Þjóðviljinn - 07.10.1962, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 07.10.1962, Blaðsíða 7
drepið hefur verið á. Þeir sneru sér alla jafna til þings- ins með beiðni um takmörkun á starfsemi þeirra. Taka verð- ur þó tillíí til, að framan af 18. öldinni var litið svo á, að það vær-i í verkahring þingsins og dómstólanna að setja fyrir- mæli um vinnuskilyrði og sam- tökum var ekki fremur en ein- staklingum talið heimilt að hlutast til um ágreining, sem löggjafinn taldi heyra undir sig. Þess vegna var það við- hoi'f þngsins, að verkamenn efndu til uppreisnar gegn þing- inu, þegar þeir bundust sam- tökum um að rifta ákvæðum, sem sett höfðu verið með lög- boði. En viðhorf í þessum efn- um voru gerbreytt undir lok 18. aldar. Þá hafði kenn'nga- kerfi hinnar frjálsu samkeppni rutt úr vegi kenningarkerfi merkantilismans. Og árið 1799 voru loks samþykkt á brezka þinginu lög, sem bönnuðu starfsemi verkalýðsfélaga. Verkamönnum í sérhverri at- vinnugrein var bannað að hafa með sér samtök um hækkun launa eða styttingu vinnudags eða kröfur um, að atvinnurek- endur réðu aðeins tilnefndan hóp manna til starfa. Lág- marksrefsing við brotum á lögum þessum voru fangelsun í þrjá mánuði. Þá sagði einnig í lögum þessum, að kviðdóm- endur skyldu ekki segja til um sekt þeirra, sem sakaðir yrðu um brot á lögum þessum. Eftir samþykkt þessara laga hófst tímabil ofsókna á hendur verkalýðsfélögunum, sem stóð í aldarfjórðung. VI. Það skyldi haft i huga, að á •síðari hluta 18. aldar var enn í fersku minni í Bretlandi borgarastyrjöldin um miðja 17. öld, sem lauk með því, að kon- ungurinn var tekinn af lífi 1649. Og stjórnarbyltingin 1688, þegar konungi landsins var stökkt úr iland.i, en annar kallaður inn í land'ð. Þess skyldi einnig minnzt, að að baki verkalýðsfélaganna stóð sameiginleg andstaða gegn þeim þjóðfélagsháttum, sem fylgt höfðu í kjölfar iðnbylt- ingarinnar. Ótti stjórnarvald- anna við, að í verkalýðsféiög- unum dyldist hreyfing, sem stefndi að byltingu í landinu, var þannig eklti án ástæðna. Stjórnarvöldunum mun ekki Síðari hluti hafa orðið hugarhægara, þegar nýlendurnar í Ameríku gerðu uppreisn gegn heimalandinu og lýstu yfir sjálfstæði sínu litlu síð^ar. Og fáeinum árum eftir að'brezka stjórnin neyddist til að viðurkenna sjálfstæði ný- íendna sinni fyrrverandi í Ameríku, brauzt franska sjórn- arbyltingin út 1789. Franska stjórnarbyltingin kom miklu róti á hugi manna i Bretlandi. Fyrir frönsku stjórnarbyltinguna voru starf- andi í Bretlandi nokkur stjórn- málafélög róttækra borgara, sem öðrum fremur höfðu á stefnuskrá sinni almennan kosningarétt og umbætur á þinginu. Það var í einu slíku róttæku félagi, að flutt var ræða um ættjarðarást, sem varð tilefni frægs andsvars, bókar Burkes „Hugleiðingar um frönsku stjórnarbylting- una“. Þeirri bók var svarað með tveimur kunnum ritum. Riti Williams Godwins Athug- un á stjórnmálalegu réttlæti og bók Paines Mannréttindi. Það var fyrir áhrif þessarar bókar Paines, að fyrsta stjórn- málafélag verkamanna var myndað í Bretlandi. Félag þetta var Bréfafélag London, sem stofnað var af