Þjóðviljinn - 04.10.1962, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 04.10.1962, Blaðsíða 12
lónleíkar ó fimmtudag Wil'.iam Strickland, banda- ríski hljómsveitarstjórinn er ráðinn hefur verið aðal- stjórnandi Sinfóníuhljómsveit ar íslands í vetur, hafði æf- ingu með sveitinni í gær- morgun, en fyrstu tónleikar hljómsveitarinnar af 16 alls á nýbyrjuðu starfsári verða í Háskólabíói n.k. fimmtu- dagskvöld 11. október. -—Hljómsveitin leikur mjög vel, sagði Strickland að lok- inni æfingunni í gær, en hann hafði fyrr í sumar haft nokkur kynni af sveitinni er hann stjórnaði tveim æfing- um, —- en þar með er ekki sagt, bælti stjórnandinn við, að hún geti 'lelkið miklu bet- ur. Á tónleikunum n.k. fimmtu dagskvöld verður Rögnvalcjir Sigurjónsson einleikari á píanó í g-moll konsert Dvor- aks. Önnur viðfangsefni á tónleikunum verður forleikur eftir Weber og sinfónía nr. 7 eftir Beethoven. Tónleikar vei’ða síðan í vet- ur að jafnaði hálfsmánaðar- lega sextán talsins alis og stjórnar William Strickland þeim öllum nema þrem: Shal- em Ronly Riklis frá rikisút- varpinu í Tel Aviv, höfuð- borg ísraels, stjórnar tónle.'k- Stahlman Badura-Skoda Seefrietl Schneiderhan um 24. janúar n.k., Ragnar Bjöi-nsson stjórnar næstu tón ileikum 7. febrúar og síðan stjórnar Róbert A. Oítósson tónleikum á pálmasunnudag, 7. apríl, en þá verður Messías óratóríó Handels flutt. Allmargir einleikarar og einsöngvarar koma fram á tónle-ikum Sinfóníuhljómsveit- ar íslands í vetur. Innlendir listamenn auk Rögnvaldar sem fyrr var nefndur eru Gísli Magnússon píanóleikari, Kristinn Hallsson óperu- söngvari, Björn Ólafsson fiðluleikari og konsertmeist- ari, Einar Vigfússon selióleik- ari, söngvararnir Hanna Bjarnadóttir, Álfheiður Guð- mundsdóttir og Sigurður Björnsson o. fl. í hópi erlendu einleikar- anna og söngvaranna eru ýmsir heimskunnir listamenn: Ungverski fiðluleikarinn Béla Detreköy, danski pianóléikai’- inn Victor Schiöler, flautu- le'karinn Averin Williams og hörpuleikarinn Jude Melien- hauer (frá Bandaríkjunum), finnski söngvarinn Kim Borg, söngkonan Irmgard Seefried, fiðiuleikarinn Wolfgang Sch- neiderhan, bandaríska söng- konan Sylvia Stahlman og píanóleikarinn Paul Badura- Skoda. TVEIR 11 HLJOTA TALSVERi MEIÐSLI í UMFERSARSLYSUM I fyrrakvold urðu tvö um- ferðarslys hér í Reykjavik. Fyrra slysið varð um kl. 19 á mótum Bústaðavegar og Réttar- holtsvegar. Jeppabifreiðin X-455 var á leið austur Bústaðaveg- inn og segist bifreiðarstjórinn hafa ekið á 40—45 km hraða. f iþví hann kom að gatnamót- unum kom Voikswagenbifreið- in M-185 suður Réttarholtsveg- inn og segist bifreiðarstjórinn á jeppanum ekki hafa séð til ferða hennar fyrr en hún var beint framundan jeppanum. Snarhemlaði hann þá o.g beygði til þess áð reyna að forða á- rekstri en það tókst ekki i ög skall jeppinn á hiið Voikswagen- bifreiðarinnar. Við áreksturinn snerist jeppinn nær hálfhring á veginum en Voikswagenbif- reiðin fór út af veginum á gatnamótunum, lenti fram af barði og stöðvaðist á girðingu uían við veginn. Ökumaður Volkswagenbi.f- reiðarinnar, séra