Þjóðviljinn - 10.10.1962, Page 1

Þjóðviljinn - 10.10.1962, Page 1
"'wær AUir héraðsskólar á Islandi troð- fullir. SJÁ OPNU tfiLilllN vBf H BfJP H W HnH Miðvikudagur 10. október 1962 — 27. árgangur — 220. tölublað. Sjómannaráðstefna um síldveiðikjörin ® í dag hefst á vegum Alþýðusambandsins sjó- mannaráðstefna þar sem fjallað verður um vænt- anlega samninga um kjör á haust- og vetrarsíld- veiðum. Samningar þessir munu ná til •tveggja þriðju hluta bátaflotans, -en á þriðjungi bátaflotans eru gömlu samningarnir enn í gildi og renna ekki út fyrr en 1. maí í vor. Á þetta við um Sandgerði, alia útgerðarstaði á Austurlandi, alla útgerðarstaði norðanlands nema 3 eða 4 og einhverja staði á Vestíjörðum. Á þessum stöðum eru gerðir út 60—70 bátar og gætu þeir allir verið á veiðum, en stjórn LÍÚ hefur bannað þeim að veiða síld að viðliigðum stórfclldum refsing. um í mynd fjárkúgunarvíxla. Hefur þegar hlotizt mikið tjón af þessari ráðsmennsku, og hef- ur framkvæmdastjóri síldarút- vegsnefndar m.a. lýst því að hin- ir mikilvægustu siidarmarkaðir séu nú í hættu.. Ástæðan til þess að ósamið er við tvo þriðju hiuta bátaflot- ans er sú að stjórn LÍÚ liefur sagt upp gildandi samningum i þeim tilgangi einum að skerða umsamin kjiir sjómanna. Hafa stjórnarblöðin skýrt írá því að 5 mi'.ijón króna tjón hljótist nú daglega af þeirri ráðsmennsku; mun sú sóun að sjá’.fsögðu vega upp á skömmum tíma þá upp- hæð sem um er deilt. Stjórnarblöðin hafa ráðizt á Alþýðusambandið fyrir það að hafa ekki hafið samninga við LÍÚ um síldveiðikjörin. Sá mál- flutningur er marklaus bíekking; Alþýðusambandið hefur engan samningsrétt, heldur er hann í höndum einstakra félaga. Iief- ur A.S.Í. fyrir alliöngú snúið sér til félaganna og stungið upp á að þau kæmu upp sameiginlegri samninganefnd, og um það verð- ur íjallað á ráðstefnunni í dag. UGANDA orðið fullvalda ríki KAMPALA, Uganda 9/10. — í dag öðlaðist Afríknríkið Uganda sjálfstæði. Hertoginn af Kent afhenti Obote forsætisráðherra skjiil varðandi viðurkenningu Breta á fullveldi ríkisins, en Bretar hafa farið með v.öld í landinu í 68 ár. Á miðnætti í nótt var svartur, gulur og rauður fáni hins nýja ríkis dreginn að hún í höfuð- horginni Kampala. Um 50.000 menn voru viðstaddir athöfnina og fögnuðu ákaflega. Á blaðamannafundi í dag sagði Obote að Uganda hefði ekki í hyggju að viðurkenna ríkisstjórn Suður-Afríku og myndi hið sama að öllum líkind- um giida um Portúgala vegna framferðis þeirra gagnvart Ang- oia og Mozambique. Forsætisráð- herrann sagði að Uganda myndi hafa nána samvinnu við ná- Járnbrautaverkfall í Bretlandi á ný? LONDON 9 10. — Samband brezkra járnbrautarstarfsmanna ákvað í dag að gera verkfall á ný ef umferðayfirvöídin í Bret- landi hætta ekki að leggja niður járnbrautir og loka verkstæð- um. Gerðu járnbrautastarfsmenn- irnir sólarhrings verkíall síð- astliðinn miðvikudag. Þeir hafa boðizt t'l að ræða við fulltrúa yfirvaldanna áður en þeir héfja j verkfall að nýju. grannaríki sín í Afríku. Uganda verður áfram innan brezka samveldisins. Drengnr slasast á rækjuveilum Isafirði 9 10. — Það slys varð í gær, að 15 ára pilt- ur, Gísli