Þjóðviljinn - 16.10.1962, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 16.10.1962, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 16. október 1962 ÞJOÐVILJINN SÍÐA 3 BerSínardeiian Búizt vi un mum harðna á næstu vi WASHINGTON 15/10 — Flest þykir benda til þess að deilan um framtíð Vestur-Berlínar muni harðna á næstunni, og þá einkum að loknum þing- kosningunum í Bandaríkjunum sem fram fara í byrjun næsta mánaðar. Sovétstjórnin hefur ekki farið dult með að hún muni ekki bíða öllu leng- ur með að undirrita sérfrið við Austur-Þýzka- land, ef vesturveldin fást ekki til samninga um Berlínarmálið. Sovétstjórnm hefur áður sagzt mundu bíða með aðgerðir í Ber- línarmálinu vegna hins ótrygga ástands í bandarískum stjóm- málum rétt fyrir kosningar, en talið er víst í Washington að hún muni þegar að þeim loknumbera fram kröfu sína um bráðlega lausn á málinu af auknum þunga. Stundin nálgast Gromiko, utanríkisráðherra Sov- étríkjanna, sem staddur er á allsherjarþingi SÞ, sagði á fundi eyði þannig eftirhreytum annarr- ar heimsstyrjaldarinnar. Erfiöar vikur og mánuðir framundan Embættismenn Bandaríkja- stjómar segja að hún búizt við erfiðum vikum ög mánuðum framundan vegna Berlínarmáls- íns og að almehnt sé talið í Washington að deilan verði kom- in í algleyming fyrir jól. Sovétstjómin sendi vesturveld- unum um helgina tvær orðsend- ingar vegna Berlínar. Önnur fjallaði um hið ótrygga ástand með blaðamönnum í New York! sem ríkir í Vestur-Berlín og hin á laugardaginn, að sú stundnálg-j um hernaðarflug Bandaríkja- ist óðum, að Sovétríkin undirriti manna milli borgarhlutans og eérfrið við Austur-Þýzkaland og l Vestur-Þýzkalands. Sallal segir erlenda íhlutun nú sannaia KAlRÓ 15/10 — Sallal ofursti, forsætisraðKerra lýöveldisstjórn- arinnar í Jemen, sagði í ræðu á sunnudag að fundizt hefðu jarð- sprengjur á landamærum Jem- ens og Saudi-Arabíu og væru þar með fengnar sannanir fyrir íhlutun þeirra konunganna Ibn Sauds í Saudi-Arabíu og Huss- eins í Jórdaníu í innanlandsmál Jemens. Egypzka fréttastofan birti ídag ræðu Sallals, en í henni sagði hann einnig að herforingjaráði Jemens væri kunnugt um að 16 foringjar úr Jórdaníuher hefðu farið yfir norðausturlandamæri Jemens. Hann sagði ennfremur að sveitir úr her Saudi-Arabíu og úr brezka hemum í nýlend- unni Aden reyndu að koma af stað óeirðum við bæina Saada og, Arib. Fyrrnefndi bærinn er í norðurhluta landsins, hinn í austurhlutanum. E1 Badr lifandi TJtvarpið í Amman í Jórdaníu skýrði fró því í dag að Hussein konungi hefði borizt skeyti frá el Badr, hinum afsetta konungi* Jemens, , og hefði hann búið um sig einhvers staðar í Jemen. Fvrst eftir byltinguna hafði ver- ið-staðhæft, að el Badr hefði ver- ’ð drepinn, en síðar spurðist að hann myndi vera á lífi. fhlutun heimsvaldasinna Pravda, málgagn sovétstjómar- innar, sagði í dag í forystugrein að þeir sem hefðu reynt að hlut- st til um innanlandsmál Jem- nvtu stuðnings bandarískra , Mmsvaldasinna. Bandarískar