hópi fag- ilærðra verkamanna. Félag þetta hófst handa með bréfa- skriftum, dreifimiðum og bækl- ingum að byggja upp stjórn- málaflokk, sem næði til alls Bretlands. Félag þetta vísaði á bug beitingu hvers konar ofbeldis. Það hugðist koma málum sínum fram með for- tölum. Félagi þessu var m’kið ágegnt í fyrstu og deildir þess störfuðu um allt Bretland. Ríkisstjórnin greip þá til þess bragðs að stofna félag til að vinna gegn því, „Félag til verndar frelsi og eignum gegn lýðveldissinnum og jöfnunar- mönnum". En meðan þessu fór fram í Bretlandi, rann franska byltingin skeið sitt. Lýðveldi var stofnað í FrakkJandi 1792, lconungurinn Lúðvík XVI. var tekinn af lífi í janúar 1793 og mánuði síðar kom til styrj- aldar milli Frakklands og Bret- lands. Velferðarnefndin tók til starfa í apríl 1793. Þessir at- burðir í Frakklandi urðu til þess, að dró úr viðgangi rót- tæku hreyfingarinnar í Bret- landi. Ríkisstjórnin réðst þá til atlögu gegn bréfafélaginu. f fyrstu voru lrandteknir og sak- felldiy forystumenn róttækra í Skotlandi. Að því búnu voru forystumenn Bréfafélagsins handteknir í London. En þeg- ar til kom neitaði kvið- dómurinn að sakfella sakborn- ingana og málið gegn þeim féll niður. Samt sem áður tók Bréfafélagið að lognast út af og brátt var úr sögunni þessi fyrsti stjórnmálaflokkur verka- lýðsstéttarinar. Og ríkisstjórn- inni tókst að notfæra sér styrj- öldina gegn byltingastjórninni í Frakklandi til að gera tor- tryggilegar allar róttækar^, hreyfingar í Bretlandi. VII Þótt starfsemi verkalýðsfé- laga væri bönnuð með lögum í Bretlandi 1799, lögðust þær ekki .uiður, heldur héldust við lýði sem leynileg sgmtök. öll kjarabarátta brezkra verka- manna lá niðri sex ár. En 1808 bundust vefarar samtökum um að leggja fyrir þingið beiðni um löggjöf um lágmarkslaun. Til allsherjarverkfalls náma- manna í Northumberland og Durham lcom 1810, en því lauk með því, að forystumenn verk- fallsins voru hnepptir í dýflissu. Og til fleiri verkfalla kom næstu ár. En miklu meiri at- hygli en þessi verkföll vakti ný hræring innan verkalýðs- hreyfingarinnar, hræring, sem kennd er við „Ned Ludd“ eða „Ludd konung". Hræring þessi fólst í skipulögðum skemmdar- verkum á verksmiðjuvélum. Þessi leynisamtök, sem virðast hafa verið mjög vel sldpulögð breiddust út um allt Bretland. Forystumenn þessara samtaka sem oft eru nefnd Luddisminn, náðust ekki, og ókunnugt er með öllu um þá. Eftir lok styrjaldar Bretlands og bandamanna þess við Frakk- land 1815, og friðarsamning- ana kom atvinnuleysi og kreppa, hin fyrsta mikla at- vinnukreppa kapitalismans. Eins og að líkum lætur kom til vinnudeilna. Þeim lauk með ósigri verkamanna. Þegar þeir höfðu beðið ósigur hvað eftir annað, urðu þeir úrkula vonar um að bæta hlut; sinn með beinum verkfallsaðgerðum. At- hygli þeirra beindist þá að baráttu fyrir almennum kosn- ingarétti. Og það var einmitt á fjöldafundi í Manchester, sem boðað hafði verið til í því skyni að vinna að framgangi þessara pólitísku baráttumála verkalýðsins að kom til liinna svonefndu „Petenloo-morða“, þ.e. skotárásar vopnaðra lög- gæzlumanna