Þjóðviljinn - 04.10.1962, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 04.10.1962, Blaðsíða 7
■*ica ÞlðÐYlUlNN Otgeíandi Sameiningarflokkur alþýðu — SósíalistaflokKurinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurð- ur Guðmundsson (áb.) — Fréttaritstjórar: Ivar H. Jónsson, Jón Bjamason. — Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Sími 17-500 (5 b'nur). Áskriftarverð kr. 65,00 á mánuði. Árásum Alþýðuílokksins og íhaldsins mótmæli U1 erðardúmsf lokkarnir, Alþýðuflokkurinn og Sjálfstæð- isflokkurinn, virðast enga grein hafa gert sér fyr- ir þvtí, hve almenn og sterk andstaða sjómanna og mótmæli gegn gerðardómslögunum og gerðardómnum yrðu. Útgerðarbraskarar íhaldsins, sem ráða Landssam- bandi íslenzkra útvegsmanna, voru alveg að renna á rassinn með kauplækkunarherferð sína í byrjun síld- arvertíðarinnar í sumar og hefðu engu komið fram af hinum fádæma ósanngjörnu og ósvífnu kröfurn um lækkun, ef ríkisstjórn Alþýðuflokksins og áhalds- ins ihefði ekki hlaupið til með gerðardómslög gegn sjómönnum. Með því eina móti tókst útgerðarbrösk- urunum að ræna verulegum hluta af samningsbundnu kaupi síildveiðisjómanna. , TJeiðialdan sem reis meðal sjómanna vegna gerðar- dómsins var ekki bundin við flokka eða stjórnar- andstöðuna. Þeir munu vandfundnir í sjómannastétt, sem mæla vilja bót þessu ofbeldisverki formanns Al- þýðuflokksins og samráðherra hans. Gerðardómslögin og gerðardómurinn hafa vakið almenna reiði og’ al- menn mótmæli sjómannastéttarinnar, engu síður sjó- manna í stjórnarflokkunum. Nýjasta dæmið um slík almenn mótæli er að finna ií ályktunum sem þing Alþýðusambands Vestfjarða samþykkti einróma og birt- ar eru á 4. síðu Þjóðviljans í dag. ¥jing vestfirzkra verkalýðsfélaga leggur þar þunga á- ■ herzlu á að útkljá eigi ágreining í kaupgjalds- og kjaramálum í frjálsum samningum milli samtaka hlut- aðeigandi stéttarfélags og atvinnurekanda. Þingið mót- mælir ákveðið endurteknum árásum ríkisvaldsins á samningafrelsi launþegasamtakanna og telur að um ó- tvíræða árás á almennt félagafrelsi sé að ræða, sem gjalda iberi fyllsta varhug við. Þing vestfirzku verka- lýðsfélaganna mótmælti alveg sérstaklega setningu bráðabirgðalaganna varðandi síldveiðideiluna í sumar, og taldi að þar hefði verið lagt inn á varhugaverðari leiðir en fyrr, andstæðari verkalýðs'hreyfingunni. Þing- ið mótmælti úrskurði gerðardómsins um skiptakjörin og „telur að þau ákvæði séu órökstudd og ósvífin árás á viðkomandi launþega og ihvetur því launþega- samtökin til skeleggrar baráttu gegn þeim ókjörum og lífskjaraskerðingu". jl/|ótmæli sjómanna og mótmæli verkalýðssamtakanna eru almenn og ótvíræð. En sjálfsagt hefur mörg- um manni á verkalýðsfélögunum gengið hálfilla að skilja, að (það skuli vera sjálfur formaður Alþýðuflokks- ins, Emil Jónsson, sem gengur fremstur til þessarar ósvífnu árásar á sjómenn og samningsbundin kjör iþeirra, gengur til þeirrar árásar í fararbroddi íhalds- ibraskaranna, sem án hans hjálpar og án hjálpar Al- þýðuflokksins hefðu efcki getað framkvæmt gerðar- dómsárásina, né aðrar þær árásir á kjör verkafólks og samninga verkalýðsfélaganna sem núverandi rík- isstjórn hefur verið svo óspör á. Þeir skipta enn þús- undum, alþýðumenn, sem kjósa Alþýðuflokksmenn á þing ií þeirri trú að þingflokkur Alþýðuflckksins standi Iþar með alþýðumálstaðnum. Þegar svo hitt verður reyndin, eins og í gerðardómsárásinni, að sjómenn sjá formann Alþýðuflokksins í andskotaflokknum miðjum þegar barizt er um kaup þeirra og kjör, og þingfylgi Alþýðuflokksins