Þjóðviljinn - 16.10.1962, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 16.10.1962, Blaðsíða 7
r Þriðjudagur 16. olttóber 1962 ÞJOÐVILJINN SÍÐA 7 kallaði list Rembrandts gyð- inglega. Gamla fólkið á mynd- unum virðist styðja þessa skoðun. Þetta fólk hafði lifað þrautir og hörmungar ghetto allra tíma. Hugsunin skaut rót- um og vakti upp minningar. Það var eins og raulað væri gamalt dapurlegt vöggulag: A mol is gewehn a meilach. der meilach hot gehat aw malke. die malke hot gehat a wein- gartn. Og nú eru fuglamir flognir, garðurinn fölnaður og drottningin dáin. Ich hob ongeworen a za liebe, weh’s mir un wind ... Rembrandt. _ Ég sá unga konu tárfella vfir mynd hans af gamalli konu. 1 Vetrarhöll- inni eru tvær myndir Leonardo da Vinci. Menn nálgast þær með virðingu, en eins og safn- gripi. Ég verð jafnvel að játa á mig svo syndsamlega hugsun. að á annarri þessara Mariu- mynda var Kristur furðulega líkur félaga Grisjin, ágætum starfsmanni Orðabókaútgáfunn- ar. En myndir Rembrandts eru ekki safngripir. Þær eru þáttur af okkur og forfeðrum okkar. Þessir blautu árbakkar voru klæddir í stein, hér skyldu rísa meiri hallir en annars staðar. Samræmi 1 Leníngrad er meiri dýrð i byggingum en í flestum öðr- um borgum þessa heimshluta. Borgina reistu einvaldir keisarar sem gátu látið menn hlýða sér. Pétur mikli kom að blautum eyjum en aðalsmönn- um og embættismönnum var skipað að reisa hér hús og var stærð hússins og bygging- arefni ákveðið eftir auðlegð hvers og eins, jafnvel upp- dráttur hússins, útlit þess þurfti að koma heim við þau plön sem yfirhúsameistarinn hafði dregið upp. Borgin var sem sagt reist samkvæmt á- ætlun. Auk þess var á þess- um tímum mikið vald í hönd- um ríkisverndaðra akademía sem voru alþjóðlegar í starfi og drógu ólíkar hefðir í húsa- smíði saman í eina kenningu: það er ekki mikill munur á opinþerum þyggingum hins unga ameríska lýðveldis f Was- hington og höllum hins rúss- neska einveldis. Allt þetta verður til að skapa samræmi og listrænt samhengi i Pét- ursborg. Og mikill arður af grávöru og tjöru, ódýrt vinnu- afl ánauðugra bændá leyfði keisurunum að ráða til sin mikla hæfileikamenn í bygg- ingarlist, leyíði þeim að ráðast í mikil stórvirki. Rastrelli, Quarenghi, Starof, Voroníkhín, Rossi reistu fjöldann allan af klassískum og klassisk-bar- okkskum höllum: Vetrarhöll- ina, Marmarahöllina, háskól- ann ■— ferðamaðurinn fer í bátsferð eftir Nevu og hlýtur að viðurkenna að þessir átjándualdarmenn hafa haft smekk og tilfinningu fyrir því minnisverða í tilverunni. Leikföng Fyrir sunnan Leníngrad er Peterhof, þar er fimalöng höll eftir Rastrelli og stór garður með smærri byggingum og fjölmörgum gosbrunnum. Þar eru rómverskir gosbrunnar, gosbrunnar sem eru eins og hjól, eins og pýramídi, eins og skálcborð. Þar eru líka grín- gosbrunnar: ættstórar frúr hafa rrengið um i feiknavíðum frönskum sem kostuðu sjötíu sá'r stykkið, — allt í einu stíga þær á vafasama steina og yfir þær kemur vatnsgusa. Hiðsamagerðistþeg- ar ástfangið par settist á hættulega bekki. Nú eru slíkir gosbrunnar dýrmæt skemmtun fyrir krakka sem hlaupa um garð- inn. Oftar en einu sinni sækir sú hugsun að þér í Leníngrad hve margt er sameiginlegt með krökkum og einvöldum. Og ein- valdamir eru þá