Þjóðviljinn - 16.10.1962, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 16.10.1962, Blaðsíða 12
ulltrúar stjórnarf lokk- anna gegn lánahækkun Þriðjudagur 16. október 1962 — 27. árgangur — 224. tölublað. Fulltrúar ríkisstjórnar- flokkanna og Lands- bankans í Húsnæðis- málastjóm felldu á fundi stjórnarinnar s.l. laugar- dag að beina því til borg- ars'tjórnar Reykjavíkur að hækka lánin sem fylgja bæjaríbúðunum við Álftamýri 16—30 í 120 þús. kr. og 135 þús. kr. gegn jafn háu fram- lagi frá Húsnæðismála- stjórn. Málið bar þannig að á fundi Húsnæðismálastjómar, að lagt var fram og rætt bréf frá borg- arstjóra þar sem leitað var álits stjómarinnar á lánsskilmálum þeim sem borgarstjórn hefur samþykkt og söluskilmálum al- mennt á íbúðunum. f framhaldi af baráttu Al- þýðubandalagsfulltrúanna í borg- arstjóm fyrir hagkvæmari lán- um til íbúðanna bar Guðmundur Vigfússon fram svohljóðandi til- lögu í Húsnæðismálastjórn: „Húsnæðismálastjórn beinir því til borgarstjórnar Reykja- víkur að hækka lán borgar- sjóðs út á íbúðir þessar í 120 þús. kr. á 2ja herb. íbúð og í 135 þús. kr. á 3ja herb. íbúð og lýsir sig reiðubúna til slíks framlags af sinni hálfu á móti samskonar fram_ lagi frá borgarsjóði". Fulltrúar stjómarflokkanna, Eggert G. Þorsteinsson, Ragnar Lárusson, Þorvaldur G. Kristj- ánsson og Haukur Vigfússon (fulltrúi Landsbankans) snemst öndverðir gegn tillögunni og var hún felld með 4 atkv. gegn 2, Guðmundar Vigfússonar og Hannesar Pálssonar. Virðist þar með loku fyrir það skotið að svo hagkvæm lán fáist ákveðin á þessar bæjaríbúðir að þeir fá- tækari séu ekki útilökaðir. Útborgun í íbúðunum. verður samkvæmt þessum skilmálum 58 þús. í 2ja herb. íbúð og 98 þús. í 3ja herb. íbúð og á þá íbúðarkaupandinn eftir að kosta alla innréttingu, sem arkitekt húsanna áætlar 90—115 þús. á íbúð. Hefði stefna Alþýðubanda- lagsins í málinu náð fram að ganga hefði útborgunin lækkað f 38 þús. á 2ja herb. íbúð og í 68 þús. á 3ja herb. íbúð. En þetta hafa nú stjórnar- flokkarnir hindrað. bæði í borg- arstjóm og Húsnæðismálastjóm, og ætti fólk sem býr í heilsu- spillandi húsnæði að festa sér þá afstöðu þeirra vel í minni. Göngugarpar hennar hátignar Elísabetar stignir á land i Reykjavík. Þeir heita talið frá vinstri: Leadbitter sjóliði, Brazier liðsforingi og Harvey miðskipsmaður. Þeir hafa bjargað heiðri brezka flotans á fslandi. (Ljm. Þjóðv. G. O.) *igugarparmr irár Fyrirlestur próf- essors f jölsóttur Einhvemtíma i sumar þeg- ar herskip hennar hátignar Malcolm, lá inni á Akureyri gengu í Iand af þvi 15 arf- takar Nelsons. Höfðu þeir strengt þess heit að ganga til Reykjavíkur um Kjöl. bárust litlar fréttir af ferðum þeirra lengi vel þar til að 10 dögum liðnum að þeir komu til byggða í Árnessýslu og höfðu þá lagt 100 mílur að baki. Treystust þeir ekki tii að halda lengra fótgangandi og héldu til Reykjavíkur i bíl. • Heiðurinn í veði Sem raunasaga þeirra Malc- olms manna barst út um brezka flotann, fóru flotafor- ingjar og svoleiðis fólk að verða uggandi um að orðstír sægarpa hennar hátignar Elísabetar væri nú mjög á annan