Þjóðviljinn - 25.09.1962, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 25.09.1962, Blaðsíða 7
 ¦ ¦ —,ma*f^mnf. DK61umpcöesPolen;t«t^ol€||i ;:*^ .... .....,.«»;!««>*¦ >" '--.- ^jtóÍM-"-;1'^;!**!.-.-: | jfyf:li»|V 'M11 i'ijf ,. ¦-¦.>;¦;?¦• :::-:.:,:¦;__. ÉÉi_Si«^|p;. ¦:. 3SMi_fc r .... » ¦¦ _._____« ,&»< •' ! :ip:eí>;»x!¥ Æwngafyrirsagnir £ blöðum nazista í ágúst 1939 (til vinstri) og vesturþýzkum blóðum í ágúst 1962. Þá voru pólskir landamæraverðir sakaðir um morð á þýzkum flóttamönnum, nú beinist hatrið að austurþýzkum landamæravörðum fyrir sömu sakir. Þá várð afleiðingin heimsstyrjöldin síðari. Æs- ingarnar nú geta cinnig haft skelfilegar afleiðingar, ef bandamenn Vestur-Þjóðverja taka eklíi i taumana, segir Richard Crossman. er löngunin til að forðast rifr- ildi við sósia'ldemókrataflökk Vestur-Þýzkalands, segir Cröss- man, en finnst slíkt léttvægt þegar um friðinn í heimin.um er að tefla. Hann segir: Vera má að ríkisstjórnir þurfi að sýna till'itssemi af þessu tagi, en ég fæ ekki séð hvers vegna Verkamannaflofckurinn'' í stjórnarandstöðti þarf að vera hræddur við að láta uppi skoð- un sína. Ef segja skal sahn- ¦leikann umhúðalaust er hann sá, -að!', háskinn. ;sem nú vofir yfir Vestur-Berlín er næstum eingöngu að kenna þeim aum- ingjaskap Bandaríkjanna og Bretlands að láta Vestur- Þýzkalandi og Vestur-Bertíri haldast uppi framferði sem hlýtur að enda með ósköpum, ef það er þolað lengur. Fyrir þrem misserum, áður en sál- ræn hernaðarattaga af hálfu Vestur-Þjóðverja breytti straumi flóttafólks frá Austur- Þýzkalandi <í æðisgengið flóð, benti ýmislegt til þess að Rúss- ar væru fúsir til að fallast á málamiðlunarsamkomulag svipað því sem sett er fram í ályktun Verkamannaflokks- ins. En í stað þess að kanna hvað fyrir þeim vekti, létu Vesturveldin undan þrýstingi Bonn&tjórnarinnar <og neituðu að semja. Viðbragð kommún- ista við þessu afsvari Vestur- veldanna kom 13. ágúst í fyrrá. Nú er múrinn orðinn forsenda fyrir friðsamlegri sambúð þýzku ríkjanna, segir Crossmán, og bætir við: Enda þótt þessar staðreyndir séu ó- mótmælanlegar, neita menn í Vestur-Berlín að sætta sig við þær. Nú, alveg eins og áður er múrinri var reistúr, heyja þeír kalt stíið gegn Þýzka al- þýðuríkinu undir vernd her- sveita okkar. St.órnmálamenn- irnir Sésa tilfinningar fyigis- manna sinna og sefa þá svo aftur þegar orð þeirra virðast ætla að hafa einhverjar athafn- ir í för með sér. Það eina sem jafnast á við grimmdina $ á- róðuráherferð þeirra er hrað- inn á undanhaldinu í hvert skipti sem Bússar taka þá á orðinu. Að hindra víðurkenn ingu á Þýzka alþýðuríkinu, að girða fyrir friðsamlega sambúð við það og grafa undan stjórn þess með öllum ráðum öðrum en beinum hernaðaraðgerðum — þetta var stefna þeirra áður en múrinn var reistur. Því miður. hafa þqý:..elíkeít..læ';t..a£, þeim ósigri sem þeir bökuðu sér sjálfir. Stefnan er sú sama þann dag í dag. Til þess að gera sér ljóst hve ábyrgðarlaus þeösi stefna er, þarf ekki annað en gera sér , í hugar.'und hverjar af- leiðingar hún getur haft, segir Crossman. Hugsazt gæti, að unnt reynist á þennan hátt að æsa til uppreisnar í Austur- Þýzkalandi. En hvernig myndi fara? Nákvæmlega eins og 1953. Aftur fengi Ulbricht að bæla mótspyrnuna niður án þess að Vesturveldin skiptu sér af því. Annað sem skeð getur