lánað íhaldinu til að hægt sé að koma árásinni fram, er von að menn fari að hugleiða hvemig komið er fyrir þessum flokki, sem enn kenn- ir sig við alþýðuna. — s. I 1 i i I I I 1 I I i 1 I 9 1 I I I K 1 i I 1 I I I I I I I 1 I I I I I I I I I I I 1 i i i I I i 9 I I I i 1 ! a i K I 1 VERKFÖLL AÐ ÍTÖLSKUM HÆTTI Undanfarnar vikur hefur um milljón málmiðn- aðarmanna verið í verkfalli á Ítalíu. Verkfallið hefur verið háð á mjög óvenjulegan en um leið áhrifaríkan hátt og kröfur verkfallsmanna eru einnig um margt nýstárlegar. „Barátta sú, sem ítölsku verkalýðsfélögin heyja nú og hafa þegar unnið marga sigra í, skiptir alla hina evrópsku verkalýðshreyfingu miklu máli“, segir höfundur greinar þessarar, hinn kunni franski blaðamaður Michel Bosquet. Greinin er þýdd úr L’EXPRES S og örlítið stytt í þýðingu. Verlilallsnicnn á verði við verk smiðjur Fiais í Toríno. „Ég hef fylgzt með verkfðllum sem ekki eiaa sinn líkn í sðgu evrópskror verkolýðshreyfingar" Milljón málmiðnaðarmenn á ítalíu hafa verið í verk- fa’.li síðan 13. september. Þeir lögðu ,niður vinnu einmitt um sama leyti og hin svonefnda mið-vinstri-ríkisstjórn þeirra lét samþykkja frumvarp um þjóðnýtingu raforkuveranna og lýsti þeim stefnumiðum sínum að afnema það' fyrirkomulag að landsdrottnar eigi kröfu á verulegum hluta af framieiðslu leiguliða sinna (mezzadria), endurbæta skólakerfið, veita einstökum landshlutum meira va’.d yfir sfnum málum, ko.ma 'á áætlunarbúskap — en allt eru þetta mál sem kommúnist- ar og sósíalistar styðja. Hvern- ig stendur á þessu verkfalli? Baráttuviljinn harðnar þegar hagurinn batnar Það á sér ekki sinn líka í sögu verkalýðshreyfingarinnar á vesturlöndum. Ég hef fylgzt með þvi í nokkra daga; í Tor- ino —1 höfuðborg ítalska bíla- iðnaðarins, þar sem búa 250.000 málmiðnaðarmenn, og í Mílano, Chicago Ítalíu, með skýja- kljúfum sínum. þar sem búa 300.000 ' málmiðnaðarmenn óg vinnulaun á mann eru að jafn- ■aði með þeim hæstu í Evrópu. Og nú skil ég hvers vegna for- ingjar ítalsks verka.lýðs géta haldið fram þessari kenninau. — Það er svo fjarri því að Ibaráttuvilji verkamanna minnki eftir því sem hagur þeirra batnar, heldur vex hann að sama skapi. Því að þá 'bætast við hinar veniulegu kröfur um hærra kaup aðrar um bætt kjör og aukin réttindi. Þriggja daga verkfall þriggja daga vinna Þriggja daga verkfall, Iþriggja daga vinna, þriggja daga verkfall og þannig koll af kolli. Þetta er baráttuaðferð málmiðnaðarmannanna í To.r- íno. Ég staðnæmist fyrir fram- ■an R.I.V., kúluleguverksmiðju í eigu Fiathringsins, rétt áður en vérkfaUið á að hefjast aftur e.ftir þriggja daga hlé. í vikunni sem leið höfðu 95% verka- manna hlýtt verkfallskall- inu. En hvað gerist í dag? Það eru enn nokkrar minútur þar til verksmiðjuhliðin opnast. Fyrri hluti Héma megin við breiðstræt- ið standa nokkur hundruð verkfallsmanna á verði með flautur. hvatningarspjö'.d og hátalara, en fyrir framan þá er þétt röð herlögreglumanna með handvélbyssur að vopni. Hinum megin við strætið ganga menn úr hraðsveitum lögreg’unnar fram og aftur um gangstéttina, en þar stöðvast strætisvagnar hver af öðrum og-.h'eyoa út stórum hópum af verkamö'nr.um. f hverf skÍDti sem strætis- vagn kemur verður loftið eins og læví blandið. Það er uhi verkfallið að tefla: Skyldu þeir sem koma ganga að verk- smiðjuh'iðinu eða skyldu þeir fara yfir götuna i hóp verk- fallsvarðanna? — Komið hingað piitar! Ger- ið vkkur ekki að fíflum! Verk- smiðian er í lamasessi, verk- fallið er a'gert! er hrópað í há- talarann. M-ánnfiöídinn rekur upp