Þjóðviljinn - 04.10.1962, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 04.10.1962, Blaðsíða 3
raunverulega tilgang með gerðardómslögunum, en það að Jón Þorsteinsson krafðisi lækkunar á skiptaprósentuniri til sjómanna innan gerðar- dómsins. Þarf ekki að spyrja: Hve'r á sökina? Og hvers vegna reyndi Jón SigTU’ðsson ekki að ha£a áhrif á formann Aiþýðuflokksins og ■sjá til þess að sjómönnum yrðu þó að minnsta kosti tryggð sömu kjör áfram. eins og jafnan hefur tíðkazt, þegar vinnudeilur hafa verið leyst- ai með bráðabirgðalögum. Kattarþvottur Alþýðublaðs- in.s blekkir engan, því að geröir þeirra Emils, og Jón- anna eru ei.n silkihúfan upp af annarri og fyrirfram út- hugsaðir lei.kir til þess að lækka hlut sjómanna. Það þarf ekki einu sinni að spyrja: Ilver á sökina? Allir vita fulivei, að ríkisstjórnin og forystumenn Sjómanna- sambandsins eiga hér jafnan sök. Kosið gegn nýjum gerðarddmslögum Hræðsla gerðardómsmanna við framboð starfandi sjó- manna í Sjómannasamband- inu er vissulega eðlileg, en engu að síður brosleg, þegar litið er á hið fuljkomna „lýð- ræðiskerfi“, sem. þeir hafa komi.ð sér upp í Sjómanna- félagi Reykjavíkur til þess að tryggja völd sín. Starf- andi sjómenn hafa ekki vænzt þess að vinna þessar kosn- ingar eins og þær aðstæður eru. En það er miklu meira í húfi en kjör fulltrúanna á Alþýðusambandsþing. Fram undan eru kjarasamningar á haust- og vetrarsíldveiðunum cg vetrarvertíð. Ef sjómenn sýna geröardómsmönnum í tvo lieimana í þessum kosn- ingum, munu þeir ekki þora að setja ný gerðardómslög um kaup og kjör sjómanna, en þaö munu þeir ekki hika við, ef sjómenn veita þeim ekki dug'.ega ráðningu í þess- um kesningum. „Hver á sökiria?", var að- alfyrirsögn á baksíðu Alþýðu- blaðsins í gær, enda þótt ekki væri þar verið að leita að sökudólgunum í gerðardóms- málinu í sumar. En bæði á 4. og 7. síðu blaðsins eru gerðar örvæntingarfullar til- raunir til þess að hvítþvo Jón Sigurðsson og kumpána hans í þessu máli. En hefði ekki verið fuil ástæða fyrir Al- þýðublaðið að upplýsa, hver á sökina þar? „Nauðsyn að bjarga fjárkúgurunum“ Alþýðublaðið hefur marg- lýst því yfir. að það teldi gerðardómslögin hafa verið „nauðsynleg" og ekki hefur Jón Sigurðsson gert athuga- semd við þann málflutning. En það er alkunna, að gerðar- dómslögin voru til bess eins að bjarga fjárkúgu.narklíku LÍÚ úr þeirri klípu, sem hún var komin í vegna ólöglegra hengingarvixla og hótana gagnvart útvegsmönnum. — Og flotinn var að fara á veið- ar, þrátt fyrir kúgunarað- gerðir LÍÚ, þegar formaður Ajþýðuflokksins tók að sér að seúa gerðardómslögin gegn sj ómönnum. Hráskinnsleikur, sem engan blekkir En ríkisstjórninni og LfÚ- valdinu var vel ku.nnugt um það, að þessi árás þeirra tæk- ist ekki, ef sjómannasamtök- in stæðu einhuga gegn gerð- ardómnum, ekki sízt þar sem gömlu samningarnir voru enn í fullu giidi á nær þriðjungi flotans. Og þá var gripið til þess ráðs að láta Jón Si.g- u.rðsson leika sinn hráskinns- leik: I stað þess að fylkja sjómannafélögunum saman til baráttu gegn gerðardómnum, er liann látinn taka þátt í störfum hans cg leggja þann- ig sjálfur hönd að þessu of- beldisverki. Afstaða sjómanna lá fyrir og þátttaka Jóns í gerðardómnum breytti þar engu, eins og niöurstöðurn- ar báru með sér. Ilann gat ekki einu sinni fengið flokks- bróð”.