Leó Júlíusson á Borg, mun hafa meiðzt tals- vVrt á höfði og var hann flutt- ur á slysavarðstofuna og sið- ,an í Landakotsspítala. Fólk sem býr í nágrenni við þessi gatnamót segir að þar megi heyra sífélldan hemlahvin aiian daginn og' hafi oft munað mjóu að þarna yrðu stórslys. Téiur það bráða nauðsyn að sett .verði upp stöðvunarskilti við Bustaðaveginn enda eru siík skilti við tvö næstu gatnamót fyrir vestan þessi. Hitt umferðarslysið í fyrra- kvöld varð laust eftir kl. 22. Varð gangandi maður, Guðjón Mýrdal, Háteigsvegi 28, fyrir leigubifreið á Tryggvagötu og hlaut handleggsbrot o,g fleiri meiðsli. Var hann fluttur í slysavarðstofuna og síðan á Landakot. Fclagsfundur ÆFR verð- ur haldinn í KVÖLD, fimmtudag, (ekki ^ annað kvöld eins og misritaðist í blaöinu í gær) í Tjarnar- götu 20 og hefst kl. 8.30. Á dagskrá fundarins eru þessi mál: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Verkalýðsmál, framsögumaöur Guðmundur J. Guðmundsson. 3. Skýrt frá 20. þingi ÆF. 4. önnur mál. Félagar! Mætið stund- víslega og sýnið skírtcini við innganginn. — Við minnum cnn á: Fundurinn er í kvöld, fimmtudag, en elcki annað kvöld! Sprengifrsmboð Framséknar réð úrslitum í Frama í gærkvöld laulc kosningu fulltrúa til Alþýðusambands- þings í Rifreiðastjórafélaginu Frama og urðu úrslit þau að A- listi, listi íhaldsins, hlaut 215 at- kvæði, B-listi, sprengilisti liægri Framsóknartnanna 146 og C-listi, listi vinstri manna 96 atkvæði. i Auðir scðlar voru 7, á 3 seðlum voru greidd persónuleg atkvæði og 1 seðill var ógildur. Á kjör- ; skrá í félaginu voru 558 en 468 greiddu atkvæði. Við kosning- arnar tíl Alþýöusambandsþings 1960 hlaut A-Iisti 227 atkvæði en B-Iisti 232. Tveir menn, Páll Eyjólfsson og Grímur Friðbjörnsson, v'nru bæði á B- og C-lista og lilutu því samtals 242 atkvæði. Varð ágreiningur í kjörstjórn um það, hvort reikna bæri þeim atkvæði beggja listanna og telja þá þar með réttkjörna fulltrúá félags- ins á þing ASÍ. Taldi formað- ur kjörstjórnar, Steingrímur Að- alsteinsson, að lögum samkvæmt ætti að reikna þeim atkvæði beggja listanna, en meirihluti kjörstjórnar taldi, að aðeins bæri að reikna þeim atkvæði annars listans. Verður ágreiningi þessum um fulltrúakjörið skotið til úrskurðar ASÍ. Af úrslitum þessara kosninga er það Ijóst, að hægri mönnum , Framsóknar hefur tekizt með sprengiframboði sínu að afhenda íhaldinu a.m.k. 5 fulltrúa Frama af 7 á Alþýðusambandsþing. ÞlÓÐVILIINN Fimmtudagur 4. október 1962 — 27. árgangur — 215. tölublað. Sjémannasambandskosningarnar: B-listi starf- andi sjómanna Nk. laugardag og sunnudag fer fram kosning fulltrúa Sjómanna- sambands Islands á þing Alþýðu- sambands Islands og verður kos- ið á fimm stöðum: I Reykjavík, Hafnarfirði, á Akranesi, í Kella- vík og Grindavík. Starfandi sjó- menn hafa stillt upp Iista gegn lista Jóns Sigurðssonar og gerö- ardómsmanna í stjórn Sjóinanna- sambandsins og er listi þeirra B-listi. I sambandi við þessar kosning- ar hafa Jón og gerðai’dómsmenn enn einu sinni sýnt hug sinn til starfandi sjómanna með- því að láta