fagnaðaróp: Einn hópurinn til gengur yfir götuna til verk- fal’smanna. En strax á eftir kveður við annan tón: Tveir starfsmenn og einn verkamað- ur í vinnuklæðum hafa orðið eftir á gangstéttinni hinum megin og stefna að hliðinu. Þeir ganga hægt og látast hvorki heyra neitt né sjá, horfa ekki framan í félaga sína, heldur snúa sér undan, en ískrið í flautunum og skammaryrðin (fylgjá þeim eftir: — Morti di fame! Crumiri! Schiaví del padrone! (Sultar- goggar! Verkfallsbrjótar! Hús- ibóndaþrælar!). Þegar h'.iðinu er lokað aft- ur, hafa tvö þúsund karlar og konur, mjög ungt fólk flest, safnazt saman hérna megin við strætið. Um 30 verkamenn og starfsm. gengu inn um hliðið. 98 prósent verkamanna hafa lagt niður vinnu. — Baráttan heldur áfram! er hrópað í hátalarann. Komið aftur á morgun 'á verkfalls- vörð! Daginn eftir les ég í blöðun- um að 95 prósent allra málm- iðnaðarmanna í borginni hafi hlýtt verkfallskallinu. og það enda þótt vinnuveitendur hafi boðið allt ',að 15. prósent kaup- hækkun í sumum verksmiðj- um. ■En bennan dag var ég stadd- ur i Mi’.ano til að fylgjast með vinnustöðvun verkamanna. í verksmiðjum C.G.E. og Borletti. I Mí’.ano o.g ýmsum öðrum ■borgum á Norður-Ítalíu hafa verkamenn tekið upp enn djarf-ari íbaráttuaðferð: Fjögurra k’ukkustunda vinna, f’öý.urra klukkustunda verk- fall á hverium degi um óákveð- inn tíma. Á tíunda degi hlýddu enn 97 prósent verkamanna verkfallskallinu, Það er ekki heig’um hent að eiga í höggi við málmiðnaðarmenn j Mílano. Nýlega léku þeir þá list að lát,a skiptast á í þrjá mánuði einnar stundar verkfail og einnar stundar vinnu. Kostur- inn við þessa baráttuaðferð er að verkamenn halda stöðugt hópinn og hafa enn nokkur vinnulaun. ■Upp úr hádeginu sé ég þá halda í þéttri fylkingu eftir götum borgarinnar með kröfu- spjöld sín. Þeir eru ungir og fullir af eldmóði. Þeir söfnuð- ust saman á Hallartorgi, 30.000 talsins, og það er hátíðar-brag- ur á fundinum þegar þeir fagna orðum Saechi, héraðs- formanns F.I.O.M *), sem lýs- ir yfir á þessum tíunda degi verkfallsins: — Vilji atvinnurekendur langt verkfall, iskulu þeir fá langt verkfall! Við getum haldið á- fram í þrjár, fjórar, fimm vik- ur eða lengur! Og þegar at- vinnurekendur lofa . okkur án frekari skýringa ,.betri vinnu- skilyrðum, lengra orlofi, hærri launum“, þá svörum við þeim: Við kærum okkur ekkert um náðargjafir! Við viljum ekki framar aðeins semja um það sem þið viljið veita okkur, heidur einnig um hitt, hvað við iátum í staðinn, Hér er komið að kjarna má’s- ins í þessu verkfalli, sem hófst eftir margra mánaða undir- búning. Markmiðið er ekki að- eins að knýia fram kjarabæt- ur. heldur að breyta sjálfri stöðu verkamannsins í þjóðfé- laginu. Framhald á 10. síðu *) F.I.O.M.: Samband ítalskra málmiðnaðarmanna, sem er deild úr ítalska alþýðusam- bandinu C.G.I.L., og undir stjórn ko.mmúnista og sósíalista eins og aðrar deiidir þess. Enda , þótt F.I.O.M'. hafi átt frumkvæðið að verkföllunum eru þau háð í fullkomnu sam- starfi við F.I.M., kaþólska málmiðnaðarsam'bandið. Kjarabaráttan er og Verkamannafélagið Dagsbrún hélt félagsfund í Tjarnarbæ þann 16. sept. s.l. og var dagskrármál fundarins kosningar til 28. þings ASI. Eðvarð Sigurðsson, formaður félagsins, hafði framsögu um það mál á fundinum og fara hér á eftir nokkrir kaflar úr rasðu hans. Fyrst ræddi Eðvarð um full- trúakjörið almennt og sagði m.a.: — við fulltrúakjör er dæmt um stjórn og stefnu sam- bandssstjórnar ASÍ, hvernig stefnan hefur verið og hvernig hnni hefur vrið framfyigt. En þá liggur fyrst