~ sinr. og bí'igmann Al- þýóuf'okksins Jón Þorsteins- son til þess að standa með sér. Fátt sýnir beliir hinn Hver á sökina? — Emil? Pétur Sigurðsson — Jóns- messifiuetundraumur íhalds- ins á Alþini: Gerðardómur um fisltverðið. Jónsmessudraumur Svo að þeir þori aldrei aftur . . . Ilvert atkvæði sem fellur á lista starfandi sjómanna er því mótmæli gegn gerðar- dómslögunum, og einnig trygging fyrir því að kjör sjómanna verði ekki skert enn á ný með gerðardóms- lögum í væntanlegum samn- ingum. Hræðsla gerðardóms- manna þarf að verða svo mik- il að þeir þcri aldrei aftur að reyna þá leið. Hver á sökina? — Jónarnir? íhaldsins Sjómenn skyldu minnast þess. að í vetur settu þessir sömu menn gerðardómsiög um ákvöröun íiskverðs, — meðal annars með fullu samþykki Péturs stýrimann-3 Sigurðsson- ar. Og skcramu eftir, að Em- il Jónsson gaf út gerðardóms- lög sín í sumar skrifaði Gunnar Thoroddsen grein í Vísi og sagði, að gerðardóm- urinn væri ,.vísbending“ um iþað hvernig leysa ætti kjara- dei'.ur. Á máli hans hétu gerð. ardómslögin „Jónsmessulög'1 og er það sýnilega Jónsmessu- næturdraumur íhaldsins að leysa ailar kjaradeilur á þann hátt. Jónsmessunæturdraumur fjármálaráðherra: Fleiri gerðardóma. Wj Flssri nemendur í Stýrimannaskélan- um í veiur en nokkru sinni fyrr Nemendur S‘ ýrimannaskólans verða í vetur fleiri en nokkru sinni fyrr eða 193 talsins. Þar af eru fiskimenn 141 í 7 bekkj- rrrdeúdum og farmenn 53 í 3 deildum. Skólinn var settur í gær í 72. sinn. Skólasetningarræðu flutti Jónas Sigurðsson. Minnt'st hann í upphafi Friðriks V Ó afsson- ar skólastjóra, er lézt 19. sept. sl. Voítuðu vðstaddir hinum látna skólastjóra virðingu sína með því að rísa úr sætum. Farmenn, braulskráðir 1951, færðu skólanum að gjöf málverk af Þorste'ni Kr. Þórðarsyni, stýrimannaskólakennara, sem lézt fyrir tveim árum. Orð fyr- ir þeim hafði Pétur Sigurðsson alþingismaður. Jón Sigurðsson iþakkaði gjöíina ÍJ’rir skólans hönd. Vé'skólinn var einnig settur ;í gær. Nemendur eru al’s 67, þar af 22 í 1. bekk. 14 í 2. bekk A, 13 i 2. bekk B og 15 í raf- magnsde ld. Kirkjii|i!ng kaSfai scman K rkjuþing íslenzku þjóðkirkj- unnar hefur verið kvatt saman til fundar í Reykjavík 20. .þ.m. Kirkjuþing kemur saman annað hvert ár og er þingtími hálfur mánuður. Þet a er þriðja kirkju þing ð sem haldið er. Við- skiptabann Aldrei hefur dýrtíð vaxið jafn ört á íslandi og í tjð þeirra f'okka sem nú fara með völd. Orð það sem Jónas H. Haralz-fojó til þegar ha.nn boðaði viðreisnar.stefnuna — óðaverðbólga — hefur reynzt fullkomin spásögn um stjórn- aríarið. Mótmæli aimennings hafa aidrei verið háværari en einmitt þessa da.gana. Þannig tekst húsmóður í gær að koma inn greinarstúf í Morg- unblaðið; hún segir: ,,Ég get ekki orða bundizt yfir aliri þeirri hækkun á matvörum, og þó einkum og sér í lagi afurðum úr sveitunum, sem til þess.a er að ske'.la á. yerð- hækkanir eru að meðaltali 3—4 sinnum á ári og kastar fyrst tólfunum nú. . . Nú finnst mér ,að tími sé kominn til að bað verði húsmæður, sem ekki láti bjóða sér allt þetta þegjandi og hljóðalaust en taki höndum saman og setji á viðskiptastöðvun um tírpa, eða mjög miklar tak- markanir á kaupum þessara afurða, ti'. þess að ,sýna fram á. að það