Þjóðviljinn - 14.10.1962, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 14.10.1962, Blaðsíða 9
ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 14. október 1962 Mikilvægar breytingar á kan Á 33. ársþingi Alþjóðaskák- sambandsins. sem haldið var i Saltsjöbaden í Svíbióð dagana 25. ágúst — 5 september s.L voru gerðar veigamiklar breyt- ingar. hvað varðar keppnisfyr- irkomulag á Kandidatamótum í framtíðinni. Áður hafa endrum og eins verið gerðar breytingar á mót- um bessum og bá einkum við- víkjandi báttakendafjölda. Að þessu sinni er bátttakenda- fjölda ekki breytt. en hinsveg- ar gerðar róttækar breytingar á keppnisfyrirkomulagi Þátttakendur á Kandidata- móti eru sem kunnugt er. 8. Það eru 2 efstu menn frá síð asta Kandidatamóti (eða fall- inn heimsmeistari og næst efsti maður) svo og 6 efstu menn frá síðasta alþjóðlega Svæðamót- inu. Þetta verður. sem áður var getið. óbreytt en keppendum nú raðað eftr bvi ákveðna formi, að 2 efstu menn síðasta Kandídatamóts skipa tvö efstu sætin í töfluröðinni. en síðan Vgrður sexmenningunum frá Al- þjóðasvæðamótinu stillt fyrir neðan bá i sömu röð og þeir hafa unnið sér sæti eftir vinn- ingum á mótinu. Síðan verður keppt með því nýja sniði. að keppendur nr. 1—4 i töfluröðinni tefla fjögur tíu skáka einvígi gegn kepp- endum nr 5—8. Þeir fjórir keppendur sem lúta f iægra haldi í einvígjum þessum eru þar með slegnir íxt og eru úr sögunm. Sigurvegaramir fjór- ir tefla hins vegar sín á milli tvö tíu skáka einvigi. Sígurveg- ararnir tveir úr þeim einvigj- um tefla síðan til úrslita um ásknrunarréttinn .12 skáka ein- vígi. en þeir sem töpuðu tefla sex skáka einvígi um sæti nr 3—4. Þá er kveðið á um staðsetn- ingu og tímasetningu einvigj- anna.um varamenn o. fl. T. d má lokaeinvígi ekki hefjast síðar en tveimur mánuðum eftir að miðkeppninni lauk. Hér er um talsvert róttæk- ar brevtingar að ræða. og verð- ur reynslan að skera úr um bað hvort bær verða tii bóta eður eigi. Að mörgu leyti er ekki óeðlilegt. að áskorandi heimsmeistarans sé valinn i slíkri einvígjakeppni þar sem teflt er um heimsmeistaratitil- inn í einvígi. Hins vegar hefur útsláttarkeppni . alltaf mikla ó- kosti. Miklu varðar. að efti;r þessa brevtingu.verða tveir eða fleiri þátttakendur frá, sömu bjóð ekki iengur grupaðir um að hafa óeðlilega. samvinnu sin á milli. þegar teflt er um réttinn til að skora á heimsmeistarann Nú vrði nefnilega engri slíkri samvinnu við komið á skyn- samlegum grundvelli Raunar er fremur ólíklegt að slik sam- vinna hafi nokkru sinni átt sér stað og ennbá ðlíklegra að hún hafi. nokkru sinni orkað til úrslita um þjóðemi áskor- andans. Til þess hafa styrk- leikahlutföllin verið of skýr í skákheiminum á undanförnum árum. En sú vitneskja. að það væri hernaðarlegur möguleiki að viðhafa slíka samvinnu, kann að verka truflandi á þá, sem sjá draug í hverju skoti. f annan stað getur verið Ritstjóri Sveinn Kristinsson þreytandi fyrir menn að liggja undir áburði eða grun. bótt rangur sé. ef erfitt er að af- sanna hann með óyggjandi rökum. Getur bá verið betra fyrir bolanda áburðarins að ganga hreint til verks og nema f burtu forsendurnar fyrir pví\ að hinn meinti verknaður sé framkvæmanlegur Það gefur sterklega til kynna. að hann hafi ekkert að dvlia heldur hafi hreint mjöl í pokahorninu, hvað hið umrædda mál áhrær- ir Einkum af bessum sökum telur þátturinn ástæðu til að fagna hinu nýja keppnisfyrir- komulagi. bótt reynslan hafi síðasta dómsorðið Það er lík- legt til að hreinsa andrúms- loftið í skákheiminum og draga úr gagnkvæmri tortryggni bjóða í millum. Er það ekki einmitt það. sém við þörfnumst í dag? Forseti Alþjóðaskáksambands- ins er Sviinn Folke Rogard. Eftirfarandi skák er ein sú snaggaralegasta. sem bátturinn hefur lengi haft hönd á. Hún er tefld á skákmeistaramóti Ungverja í ár. Hinn ungi upp- rennandi skáksnillingur Dely sigrar þar hinn heimsfræga landa sinn, stórmeistarann Lasslo Szabo. Hvítt: Dely. Svart: Szabo. SIKILEYJARVÖRN. 