vand- ræðakrakkar. óþekktarorm- ar sem alltaf þurfa ný og stórkostleg leikföng. I Peterhof er lítið tveggja hæða hús, umkringt veglegu síki og heitir Eremitage. Þar er lítill veizlusalur. Þar var fyrir kom- ið mjög haganlegum útbúnaði: upp úr gólfinu kom borð með öllum nauðsynlegum veizlu- föngum, og ef gestur vildi skipta um rétt hringdi hann bjöllu, hvarf þá diskurinn en upp kom nýr með næstu fæðu- tegund. Við getum rétt ímynd- að okkur barnslega kæti hús- ráðanda þegar hann gerði nýj- um hollenzkum eða spánskum sendiherra bylt við með þessu töfraborði. Skammt frá Eremi- tage er Mon plaisir, skrauthýsi^ sem reist var yfir ómerkilegar sjóhemaðarmyndir: hér var semsagt komið gallerí sem gæti sæmt menntuðum, þ.e.a.s. nokkurnveginn fullorðnum einvalda. í Vetrarhöllinni er geisistór fugl úr gulli og bronsi. Þetta er klukka: tísti fuglinn og baðaði út vængjum við stundaskipti. Leikföng kon- unganna eru einmitt þau leik- föng sem við heyrðum um í æfintýrum. Einmitt í Lenín- grad gengur þú oft um í þessu gamla kitlandi and- rúmslofti æfintýra: einu sinni mætti keisarinn í Kína mikl- um hagleiksmanni á skemmti- göngu .... Það er líka bráðskemmtilegt að sjá í hvaða mynd reiði valdamanns brýzt út Páll keisari hataði móður sína Kat- rínu og vildarvini hennar og minntist veizluhalda hennar með hryllingi. Því skipaði hann svo fyrir að höll Potem- kíns fursta, sem var eitthvert glæsilegasta hús heimsins, skyldi breytt í hermannaskála og glæsilegasta salnum í hest- hús. í sögu Hoffmanns um köttinn Murr er prins sem skýtur spörfugla úr lítilli fall- byssu fyrir landráð. Pólitísk þýðing garða Skammt frá Vetrarhöllinni er svonefndur Sumargarður, glæsilegur lystigarður, um- kringdur háum járngrindum. Þetta var garður forréttinda- fólksins. Skömmu eftir bylt- ingu var auðvitað talað mikið um það. að nú spásséraði al- þýðan um garða aðalsins. Þetta voru vissulega mikil tíðindi. En varla myndu menn gefa þessu gaum nú. Hinsvegar man ég eftir nýlegri útvarpsdagskrá frá Peking. Þar var fréttamað- ur með hljóðnema í garði keis- arans og átti viðtal við verka- mann sem var á skemmti- göngu með fjölskylduna um þennan helgidóm sonar him- insins og þótti mikið til koma. Það er ekki langt síðan bylt- ing varð í Kína. Þegar frá líð- ur dregur úr þessari miklu spennu milli fortíðar og nú- tíðar, og menn fara að sætta sig nokkurn veginn við þá Líf og list LENINGRAD II Uppi á lofti Rembrandt er hafður 1 veg- legum sölum. Uppi á lofti eru. þeir Cézanne, Gauguin, Picasso, Matisse og fleiri góðir menn. I Vetrarhöllinni er eitthvað fyrir alla, eins og kaupmenn segja. Picasso býr í tveim herbergjum. Ungir menn i peysum og skeggjaðir sumir horfðu á myndimar með alvöru og einbeitni, en aðrir voru ó- kurteisir í garð málarans. Þama voru bláar myndir og kúbist- ískar. Ung stúlka sagði: af hverju tætir hann konumar svona sundur? Kannski er hann of háður þeim? Kona sat yf- ir absintglasi með langar og hræðilegar hendur sem ailtaf munu grípa eitrið þótt hún hati það. Reykingamaður heitir mynd eftir Cézanne. Við getum sagt hann sé með yfirskegg. gráan hatt og pípu. Það eru litir og línur og form í þessari mynd eins og að líkum lætur. En það ér í henni svo mikið af okk- ur þegar við emm að ráfa um heiminn einsömul