A-BERLIN 15/10 - Gomulka, ieiðtogi polskra kommumsta, og Cyrankiewicz, forsætisráðherra Póllands, komu i opinbera heim- sókn til Austur-Berlínar í dag og er það í fyrsta sinn eftir stríðið sem pólskir forystumenn koma til Þýzkalands Tekið var á móti þeim með viðhöfn við komuna til Austur- Berlínar og voru þar mættir allir helztu ráðamenn Austur- Þýzkalands. Þeir og föruneyti þeirra munu dveijast í Austur- Þýzkalandi í fimm daga. Þegar í dag hófu þeir Gom- ulka og Ulbricht, foringi Sósial- Schröder i Washington Schröder, utanríkisráðherra V- Þýzkalands, er nú staddur í Washington og átti í dag við- ræður við fulltrúa bandaríska utanrikisráðuneytisins um Ber- línarmálið. Ben Beffa ræðir við Kennedy W ASHINGTON 15/10— Forsæt- isráðherra Alsírs, Ben Belia, kom í dag til Washington í boði Kennedys forseta. í viðræðum þeirra lét Kennedy í ljós von um að Serkir myndu þiggja ein- lægt boð Bandaríkjamanna um aðstoð þeim til handa, en Ben Bella þakkaði forsetanum fyrir aðstoð hans við þjóðfrelsishreyf- inguna. Kennedy varð einna fyrstur bandarískra stjórnmála- manna til að styðja málstað Serkja meðan hann var enn öld- ungadeildarmaður. tdflaHgim Sallal ofursti flugvélar Ælyttu hersveitum Saudi- Arabíu við landamæri Jemens vopn og vistir. Kyrrahaf MOSKVU 15/10 — Frá því í morgun og fram til nóv- emberloka munu Sovétríkin gera tilraunir með eld- flaugar af nýrri gerð og verður þeim skotið yfir Kyrrahaf. Bent er á að slík- ar tilraunir með geimfiaug- ar án síðasta þrepsins hafi verið gerðar áður: f jan- úar og júlí 1960 og í sept- ember og október 1961. Einnig að þessu sinni mtinu hreyflar síðasta þrepsins ekki notaðir. Skotmörkin eru tvö svæði á Kyrrahafi, annað fyrir vestan Mars- halleyjar og Gilbertseyj- ar, hitt norður af Midway og Hawaii. Minnt er á að i kjölfar fyrri tilrauna Sov- étríkjanna af þessu tagi hafi fylgt ný afrek í geim- rannsóknum. Áttunda skák í einvígi sov- ézku skákkvennanna Bikovu og Gaprindasjvíli lauk með jafntefli. Leikar standa nú 6,5:1,5 Gapri- ndasjvíli í vil, og er því vonlítið um að Bikovu takist að vemda titil sinn fyrir glæsilegu áhlaupi hins grúsiska keppinautar síns. ; 1.TLAND, Oregon 15/10 — Á u.idagskvöld var talið að 45 >n hefðu beðið bana í fár- "i sem um helgina geisaði á ‘urströnd Bandaríkjanna og 'ada og komst vindhraðinn upp í 80 sekúndumetra. 160 ■’s voru lagðir í sjúkrahús :rtland vegna meiðsla sem ■eir hlutu í óveðrinu. Austur - Berlín Lel!t@iir rííwsrb istaflokksins austurþýzka. við- ræður sínar. Ekki var látið uppi hvaða mál voru á dagskrá, en það munu þó ekki hafa verið efnahags- eða viðskipta- mál, því að sérfræðingar á þeim sviðum voru ekki viðstaddir. Ástæðan til þess að hinir pólsku leiðtogar hafa valið ein- mitt þennan tíma til að heim- sækja Austur-Þýzkaland er tal- in sú, að þeir vilji þannig sýna samstöðu sína með ráðamönn- um Sovétríkjanna og Austur- Þýzkalands um kröfuna að fund- in verði lausn á þýzka vanda- málinu og friðarsamningar gerð- ir við þýzku