Þjóðviljinn - 02.10.1962, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 02.10.1962, Blaðsíða 9
íslandsmátið í knattspyrnu Aldrei mun íirslitaleikur í knattspyrnu í meistaraflokki hafa farið fram í þvílíku veðri og var á sunnudaginn, þegar Fram og Valur gengu til úr- slitalciksins í fyrstu deild. Útilokað var að sýna góða knattspyrnu í iþessum veður- ham, og þó var furða hvað lið- in reyndu að Jeika. Sérstak- lega sýndi Valur oft laglegan samleik á móti vindi. og mun- aði þá litlu að þeim tækist að skora. Þar bjargaði, Guðjón á 'Hnu, en Valur lék á móti rokinu i fyrri hájfleik'. . Yfirleitt lá á Val í fyrri háif. leik. og fyrstu mínúturnar voru Framarar ágerigir. en Vals- menn stóðust „storminn“ í tvö- földum skilningi. Ekki mátti iþó mik'.u muna er Guðmundur Óskarsson skaut af markteig, en skotið kom í nafna hans Ög- mundsson og hrökk langt út á völl, en það gerðist á 3. min. leiksins. Var engu líkara en að Framarar ætiuðu að knýja fram úrslit þegar í stað. Þetta var þó eina verulega hættan á þpssum tíma. Á 7. mín gera Valsmenn gott áhlaup hægra megin, og endar það með þvi að Steingrímur hefur góðan möguleika að skjóta en ,,kiksar“ og knöttur- inn fer aftur fyrir markið. Á 12. mín á Björgvin skal’a að- ein$ utan við stöng. Tveim mín. síðar eiga Fram- arar gott áhlaup. þar sem knötturinn gengur mann frá manni. Þetta endar með því. að Baldvin, slapp laus út til hægri og_ skaut mjög skemmti- lega, en knötturinn fór að- eins ofan við horn marksins. Var þetta vafalaust skemmti- legasta skotið í leiknum. Á næstu mínútum eru Framar- ar ágengir og una því sýnilega ('kki að fá ekki' skoráð. Bnid- ur:*a. skírÍíá- riokktið' óvæint íyf- ir markmann sem tókst þó að verja, og litlu síðar á Ás- geir gott skot af löngu færi sem Björgvin varði örugglega. Valsmenn sækja annað slag- ið, o.g á 21. mín á Bergsteinn gott skot ,á mark Fram, og þar sem Geir var „ekki heima“ var þarna möguleikinn að taka forustuna, en Guðjóni tókst að bjarga á linu. Framarar sækja án þess að skapa veruleg tsekifæri; að vísu þurfti Björgvin oft að grípa inn í og bjargaði oft mjög vel. Á 32. mín. gera Framarar á- hiaup vinstra megin og skipta siðan yfir og senda knöttinn til Baldurs sem skorar þetta eína mark sem skorað var í leiknum. Halldór Lúðvíksson fyrirliði Fram með nýja bikarinn. Áframhald leiksins var svip- að og áður. hvorugum tókst að skapa sér tækifæri ekki heid- ur Fram, sem átti þó mun meira í sókninni. Fiestir munu hafa verið þeirrar skoðunar að þetta væri o.f iítill markamunur til þess að Fram dygði hann til sig- urs, ekki sizt vegna þess að Valur hafði sýnt góð tilþrif móti, storminum. Veðurhæðin jókst líka í síð- ari hálfieiknum og var það sizt betra fyrir Val, því að það reyndist mjög erfitt að hemja knöttinn. Það var lika greini- legt að Fram ætlaði að freista þess að verjast og þétta vörn- ina eins og mögulegt væri, og oft mátti sjá 10 Framara inni i vítateignum, og auðvitað s’.atta af Valsmönnum svo þetta var nokkuð þétt, og ekki auð- velt að skora. Þegar á fyrstu mín. á Berg- steinn skot rétt fyrir utan stöng. og sækja Valsmenn nú hart og á næstu mín. fá þeir 4 horn á Fram, en þeim tekst ekki að opna og skapa sér tækifæri. Á fyrstu 10 mín. kom knött- urinn ekki fram fyrir miðju, og það er ekki fyrr en á síðustu mín. leiksins að Björgvin i marki Vals fær að snerta á knettinum. Þó marktækifærin væru ekki mörg hjá.Val varð Geir oft að grípa' inn í og gerði'- það örugglega. Rétt eftir miðjan há'.fleikinn á Björgvin skot á mark Fram, en Hrannar bjárg- ar á Unu. Á 32. mín. fær Skúli hið langþráða opna tækifæri til að jafna er hann stóð fjnrir opnu marki. og hefði næstum getað ýtt knettinum inn með brjóstinu, en kaus að skjóta hörkulega, og skotið fór himin- hátt yfir. Hélzt síðan sama þófið nema hvað Frarn gerði dreifð áhlaup í lók leiksins. Þess má geta, að fimmtu hverja minútu fengu Valsmenn horn á Fram. Framarar vörð- ust einbeittlega allan tímann, og flestir munu afsaka, þegar svona stóð á þótt þeir gerðu nokkuð af því að spyrna út- af. o,g ,.græða“ tíma. Eins og fvrr segir var