Þjóðviljinn - 09.10.1962, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 09.10.1962, Blaðsíða 4
Fiskiðnaður er vaxandi á Grænlandi Samkvæmt heimildum hinn- ar konunglegu dönsku Græn- landsverzlunar í blöðum, hef- ur útgerð og fiskiðnaður far- ið ört vaxandi hin síðari ár á vesturströnd Grænlands. Þannig er sagt að grænlenzk- ur fiskafli hafi vaxið að magni um 25% frá árinu 1960 —1961. Árið 1961 er fersk- fiskaflinn talinn hafa verið 41.700 smálestir sem skiptist þannig á milli verkunarað- ferða til útilutnings: Til salt- fiskverkunar 15.900 smálestir, í skreið 2.300 smálestir, í freð- fisk 3.500 smálestir og til nið- ursuðu 6.500 smálestir. Enn er saltfiskverkunin yf- •irgnæfandi en freðfiskverkun- in íer þó ört vaxandi með hverju ári sem líður, því ný frystihús bætast við í hinum ýmsu bæjum á vesturströnd- inni. Það má heita svo að fisk- afli Grænlendinga sé að stærstum hluta veiddur á tímabilinu maí—september eða kringum 80% af heildarveið- inni. Þetta orsakast aðallega af því, að fiskibátarnir eru allir smáir og því erfitt að sækja á þeim sjó yfir vetrar- mánuðina. Haustfiskurinn við græn- lenzku ströndina og inni á fjörðunum, er að gæðum til bezti fiskurinn sem veiðist við Grænland.-Á þtsssum ríma er t. d. þorskurinri frijög feit- u'r. Áðal vandamál grænlenzkú frystihúsanna í dag er hváð tíminn á hverju ári er lang- ur sem lítið berst að af hrá- efni. ö ---s- — Nýtt fiskiðuver í Góðvon að 'máiit^ín^í''^Wstai%ymíi. ■ Það er háft lyrir .satt, að með •'þesscfri nýju hlúftaíélágsstofn- ön rhuni?1 éinöku'rfSraðstaða hinnar konungl. grænlenzku verzlunar úr sögunni, og ef svo verður, þá kemur þessi félagsstofnun til með að marka tímamót í atvinnusögu Græn- lendinga. í sumar hefur staðið yfir bygging á fyrsta áfanga mik- ils fiskiðjuvers sem rísa á í bænum Góðvon. Þessi fyrsti áfangi er frystihúsbygging tvær álmur 10x80 m hvor. Gert er ráð fyrir að þetta hús geti aíkastað kringum 30 smálestum af flökum á sólar- hring þegar það er komið upp, og frystigeymsla hússins á að rúma 500 smálestir af pökk- uðum flökum. Næsta ár er fyrirhugað að reisa fiskimjöls- verksmiðju til að nýta allan úrgang. Þegar fiskiðjuverið verður fullbyggt á það að samanstanda af húsum sem hafa 4000 ferm grunnílöt. Fiskiðjuver þetta verður eign hlutafélags og verður hlutaféð 7,5 milljóntr danskra króna. Hin konunglega græn- lenzka verzlun verður eigandi að Vs hlutafjárins; en ein- staklingar og útgerðarfélög í Færeyjum og Danmörku að % hlutum. I skrifum um þessa hlutafélagsstofnun er sagt að Grænlendingujm sé ætlað síð- ar að yfirtaka eignarhluta Grænlandsverzlunar í fyrir- tækinu. Sagt er að þessi fiskiðju- versbygging muni valda mikl- um fólksflutningum til bæj- arins og hafa staðið yfir bygg- ingar á 70 íbúðarhúsum til Innflutningur Sviss- lendinga á nýjum og frosnum fiski úr sjó Á tímabilinu janúar — júlí í ár var innílutningur nýrra og frosinna íiskafurða úr sjó til Sviss sem hér segir: verðmæti smál. sv. fr. Frá Noregi 583,1 1.123.778 frá Danmöru 2.179,7 5.891.610 — V.