er að hættuástandið sem nú ríkir líði hjá, Vesturveldin haldi á- fram að neita Þýzka alþýðu- ríkinu um viðurkenningu og Vestur-Berlínarbúar haldi á- fram að heyja æðisgengið kalt stríð. Fari svo getum við nú gengið að þwí visu, að Rússar semji sérfrið við Þýzka alþýðu- ríkið. Þá stæðum við aftur frammi fyrir gerðum . hlut, og afleiðingar hans yrðu frelsi Vestur-BerMnar langtum háskalegri en smiði múrsins. Þriðji möguleikinn er, að á- rekstrar við múrinn dragi okk- 'ur'svo nsferri styrjöld að við. neyðumst til að semja við Ul- bricht. Ofinetnaður Vestur- Þjóðverja gæti orð:ð til að knýja fram samninga sem þeir vilja fyrir hvern mun hindra. Kaldrifjaðir menn kynnu að segja að þetta væri það bezta sem komið gæti fyrir. En þurf- um við endilega að láta múg móðursjúkra Vestur-Berlínar- búa ýta okkur fram á fremstu brún styrjaldar, til þess að við getunl tilneyddir tekið upp samninga, sem við hefðum átt að hefja af sjáifsdáðum fyrir þremur árum? Eg álít að Mac- millan forsætisráðherra og Kennedy forseti hafi báðir gert sér lióst fyrir löngu, að rétt stcína af þeirjra.hálfu .væri.að sætta sig við tiiveru tveggja þýzkra ríkja-- og ganga frá samningum, sem á henni byggjast — jafnvel þótt það kostaði að hafa að engu mót- mæli frá Bonn og Vestur-Ber- lín. En því aðe!ns geta þeir tekið upp samninga að Þjóð- i^erjum forspurðum, að al- menningur geri sér ljóst hvlik hætta er á að til styrjaldar dragi. I þessu efni hvílir sérstök á- byrgð á brezka Verkamanna- flokknum. Talsmenn okkar ættu að heyja á op'nberum vettvangi bafáttu fyrir þeirri stefnu sem forsætisráðherrahn og forsetinn neyðast enn til að afneita opinberlega. í stað þess að klappa Willy Brandt lof í lófa þegar hann ræðst með orðum á múrinn, ættum við .að. .sk-x'tSa 'honum hreinsklnis- lega frá því að hann er orðinn ein af forsendum friðsamlegr- ar sambúðar í BerMn og setja fram rökin fyrir v'ð'rkenn- ingu á Þýzka alþýðuríkinu — sem hann veit að væri rétt þó hann þori ekk! að játa það. Eini möguleikinn til að varð- veita freisi Vestur-Berlínarbúa"' er að draga þá nauðuga vilj- uga frá barmi grafarinnar seiri þeir eru áð grafa sjáifum sér, og knýja þá til að taka upp friðsaml'ega sambúð við komm- únistana handan við múr.'nn — sem máske hefði aldrei ver- ið reistur nema sakir blindrar fávizku le.ðtoga þeirra og ves- almennsku bandamanna þeirra •að láta þeim haldast slíkt uppi. i^ HÆTTURNAR AF TAKMARKA- LAUSUM INNFLUTNINGI ERL. AUÐMACNS OG VERKAFÓLKS • Hætturnar sem íslandi stafa af Efnahagsbanda- lagi Evrópu og makki ís- lenzkra stjórnarvalda varðandi innlimun ís- lands í það bandalag, eru ekki sízt vegna þeirra ákvæða í lögum Efnahagsbandalagsins sem kveða á um tak- markalausan flutning vinnuafls og fjármagns .miiJ.iitaðEdarríkjanna,-». -,. ,:-.!nft, r'+p.ri afciiBÍn-irv'I §3 .En.<.d • Ufh þetta efni sérs'tak- ' lega f jallar einn kaflinn í fræðsluriti Alþýðusam- bandsins um Efnahags- bandalagsmálið, sem ný- lega kom út og fæst í bókabúðum. Höfundur ritsins er Haukur Helga- son hagfræðingur. Fer þessi kafli úr ritinu hér á eftir: Samkvæmt c-lið Rómarsamn- ingsins skulu niður f elldar tálm- anir á frjálsum hreyfingum á vinnuafli, þjónustu og fjár- magni milli aðildarríkjanna. Þetta þýðir, að erlendir verkamenn eiga að fá fullt jafnrétti við íslenzka verka- menn til starfa hér á landi. Enn fremur að erlendir auð- menn eiga að fá jafnrétti við innlenda til atvinnurekstrar hér á fslandi. Hér er um að ræða eitt veiga- Tliéísta atriði'ð í Rém'arsamningn- um/'gétH^^itf^s'^^vÍlduÝ .