erfitt að sýna góða knattspyrnu, en í því voru Valsmenn betra lið- ið, en beim t-ókst ekki að skora og það eru mörkin sem te’.ja. Geir í markinu var vafalaust sá maðurinn sem gaf Fram- liðinu mest öryggi. Hrannar átti einnig góðan leik, og Hall- dór stendur alltaf vel fyrir sínu. Baldvin var nokkuð hreyfan. legur og harðfylginn sér, en slapp ekki langt frá Guð- mundi. Báðir útherjarnir, Bald- ur og Hallgrímur, voru virkir og sköpuðu bakvörðum Vals erfiðleika. Guðmundur Óskarsson og Ás. geir sluppu nokkuð sæmilega. Annars er þetta Framlið nokk- uð jafnt og hverki verulega veikur hlekkur; það sýndi sig ef til bezt í síðari hálfleik og þegar þeir þjöppuðu sér saman til varnar. Vörn Vals var betri helming- ur liðsins, og erfitt að segja hver þeirra var beztur. Árni og Þorsteinn Friðþjófsson áttu góðan leik móti hinum hviku útherjum Fram, og sama er að se§ja um Guðmund Ögmunds- son sem lék oft mjög skemmti- lega gegn hinum fríska mið- herja Fram. Ormar vann mik- ið og eins Elías. ,Framlínan var ekki eins samfelld. Bezti maður hennar var hinn ungi, efnilegi Þor- steinn Sívertsen sem gerði margt laglega. Þrátt fyrir mik- inn vilja og dugnað tókst Skúla ekki verulega upp, og sama er að segja um Steingrím sem að vísu lék ekki nema í fyrri hálf. leik, hætti vegna smámeiðsla sem tóku sig upp. Matthías, sem kom í hans stað, hefur oft sýnt betri leik. Björgvin Dan. virtist aldrei ná verulegum tökum á stöð- unni, og náði því ekki að halda línunni saman. Bergsteinn gerði sitthvað lag'.ega en marg- ur býst við meiru af honum og þá ekki sízt í úrslitaleik, Og hann getur meira en hann sýndi í þessum leik. Með samfelldri framlínu og einstak’.ingum sem hefðu getað skotið meira, hefðu Valsmenn unnið þennan leik. Miðað við veðurfar voru á- horfendur margir eða 2—3 þúsund. Dómari var Grétar Norðfjörð. Eftir leikinn afhenti for- maður KSl sigurvegurunum hinn nýja grip sem nú var keppt um í fyrsta sinni. Var það dálítið skemmtileg tilviljun að Fram sky’.di vinna bikar þennan fyrst þegar um hann var keppt, því að á sín- um tíma var það Fram sem gaf bikar þann sem tekinn var úr um.ferð i fyrra (Raunar féll niður keppni um hann í tvö ár) eftir að keppt hafði verið um hann 50 sinnum. Árið 1912 hefur það verið veglegur gripur. Lauk þar með jafnasta fs- landsmóti sem háð hefur verið til þessa en ekki væri úr vegi að í framtíðinni gerði stjórn ’ 'KSÍ ráðstafanir til þess að úr- slitaleikir þessa móts væru ekki ' dregnir fram í hina rysjugu haustveðráttu, eins og nú hefur átt sér stáð, eða leng- ur en nokkru sinni fyrr. Frímann. Endanleg stigatala í fyrstu deild íslandsmótsins í knatt- spyrnu varð þessi; Fram 15 stig, Valur 13, Akranes 12, KIÍ 11, Akureyri 10 og ísafjörður 1 stig. Owe Jonsson Hinn ungi og bráðefnilegi spretthlaupari Svía, Owe Jons- (( son, sem gat sér hið bpzta i [ orð á Evrópumeistaramótinu í Belgrad fyrir skemmstuj lézt af slysförum á laugardaginn. i) Hann varð aðeins 21 árs gam-i| all. Jonsson var einn á ferð J í bíl sínum á laugardagskvöld-,) ið, ók yfir á hægri akrein og i1 rakst bíll hans 'á annan sem kom á fullri ferð á móti. 1 bíl beið ein kona bana, | en maður hennar og þrjúböml meiddust lítilsháttar. 15 ár eru síðan Frem vsnsi siðast Liðin eru 15 ár síðan Framl vann íslandsmeistaratitilina síðast, ©ða 1947, en þá vann fé- lagið titilinn tvö ár í röð. I keppni hefur Fram unnið titilinn 12 sinnuin, en árið 1913 Og 1914 var ekki keppt, því að Fram var eina félagið sem gafi sig fram til keppninnar, ea segja má að Fram hafi verið ókrýndur meistari. Fram hefur orðið meistarl þessi ár; 1915, 1916, 1917, 1918, 1921, 1922, 1923, 1925, 1919. 1946, 1947 og 1962. Þeir scm léku þennan úr- slitaleik fyrir Fram og færða félagiim hinn kærkomna og langþráða titil voru: Geir Kristjánsson, Guðjón Jónssou, Birgir Lúðvíksson, Ragnar Jó- hannsson, Ilalldór Lúðvíksson, Hrannar Haraldsson, Baldur Scheving, Guðmundur (Óskars- son, Baldvin Baldvinsson, Ás- geir Sigurðsson, Hallgrímusr Scheving. Þriðjudagur 2. október 1962 — ÞJÓÐVILJINN — (g

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.