Þjóðviljinn - 17.10.1962, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 17.10.1962, Blaðsíða 1
Miöviku.dagur 17. október 1962 — 27. árgangur — 225. tölublað. Báfssfmná í Selvogi madur forst, ÞORLÁKSHÖFN 16/10 — Það slys varð s.l. mánu- dag, að vélbáturinn Helgi Hjálmarsson GK 278 strandaði í Selvogl Á bátnum voru þrír menn, og björguðust tveir þeirra, Hlöðver Helgason skipstjóri og Unnsteinn Jónsson matsveinn, en sá þriðji fórst. yar það Valgeir Geirsson stýri- maður, 29 ára gamall, lætur hann eftir sig konu og eitt barn. Vélbáturinn Helgi Hjálmarsson lagði upp frá Þorlákshöfn kl. 11 á mánudagsmorgun og ætlaði til Hafnarfjarðar. Eftir u. þ. b. klukkutíma siglingu er báturinn staddur djúpt út af Selvogi. Þá stöðvast vél bátsins og tókst ekki að koma henni í gang aftur. Vindur var af sunnan og rak bátinn að landi. Var þá varpað akkeri og reynt að kalla á hjálp um talstöðina, en þau köll báru Siglufjarðí Siglufirði 15/10 — Síðdegis ígær, sunnudag, kom hingað til Siglu- fjarðar bátur að nafni Strákur. Hefur báturinn verið keyptur hingað og verður gerður héðan út í framtíðinni. Bátur þessi hét áður Páll Pálsson frá Bolungar- vík en hefur nú skipt um eig- endur, nafn og heimilisfang. Núverandi eigandi bátsins er h.f. Strákur á Siglufirði og er þar Siglufjarðarbær hluthafi að 175. Auk þess hefur bærinn veitt hlutafélaginu talsverða fyrir- greiðslu við kaup á bátnum. Eins og fyrr segir mun báturinn verða gerður út héðan og er ráðgert að hann hefji róðra með línu síðari hlua vikunnar. — H.B. Tilrmm í hákitunum mistókst Fímmta tilraun Banda- ríkjamanna til að sprengja vetnissprcngju í háloftun- um sem gerð var í gær fór út um þúfur eins og þrjár sem á undan voru gengnar og varö að eyðileggja burð- areldflaugina. Fjórða vetn- issprengjan bættist í hóp þeirra sem liggja á botni Kyrrahafs, en að þessu sinni varð eldf laugin geisla- virk og rigndi geislavirkum brotum úr henni yfir til- raunastöð Bandaríkjanna á Johnstoneyju. Nánari frásögn á @. síðu ekki árangur. Um kl. 5.30 telur áhöfnin, að ekki verði lengur treyst akkerisfestinni, og ákveð- ur hún að freista þess að kom- ast í land í gúmbjörgunarbát. Reyndust skipverjar sannspáir, því að báturinn varð á undan þeim upp í fjöru. Þar heitir Bjarnavík í Selvogi sem atburð- ir þessir urðu. Fórst í lendingu í gúmbátnum voru skipsmenn að velkjast á aðra klukkustund, að því að talið er, áður en aldan bar hann á land. Kastaðist bát- urinn upp á syllu eina í sjávar- bökkunum, sem þarna eru, en við það hrukku bæði skipstjóri og stýrimaður úr honum. Er þetta það síðasta, sem vitað er til Valgeirs heitins. Hlöðveri tókst eftir margítrekaðar tilraun- ir að komast upp á sjávarbakk- ana. Var þá Unnsteinn enn í gúmbátnum. Tókst honum með aðstoð Hlöðvers að komast upp á hakkann, en við það meiddist hann talsvert bæði á höfði og á fæti. Leit árangurslaus Þeir Hlöðver og Unnsteinn hófu síðan leit að félaga sínum, en urðu hans ekki varir. Um átta-leytið lögðu þeir svo af stað til Þorlákshafnar og þangað komu þeir um kL 11.30, en það er u. þ. b. 2ja tíma