1. e4. c5 2. Rf3. d6 3. d4, cxd4 4. Rxd4. Rf6 5. Rc3, a6 6. Bc4 (Fischer hefur lengi haldið mikið upp á leik þennan. en eftir ósígra hans gegn Sovét- mönnum á Kandidatamótinu í Júgóslaviu 1959. lenti leikurinn f öldudai og hefur naumast borið sitt barr síðan. Kannske stuðlar bessi skák að bvi að koma honum aftur f tízku). 6. ------e6 7.Bb3 (Vikur biskupnum strax undan hugsanlegri árás frá d5 eða b5. Þannig fór Fischer einnig að). 7. ------b5 (7. — — Be7 er algengari leikur og tryggari. Þessi leikur og næstu leikir svarts gefa hvítum margvísleg færi. eins og við sjáum brátt) 8. f4. Bb7 (Ekki er heppilegt fyrir svartan að slægjast eftirpeðinu á e4 Það kom glöggt fram í síðustu skák þeirra Fischers og Tals á Kandidatamótinu 1959 Tal hafði svart og lék 8.---- b4 9. Ra4 Rxe4. Fischer náði gapaiegri sókn með því að hróka og leika sfðan f5. Annað mál er. að forsjónin gekk þar í lið með Tal og hjálpaði hon- um til að kála Kananum). 9. 0—0, b4 (Enn var mjög áhættusamt SÍÐA 9 fyrir svartan að drepa á e4 og enn vegna framrásar f- peðsins). 10. e5! (Nú koma fram í skýru ljósi veikleikamir í stöðu svarts). 10.-------bxc3 11. exf6, Rd7 (Þessi leikur leiðir skjótlega til taps. en svartur átti erfitt um vik Eftir 11. — — gxf6 kæmi 12. f5. e5. 13. Dh5. d5. 14. Re6 og hvítur hefur sigur- stranglega stöðu). 12 f5! (Þessi leikur tætir í sund- ur stöðu svarts). 12.-------e5 Svart: Szabo. 13. Bxf7t! (Þessi biskupsfóm er ekki vandfundin fyrir reynda meist- ara. Sú er sntlltÍÍá meiri að fá fram þá stöðú, sefn gerir hana mögulega). 13.-----Kxf7 14. Dh5t, g6 15. fxg6t, hxg6 16. Dxh8, exd4 17. Dh7t, Ke6 18. Dg8t Og Szabo gafst npp. Eftir 18. — — Ke5 19. Bf4t, Kxf6 20. Bg3T, Kg5 21. Dh7, Bh6 22. Bh4+, Kxh4 23. Dxh6t Kg4 24 Hf4t er leikurinn búinn. __________________ Merkjasöiudagur skáta er í dag f dag (sunniid.) er hin árlega merkjasala skátanna. í ár minn- ast skátar 50 ára skátastarfs á íslandi og var meðal annars í bví tilefni haldið stórt skátamót á Þingvöllum síðast liðið sumar með þátttöku um 1700 skáta, ís- lenzkra og erlendra. Er það stærsta skátamót, sem haldið hefur verið hérlendis. En sjálfur afmælisdagurinn er 2. nóvember næstkomandi og munu þá skátáfélÖgin minnast hans á ýmsan hátt. hvert í sínu byggðarlagi. Og nú vænta íslenzkir skátar bess. að allir „verði viðbúnir" og taki vel á móti þeim, þegar þeir koma með merki sín i dag. (Frá BÍS). Breyttur viðtalstími Frá 15. október verður viðtalstími minn sem hér segir: f SlMA 50928 kl. 9—10 a!la virka daga. — Við vitjana- beiðnum verður tekið f sama sima kl. 8—13, nema laug- ardaga kL 8—11. A STOFU mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtu- daga kl 15.30—17, föstudaga kl. 17—18 og laugardaga (vetrarmánuðina) kl. 11—12. KRISTJANA HELGADÓTTIR, læknir. Thorvaldsenstrætl 6. BUNADARBANKI ÍSLANDS Vesturbæjarútibú Fyrsta bankaútibúið í Vesturbænum Handhægar sparisjóðsbækur, vél’færðar. Tékkhefíi í tveim- stærðum ásamt tilheyrandi leðurveskjuiu, VESTURGÖTU 52, Reykjavík — Sími 11022 Afgreiðslutími kl. 1—6.30 síðdegls, nema laugardaga kl. 10—12.30 árdegis. Utibúið annast: Sparisjóðsviðskipti Hlaupareiknmgsviðskipti Fyrirgreiðslu viðskiptamanna aðalbankans og útibúa hans. ""INAÐARBANKIÍSLANDS Ansturstræti 5 — Sími 18200 (6 linur) Austurbæjarútibú Miðbæiarútibú Laugavegi 114 Laugavegl 3 , 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.