Þjóðviljinn - 07.10.1962, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 07.10.1962, Blaðsíða 4
SÉRKENNILEGAR VÍTUR í 6. tölublaði tímaritsins „Skák“, sem nýkomið er út birtast vítur frá hendi ólyrn- píufaranna okkar sex, sem nú eru að tefla í Búlgaríu, á stjórn Skáksambands íslands fyrir að senda þá undirbún- ■ingslitla í þá glæfraför, sem þeir: nú eru í. Telja þeir und- irbúhingstíma sinn of skamman og æfingar ónógsamlega skipu- lagðar af hendi sambands- stjórnarinnar. Vona þeir að slíkt atferli endurtaki sig ekki. Ekki á af blessaðri skáksam- bandsstjórninni okkar að ganga, og fáir gerast nú tals- menn hennar, þegar menn þeir, sem hún hefur sýnt það traust að velja þá til olympíu- keppni, skamma hana opinber- lega fyrir að senda sig! Þátturinn hefur stundum gagnrýnt stjórn skáksambands- ins fyrir það, sem honum hef- ur þótt henni fara miður vel úr hendi, en telur sig einnig hafa lofað henni að njóta sann- mælis um hin góðu störfin, en sem betur fer hafa þau oftast verið í öruggum meirihluta. Vafalaust voru stjórn skák- sambandsins að einhverju leyti mislagðar hendur hvað snerti æfingu olympíuliðsins. hefur það oft viljað við brenna áður, en er síður en svo mæl- andi bót af þeim sökum. Væri vafalaust þörf úrbóta í þeim efnum. En hvernig var það með ol- ympíufarana okkar? Voru þeir fluttir nauðugir úr landi af vopnuðum gæzlumönnum og þvingaðir til að tefla í Búlgar- íu? Það tel ég fráleitt. En var þá ekki kai'lmannlegra af Ritstjóri Sveinn Kristinsson þeim, sem töldu sig illa undir förina búna að skorast undan að fara, he’.dur en kvarta yfir vanbúnaði sínum og víta þá opinberlega sem sýndu þeim það traust að senda þá? Og það, eftir að of seint var að Frá Haustmóti Tafiféhsgsins Gunnar Gunnaráson ■ hefur, þegar þetta er ritað, unnið a’.la keppinauta sína á Haustmóti Taf’.félags Reykjavíkur, og ef ekkert óvænt kemur fyrir, mun hann vinna þar yfirburða- sigur. Eftir fyrstu umferðirnar settu sumir vonir sínar á ung- an, snjallan skákmeistara, Jó- þann Örn Sigui'jónsson, að hann kynni að veita hinum kunna skákgarpi eitthvað við- nám og glæða þannig spenn- inginn á mótinu. En þær vonir biðu skipbrot í 5. umferð móts- ins, þegar Gunnar lagði hinn unga keppinaut sinn að velli. Skák þeirra Jóhanns og Gunn- ars vakti feiknaathygli, enda skipta um einn einasta liðs- mann. Eg fæ ekki betur séð en með yfiriýsingu sinni hafi skák- meistararnir sex gert sig seka um mikið frumhlaup og takt- iska yfirsjón af hárri gráðu. Stjórn Skáksambandsins hef- ur gott af hóflegu aðhaldi í formi skynsamlegrar gagnrýni. Hins vegar er þátturinn mót- fallinn því, að það verði gert að einu allsherjarsporti að skamma stjórnina. Henni var „forresten" aldrei áskapað að taka allar syndir heimsins á sínar herðar. er hún fjörug og viðburðarík méð afbrigðúm. jóhann lýtur í læg'ra haldi elnkum ' af þeim sökum, áð hann téflir byrjun- ina e'kki af nægri rökvísi og fer of geyst í sakii'nar. Það er tOMlOKÓ f''r' eins og að retta skrattanum iitlafingurinn, enda þarf sjald- an að ögra Gunnari Gunnars- syni til sóknaraðgerða. Þær koma oftast án þess. Hér kemur hin sögulega skák: Teflt í 5. umferð, 26. sept. Hvítt: Jóliann S’gurjónsson. Svart: Gunnar Gunnarsson. SLAVNESK VÖEN: 1. d4, d5 2. c4, c6 (Gunnar Gunnarsson er ekki við eina fjölina felldur í byrj- anavali. Stundum teflir hann hollenzka vörn, „grjótgarð" móttekið drottningarbragð et cetera. Að þessu sinni beitir hann gömlu og góðu varnar- kerfi, sem reyndist mörgum sérlega vel á kreppuárunum eftir 1930). 