veg á fslandi en æski- legt væri fyrir áframhald- andi vináttutengsl í NATO og væntanlega bræðrabyltu ' EBE. Því var það, að mannskap- urinn á Russel kaus sér 5 manna sveit til að ganga 100 mílur á helmingi skemmri tíma en Malcolmsmenn. Og því var það, að fyrir réttri viku kom Russel á stími miklu inn á Hrútafjörð og setti lið sitt þar á land, utar- iega i firðinum. o Gangan mikla Hófst nú gangan og fylgdu þeir þjóðveginum til að vill- ast ekki. í fylkingarbrjósti fór Brazier liðsforingi, en hin- ir í humátt á eftir. Fyrstu öruggu fréttirnar bárust úr Pómahvammi, þangað komu þeir á miðvikudagskvöld seint og héldu áfram daginn eftir til Hreðavatns. Á föstudag komu þeir í Hvítárvallaskála og var þá svo af tveim þeirra dregið að þeir gáfust þar upp og þágu bílfar ofan á Skaga. Brazier liðsforingi, Leaþ.4 bitter sjóliði og Harvey mið> skipsmaður, héldu göngunni áfram og komu til Akraness um 6 leytið á laugardags- kvöld Sama kvöldið tóku þeir Akraborg til Reykjavíkur og komu til hafnar laust fyrir kl. 9 o Sigurreifir Þjóðviljinn tók á móti þeim á bryggjunni og var ekki ann- að að sjá en að þeir lékju við hvem sinn fingur. Brazier hafði orð fyrir þeim félögum: — Við erum ánægðir, en dálítið sárfættir. Vegimir eru svo skrarhbi harðir. — Hvað hafið þið svo geng- ið langt? — Okkur reiknast svo til, að við liöfum gengið 195 — 110 mílur á 4 dögum. — Þið hafið þá unnið veð- málið? — Ja, i raun og veru var ekki um neitt veðmál að ræða heldur um það eitt að halda uppi heiðri brezka flot- ans. — Og hvernig gekk svo ferðalagið? — Mjög vel má segja. Við vomm sérstaklega heppnir með veður. Það rigndi ekki nema einn dag. Miklu betra en við er að búast heima í Skotlandi um þetta leyti árs Leadbitter sjóliði bað okk- ur að leggja sérstaka áherzlu á þá miklu gestrisni, sem þeir . féiagar höfðu hvarvetna mætt. Allir vildu aka þeim og hvar sem þeir komu á bæi var troðið í þá kaffi, kök- um og mat og um borgun var ekki að tala. — Ætlið þið svo ekki að skemmta ykkur og slappa af í kvöld að afreki unnu? — Nei, nú þurfum við að fá okkur gott bað og sofa vel og lengi sagði Brazier. Viðtalið var ekki lengra og i gærmorgun mun Russel hafa látið úr höfn með göngugarp- ana innanborðs. — G. O. Það er augljóst, að ís- land getur ekki gerzt að- ili að alþjóðastofnun á borð við Efnahagsbanda- lagið, nema samkvæmt sérstakri stjórnlagaheim- ild eða með stjórnar- skrárbreytingu. Gildir þetta afdráttarlaust um fulla aðild, en þegar um aukaaðild er að ræða verða ákvæði samnings afgerandi. Það var Ólafur Jóhannesson prófessor sem lýsti þessum meg- inreglum í háskólafyrirlestri sín- um i fyrradag. Fyrirlesturinn j f jallaði um þær takmarkanir; sem stjórnarskrá lýðveldisins I setur aðild íslands að alþjóða- j stofnunum, en prófessorinn kenn- j ir sem kunnugt er stjómlaga- fræði við lagadeild Háskóla Is- lands, hefur skrifað kennslubæk- ur í þeirri grein lögvísinda og margar ritgerðir og er án efa manna fróðastur hér á landi um þau efni. Greinilegt var að mönnum þótti efnisval fyrirlesarans tíma- bært því að hátíðasalur Háskól- ans var nær