á varnarlaugan mannfjölda, sem vöktu mikla mótmælaöldu í Bretlandi. Lögin um starfsemi verka- lýðsfélaga voru numin úr gildi 1824. Brezkur verkalýður beið ekki boðanna að hagnýta sér aðstöðuna, sem hann hlaut þá. Verkalýðsfélög, sem haldizt höfðu við leynilega tóku að starfa fyrir opnum tjöldum og fjölmörg ný verkalýðsfé- lög voru stofnuð. Fyrsta verka- lýðsfélagið, sem náði til starfs- stéttar um landið aUt var stofn- að í spunaiðnaðinum 1829, en fyrsta samband verkalýðsfélag- anna 1833 fyrir forgöngu Ro- •berts Owens. Allflest þáu verkalýðsfélög, sem stofnuð voru á öðrum fjórðungi 19. ald- mna. Götubardagi í einu af úthverfum Birmingham. ar urðu þó skammlíf. Rætur brezku verkalýðshreyfingar 20. aldar verða ekki raktar lengra aftur en til miðbiks eða þriðja fjórðungs 19. aldar. VIII. verkamanna voru þó lengi bönnuð með lögum. Þegar fyrsta alþjóðasamband verka- manna var stofnað 1864, voru verkalýðsfélög enn ekki leyfð í neinu landi Evrópu öðru en Bretlandi. Brezka verkalýðshreyfingin komst fyrr á legg en verkalýðs- hreyfingin á meginlandi Evr- ópu, sakir þess að stétt verka- manna, annarra en iðnaðar- manna, myndaðist fyrr í Bret- landi en á rheginlandinu. En þær miklu breytingar á at- vinnuháttum, sem fólust í iðnbyltingunni, voru smám saman teknar upp á megin- landinu á 19. öld. Og við upp- komu iðnaðarins fjölgaði verka- mönnum gífurlega og samtaka- máttur þeirra efldist. Samtök Á síðari liluta 19. aldar hlutu verkalýð-sfélögin lagalega við- urkenningu í hverju landinu á fætur öðru. Verkfoll voru leyfð í Frakklandi 1864, (en verk- fallsrétturinn var þó afnuminn 1872—’84). Á Austurríki var starfsemi verkalýðsfélaga leyfð með lögum 1867, í Hollandi 1872 og í Þýzkalandi 1899, svo að nokkur dæmi séu nefnd. Um aldamótin 1900 höfðu verkalýðsfélögin loks hlotið lagalega viðurkenningu í nær öllum löndum Evrópu. Að leiðarlokum „Friður, frelsi, mannúð, rétt- læti! Þessum kjörorðum lýð- veldis okkar megum við aldrei gleyma,’ þau verða að .standa letruð í hvers manns hjarta svo að þau verði eklú innan- tóm slagorð, heldur verði þau okkur daglegt leiðarljós í allri okkar breytni”. Með þeceum orðum lauk Ilse Thiele, for- maður kvennastamtaka þýzka Alþýðulýðveldisins, ræðu sem hún hélt fyrir hjúkrunarkonur og bændakonur í nágrenni Leipzigborgar fimmtudaginn 8. maí s.l. Þessi orð voru sem út úr hjarta mínu töluð, því að þau eru nákvæmlega sú mynd sem ég tek heim með mér af stefnumiðum h'ns þýzka Alþýðulýðveldis að lokinni nærfellt þriggja mánaða dvöl minni hér. Eg hef verið gestur livenna- samtakanna hérna allan þann tíma er ég hef dvalizt hér og notið einstæðrar gestrisni af þeirra hálfu, og ennfremur fengið að kynnast störfum þeirra, mér til ómetanlegs og gagns og fróðleiks. Eg hef sótt fjölmarga fundi hjá þeim og hrifizt af hinu mikla starfs- sviði þeirra og þeim eldlega áhuga, sem þær sýna við að leysa þau margvíslegu verk- efni sem fyrir þeim liggja. Það sem mér kom e t.v mest á óvart hér er hið mikla lýð- ræði, sem mér finnst ríkja hér á mörgum sviðum, maður er ómeðvitað svo ánetjaður hinum andsósíaliska áróðri, sem