kosninguna aðeins standa yfir í tvo daga, en af því leiðir, að aðeins rösklega helmin'gur sjómanna fær tækifæi’i til að taka þátt í kosningunni, þar sem þeir verða staddir úti á sjó á þeim tíma sem hún fer fram. En þetta fyi’irkomulag hentar að sjálfsögðu landliðinu vel, en við það styðja Jón og gerðardóms- menn fyrst og fremst völd sín í Sjómannasambandinu. Ættu sjó- menn, að sýna hug sinn til gerð- ardómsklíkunnar með því að vinna af alefli að kosningu full- trúa stai’fandi sjómanna og sam- einast allir um B-listann. Eine og áður segir fer kosn- •ingin fram laugardag og sunnu- dag og sténdur hún yfir báða dagana frá kl. 10—22 og lýkur á sunnudagskvöld. Hér í Reykja- vík verður kosið í skrifstofu Sjó- mannafélags Reykjavíkur að Hvei’fisgötu 8—10. 1 Hafnai’firði fer kosningin fram í skrifstofu Sjómannafélags Hafnarfjarðar á Vesturgötu 10. Á Akranesi verð- ur kosið í skrifstofu Verkalýðs- íélagsins, í Keflavík í Ungmenna- félagshúsinu, uppi, og í Grinda- vík í Kvenfélagshúsinu. Sjómenn eru áminntir urn að gi’eiða fé- lagsgjöld sín áður en kosning hefst, ef þeir hafa ekki þegar gert það, svo að þeir hafi full réttindi, því að ekki er hægt að greiða gjöldin eftir að kosning hefst. Þrcngslin, sem vegurinn cr ken ndur við. (Ljósm. Þjóðv. G. O.) HAGRÆÐI AD VETRI HUGGUN AÐ SUMRI Það var „reisugilli“ á Þrengslaveginum í gær. Verkamenn, alþingismenn, borgarstjóri og ráð- herrar komu saman á veginum og fögnuðu þeim áfanga sem nú hefur náðst við vegarlagningnna. Sögu Þrcngslavegar má rckja allt aftur til ársins 1922, þegar ákveðið var að leggja járnbraut frá Reykjavík austur á Selioss um Þrengsli. Sú fyrirætlun komst aldrei í gagnið cins og kunnugt er, vegna tæknifram- fara í smíði bila. Árið 1931 var lagt fram á Alþingi stjórnar- frumvarp um nýjan veg frá Lækjarbotnuin um Þrengsli | austur í Ölfus. Þó frumvarpið • væri samþykkt var byrjað á lagningu Krísuvíkurvegar. Lög voru samþykkt á Alþingi 1946 um veginn eins og hann i liggur nú. Ekkert varð úr fram- kvæmdum þrátt fyrir lögin, en haustið 1954 fékk vegamála- stjóri heimlid til að byrja lítils- háttar á framkvæmdum. 1956 var lagður 20 aura skattur á hvei’n benzínlíti’a og skyldu 40" | hans í’enna til Aust- urvegar hins nýja. Sama ár var hafin lagning vegarins frá Svíná ihauni og var'ö til þess 400.000 krónum. Síðan hefur v.erlð unn- jið við veginn á ári hvei’ju, þangað til í fyrradag að vegai’- jspottarnir að austan og vestan voru tengdir órjúfandi böndum (vonandi) og í vefur verður gre'ð leið fyrir nýja mjólk til höfuðstaðarbúa hvernig sem l viðrar (segja þeir hjá Vegar- gerðinni). í upphafi var ákveðið að veg- urinn skyldi vera 6 metra breið- ur og steinsteyptur. Hann er Framliald á 10. síðu. Sprenging í New York, 26 fórust NEW YORK 3 10 — Að minnsta kosti 20 manns létu lífið þegar sprenging varð í miðstöðvarkerf- mu í byggingu símafélags New York-borgar. Að minnsta kosti 70 særðust. Spi’engingin varð í kjallara hússins en síðan varð eldur laus í byggingunni, en þar vinna meira en 500 manns.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.