-Þýzkal. 284,9 698.789 — Frakklandi 35,6 183.895 — Italíu 1,9 7.295 — Hollandi 442,3 1.939.939 — Belgíu 10,1 33.897 — Spáni 1,1 4.707 — Portúgal 1,0 7.333 — Svíþjóð 0,01 174 — írlandi 0,03 156 — Kanada 0,02 150 Samtals varð þannig fisk- innflutningur frá ofangreind- um löndum til Sviss á fyrra helmingi yfii-standandi árs 3.513,0 smálestir að verðmæti 9.897.078 svissneskir frankar. Þessi innflutningur er 200 smálestum meiri heldur en á sama tíma árið áðui' og verð- mæti hins innflutta fiskafla 1 milljón í sv. frönkum hærri. Það er merkilegt rannsókn- arefni, eins og Vilhjálmur seg- ir, hvað liggur því til grund- vallar að Islendingar eru ekki innflytjendur á þennan mark- að. FISKIMÁL - Eftir Jóhonn J. E. Kúld AF INNLENDUM VETTVANGI Marblettir í saltsíld Þær sögur ganga, að mar- blettir séu talsvert áberandi víða í saltsíldinni frá í sumar. Dagblaðið Tíminn gerði þetta að umtalsefni 30. fyrra mán- aðar, þar sem sagt var að kaupendur síldarinnar í Bandaríkj. krefðust flokk- unar á þeirri síld sem þeir kaupa, af þessum sökum. Þess var jafnframt getið í blaðinu að menn vissu ekki hvar or- sakanna væri að leita fyrir þessum marblettum, og að ýmsar getgátur væru uppi í því sambandi. Menn þurfa áreiðanlega ekki að kippa sér upp við það, þótt marblettir í saltsíld verði meiri en áður, þegar síldveið- in er komin yfir á það tækni- stig, að við síldveiðamar eru notaðar kraftblakkirognælon- nætur, og síld þá einnig tekin á miklu meira dýpi en áður og í verra veiðiveðri. Mar- blettirnir á síldinni eru óhjá- kvæmile^ír fylgifiskar þeirrar breytingar í veiðitækni sem átt hefur sér stað hér á landi. Þessir ágallar geta orðið mis- munandi miklir eftir því á hvaða dýpi síldin er veidd og í hvernig sjólagi næturnar em dregnar. Það er versti gallinn við nælonþráðinn sem nbtaður er í net og nætur, að hann veldur miklu mari bæði á fiski og síld. Þetta er þekkt fyrirbrigði allsstaðár meðal fiskveiðiþjóða. Eru íslenzkar rek- netaveiðar úr sögunni? Á mcöan hér var verðmun- ur á reknetasíld og nótasíld mátti segja að grundvöllui' væri fyrir reknetaveiðar. En nú á löngu árabili hefur rek- netasíld verið greidd sama verði og nótasíld, og hefur það algjörlega kippt fótunum und- an þessari veiðiaðferð. Hins vegar er það óhrekjandi stað- reynd að reknetasíld er jafn- ari að stærð, og gæði hennar sem hráefni í saltsíld oft meiri. Þetta skilja og vita flestar síldveiðiþjóðir og leggja því reknetaveiðarnar ekki nið- ur, þó þær séu ekki jafn af- kastamiklar í afla sem veiðar með nót. Hins vegar virðist síldarútvegsnefnd hafa brostið allan skilning í þessu efni, eins og greinilega kemur fram í því, að enginn verðmunur er gerður á síld veiddri í rek— net og síld veiddri með nót. Þó var það svo jafnan áður, að talsvert mikill verðmunur var á reknetasíld og nótasíld. Síldarverkendur töldu sig hafa ráð á því að greiða rekneta- síldina talsvert hærra verði, eða allt að 20%, hærra. Löng reynsla síldarverkenda hafði skapað þá hefð, að þessi verð- munur var