ríkin bæði. Kunn er sagan af því þeg- ar belgískur maður spurði Grím Thomsen hvaða tungu íslendingar töluðu, en Grímur svaraði um hæl að á íslandi væri töluð belgíska. í Belgiu eru talaðar tvær aðaltungur, flæmska og vall- ónska. sem er frönsk mál- lýzka. Allt frá því Belgía varð sjólfstætt ríki fyrir rúmum 130 árum hafa verið deilur milli Flæmingja og Vallóna. enda eru þessi þjóðabrot ólik að eðli og arfleifð. tungu og menningu. Franskan (eða vallónskan) varð frá upphafi ríkjandi tunga í landinu og hefur flæmskur rithöfundur orðað það á þessa leið: Fyrst vorum við undir Frökkum, síð- an undir Hollendingum og nú erum við undir Belgum. Aðr- ir, eins og t.d. hollenzkur prófessor sem vísað var úr Belgíu fyrir bragðið, hafa viljað halda því fram að engin belgísk þjóð sé til, heldur aðeins Vallónar og Flæmingjar. Menn ættu þó að hafa hugfast að í landinu býr einnig þýzkt þjóðarbrot. og að í rauninni er ætlazt til að íbúar höfuðborgarinnar Brussel tali bæðj flæmsku og frönsku. Þar er franskan bó algerlega ríkjandi. því að 84 prósent borgarbúa eru talin mæla á frönsku samkvæmt síðasta manntali. enda þótt margir þeirra séu af flæmsk- um uppruna. Nú um helgina blossaði deil- an milli þjóðabrotanna í Belgíu aftur upp og það svo um munaði. Flæmingjar fóru í hópgöngu til höfuðborgarinn. ar til að mótmæla þvi að til stendur að færa enn út á- hrifasvæði frönskunnar. Sam- kvæmt gildandi lögum skal annað málið vera ríkjandi í hverju héraði. ef innan við 30 prósent íbúanna tala hitt, en að öðrum kosti skulu mál- in vera jafnrétthá og kennsla i skólum þannig t.d. fara fram á þeim báðum. Bæði málin skulu þó vera jafn rétt.há i Brussel. Fyrst eftir að lög þessi gengu i gildi voru þau Flæmingjum í hag, en nú eru það Vallónar sem á þeim hagnast. Reglurnar um hvar hvort málið skyldi vera ríkj- andi átti að endurskoða á tíu ára fresti og samkvæmt NÖUOSJÖÍN HOLLAND FRANK- VaUo- \ y - 1 o • 3 ^ t-VtHch ^ RI KE Kort sem sýnir sldptingu Belgíu milli þjóðabrotanna sem landið byggja. Svart: Vallónar. Lóðrétt strik: Flæmingjar. Rúðustrikað: Þjóðverjar. Þverstrikað: Frakkar. kvæðið um jafnan rétt tungu- málanna þar í borginni. sem Flæmingjar vildu mótmæla. Flæmskir þjóðernissinnar krefjast þess að þeirra tunga verði viðurkennd sem ríkjandi mál í höfuðborginni og það af þeirri ástæðu að i héruð- unum umhverfis hana eru Flærhingjár eða hafa verið í meirihluta f hópgöngunni báru Flæmingjar spjöld sem á var letrað „Brussel er flasmsk“ og það vígorð hróp- uðu þeir í sífellu. Vallónar svöruðu með hrópinu: „Bruss- el er frönsk“ — og létu það svar ekki nægja, heldur létu siðustu endurskoðun átti að færa tungumálamörkin nokk- uð til norðurs. Þessar stöð- ugu breytingar hafa valdið miklum óþægindum og þær verið erfiðar í framkvæmd, og því hefur ríkisstjórnin lagt fram lagafrumvörp þar sem gert er ráð fyrir að sett verði föst og „óumbreytanleg“ mörk á milli tungumálasvæð- anna. f frumvörpunum er gert ráð fyrir því að tung- urnar haldi áfram