alstaðar mætir manni heima fyrir að maður þorir vart að trúa því sem manni er sagt, en verður að þreifa á því sjálf- ur. Það sem efst var á baugi í kvennasamtöku.num svo sem og öðrum félagasamtökum var nefnilega hin „Þjóðlega álits- gerð“, sem send liafði verið út til allra félagasamtaka til um- ræðu og umsagnar, mig furð- aði mjög hve opinskátt kon- urnar létu í ljósi álit sitt á henni og gagnrýndu það sem þeim fannst að betur mætti fara. Ég hef stundum verið að velta því fyrir mér, hven- ær við heima mættum eiga von á að fá frumdrög að næstu verkefnum ríkisins, til þess að ræða þau og segja álit okkar a þeim, og ég er hrædd um að það verði bið á slíku. Þá hef ég notað tímann vel til að tala við allt mögulegt fólk, sem á vegi mínum hefur orðið, og mér finnst að í gegn um þetta allt hafi ég fengið nokkra innsýn í líf þessarar þjóðar, ekki eins og það lítur út á yfirborðinu og kemur hin- um almenna ferðamanni fyrir sjónir, heldur eins og það er í raun og veru. Mest af öllu hef ég þó e.t.v. lært af að tala við óánægða fólkið hérna, en ég hef gert mér sérstakt far um að kynnast því, og reyna að gera mér grein fyrir í hverju óánægja þess sé fólgin. Minnis- stætt er mé" v ðtal við eina heilsutæpa konu, sem hefur á framfæri sínu son sinn á barns- aldri. Hún kvaðst vinna fyrir tæpum 300 DM á mán. og bar sig fremur illa. Bróðir hennar væri búsettur í Múnchen og stundaði verzlun, hann, kona hans og dóttir ættu öll sinn bílinn hvert og fannst henni að vonum hagur þeirra vera talsvert betri en sinn. Hún kvartaði yfir öllu í DDR, á- vaxtaleysi í búðunum, ókurt- eisi afgreiðslufó'ksins sam ekki kynni lengur neina mannasiði, langri bið á læknabiðstofum o. fl. o. fl. Ég spurði hana í mesta grandaleysi af hverju hún væri þá að vera hér, en liefði ekki heldur farið vestur í sæluna meðan slíkt var hægt. Svai'i hennar mun ég aldrei gleyma, mér fannst það svo táknrænt. „Það myndi ég aldrei gera. I Vestur-Þýzkalandi yrði ég að vinna eins og hér. en þá yrði sonur minn að ganga um göt- urnar með lykil um liálsinn þegar hann kæmi úr skólanum, hann fengi ekki almennilegan mat um hádegið, og hann myndi trassa námið. Hér fer hann í skólagarð að námi loknu, þar sem hann fær alla aðhlynningu sem hriin þarf, og er látinn læra. Þar að auki fær hann námslaun þegar hann stækkar, ef hann vill fara í háskóla, þar gæti ég ekki veitt honum néina æðri menntun’’. Það er einmitt þetta, sem gengur eins og rauður þráður gegnum allt þjóðfélagskerfi hér, Það er að búa æskunni sem bezt lífsskilyrði og mennta þjóð- ina. Sú þjóð, sem þannig byggir upp, henni hlýtur að vegna vel í framtíðinni. Ég kveð svo þessa þjóð, og alveg sérstaklega alla þá sem hér hafa greit't göJ/j mína á einhvern hátt, með ákaflega hlýjum huga. Ég vona og er viss um, að friður, fijelsi og mannúð og réftlæti verði þe:r hornsteinar sem Þýzka Alþýðu- lýðveldið heldur áfrám að byggja á, og yfirbyggingin mun verða hornsteinunum vérðug. Skrifað í Leipzig 10. maí 1962. María Þorsteinsdóttir. ~ (7j Sunnudagur 7. október 1962 Þ J ÓÐ VILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.