fyrir að athuga við hvað hefur verið að fást á liðnu kjörtímabili. Um það þarf ekki að fara mörgum orðum, en að sjálf- sögðu bera kjaramálin þar hæst. Þau eru eins og jafnan, það sem mestu skiptir. Gegn kjaraskerðingar- stefnunni Á undanförnu tveggja ára tímabili hafa verið fram- kvæmdar tvær gengisfelling- ar, — sú fyrri að ví-su fram- kvæmd rétt fyrir síðasta þing, — og með þeim voru kjör manna rýrð verulega. Þessi kjaraskerðing er það, sem ver- ið hefur við að fást. Síðasta þing tók ákveðna afstöðu gegn þessari kjaraskerðingu og mark- aði sameiginlega stefnu verka- lýðsfélaganna í landinu til baráttu gegn afleiðingum henn- ar. Eftir þ.ingið tók sambands- stjórnin að vinna að framgangi þessarar stefnu. Viðræður voru hafnar við ríkisstjórnina um Pabllo Picasso, spænski mál- arinn heimsfrægi sem býr í Frakklandi, hefur sent mál- verk til Barcelona til að styrkja þá sem urðu hart úti í flóðunum miklu í fyrri viku. Málverkið er metið á 3,8 milljónir króna og verður það selt á uppboði í Barce- lona. ★ Léon Avron, franskur bað- strandarvörður, fékk nýlega ráðtafanir til þess að draga úr þunga þeirra byrða, sem lagðar voru á launþega með gengislækkuninni. Þessar viðræður báru ekki árangur og loks kom til verk- falla eftir langt samningsþóf vorið 1961. Störf sambands- stjórnarinnar voru þá ekki sízt fólgin í hinni miklu fjár- söfnun til verkfallsmanna, sem mjög létti verkalýðsfélögunum þessa baráttu. Nýjar árásir —og ný barátta Svarið við kauphækkunum, sem verkalýðshreyfingin knúði fram eftir harða baráttu og ráðstafanir stjórnarvalda til þess að draga verkfallið sem mest á langinn, var ný gengislækkun. Þá höfðu heildarsamtökin enn á ný forystu um gagn- ráðstafanir. Um haustið var haldin ráðstefna að tilhlutan miðstjórnar ASl til þess að ræða þessi mái. Sú ráðstefna var í orði kveðnu einhuga og allar samþykktir hennar gerðar einróma á þann veg, að vcrkalýðshreyfingin í landinu gæti ekki við þau kjör unað, sem henni væru 40. verðlaun sín fyrir að 'bjarga mannslífum á bað- ströndum.. Ef þessi árvakri ■baðvörður bæri allar medalíur sínar á brjóstinu, myndu þær vega samtais 7,5 kg. ★ Játvarður hertogi af Windsor hefur nú fengið levfi til að koma aftur til Englands eftir '20 ára útlegð. Macmillan for- sætisráðherra ve’tti honum leyfið. Játv. lét af konungs- dómi á Bretlandi árið 1936 til þess að geta kvænzt frá- skilinni konu af borgaraætt- um. Síðan hefur hann ekki stiglð fæti á enska grund, nema ef flugvélar, sem hann hefur ferðazt með, hafa haft þar millilendingu. Hertoga- hjónin hafa öll þessi ár verið á eirðarlausu flakki um heiminn, þó aðallega í Ev- rópu. Almælt er, að hertog- inn búi við meira konuriki en venjulegir menn myndu láta bjóða sér. skömmtuð með gengisfelling- unni. Þeir skárust úr leik En þegar til kastanna kom, varð reyndin önnur. Mörg félög undir íhaldsstjórn, eða stuðningsmanna núverandi stjórnarflokka skárust þá úr leik og sögðu ekki upp samn- ingum sínum. Það sem átt hefði að gerast í fyrrahaust, varð því á annan veg en ver- ið hefði, ef allir hefðu staðið þar einhuga og samtaka að verki. Hlutur launþega réttur að nokkru Framhaldið þekkið þið Dags- brúnarmenn mæta vel. Bar- áttan í fyrravetur, viðræðurn- ar við ríkisstjórn’na, sem loks lét undan þó að litlu leyti væri og lét í það skína, að nokkur kauphækkun til hinna lægst launuðu væri réttlætanleg. Þar næst hófust samninga- viðræðurnar, sem enduðu með samningunum, sem tóku gildi 1. júní. Með þessari baráttu verka- lýðshreyfingarinnar hefur á- rásunum á kjör launþega engan