Hjartarson háseti á rækjuveiðibátnum Einari (15—16 lesta), lenti í vírn- um og fór með hægri hand- legginn í spilið á bátnum. Slasaðist Gísli mjög mikið. Báturinn var að rækjuveið- uin inni í Djúpi, er slysið varð. Kjartan J. Jóhanns- son læknir fór til móts við bátinn og gerði að sárum drengsins, en hann var síð- an fluttur á sjúkrahúsið á Isafirði, þegar báturinn koin í hiifn. En í morgun kom Björn Pálsson á sjúkraflug- vél sinni og flutti hann til Reykjavíkur. Gísli er son- ur Hjartar Bjarnasonar skipstjóra á Einari. HÓ. wmmmm i Verður NARFA breyit I fljót- andi f rystihús ? 0 Þjóðviljinn frétti það á skotspónum í gær, að Guð- mundur Jörundsson útgerðarmaður, eigandi togarans NARFA, eins af nýjustu og stærstu fiskiskipum íslend- inga, hefði ákveðið að breyta skipinu í eins konar fljót- andi frystihús eða fiskvinnslustöð. Fylgdi fréttinni, að samningar hafi verið gerðir við þýzkt fyrirtæki um að smíða og setja í NARFA tæki til að heilfrysta fiskinn um borð, og að ætlunin sé, að þessar breytingar verði gerðar á skipinu um næstu áramót, og kostnaður aætl- aður um 10 milljónir króna. £ Ekki tókst Þjóðviljanum í gær að fá frétt þessa stað- festa né afla nánari upplýsinga um þessar fram- kvæmdir. Q Myndin er af bv. NARFA — RE 13. Togarinn er nær 1000 lestir að stærð, smíðaður í Rendsburg í Vestur- Þýzkalandi og afhentur eiganda í aprílmánuði 1960. Þinginu lauk í gærmorgun Eining um stjórn BSRB und ir forystu vinstri manna £ Þingi Bandalags starfs- manna ríkis og bæja lauk kl. 4 í gærmcrgun, og haföi fundur þá staöiö yfir frá kl. 9 í fyrrakvöld. Sam- þykktur var sem samnings- grundvöllur launastigi K.iararáös, gengið frá laga- breytingum og samþykkt nýtt fyrirkomulag skatt- greiöslu, og tryggir þaö bandalaginu stórauknar tekjur. • Stjórn bandalagsins var kjörin einróma og hafa vinstri menn sex stjórnar- meðlimi af 11. Kristján Thorlacius var endurkjör- inn formaður. A þingfundi í fyrrakvöld voru gerðar samþykktir í launamál- um og var launastigi KjararáSs bandalagsins samþykktur ein- róma. í samþykktinni er tekið fram, að þingið díti á launastig- ann sem samningsgrundvöll, þegar sezt, verður að samn- ingsborði. Ennfremur lagði þingið áherzlu á, að ..Kjararáð haldi fast og örugglega á rétti opinberra starfsmanna við samninganefnd fjármálaráð- herra, fullvisst þess, að á bak við stendur óskiptur hópur launþega, sem krefst réttlátra launakjara1'. Lagabreytingar Gerðar voru nokkrar breyt- 'ngar á iögunr sambándsins, miðað við þær breyttu aðstæð- jur, eftir að bandalagið hefur öðlazt samningsrétt um kjör meðlima sinna. Þá var samþykkt að tryggja bandalaginu stórauknar tekjuí', þar sem öll starfsemi þess hlýt- Lir að vaxa mjög vegna hinna nýju viðfangsefna. Var sam- þykkt að greiðsla á skatti til bandalagsins skyldi miðast við tekjur og vera 0.3°,0 af föstum launum. btjórnarkjör Að lokum var kjörin ný stjórn fyrir bandaiagið sam- kvæmt lrnum nýju lögum, en stjórnarmönnum fjölgar úr 9 í 11. Var öll stjórnin kjörin ein- róma og er hún undir forustu Framhald á 10. síðu Kristján Thorlacíus j fonnað'ur BSRB ]~jj

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.