talinn eðlilegur fyr- ir daga síldai'útvegsnefndar. Þegar þessi hefð var rofin, freistast maður til að halda, að þar hafi um of ríkt sjón- armið hákarlsins, sem allt Vill gleypa. Og ennþá er að sjálf- sögðu tímabært að gera þarna á eðlilegan verðmismun. Þeir sem þekkja t. d. til verkunar á Suðui'landssvld vita vel, að reknetasíldin pýtist í allflest- um tilfellum mikið betyi' til allrar verkunar til manneldis og á því að öllu eðlilegu að greiðast hærra verði. Ssiorri Hallgrímsson Sizt grunaði mig það daginn, sem ég varð 15 ára, að næsta dag myndi í heiminn borinn norður i Svarfaðardal sveinn, sem ætti fyrir höndum, löngu síðar, að hafa hin mestu áhrif á líf mitt, er ég væri kominn af léttasta skeiði. Eins og öll- um öðrum strákum fannst mér 15 ára afmælisdagur hin merkustu tímamót, en svo er ætíð um afmælisdag, sem deil- ■anlegur er með fimm. Ég var þá seztur í 2. bekk Mennta- skólans í Reykjavík, en hann var þá enn merkasta mennta- stofnun landsins (Háskólinn var þá ársgamall og frekar fá- liðuð stofnun) og þessutan hin elzta. Enn var hann af aiþýðu manna nefndur „Latínuskól- inn“ o.g skó’.asveinar „latínu- gránar“ enda þótt J-atínu- kennsla hæfist ekki fyrr en í IV. bekk og griskukennslu þá hætt (illu heilli hvorttveggja). Fimmtán ára strákur, röskur og frakkur, gat allt. Hann fékk ef til vill magapínu a.f sláturs- átj eða kæfubeinum i slátur- tíðinni, en væri annars allt með felldu, hvarflaði það ekki að honum. að hann þyrfti nokkurntima á liísleiðinni á lækni að halda. Læknar voru í augum stráka hátíðlegir karl- ar. sem gengu með undarleg- Fimmtugur ar töskur og af hverjum staf- •aði dularfullur þefur, svipað- astur lyktinni í apótekinu. Þrátt fyrir bæklun mína var ég ,,en allerhelvedes karl“ eins- og danskurinn segir. Læknar og Svarfaðardalur voru fyrir utan minn hugarheim. Já, svo sannarlega, en það viðhorf breyttist upp á dag 36 árum síðar. Þá átti þetta sveinbarn sem fæddist daginn eftir af- mælið mitt árið 1912 eftir að breyta lífi mínu þannig, að næst nánustu ástvinum mínum og Lenin hefur enginn maður haft slík áhrif á líf mitt. Víkjum svo norður í Svarf- aðardal hinn 9. október 1912. Þar bjuggu þá á Hrafnsstöð- um hjónin Hallgrímur Sigurðs- son, Ólafssonar og Þorláksína Sigurðardóttir bónda á Öldu- hrygg, Jónssonar. Sjálfsagt hef- ur með þeim þá verið vel set- inn Svarfaðardalur, ef marka má af syninum, sem fæddist þennan dag, og hlaut. er hann var vatni ausinn. nöfnin Snorri Sæmundur. Ekki veit ég, hvort hann var ódæll í æsku eða fþægðarbarn, ég vona að hann hafi verið eínhversstáðar þár í milli. verið fjöirkáííur. Ann- ars hlýtur hahn að hafa orðiS það seinna, því að öðru vísi he/ ég ekki þekkt hann. Hann lagði út á menntabraut og tók stúdentspróf frá Akureyri 1932. Embættisprófi í læknis- fræði lauk hann frá Háskóla íslands á fjórum árum, sem er óvenju stuttur tími við það erfiða nám. Sama árið og hann varð kandídat í læknisfræði, sigldi hann til frekara náms og lagði sérstaklega stund á orþopaedíu. Hann var í