér, en gegnt þó mikilvægu hlutverki: verið höfuðstað- 41 jioc jnii- og útflutningshöfn fyrir allt Fljötsdalsherað asafnt Jökulsárhli ð og Jökuldal. • Nú er Búðareyri orðin síldarbær, komin síldarverksmiðja (þótt lítil sé) og söltunarstöðvar. sjö íbúðarhúsum, og búið að steypa nokkra grunna, efst á eyrinni innan við Búðarána. — Er þarna aðflutf fólk að byggja? — Nær allir eru ungt fólk sem er að hefja búskap. Það er orðin mikil þörf á nýjum íbúðarhúsum, bvi hér hefur ekki verið byrjað á neinu íbúð- 'arhúsi s.l. 2 ár, þar til nú i sumar. ■— Stóra byggingin upp með ánni að utanverðu? — Það er skólahús, kjallari og tvær hæðir. Verklegt nám er í kjallaranum og er þeim hluta lokið. Annarri hæðinni á að Ijúka í haust svo kennsla geti hafizt þar í vetur. — Þetta er mjög skemmti- legur staður og rúmgott þarna uppfrá. — Já, staðurinn er góður og stór lóð. Þarna er fyrirhugaður íþróttaleikvangur og gert er ráð fyrir íþróttahúsi. Auk þess verður að sjálfsögðu leikvöllur Iþarna. Stáðurinn er mjög á- kjósanlegur, þarna er skjól fyrir austanáttinni og þetta er í miðju þorpinu. — Félagsheimili eigið þið? — Já, hér er allstórt fé’.ags- heimili, sem fullnægir vel þörf- um byggðarlagsins. — Og hvað una félagsstarf- semi — eitthvað hefur frétzt af leikfélagi hjá ykkur? — Leikfélag Reyðarfjarðar var stofnað fyrir þremur ár- um. Starfsemi þess hefur geng- ið vel, það hefur sýnt 4 leikrit. Á s.l. vori var leikið Júpiter Síldarvcrksmiðjan á Búðareyrinni í smíðum Staðan í samningaviðrœð- um Breta og sexveldanna Þegar samningaviðræður hóf- ust um inngöngu Bretlands í Efnahagsbandalag Evrópu, var búizt við niðurstöðum í sumar fyrir lok júlí. Og ákveðið var í vor að kalla saman ráðstefnu forsætisráð- herra brezku samveldisland- anna í sepember til að sam- þykkja umsamin inngönguskil- yrði Bretlands. Loks var ráð- gert, að þing brezka Ihalds- ílokksins legði blessun sína yf- ir samningagerðina í október. Það þótti ekki vafamál í þann mu.nd, er setzt var að samn- ingaborði, að útflutningur mat- væla frá Kanada, Ástralíu og Nýja Sjáílandi til Bretlands yrði ósteytingarsteinn í’samningaum- leitununum. Aftur ó móti var talið, að f'.jót’.ega næðist sam- komulag um tengsl brezku sam- veldislandanna í Asíu og Afr- íku við Efnahagsbandalagið. Þegar til kom varð enn meiri ágreiningur en vænzt hafði ver- ið um matvælin frá Kanada, Ástralíu og Nýja Sjálandi ðg ýmis vandkvaeði þóttu laka verá á tengslum annárra safnveldis- landa við Efnahag-sbandalagið. Þegar ekki sá fyrir endann á samningaumleitunum í á- liðnum júlí, varð að samkomu- lagi að gera í lok mánaðarins hlé á viðræðunum. En brezka ríkjsstjórnin bjóst til að leggja mál sitt fyrir væntanlega ráð- stefnu forsætisráðherra sam- veldislandanna. Það mun hafa verið upp úr miðjum júlí, að samninganefnd- um aðildarlanda Efnahags- bandalagsins, sexveldanna, tókst að telja Breta á að draga til baka upphaflegar tillögur þeirra um högun inngöngu þeirra í bandalagið. Bretar féllust þá um leið á uppkast fram- kvæmdastjórnarinnar að inn- gönguskilyrðum þeirra sem samingsgrundvöll. Bretar höfðu gagnrýnt u.ppkast þetta að tveimur leiðum.. 