veginn verið hrundið, — en þó vissulega til muna réttur hlutur launþega. Ef þeir hefðu fengið að ráða Hvernig ætli þessum málum væri nú komið, ef þeir menn hefðu ráðið sem nú sækiast mjög eftir forystu í Alþýðu- sambandinu og spara engin ráð til þess að ná kjörnum fulltrúum til þings ASÍ? Hver ætli þróunin hefði orðið undir þeirra stjórn? — Við þekkjum verk þeirra úr okkar félagi. Hver hefði orðið afstaða þeirra í heildarsamtökunum. Hún hefði áreiðanlega ekki orðið betri, heldur þeim mun verri, því meiri völd sem þeir hcfðu haft og þannig betri aðstöðu til þess að' koma vilja sínum frain. —Þið munið afstöðu þeirra í verkfallsbaráttunni í fyrravor. Og þið munið afstöðu þeirra úr baráttunni í vor, þeg- ar þeir vildu láta sér 4 pró- sentin nægja og vöruðu við að annað yrði gert. Þeir hafa lof- sungið hverja kjaraskerðingu, sem ríkisstjórnin hefur fram- kvæmt á þessu tímabili. Afstaðan til Efnahags- bandalagsins Þá vil ég minna á eitt mál, sem mjög hefur verið til um- Eðvarð Sigurðsson ræðu á þessu kjörtímabili, en það er afstaðan til Efnahags- bandalags Evrópu. Mál þetta komst vemlega á dagskrá í fyrrasumar, er stjórnarvöldin settu á laggirnar nefnd, sem skipuð var fulltrúum hags- munasamtakanna, — m.a. full- trúa Alþýðusambandsins, og var opinberiega látið heita svo, að nefndin ætti að fylgjast með gangi mála. En fljótlega kom annað í ljós. Nefndarmenn voru hreinlega spurðir um afstöðu sína og samtaka sinna til þessa máls. Miðstjórn Alþýðusam- bandsins tók eindregna og á- kveðna aí-stöðu gegn inngöngu íslands og hvers konar aðlild landsir.s að Efnahagsbandalag- inu. FuByrða má rC bessi af- staða hafði úrslitaá.br'.f á gang þessara mála í fyrrasumar og allt til bessa dags. Við skrlum líka spyrja okkur þeirrar spurningar, hver hefði orðið afstaða fylgifska ríkis- stjórnarinnar í þessu máli. ef þeir hefðu. haft tögl og hagldir í Alþýðusambandi íslands? Hvað hefðu þeir gert t.d. B- lista-menn.irnir hér í Dagsbrún? Vitanlega hefðu þeir ekki mót- mælt. Þeir hefðu haft sömu hlýðnisafstöðuna til stjórnar- valdanna og í þeim félögum, sem þeir fengu ráð'ð í fyrra- haust að ekki. segðu upp samn- ingum. Þeir hefðu sagt já og amen við öllu, sem þeim hefði verið sagt að segja já og amen við. Eigið húsuæði ASÍ — orlofsheimili Enn vil ég mi.nna á tvö mál, sem verið hafa ofarlega á baugi. Hið fyrra er. að nú hefur ASÍ í fyrsta sinni í 40 ára starfsferli — og meira þó — eignazt eigið húsnæði, sem samboðið er starfsemi þess. Hitt málið er orlofsheimilis- mál verkalýðshreyfingarinnar, sem nú er að komast í höfn. — þ.e.a.s. verið er að ganga frá landinu, sem allir eru sammála um að sé heppilegasti staður- inn fyrir slíka starfsemi, en til þessa hefur staðið á stjórn og skipulagsvöldum í þessu máli. Hér er um að ræða stór- mál. Það þarf ekki aðeins að koma upp og reka orlofsheim- ili verkalýðshreyfingarinnar, þar sem verkamenn geti hvílt sig og notið orlofá við góð skil- yrði, — sem væntanlega yrði til þess að verkamenn tækju fremur -sitt orlof en nú er. — ■heldur þarf einnig að koma þar á fót menningar- og skólastarfi á vegum verkalýðshreyfingar- innar. Þetta eru í stuttu máli þau höfuðmál, sem miðstjórn ASl hefur haft við að. fást á þessu kjörtímabilf. (Síðari hluti ræðu Eðvarðs, þar sem hann fjallar um þau verkefni verkalýðssamtakanna, sem framundan eru, verður birtur f blaðinu á morgun). Fimmtudagur 4. október 1962 — ÞJÓÐVILJINN r— {JJ g) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 4. október 1962

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.