fullsetinn. Meðal viðstaddra var forseti íslands, viðskiptamálaráðherra (hlýddi ekki á allan fyrirlesturinn, þurfti að tala sem menntamálaráðherra i Þjóðleikhúsinu á svipuðum tíma), fjölmargir lögfræðingar og Framsóknarmenn. Ekki eru tök á að rekja efni fyrirlestrar prófessorsins hér, fiekar en að framan er greint. Þess skal aðeins getið til við- bótar að í lok fyrirlestrarins lýsti Oiafur Jóhannesson þeirri skoð- un sinni, að aðalreglan ætti að vera sú. að Island gæti ekki gerzt aðili að sérstökum og valda- miklum alþjóðastofnunum á borð við Efnahagsbandalagið né geri neina milliríkjasamninga er afsöluðu valdi sem ríkinu væri falið samkvæmt stjómarskrá lýðveldisins án þess meirihluti þjóðarinnar lýsti samþykki sínu við almenna atkvæðagreiðslu. Taldi prófessorinn nauðsynlegt orðið að sett yrði ákvæði um slíka þjóðaratkvæðagreiðslu £ stjórnarskrána. Eldar í ms. Sielgu I gær kom upp eldur í m.s. Helgu, en báturinn var uppi í slipp. Kviknað hafði í olíu og tókst fljótlega að ráða niðurlög- um eldsins og urðu skemmdir litlar. Tvö umferðarslys Sl. sunnudagskvöld varð mjög harður árekstur á mótum Miklu- brautar og Stakkahlíðar á milli tveggja fólltsbifreiða. Engin al- varleg slys urðu á mönnum en báðar bifreiðamar stórskemmd- ust. I gær síðdegis varð öldmð kona fyrir bifreið á Laugavegi á móts við Frakkastíg og meidd- ist hún lítilsháttar. Akranesi 15/10 — A fundi í full- trúaráði Verkalýðsfélags Akra- ness, sem haldinn var síðastlið- inn Iaugardag, var samþykkt ein- róma að segja upp gildandi kjarasamningum félagsins frá 15. nóv. n.k. Írdegísmessa Um 100 manns létu ekki rigningarhraglanda og hryss- ingslegt haustveður á sig fá, en sóttu messu árdegis á sunnudag innan veggja hálf- reistrar Hallgrímskirkju á Skólavörðuholti. Séra Jakob Jónsson messaði, en meðal viðstaddra voru biskupinn, sr. Bjarni Jónsson vígslubisk- up og fleiri kirkjunnar menn, einnig Eysteinn Jónsson fyrr- um kirkjumálaráðlicrra. Eins og myndin ber með sér, fór lítið fyrir kirkjugestum í grunni kirkjubáknsins, enda munu 2—3 þúsund manns hæglega, geta staðið þar á gólffletinum. Söngkór Hall- grímskirkju sést til vinstri undir vinnupöllunum, prest- urinn fyrir miðju en söfnuð- urinn til hægri. (Ljósm. Þjóðv. A.K.). Ann Schein í þriðju ferðinni Ameríski píanóleikarinn ANN SGHEIN heldur tónleika fyrir styrktarfélaga Tónlistarfélagsins í Austurbæjarbíói í kvöld þriöju- dag og annað kvöld miðvikudag kl. 7. Ann Schein er tónlistarunn- endum hér að góðu kunn. Hún kefur komið hingað tvisvar áður og haldið tónleika, í seinna skiptið fyrir hálfu þriðja ári. Þá lék hún með Sinfóníuhljómsveitinni b-moll píanókonsert eftir Tsjækovskí og hélt tvenna tónleika fyrir Tón- listarfélagið. Má fullyrða að fá- ir píanóleikarar hafi fengið innilegri viðtökur áheyrenda en Ann Schein fékk á þessum tónleikum. Ann Schein er ung að árum er. hefur þó þegar hlotið mikla frægð. Hún dvaldist síðastlið- inn vefcur í París undir hand- leiðslu Antons Rubinsteins. Síðastliðið vor hélt hún tón- leika í Carnegie Hail. 4 4

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.