Þjóðviljinn - 11.10.1962, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 11.10.1962, Blaðsíða 2
*%r Skipaðeild SlS Hvassafell fór 9. þ.m. frá Limer- ick áleiðis til Archangelsk. Arn- arfell fór 8. þ. m. frá Bergen áleiðis til Faxaflóa. Jökulfell l1 fer frá London í dag áleiðis 1 til Homafjarðar. Dísarfell fór 8. I þ. m. frá Stettin áleiðis til Is- lands. Litlafell fór í gær frá II Hafnarfirði til norðurlandshafna. * Helgafell kom í gær til Kaup- mannahafnar fer þaðan áleiðis til Aabo, Helsingfors, Leningrad og Stettin. Hamraiell fór 8. þ. m. frá Reykjavík áleiðis til Batumi. Polarhav lestar á Sauðárkróki. Skipaútgcrð ríkisins Hekla er í Reykjavík. Esja er i Reykjavík. Herjólfur fer frá Vestmannaeyjum kl. 21 í kvöld til Reykjavíkur. ÍÞyrill er í Reykjavík. Skjaldbreið er á Norðurlandshöfnum. Herðubreið er á Austfjörðum á norðurleið. Jöklar Drangajökull er í Bremen og fer þaðan til Reykjavíkur, Sarps- j borgar og Reykjavíkur. Lang- I jökull er í Reykjavík. Vatna- jökull fór frá Vestmannaeyjum í gærkvöld til Grimsby, London og Holilands. í dag er fimmtudagurinn 11. október. Nicasius. 26. vika vetrar. Tungl í hásu'ðri kl. 24.00. Árdegisliáflæði kl. 4.26. Síðdegisháflæði kl. 16.48. Næturvarzla vikuna 6.—12. okt. er í Vestur- bæjarapóteki, sími 22290. Skip Flug Flugfélag íslands Miliilandaflug: Hrímfaxi fer til Glasgow og Kaupmannahafnar kl. 8.00 í I fyrramálið. Skýfaxi fer til Lon- don kl. 12.30 á morgun. Innanlandsf lug: í dag er áætlað að fljúga til Ak- ||ureyrar (2 ferðir), Egilsstaða, Kópaskers, Vestmannaeyja og l Þórshafnar. A morgun er áætlað I að 'ljúga til Akureyrar (2 ferð- ir), Fagurhólsmýrar, ísafjarðar, Hornafjarðar, Sauðárkóks og i Vestmannaeyja. ' Frjálsíþróttadeild K.R. Innanhúss æfingar hjá deildinni í vetur verða sem hér segir: íþróttahús Háskólans Þriðjud. kl. 19.45—20.30. Ung- ^lingar. Miðvikud. 20.30—21.15 Sameiginl. þrekæfing fyrir allar deildir félagsins. Föstud. 19.45— 20.30. Stúlkur. 20.30—21.15. Karlar. íþróttahús K.R. v. Kaplaskjólsv. Miðvikud. kl. 18.05—19.45. ,Hlaup, stökk og köst fyrir alla flokka. Þjálfari verður Benedikt Jakobsson. Mætið vel og rétt- stundis og verið með frá byrj- un. Takið með nýja félaga. i Stjórnin Togsrarnir Togarinn Askur landaði um i' 160 tonnum af hueimamiðum í 1 Reykjavík i gær. I Þormóður goði seldi 128 tonn I í Cuxhaven í gær fyrir 104.970 mörk. Þá seldi Skúli Magnússon 166 tonn í Bremerhaven fyrir 155.000 mörk. 3 togarar selja í Þýzkalandi í dag. Fyrirlestur um stjórnarskrána og þáttteke í alþjóðastofnunuii! Prófessor Ólafur -'Jóhanncs- son flytur fyrirlestur í há- tíðasal háskólans n. k. sunnu- dag 14. okt. kl. 2 e. h. Fyrir- lesturinn nefnist: '„Stjórnar- skráin og þáttaka íslands í alþjóðastofnunum“. Er fyrir- lesturinn h:nn fimmti i flokki afmælisfý’rirlestra háskólans, og er Öllum' heimill aðgangur. í fyrirlestrinurb verður fyrst og fremst fjallað um þau takmörk, sem stjórnar- skráin setur aðild íslands að alþjóðastofnunum. Jafnframt verður það nokkuð rætt, hvort skuldbind.ngar íslands gagnvart alþjóiesamtökum geti haft það í för með sér, að land ð ve .ði ekki lengur tálið fullvalda Loks verður vikið að þeirri spurn ngu, hvort þörf sé á nýjum stjórn- lagaákvæðum vegna aukinnar þátttöku íslands i alþjóðlegu samstarfi. í sambandi við þessar spurningar verður kannað, hvort ís'and geti gerzt að.li að Efnahagsbanda- laginu og öðrum álíka valda- miklum stofnunum án undan- genginnar stjórnarskrárbreyt- ingar. Verzlunarráð íslands gerði ýmsar samþykktir á aðal- fundi sínum á dögunum. M. a. var gerð ályktun um efna- hagsmál, þar sem varað er við „þeirri hættu á ofþenslu í efnahagslifinu, sem ávallt er samfara skyndilegri aukn- ingu á framleiðslu og laun- um“. Hét fundurinn á stjórn- arv.öldin að vinna gegn of- þenslu með „viðeigandi ráð- stöfunum í peningamálum og fjármá|ttm; og gæta hófs í fjárféstiTfgÚ, jafnframt því sem stefnt verði að tekjuaf- gangi , hjá ríkissjóði". Enn- fremur var skorað á samtök atvinnurekenda og launþega að haga samningum sinum og öðrum aðgerðum þannig að tryggður verði jafn og ör- uggur vöxtur þjóðarfram- leiðslunna. í ályktun um verðJagsmál var lýst óánægju yfir því, að ekki hafi verið haldið áfram afnámi verðlagsákvæða síðan 31. ágúst 1961. Þá mæltist Löndunarbann á þýzka í Hnll sífestSIS’n 44 ár Verzlonarráðið biður um „viðeig- andi ráðstafanir í peningamálum” Til hamhigju, elskan! fundinum til þess við ríkis- stjórnina að undirbúin verði í samráði við V.