Þjóðviljinn - 14.10.1962, Side 1

Þjóðviljinn - 14.10.1962, Side 1
SIGLUFIRÐI 12/10 — Yfirtaka á síld hér á Siglufirði gengur vel. Unnið er nú að því á þeim söltunarstöðvum, sem söltuðu síld á rússneskan og bandarískan markað, að sortéra síldina þann- ig að hún uppfylli þær kröfur er sölusamningamir segja til um. íslenzka sildarmatið yfir- tekur svo síldina eftir að hún hefur verið sortéruð. Hingað kom fyrir nokkrum dögum rússneskur yfirtökumað- ur, sem athugaði þau partí, sem hafa hlotið viðurkenningu hjá síldarmatinu. Virðist hann á- nægður með útkomuna og hefur fram að þessu ekki fellt eitt ein- asta partí, en undanfarin ár hef- ur oft verið hálfgerður tröppu- gangur á þessu svo ekki sé meira sagt. Virðist saltendum hér nú orðið ljóst hvaða kröfur Rúss- arnir gera í sambandi víð þá síld sem þeir kaupa. Við söltunina kastast talsvert af síld úr, en engin vandkvæði virðast vera á að losna við hana, því að fulltrúar sænskra síldar- kaupenda ganga hér um söltun- arstöðvarnar eins og grenjandi ljón tilbúnir að kaupa hverja tunnu, sem til fellur. Það kem- ur sem sagt í Ijós eftir ítrekuð söltunarbönn í sumar, að mikill skortur er á saltsíld. Einhver tregða er í Síldarút- vegsnefnd að selja Svíum síld- ina, nema þeir kaupi einnig úr- kastið á Austfjörðum, sem þeir hafa ekki eins mikinn áhuga fyr- ir, þar eð sú síld er bæði smærri og lakari. Síldarhungur Svíamun að einhverju leyti stafa af lé- legri vertíð við Færeyjar. H.B. Uppsögn Dagsbrúnar: í sumar hafa miklar framkvæmdir verið við Dalvíkurhöfn — og er nánar skýrt frá þeím á 2. síðu blaðslins í dag. Mynd- in er frá Dalvík. Stór vél- skófla er að verki, í bak- sýn tæmda grjótnámið í Brimnesfjalli. — Ljósm. A. K.). Hefur rænt aftur kjarabótunum frá í vor ® Þegar Dagsbrún gerði kjarasamninga sína 1 Fullþroska bygg vaxið á eyðisandi. í einliverju óhagstæðasta sumri til kornræktar sem hér hefur komið lengi þroskaðist Herta-bygg- ið ágætlega á akri Eyjafjallabænda á Skógasandi. Kornbænd- urnir sunnardands hafa á þessu sumri sann- færzt enn betur en áð- ur um að kornrækt geti orðið fastur og um- fangsmikill þáttur í bú- skapnum, segiy Sverrir Kristjánsson i grein á 7. SÍÐU. (Ljósm Þjóðv. A.K.). júní s.l. lýstu ráðherrar yfir því að reýnt yrði að gera kauphækkun þá er um var samið varanlega — að kaupmáttur umsaminna launa héldist ó- skertur. ® Nú, eftir 4 mánuði, hefur vísitalan hækkað um 9 stig, verðlag hækkað um 7,8% — og kaup- hækkuninni því enn að fullu rænt af verka- mönnum. • Þetta er ástæðan sem knýr Dagsbrúnarmenn til að segja upp samningum sínum nú. Húsnæðismál Menntaskólans: Nemendur heimta bót á óviðunandi ástandi Framtíðin, félag mennta- skólanema í Reykjavík, hélt fund sl. föstudagskvöld til að ræða húsnæðisvandamál skólans. Framsögu höfðu Guðmundur Arnlaugsson yfirkennari og Heimir Pálsson menntaskóla- nemi. Á fundinum, sem á að gizka 150 nemendur sóttu, kom fram mikil óánægja með þann seinagang, sem ríkt hefur í bygg- ingamálum skólans. Eftsrfarandi ályktun var samþykkt einróma: Félagsfundur í Framtíðinni, málfundafélagi menntaskóla- nema í Reykjavík, haldinn í IÞÖKU föstudaginn 12. október 1962, lýsir yfir vonbrigðum sín- um vegna aðgerðarleysis þess, er ríkt hefur gagnvart lausn á húsnæðisvandamáli skólans und- anfarna áratugi, þótt með neyð- arráðstöfun hafi enn einu sinni tekizt að veita öllum nemendum skólavist. Nútímakröfum til verklegrar Náttklæði konu loga I hádcginu í gær var lögregla og slökkvilið kvatt að húsinu númer 168 við Langholtsveg. I kjallara reyndist liggja ósjáif- Hfíf segir npp Verkamannafélagið Hlíf í Hafnarfirði samþykkti