Þjóðviljinn - 02.10.1962, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 02.10.1962, Blaðsíða 7
Hanns Eisler ræöir við Erich Engel, einn reyndasta og bezta lei kstjóra Berliner Ensemble, sem setti m. a. Túskildingsóperuna, Lif Galileis og Móði r Courage á svið. ekki hægt að banna þennan söng, einnig verkalýður Þýzka- lands utan fangbúðanna kann sönginn, það þekkir hann þegar stór hópur verkamanna margra landa og hann mun breiðast um allan heim. Söngurinn „Mýrarhermennirnir" er mik- ilvægt byltingarskjal og auk þess einhver fegursti söngur, sem hin byltingarsinnaða verka- lýðsstétt hefur skapað sér. Inngangur að leikriti. Leikritið „Ötti og eymd Þriðja ríkisins" eftir Bertolt Brecht er samsett af sjálfstæðum en- samræmdum 24 sviðsmyndum, sem byggjast á vitnisburðum og blaðagreinum og skrifað á árunum 1935—'38. Þekktasta sviðsmyndin mun vera „Gyð- ingakonan“, sem Helene Weig- el hefur lengst af leikið. Mýrarhermennirnir nefnist ein sviðsmynd þessa leikrits Brechts. Þar notar Brecht Mýi'- arhermannasönginn sem hljóm- fall sviðsmyndarinnár og eining- artákn fanganna gegn sam- eiginlegum sterkari fjandmanni. En af hverju er fjandmaður- urinn, fasisminn, sterkari en þeir? Um það fjallar þessi stutta sviðsmynd skýrra orða: Verkalýðshreyfingin var skipt og engin samvinna hennar við andfasísk borgarleg öfl. Sam- einingin átti sér fyrst stað í þjáningunni, í fangabúðunum. Söngurinn er hér sunginn af föngum mismundandi skoðana, en settur í það ljós; hvers vegna kom til fangbúðanna og þá sköpunar söngsins? Inn- gangskvæðið segirokkur söguna: Fasisminn sækir að úr öllum áttum, hættan vofir yfir. Komm- únistar kröfðust að verkalýðs- fiokkarnir tveir sameinuðust í svokallaða Einingarfylkingu (sem ljóð Brechts og Eislers fjallar um), sameinuðust í bar- áttunni við yfirvofandi hættu, fasismann og létu deilur um skilgreiningu fræðikenninga klassískra marxismans (sem kratar höfðu þá enn þá á prógrammi sínu) niður falla og síðan með öðr- um andfasistum að berja niður. Þá var það hægt: andfasistar voru mun sterkari í þinginu — og á hinum dökku úrslita- dögum t.d. vopnasveitir komm- únista og einnig krata utan við Berlín í útjaðri Berlínar. A síðustu stundu gugnuðu kratar á að veita kommúnistum stuðn- ing við að brjóta fastista- deildirnar niður og afvopna, þeir „sömdu“ við stormsveit- irnar. Kommúnistar voru brytj- aðir niður — síðan kom röð- in að krötunum sjálfum og öðrum andfasistum. Við sjáum hér í sviðsmynd- inni á eftir, hvernig komm- únistinn Lohmann stendur harð- ur og afdráttarlaust gegn fasism- anum og leiðir harka hans til þess að allir fangarnir verða færðir í byrgið. Kratinn Brúhl er Ijóslega sýndur: Fulltrúi verkalýðsflok sem er farinn að vera þáttak- andi og hluthafi í arðráni borg- arastéttarinnar og því tvístíg- andi. Klofning persónuleikans er sýnd strax í upphafi þegar hann ber á Lohmann að hann „leki“, að honum sé ekki að treysta (en Lohmann gefur í skyn að það hafi þó verið Brúhl sem sveik Karl) — svo í lokin, þegar Brúhl m.a. vegna þessara ummæla sinna stendur við hlið Lohmanns (sem þá er náttúrulega of seint. of lengi var dei.lt) og þeir eru allir færðir í byrgi píninga og