í. lög, er verndi fi'jálsa samkeppni og spórni við viðleitni stórfyrir- tækja til að skapa sér eiftök- unaraðstöðu á íslenzkum markaði. Af öðrum ályktunum aðal- fundar verzlunarráðsins má nefna áskorun til stjóriiar- valda um lagfæringu á inn- flutningstollakerfinu Stjórn V.í. var falið í samráði við stjórn Verzlunarbankans að vinna að undirbúningi að rnyndun stofnlánadeildar við bankann, er gegni því meg:n- hlutverki að lána fé til stofn- setningar nýrra verziana. Þá var vexti og viðgangi verzl- unarbankans fagnað, stjórn V.í. falið að vinna að þvi að bættir verði afgreiðsluhættir tollpóststofunnar i Reykjavík og hraðað verði póstgíró- þjónustu. Ennfremur var þeim tilmæium beint til stjórnar- og borgaryfirvalda að skipuð verði nefnd er at- hugi, hvort ekki muni hag- kvæmt að draga úr hinum víðtæka rekstri á opinberum fyrirtækjum og einkasölum, jafnframt því sem athugaðir verði möguleikar á að al- menningshlutafélög leysi op- inber fyrirtæki af hólmi. Loks var til þess mælzt við fjármálaráðherra að hann skipi nefnd með aðild V.í. er athugi, hvort ekki sé unnt að leggja sömu eða svipaða toll- upphæð á vörur, hvort sem þær eru fluttar sjóleiðis eða loftleiðis til landsins. Hull búar eru langræknir. Á þvt fékk þýzki togarinn Heinr'ch Kern að kenna á dögunum, þegar til stóð að hann seldi afla sinn á fisk- markaoinum í Hull. Þannig er mál msð vexti að á árum fyrra stríðsins 1914—18 sökktu þýzkar flug- vélar og kaíbátar nokkrum skpum Hull-rnanna. Síðan hafa engin þýzk skip fengið afgra'ðslu í höfninni í Hull. Togarinn sem hér um ræðir átti upphaflega að landa afla sínum i Grimsby, en komst ekki inn á höfn'na þar og var því það ráð tekið að snúa honum til Hull. Hafnar- verkamenn þar neituðu al- gerlega að afgreiða togarann af fyrrgreindum ástæðum. Þýzka útgerðarfélagið náði ekki upp í nefn:ð á sér af vonzku og spurði hvern and- skotann Bretar vildu uppá dekk á sama tím'a og þeir væru að grátbiðja um aðild að Efnahagsbandalaginu .-og hvernig þeir ætluðu sér að framfylgja slíku hafnbanni eft'r inngönguna. Líklegt er að málið fari nú fyrir neðri deild brezka þingsins. ® Kóreu-amhassadoir í Lundúnum Ríkisstjórn Kóreu hefur á- kveðið að skipa ambassador á næstunni fyrir ísland með búsetu í London, len af Is- lands hálfu er ekki gert ráð fyrir því að skipa ambassa- dor hjá Kóreustjórn. RUSSiAGILDI Stúdentafélag Háskólans heldur „Rússagildi“ í Glaum- bæ í kvöld kl. 7.30. Miðasala verður milli klukkan 1 og 7. í dag á sama stað. Þríleikur biá Ténlistarfélaginu Þrír ungir listamenn frá Bandarikjunum komU fram qfi: tónleikum Tónlís'tarfélags.-,- ins í Austurbæjarbíói á mánudags- og þriðjudags- kvöldið, sem sé píanóle:kar- inn Anton Kuerti, fiðluleikar- inn Michaei Tree og hné- fiðluleikarinn David Soyer. Að þessu sinni var sá hátt- ur á hafður, að flutt var sín efnisskráin hvort kvöldið. Undirritaður heyrði síðari tónÁikana. Þar var fyrst á efnisskránni einþáttungstríó- Beethovens í B-dúr, þá hið mikla trió hans í B-dúr, op. 97, venjulega nefnt „Erkiher- ★ ★ ★ Ross og Þórður hittust er vörðurinn var farinn burt og héldu aftur til skips eftir að vera búnir að kanna nokk- urn hluta leiðarinnar. Á meðan leyfðu verðirnir Titiu og Ariane að fara óhindruðnm út úr göngunum. Um »%r%^%<‘%>'%,»<%»’%r%^%r%r%<%r%^%^»<%*%^%r%*%r%»%r%«%^%, borð í Braunfisch ræddu Ross og Þórður við vini sína Eddy, loftskeytamanninn John og vélstjórann um það hvemig þeir gætu komið stúlkunum til hjálpar. toga-trióið“, og loks tríó í a- moll eftir Ravel. Þremenningarnir eru sann- ir listamenn. Leikur þeirra er nákvæmur og vel sam- stilltur, og þeir eiga til bæði hæfilega mýkt og þróttmikil tilþrif, þar sém því er aö skipta. Það er til dæmis ekki nema á úrvalsmanna færi að flytja síðara Beethovens- verkið eins stórglæsilega og þeir gerðu. Annars var þarna allt frábærlega vel af hendi leyst, svo að minnisstætt hlýtur að verða þeim, sem á hlýddu. U-F. 22) ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 11. október 1962

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.