3. Rf3, Rf6 4. e3 (Hér er algengara 4. Rc3, dxc4 5. a4„ bf5 6. e3 o. s.frv.). Jóhann fetar minna troðnar slóðir). 4. -----Bf5. (Þetta telja fræðingar bezta svarleik svarts. Hann kemur biskupi sínu út, án þess að gefa eftir miðborðið). 5. Rc3 (Ekki er hægt að segja að þetta sé slæmur leikur, en þó verður að telja, að 5. cxd5, cxd5 6. Rc3 eða 6. Db3 sé heppilegra framhald fyrir hvíÞ an). 5.------e6 6. Be2, dxc4 7. Bxc4 (Eins og við sjáum, tapar hvítur þarna leik með því að tvileika kóngsbiskupi síniim). 7. -----Rb—d7 8. Rh4 (Jóhann leggur nú út í æv- intýri, sem fær heldur siæman endi fyrir hann. Bezt var lík- lega að hróka eða leika Bd3). 8. -----Bg'4 9. f3, Bh5 10. g3 (Til þess að útvega riddar- ■anum undankomuleið á g2). 10.-----Dc7 11. Kf2 (Öll er stöðubygging hvíts heldur þunglamaleg. Eðlilegra virðist að hróka einfaldlega). 11------0—0—0 (Þar með gefur Gunnar til kynna, að hann ætli að hefja sókn gegn hvíta kónginum. Einkennilegt með Gunnar, hann getur aldrei séð kónga í friði!). 12. Bd2, e5! (Þar hitti hann naglann á höfuðið. Fyrsta verkefnið er að grafa undan peðamiðborði hvíts). 13. Hcl, exd4 14. exd4, Db6 (Óþægilegur leikur, sem hótar tveirrtur peðum samtím- is). 15. Da4 (Þessi leikur Jóhanns er ansi hugvitsamlegur, því nú mundi bæði 15. — — Dxd4f 16. Be3 sem og 15.------Dxb2 16. Hc2, Db6 17. Hbl o. s. frv. verða hvítum til ábata). 15. -----Re5! (Öflugur svarleikur. Peðinu 'á d4 er nú hótað af tveimur mönnum, og leiki hvítur Be3, kæmi riddarafórn á g4. Jó- hann á því ekki margra kosta völ). 16. Re2 Svart: Gunnar. 1 ■■ODiraH Hvítt: Jóhann. 16.------Rxf3!? (Staðan er svo morandi ! leikfléttum, að það er ekki þjáningalaust að velja á milli þeirra. Flétta sú sem Gunnar velur er að vísu góð, en þó virðist hann eiga völ á ann- arri betri, eins og hann stað- hæfði sjálfur að skákinni lok- inni. Hún hefst með leiknum Framhald á 10. síðu. HAUSTMÓT TAFLFÉLAGSINS STYÐJUM SJÚKA TIL SJÁLFSBJARGAR BERKLAVARNARDAGURINN 1962 Merki og blöð dags- ins verða á boðstól- um á götum og í heimahúsum. Tímaritið í DAG 7. OKTÖBER Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir: „Löngum verður um það deilt, hvað helzt eigi að sitja í fyrirrúmi í sókninni fram á við. Því miður er ýmíslegt sem enn er svo aftur úr, að veruleg átök þarf til að kippa því í lag. En þó að mörgu öðru þurfi að sinna, má aldrei láta það merki, sem S.Í.B.S. hefur hafið til vegs, sakka aftur úr, heldur halda því svo fram, sem horfir“. (Forustugrein í tímaritinu „Reykjalundur“ 1961). Það fé sem safnast á Berklavarnardag- inn mun opna dyr Reykjalundar og Múlalundar fyrir ör- REYKJALUNDUR kostar 15 kr. Merki dagsins kostar 10 kr. Merkin eru ö!I tölusett. — Strax að Ioknum söludegi mun borgarfógeti draga út 15 númer. Þessi útdregnu núm- er hljóta vinning, ferðavið- r»- sijfgft ttm »****•■ ■ tæki að verðmæti frá 2 upp í 5 þúsund krónur hvert. Vinninganna sé vitjað í skrif- stofu SÍBS, Bræðraborgarstíg 9, Reykjavík. Vinningarnir verða Vinnustofa i Múlalundi, auglýstir í blöðum gölufólk í Reykjavík er beðið að mæ ta í skrifstofu S.Í.B.S, Bræðraborg- og útvarpi. arstíg 9, kl. 10 f.h. yrkja, sem áður voru atvinnulausir. ★ Takmarkið er: All- ir öryrkjar í arð- bæra vinnu. ★ Útrýmum berkla- veikinni á íslandi 4) — ÞJÖÐVILJINN Sunnudagur 7. október 1962

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.