kvala. Röksemdir krata á þessum tíma koma berlega í ljós (sem eru þær sömu og krata í V,- Þýzkalandi í dag). Lohmann hefur upp kjörorð Ernst Thál- manns 1933: Hitler þýðir stríð. En Brúhl segir: Ekki ef _ við erum með í ráðum (þekkið þið röksemdina fyrir þátttöku krata í ríkisstjórn íslands í flag?). Lohmann bendir honum á svik krata í upphafi fyrri heims- Framhald á 10. síðu LEIKHÚS ÆSKUNNAR kles og Agíasfjósið eftir Friedrich Diirrenmatt Leikstjóri: Gísli Alfreðsson. þreytandi háðfugls verða ekki ræddir að sinni, en þeir eru flestir skopleikir þrungnir djúpri alvöru, hvössu háði og ádeilu íog ærið gráu gamni, og ganga jafnan í berhögg við natúralíska leikhefð síðari tíma. Dúrrenmatt leitar víða til fyrirmynda og fanga, eða allt frá Aristófanesi til Bert- ohs Brechts sem sýnilega er ilærifaðir hans um aðra fram, en enn er hann ekki orðinn neinn jafnoki meistarans. Vandkvæði samtimans og sú geigvænlega hætta törtímingar og algers skipbrots sem vofir yfir öllu mannkyni er Dúrren- matt efst í huga, og bjartsýnis- maður er hann ekki. En vílur og vol eru honum víðs fjarri, menn e'ga að ganga ókvíðnir log uppréttir á vit örlaga sinna, hugrekki og mannlega reisn má þá aldrei skorta; þær skoð- anir skáldsins birtast meðal annars ljóslega í lokasvörum „Heraklesar“, hins mergjaða pólitíska skople'ks. Sú var ein af víðfrægum þrautum Heraklesar, hins goð- borna þjóðardýrlings og kappa að hann skyldi hreinsa fjós Agíasar konungs í Elis, en þar hafði ekki verið mokað undan þrjú þúsund nautum í þrjátíu ár. Dúrrenmatt endursemur hina fornu sögn á mjög skemmtilegan og óvæntan hátt, hugkvæmni og auðugt ímynd- unarafl brestur skáldið sízt af öllu. I höndum hans breytist hin ódauðlega hetja og frels- ari í næsta mannlegan kappa, það >er ekki vegna guðVegra skipana eða æðri örlaga að hann vinnur afrek siín, heldur tolátt áfram vegna þess að hann er sífellt skuldunum vafinn, hann verður sárnauðugur að vinna hvert verk'ð öðru ó- þrifalegra til þess eins að reyna a'ð seðja hít ófyrirleit- inna lánardrottna. Leikurinn berst til bændalandsins Elis, en það er allt kom'ð á kaf í mykju að heita má; Herakles er beðinn að hreinsa 'landið gegn háu gjaldi. En þegar á reynir tekst stjórnmálamönn- um og embætta að eyða málinu, gera endurreisnina að engu. Allir segjast þeir vilja að land- ið sé mokað og forinni skolað burt og halda um það fjálg- legar ræður, en þurfa umfram allt að athuga málið, enda eru hagsmunir framleiðenda og út- flytjenaa í veði; kosnar eru ó- teljandi nefndir og loks taka önnur ríki að blanda sé.r í leikinn og sízt til bóta. Þessi napra og hlægilega skopstæl- ing á vestrænu þingræði okkar tána er aðail leiksins, það er Dúrrenmatt sönn ánægja að hæðast óþyrmilega að lýðræð- inu í heimalandi sínu, enda hefur hann löngum elt grátt silfur við landa sína og lítt fallið ií geð hinum vel öldu svissnesku borgurum. „Herakles“ er útvarpsle'kur sem áður er sagt og hlítir í öllu sérstæðum lögmálum þess óbundna forms; hér ier við margháttaða og auðsæja örð- ugleika að etia. Það væri engu að síður girnilegt að kynnast kosíulegum vífillengjum stjórn- málaskúmanna og öðru g'.ensi skáldsins í meðförum reyndra og mikilhæfra