og setj- umst niður um stund og hugs- um um þá sem við þekktum og nú eru langt í burtu. forna drauga sem kunna að fara á kreik í dýrlegum höll- um. I Vetrarhöllinni eru víst þús- und salir. Gólfin eru svo vönduð og dýr vinna að vær- um við í Moskvu hlytum við að ganga um slík herbergi á mokkasínum eða eftir mjóum areglum, en hér eru öll gólf svona og þýðingarlaust að spara. Veggjunum mætti líka lýsa með fögrum orðum. í þessari höll eru mörg dýrmæt leikföng, hingað er gott að koma með börn sín á sunnu- dögum. Hér er ,líka eitthvert merkasta málverkasafn heims- ins. Fyrir framan Rembrandt urðu allir safngestir hátíölegir og alvarlegir. Þið ráðið hvort þið trúið því, en einhvern veg- inn fundu menn á sér að mik- ill atburður var að gerast i lífi þeirra. Við horfðum á myndir hans af gömlum konum og gömlum mönnum. Uppi hef- ur verið gagnrýnandi sem ... eitt Ieikfangið enn gosbrunnurinn „Pýramidinn" Hin nýja stjórn Ben BelEa Bcn Bclla. Ný ríkisstjóm hefur tekið við völdum í Alsír og er reyndar sú fyrsta sem þar sezt í valda- stóla að undangengnum kosn- ingum. Sumir ráðherranna, eins og þeir Ben Bella forsætis- ráðherra og Boumedienne land- vamaráðherra, eru mönnum vel kunnir, en til annarra þekkja menn lítið. I serknesku ríkisstjóminni eru 19 menn. Allir þeir sem tekið höfðu sæti í stjómar- nefndinni eru í henni, nema Múhameð Khider, sem er fram- kvæmdastjóri Þjóðfrelsisflokks- ins og telur sig þvi hafa öðr- um hnöppum að hneppa. Þeir tveir menn sem skipaðir voru i' stjómamefndina, en neit- uðu að taka sæti í henni, Bodi- af og Ait Ahmed, eru heldur ekki í ríkisstjóminni, og er sá fyrmefndi enn höfuðandstæð- ingur Ben Bella. Ahmed og Belkacem Krim virðast hins vegar hafa linazt mjög i and- stöðu sinni við hann. Þeir þrír ráðherrar, utan Ben Bella, sem gegna hvað mest- um ábyrg*larstörfum i stjóm- ir.ni, eru Boumedienne ofursti sem fer með hermálin, Ouzeg- ane sem annast mun landbún- aðarmál og nýskipan landbún- aðarins og Khemisti sem fer með utanríkismál. Það kom nokkuð á óvart að Boumedienne skyldi taka sæti í stjóminni þar sem búizt hafði verið við að hann teldi sig hafa ærið nógmn skyldum að gegna sem yfirhershöfðingi. En seta hans i stjóminni styrkir hana mjög og tryggir henni stuðning þjóðfrelsishersins. Boumedienne mun hafa sett það sem algert silyrði fyrir þvi að taka við ráðherraembætti að Farés, formaður nefndarinn- ar sem annaðist framkvæmd vopnahlésins, yrði ekki tekinn í stjórnina. Farés bar kápuna á báðum öxlum mestan þann tíma sem þjóðfrelsiSstríðið stóð og er helzti foringi hinnar fá- mennu serknesku borgarstéttar. Boumedienne mun' einnig hafa sett það skiiyrði að enginn Evrópumaður ,fengi sæti i stjórninni. Omar Ouzcgane fær það starfið í stjórnmni sem kannski er hvað mikilvægast, að und- irbúa nýskipan íandbúnaðar- ins í samræmi við þær ákvarð- anir sem þjóðbyltingarráðið tók á fundi sínurh í Tripoli í júní. Hann kemur úr röðum alsírska kommúnistaflokksins, en var vikið úr honum 1948 fyrir „þjóðermslega villu“. Múhameð Khemisti. hinn nýi utanríkisráðherra, er aðeins 32 ára gamall, en á þó að baki sér langan feril í þjóðfrelsis- baráttunni. Hann var formað- ur stúdentasamtaka Serkja Framhald á 8. síðui i i i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.