jöfnum rétti í Brussel. Þótt undarlegt kunni að virð- ast. af því sem áður er sagt um algeran meirihluta frönskumælandi manna í Brussel, er það þó einmitt á- Frá Ghent (Gand), einni af stærstu borgum Flæmingja. fylgja ókvæðisorð og enn á- þreifanlegrj sendingar: frá fúleggjum upp í heimatilbún- ar benzínsprengjur. Fylking- unum laust saman og a.m.k. tólf menn slösuðust svo að flytja varð þá í sjúkrahús. Fleiri slíkar mótmælaað- gerðir hafa verið boðaðar af forystumönnum beggja þjóð- arbrotanna, en þó er hætt við að þær breyti litlu um sam- þykkt hinna nýju laga. Öld- ungadeildin hefur þegar sam- þykkt fyrsta frumvarp ríkis- stjórnarinnar af þremur, en þau eru: Ákveðin verði föst mörk milli tungumálasvæð- anna og þau færð norðar en þau eru nú. Mörkin fara að mestu eftir sýslumörkum. Norðan markanna skal kennsla aðeins fara fram á flæmsku, en sunnan á frönsku. Þó eru gerðar nokkr. ar undantekningar. þ.á.m. í háskólaborginni Leuven (Lou- vain). Öll opinber skjöl skulu samin á báðum málunum og allar opinberar stofnanir hafa menn í þjónustu sinni sem tala þau bæði. Bæði málin skulu sem áður segir gilda í Brussel, en höfuðborgin verður nokkurn veginn á miðjum tungumálamörkun- um ^eilur Flæmingja og Vall- óna stafa ekki einvörð- ungu af mismunandi þjóðerni og tungumálum, heldur eiga þær sér einnig rætur í efna- hagsíegum andstæðum. Þann- ig mótmæltu Vallónar því í fyrra að ákveðið var að reisa stáliðjuver i flæmska bænum Zelzate og kröfðust þess að i staðinn yrði annað byggt í/ hinni vallónsku stáliðjuborg Liege. Ef ákveðið er að leggja nýja akbraut hjá Vallónum, heimta Flæmingjar að önnur jafngóð og löng sé lögð i þeirra héruðum. Þessi mis- klíð gerir einnia vart við sig innan verkalýðshreyfinsar- innar: Almenna verkalýðs- sambandið á mestu fylgi að fagna meðal Vallóna. en Kristilega verkalýðssamband- ið sem hefur jafnmarga eða fleiri verkamenn innan sinna vébanda er öflugast meðal Flæmingja. f verkföllunum miklu í byrjun árs í fyrra sem Vallónar áttu unphaf að komu þessar andstæður í ljós. Þessar stöðugu deilur þjóða- brotanna standa Belgum að sjálfsögðu miöa fvrir brif- um 0g það hlýtur að vera heldur napurlegt fvrir for- sprakka ..evrópskrar sam- vinnu“, ráðamenn Efnnbags- bandalaasins, sem aðsetur hafa i Brussel. að verðn að horfa upp á slíka atburði og bar gerðust á sunnudaginn. Þegar belgíska rikið var stofnað og lensi síðan gerðu menn sér vonir um að kon- ungsveldið mvndi geta orð- ið hinum óliku þjóðabrotum sameiningartákn. Sú hefur ekki orðið raunio enda varia við því að búast. Þvi verð- ur sú krafa æ hávn”-'’ri bæði meðai Vallóna on F’^minsja að landið verði gert að sam- bandsríki sú )ú lausn virðist vænlegust til frambúðar, nema Bejg- ar fari að dæmi prestanna sem settu allt í uppnám í Antverpen á dögunum með því að messa á frönsku. Þeg- ar messusöngur þeirra olli blóðugum óeirðum dag eftir dag, tóku þeir þann kost að prédika á latínu. ás. A

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.