leikara, enda eru mannlýsingarnar undar- lega raunsæjar og lifandi þótt um skopmyndir sé að ræða. Hér er að sjálfsögðu ekki sliku að heilsa, leikendurni.r flestir ungir og óreyndir og leikstjór- inn sjálfur byrjandi, og bæði fráleitt og ósanngjarnt að leggja venjulega mælistiku á þessa sýningu. í annan stað ætti hún að síandast saman- burð við skólaleiki og sýning- ar áhugamanna utan borgar, en bregzt að einu leyti: svo ofboðsleg var vankunnátta sumra helztu leikendanna að um reykvískt met hlýtur að vera að ræða, félagið hefur um,r of hraðað frumsýningu leiks- ins. Gísla Alfreðsson, h'nn unga leikstjóra, skortir hvorki hugkvæmni né áræði, en svið- setning hans . ber ýmis merki byrjandans. Hann beitir marg- víslegum áhrifameðölum, „háv- aða og hörðu braki“, en kann sér ekki hóf; þannig verða æð- isköst Heraklesar of langdreg- in, enda mikil raun að þurfa að hlusta lengi á þórdunurein- ar í myrkri, og um viðureign garpsins og nashyrningsins gegnir sama máli. Hitt er ekki tiltökumál þótt talkórarnir heppnist ekki vel — þe:m veigamestu er reyndar sleppt með öllu, enda ofraun hinu lítt þroskaða leikhúsi, og svo mætti lengur telja. Kurt Zier hefur teiknað tjöld og bún- inga og unnið gott v-erk. Sviðs- myndir hans eru einfaldar og si’lhreinar og falla vel að efni og eðli leiksins, og búningarn- ir hinir skemmtilegustu; íbúar hins mykjuþakta lands eru ó- sviknir taðskegglingar i öllu út’ iti. Að þýðingu Þorvarðar Helgasonar ætla ég ekki að finna, og því síður tónlist Ragnars Björnssonar, en le:k- skrána skortir flest það sem slikan hlut má prýða. Jónas Jónasson leikur kapp- ann Herakles — hæfilega hár og þrekinn og mikill á velli, en virðist fáum öðrum kostum búinn, kímnin og kunnáttan í minnsta lagi og tadi hans æv- inlega bóta vant^ ætla mátti að leikarinn værjjinikið, veikui’ í hálsi. Fxamganga og fram- sögn fíelgu Löve er mun ör- uggari og jafnbetri, en hún fær þó alls e gi risið undir þeim lofsyrðum sem hlaðið er á. Dejaneiru, unnustu Hera- klesar; og að mínu viti hefur leikkonan jafnan staðið sig betur en að þessu sinni Rich- ard S:gurbaldursson er skýr- mæltur og viðfeldinn í lítt þakklátu hlutverki sögumanns- ins og einkaritarans, en túlk- unin snauð að blæbrigðum. EftirhermusnTkngnum Karli Guðmundssyni veitist auðvelt að draga upp hnittilega mynd sirkusstjórans, hir.s hraðmælta, ísmeygilega og óbilgjarna manns; og Valdimar Lárusson er traustur og geðfeldur Ágias og ber e'nkenni hins ríka og íhugula bónda, en leikurinn ekki rlkur að tilþrifum. Allmikill fjöldi kornungra og óþekktra leikenda koma við sögu, en ekki verða nöfn þe:rra talin; allir leika þeir af sönnum áhuga og æ.skufjöri og misjafnlega viðvaningslega eins og gengur. Fremstur þeirra þykir mér Borgar Garð- arsson .er leikur Fýleus son Ágíasar miög snoturlega, en hanner geðfelldastur söguhetj- anna; gaman er líka að lítt tömdu fjöri, ærslum og skýru tali Þorsteins Ge'rssonar. kynn;s og ritstjóra í Elis. Og þá er ekki annað eftir en óska leikhúsinu nýja gæfu og geng- is — óska þess að það megi hiklaust ganga braiitina fram. Á. Hj. Þriðjudagur 2. október 1962 — ÞJÓÐVILJINN — (7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.