vís- indastofnunum í Danmörku og Svíþjóð. svo og læknir við ýmis sjúkrahús erlendis fram til ársins 1943. Það ár var hann sæmdur dokto.rsnafnbót við háskólann í Stokkhólmi fyrir ritgerð um fótabæklun (nafn ritgerðarinnar er með slíkum endemum, að ég þykist ekki þurfa að nefna það. enda m.vndi enginn skilja nema láerður bartskeri hérlendis). Síðan (og raunar áður) rak hver ritgerðin aðra og allar um svo ógirnileg efni leikmönn- um, að ég læt þau liggja milli hluta. Ekki var hann samt við eina fjölina felldur. því að ár- ið 1938 samdi hann ritgerð um „Riðuveiki í íslenzku sauðfé“. Snorri kom út til íslands árið ] !)43 og .tók fljótt að ger- ást íerið síórvirktif í lækning bæklarlal Fundum okkar bar saman skömmu eftir heimkomu hans og hét hann mér því, að Snorri Hallgi'ímsson laga fætur mína, en þeir voru þá svo úr sér gengnir, .að mín beið ekkert annað en hjólastóll eftir fá ár. Fyrstu aðgerðina af mörgum hóf Snorri í Lands- spítalanum hinn 8. október 1945, á 48 afmælisdaginn minn, en það urðu margar og mér ó- skiljajilegar aðgerðirnar. Síðaþ, ég hætti að ganga. við stafprik, hafa mér dugað fæturnir vel. Þetta spurðist víða o.g þótti ganga kraftaverki næst. Á ég nú kunnáttu hans og öðrum mannkostum að þakka ,að ég ■get stundað vinnu mína og notið þess, sem lífið býður hálfsjötugum karli. En, það var ekki kunnátta Snorra Hall- grímssonar ein og handlagni, sem ég naut, heldur, engu síð- ur gamansemi hans og skiln- ingur á sálarástandi .sjúklings- ins. Það kom stundum fyrir, að ég örvænti um að ég myndi nokkurntíma komast á fætur iaftur e.ftir að hafa verið mán- -uðum saman í gips umbúðum, Én alitá'f tókst honum a‘ð telja í mig kjarkinn og fullvissa um bata: Allt þetta þakka ég „hon. um Snorra“ eins og hann er almennt nefndur af fólki, sem honum hefur kynnzt. Fleiri ágætir læknar hafa borið heit- ið Snorri, bæði fyrr og síðar, en oss öllum, sem hann hefur hjálpað, er hann hvorki pró- fessar Snorri né doktor Snorri. Hann er oss blátt áfram „hann Snorri“ og vita þá allir við hvern er átt. — Ég átti er- indi vegna skófatnaðar í Orto- pædisk Hospital í Kaupmanna- höfn sumarið 1947. Tveir lækn- ar töluðu við mig og spurðu mig að fyrra bragði, hvort dr. Iíallgrímsson hefði ekki gert að fótum niínum. Sjö árum síð- ar var ég svipaðra erinda i sömu deild háskólans í Árós- um. Yfirlæknirinn þar tók þeg- ar í stað að spyrja mig um dr, Hallgrímsso.n. Hann var mikilsi vý;tur,:;þar.: pafi „vaj, éinmitt S þeirri stofnun, að ég kynntist forsjálni og framsýni Snorra; Þar var þá við nám í’ „orþo- paediskri“ skógerð íslenzkur piltur, Steinar Waage að nafni. Hann hafði hæklazt á fæti, en var sérlega laghentur. Fyrir á- oggjan Snorra fór hann utan til náms i þessari grein, 4 ár í Árósum og síðar eitt ár í Þýzkalandi. Snorra nægði ekki að laga bæklun manna, heldur vildi hann og sjá þeim fyrir réttum skófatnaði. Steinar Framhald á 10. síðu. — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 9. október 1962

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.