1 fyrsta lagi kváðu Bretar verðlag vera syo. hátt samkvæmt uppkastinu, að ■ hætta væri á, að lönd Efna- hagsbandalagsins yrðu sjálfu sér nóg um mátvæli. Innflut-n-’ ingur matvæla frá brezku sam- veldislöndunum kæmi þá ekki til álita. í öðru lagi kröíðust Bretar að í inngönguskilyrðun- um yrði kveðið svo á, að Efna- hagsbandalagið hæfi í stað að- gerðir tii úrbóta, -.ef viðskipti samveldislandanna biðu hnekki af inngöngu Bretlands. I samningaviðræðunum mun þess hafa gætt, að frönsku sanminganefndinni var ekki kappsmál, að Bretland gengi í Efnahagsbandalagið. Frönsku samninganefndinni þótti frem- ur nauðsyn þera til, að hraðað yrði samningum um væntan- lega stjórnmálalega einingu að- ildarlanda bandailagsins. Franska samninganefndin mun einnig hafa hvatt til, að sem íyrst yrði gegið frá samningum um stefnu bandalagsins í landbúnaðarmáj- um og orkumálum. — En hvað sem valdið hefur, hafði lítt mið- að í átt ti.l samkomulags, þegar samningaíundi lauk að kvöldi 28. júlí. Þá var það. að utanríkisráð- herra Belgíu, Paul-Henri Spaak, beitti sér fyrir því, að fulltrú- ar úr öðrum samninganefndum en hinni frönsku tækju saman málamiðlunartillögu í því s.kyni að auðvelda Bretum inngöngu. Tillögur þessar í tólf liðum voru tijbúnar 1: ógúst, og þá Tagðar fyrir frönsku fulltrúana. Þeir höfnuðu öllum liðunum. í orðahnippingum lét Spaak þau orð falla, að Bretar skyldu var- ast að lóta örlög Evrópu velta á verði matvæla. Höfuðsahm- ingamaður Frakka-,, Olþ'er Wormsér, benti þó á, að Þfóð- * verjar, en ekki Frákkar, krefð- ust dýrra matvæla. Lokaorð hans voru: „Ráðherra, ættuð þér ekki íremur að beina at- hugasemdum yðar að hinum þýzku stallbræðrum mínum?“ Frakka og Breta greinir þannig ekki rnjög á um verð- lag matvæla. Frakkar vilja stilla verði þeirra svo í hóf, að þeir geti selt þau til Þýzka- lands. Bretar óska eftir lágu verði á matvælum, svo að sam- veldislönd þeirra fái aðstöðu til að selja matvæli til aðildar- landa bandalagsins. — Þegar samningafundir hófust á nýjan leik, sagði franski utanríkisráð- herrann, Couve de Murville, að Þjóðverjar skyldu faillast á lágt verð matvæla, eins og Frakkar legðu til, ef þeir vildu greiða fyrir inngöngu Bretlands. Höf- uðsamningamaður Þjóðverja, Rolf Lahr, sagðist ekki geta breytt stefnu Þjóðverja í land- búnaðarmálum í einu vetfangi. . Þá s.varaði. franski utanríkis- ráðherrann: ..Hvers vegna frest- um við þá ekki samningavið-.uij ræðum í nokkra mánuði og’ sjáurn, hverju fram vindur?" Fyrr um daginn hafði Hall- stein prófésso.r óskað, að Bret- ar settu fram þær breytingar- ilþgun ■segji.þeir’ hýgðust gera arinnár. , , : Þegar brezku fulltrúarnir sneru aftur að samningabórð- inu, höfðu þeir meðferðis 24 breytingartillögur. Samninga- nefndir sexveldanna féllust á Couve de Murville Spaak sex;; þeirra, 11en, > o.ngih þeirraj snart .meginmál... 1 þeinjy.málum gekk hvorki né rak. Ekkert sex- veldanna gat fremur en áður fal'.izt á till. Breta um innflutn- ing búvara frá samveldislönd- Framhald á 10. siðu. Laugardagur 22. septémber 1962 — ÞJÓÐVILJINN — (7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.