þ^f; að "gJbrsamíegá' er dtiloka'ð' íyr-' ir okkur íslendinga að gerast aðilar að Efnahagsbandalaginu. Við islendingar erum með fámennustu þjóðum veraidar, en land okkar er auðugt af lítt nýttum orkulindum og öðrum náttúrugæðum. Hafið í kringum landið er með fengsælustu ha£- svæðum í víðri veröld, enda hefur ágengni erlendra fiski- skipa, bæði fyrr og síðar, ver- ið eftir því. Yfðum við aðildar að Efna- hagsíbandaJaginu myndi erlent fjármagn streyma í stórum stíl til landsins, til þess að hag- nýta þessar orkulindir ' ökkar ¦— fo'ssaafil og jarðhita — svo og landgrunnið íslenzka. Er- lendir aðilar myndu festa kaup á íslenzkum fyrirtækjum, stofna ný fyrirtæki, banka, vátrygg- ingarfélög, reisa verksmiðjur, og flytja ágóðann af þessum fyrirtækjum út úr landinu, í skjóli hins frjálsa tilflutnings . á fjármagni milli aðildarríkj- anna. TbM % ^í-^^v járm8gni' að stréyma. hömluí^ust. til lands-i. 1 íns hrýtur álgjörlegá í bág™við.i baráttu þjóðarinnar um' aldir gegn því að aðrir en við sjálf- ir ættum þetta l.and og haf- svæðið kringum jþað. Þegar konungar ÍDana og Engr.endinga sömdu um það árið 1489, að brezkum skyldi heimilt að sigla til Islands til fiskveiða og verzl- unar, felldi lögrétta á Þingvöll- um niður ákvæðið um fisk- veiðaheimildina. Þá þekkja allir átökin fyrir nokkrum ára- tugum um eignarrétt Islendinga á foissaaflinu og enn betur bar- áttu okkar á undanförnum ár- um fyrir rétti Islendinga einna til landgrunnsins. I kjölfar hins erlenda fjár- magns myndu erlendir verka- menn koma hingað til starfa, áreiðanlega í tugþúsunda tali. Allir sjá, hvílík hætta steðj- ar að íslenzku þjóðinni með slíkri þróun mála. Tökum t.d. væntanlegan hlut hins íslenzka verkalýðs. Kaupmáttur laúna í hinum ýmsu : löndum bandalaganna Sbé^.a ei--akafléga<;mi^áfh. M'eð '4iKifí ttl væntatíiegrör iþátWöltíi' -.,-Danmerkur ¦ ;fe;Bfnáhagsbanda-*'' laginu hefur danska félags- málaráðuneytið látið rannsaka kaupmátt launanna í nokkrum löndum og komizt að eftirfar- andi niðurstöðu: Danmörk .;.,-...,,,...... 100 Noregur ______......... 94 England .............. 93 Vestur-Þýzkaland ...... 82 BelgLa ...<......................b.... 75 Holland .....•....:...... 67 Frakkland . ..4.......... 54 ítalía .___........... 39 ii ii ....... Haukur Helgason. Af þessu sést, að kaupmáttur launanna í Danmörku er um það bil fjórðungi hærri en kaupmátturinn í Vestur-Þýzka- landi, sem þó er hæst af sex- veldunum. oe kaupmáttur laun. anna á ítaliu er aðeins rúm- lega þriðjungur af því, sem | hariri er í "Danmöíku,. -... g«líí«ftl" ^^''ao l^jS^tíl me(| .(Aákwfeis6-Hi;HH«er iáfeiritíáérilegu i hlutur íslenzks verkalýðs er, sakir þess, að samsvarandi út- reikningar eru ekki fyrir hendi. Þó er hægt að áætla með mikl- um rökum, að okkar hlutur yrði einhvers staðar á milli 75 og 80, og er þá aðallega mið- að við bá staðreynd, að fyrir um iþað bil þremur árum var kaupmáttur launanna hér á landi hinn sami eða mjög svip- aður og í Noregi. En á þess- Framhald á 10. síðu. Þriðjudagur 25. september 1962 — ÞJÓÐVILJINN — (7j

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.