eru þær, þegar allt kemur til aHs, sem raunveru- lega ráða mestu um það, hvort hægt er að ha’.da vöru eða vörum svo. dýrum, að iþað misbjóði kaupgetu al- mennings. . • Þessi dýrtíð er raunveru'ega okkur hús- mæðrum að kenna. Tökum höndum saman og neytum ekki þessara vara. þ.e. kjöts og mjólkurvara í 2—3 daga nema í brýnustu nauðsyn, vegna barna t.d., fyrr en hóf- legt verð er komið á ,aftur“. Þyngri áfellisdómur um stjórnarstefnuna hefur ekki áður toirzt í Morgunto’.aðinu. En það er misskilningur hjá húsmóður að beina reiði sinni gegn bændum; þeir eru fórn- ardýr viðreisnarinnar eins og launþegar. Eina aðgerðin sem hrífur er að setja viðskipta- toann á stjórnarflokkana í kosningum og' endranær. og það er vissulega rétt að þær húsmæður sem láta það und- ir höfuð leggjast geta sjálf- um sér um kennt þegar verð- lagið misbýður kaupgetunni. Skiljan- legar ofsóknir Það setur hroll að venju- legum íslendingum þegar þeir heyra fréttirnar um kynþátta- ofsóknirnar í Bandaríkjunum. Ógnar'.egast er þó að þær eru ekki aðeins leifar af fordómum liðinnar tíðar, heldur standa að þeim auð- ugir og valdamiklir aðilar í Bancíarikjunum. Morgun- blaðið hefur það í' gær eftir einum þeirra sem höfðu for- ustu fvrir oibeldisverkunum í Mississippi ,,að hann væri fórnardýr beirra leynilegu .afla, innan Bandaríkjanna. sem hefðu það á stefnuskrá sinni að ofurselja Bandaríkin í hendur kommúnista. Fremst- an í flokki þeirra taldi hann Kennedy forseta. Dean Rusk utanríkisráðherra o.fl., en þá taldi hann fylgjandi undan- haldsstefnu gagnvart komm- únistum . . . hann teldi eng- an vafa leika á því að Hamm- arskjöld, hinn látni fram- kvæmdðstjóri S.Þ.. hefði ver- ið rauðliði." Kynþáttaofsókn- irnar í Bandaríkjunum eru þannig einn liðurinn í hinni, alkunnu „baráttu gegn komm- únismanum", og í þeirri bar- áttu hafa ritstjórar Morgun- tolaðsins sannarlega ekki vilj- að liggja á liði sínu. Þeir eiga einnig mjög erf- itt með að taka skýra af- stöðu til atburðanna í Missi- sippi. í forustugrein ; gær um þá attourði komast þeir svo að orði: „Hérlendis hefur hinsvegar af póiitískum á- stæðum komið til þess ,að of- toeldismenn hafa gert tilraun- ir til að hindra sjálfan lög- gjafann í störfum og við all- mörg tækifæri hefur verið efnt ti’. skrílsláta. Með hlið- sjón ,af slíkum attourður, sem jáfnvel ^erast lrér á landi. verður kynþáttavandamilið skiljanlegra." Cg enn segir tolaðið svo um afstöðu valda- manna í Mississippi að það sé ..fyrirgefanlegt þótt menn greini á um það. hve víðtækt valdsvið sambandsríkisins skuli vera og hve víðtæk sjálfstjórn fylkjunum sé eft- irlátin.“ Þeir sem lesa Morgunblað- ið að staðaldri vita að með dylgjunum um íslenzka at- burði er átt við baráttu lands- manna, gegn. , hernámss.tefn- unni og að.gerðir verklýðsfé- laganna til ,að rétta hlut launþega. Vegna þess að ís- lendingar vilja vera sjálfstæð þ.jóð og almenning'ur vill búa við sómasam’eg lífskjör, verða ofsóknir gegn blökkumönn- um í Bandaríkjunum „skiljan- legri“ og raunar „fvrirgefan- legar“ ,að mati ritstjóra Morg- untolaðsins. Enginn þarf að vera í vafa um hvar þá væri að finna í flokki, ef þeir ættu heima í Mississippi. — Austri. Fimmtudagur 4. október 1962 — ÞJÓÐVILJINN — (3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.