einróma á fundi sínum í fyrrakvöld að segja upp gildandi kjarasamn- ingum frá 15 nóv að telja. bjarga kona í logandi náttfötum, voru þau að mestu brunnin þeg- ar að var komið. Lítilsháttar cldur var einnig í gólfteppinu í stofunni, þar sem konan lá. Kona þessi, sem er á fertugs- aldri var flutt á Landsspítalann en mun ekkli vera lífshættulcga brennd. Utlit er fyrir að kviknað hafi í náttfötunum út frá vindl- ingi og virtist konan undir ein- hverskonar annarlegum áhrifum, hó ckki áfeofríi. kennslu í stærðfræðideild erekki hægt að fullnægja. Stofnun náttúrufræðideildar dregst stöð- ugt. Allar kennslustofur eru tví- setnar til mikils óhagræðis fyrir nemendur. Nokkrar bekkjardeild- ir ’verða að flakka xnilli kennslu- stofa. Leikfimikennslu er ekki hægt að rækja eins og lög mæla fyrir um og nýjungar í kennslu- málum er ekki unnt að hagnýta vegna þrengsla. Nútíma þjóðfélag krefst sí- vaxandi þekkingar hvers ein- staks þjóðfélagsþegns, en þó sér- staklega sérhæfingar á hinum ýmsu sviðum vísinda og tækni. Núverandi aðstæður við Mennta- skólann í Reykjavík hljóta að hindra eðlilega menntúnarþróun þjóðarinnar og getur það haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Fundurinn ályktar, að þrátt fyrir nauðsynleg bráðabirgðaúr- ræði, megi ekki láta þau tefja fullnaðarlausn, sem aðeins næst með þyggingu nýs skólahúss. Fundurinn átelur þann seina- gang, er mál þetta hefur haft og skorar á viðkomandi aðila að hefjast nú þegar handa um bygg- ingu nýs menntaskólahúss í Reykjavík. Eftirfrum- sýninguna it Aöalleikcndurnir í kvik- ic myndinni „79 af stöðinni” if á sviði Háskólabíós aö lok- ic inni frumsýningu í fyrra- ★ kvöld: Róbert Arnfinnsson, ★ Kristbjörg Kjcld og Gunn- if ar Eyjólfsson. Á 12. síðu ★ er birtur dómur Árna ic Bergmanns um kvikmynd- lír ina. í gærdag ók bíll á dreng á skellinöðru. Gerðist það á mót- um Lönguhlíðar og Miklubraut- ar. Drengurinn meiddist lítillega og var fluttur á Slysavarðstof- Á þessa leið fórust Guðmundi J. Guðmundssyni orð, er hann hafði framsögu um tillögu stjórnarinnar á Dagsbrúnarfund- inum í fyrrakvöld. Á fundinum í Gamla bíói í vor, þar sem við ræddum um samningana, tókum við það skýrt fram að samningarnir væru uppsegjanlegir nú, og þá jafnfr. að við teldum slíkt nauð- synlegt vegna þess að yfirlýsing- um ráðherra um að kaupmáttur- inn skyldi haldast óbreyttur, væri varlega að treysta; reynsl- an sannaði það. Við sömdum um 7—9% kaup- hækkun fyrir þorra Dagsbrúnar- manna. Nokkur tilfærsla var milli flokka, þannig að einstak- ir starfshópar fengu um 11% hækkun. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar lýstu yfir að reynt yrði að gera þessa kauphækkun varanlega. Hvernig hefur verið staðið við það? Hvað segir vísitalan? I Stig. Vísitalan var 1. júní s.l. 116 — — 1. sept. 122 — fyrir okt. er 125 Á fjórum mánuðum hefur vísitalan þvi hækkað um 9 stig.þ. e. þeir liðir vcrðlags- ins sem koma í vísitöluna hafa liækkað um 7,8%. Kaup- hækkunin hefur því öll verið tekin aftur — og ekki einu sinni staðið við fyrirheitið um að þau 4% af kauphækkun- inni, sem samið var um í fyrra, yrðu varanleg. Þá sagði Guðmundur að Dags- brúnarstjómin myndi að vanda ræða væntanlegar kröfur félags- ins í trúnaðarráði og á vinnu- stöðum og félagsfundi og jafn- framt yrði haft samband við þau félög sem sagt hafa upp eða eru að því (Verkamannafélag Framhald á 12 síðu. Helztu þingmál: EBE, dýrííð, kjaramá! og húsnæðismál Viðtal við Lúðvík Jóseps- son, formann þingflokks Al- þýðubandalagsins, um störf nýhafins Alþingis. Sjöunda síða 4

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.