gangur fyrir ó- þreytta menn. Eftir að skipbrotsmenn komu til Þorlákshafnar, var gerður út átta manna leitarflokkur þaðan til að leita að Valgeiri. Var leit- að til kl. 6 í gærmorgun en ár- angurslaust. Ekki sá fyrsti Fréttaritari Þjóðviljans í Þor- lákshöfn sagði, að mætti telja mestu mildi, að mennirnir tveir hefðu bjargast við þær aðstæður, sem á strandstaðnum eru. Þarna er ævinlega brim i og súgur og ekki sízt í sunnanátt. Hann gat þess einnig, að ekki langt frá þessum stað hefði vélbátur strandað fyrir nokkrum árum og farizt með allri áhöfn. Vélbáturinn Helgi Hjálmarsson liggur nú mölbrotinn í fjörunni, þar sem hann rak upp. Bátur- inn var 21 tonn að stærð, smíða- ár 1930. Hann bar áður nafnið Mummi III. Vélin, sem í honum var, var sett í hann 1946. Eigandi bátsins var Hlöðver Helgason, sem jafnframt var skipstjóri. Þakka góða aðhSynningu Þegar Þjóðviljinn hafði í gær tal af mönnunum tveimur, sem björguðust, báðu þeir að skila innilegu þakklæti sínu til fólks- ins í Þorlákshöfn, sem tók á móti þeim og hlynnti að þeim. Myndin var tekin í gær á strandstað í Selvogi. öa nur mynd á 12. síðu. (Ljósm. Hreinn Bergsveinsson) rafa um nou s * Það er krafa LÍU um stórfellda kjara- skerðingu síldveiðisjó- manna sem stöðvar báta- flotann á þessu hausti, og það er ofstæki út- gerðarmannaklíkunnar sem ræður í LÍÚ, sem bannar þeim bátum sem hafa samninga í gildi, eins og Sandgerðisbát- unum, að hefja síldveið- ar. * Það er því gegn Mennirnir tveir sem björguðust og til hægri Hlöðver Helgason Til vinstri Unnsteinn Jónsson, Sólbergi við Nesveg, Reykjavík, skipstjóri og annar eigandi bátsins, Urðarstlg 10, Hafnarfirði. CLiósmynd Þjóöv. Gi^ OJ LIÚ og þessari ofstækis- klíku sem beina verður öllum ásökunum um stöðvun flotans og tjón- ið sem af því hlýzt, svo og ríkisstjórninni, sem með setningu gerðar- dómslaganna um kjörin á sumarsíldveiðunum hvatti of stækismenn LÍTJ til frekari kröfu- gerðar um kjaraskerð- ingu sjómanna. * Þeir sem skrifa stóru fyrirsagnirnar í í- haldsblöðin, msettu einn- ig benda á, að það eru ekki einungis kjara- samningarnir sem á stendur til þess að síld- veiðarnar geti hafizt. Enn er engin ákvörðun tekin um verðið á haus'f- síldinni, enda þótt gert sé ráð fyrir í lögum og reglugerð að það eigi að liggja fyrir 1. október. * Það er skilyrðis- laus krafa sjómanna að kjaraskerðingarpostular LÍÚ hætti herferð sinni gegn sjómannakjörun- um, og gangi til heiðar- legra samninga, svo síld- otann veiðarnar geti hafiz't með eðlilegum hætti. Tveir þjéfar 1 fyrrinótt voru tveir þiófar staðnir að verki hér í bæ. Var annar tekinn er hann á var að brjótast inn í bifreiðí á bak við Steindórsprent. Vari hann ölvaður. Hinn var grip- f inn eftir að hafa stolið tveim jökkum £ húsi' við Hverfis- götu og fundust þeir í fórum hans. í fyrrinott I fyrrakvöld kærði maður nokkur til lögreglunnar yfir dularfullri skothríð inni í Bú- staðahverfi. Sagðist hann hafa verið þar á gangi með konu sinni er þau heyrðu skot og þyt af kúlu er flaug nálægt þeim. Lögreglan fór á vett- vang en leit hennar bar eng- an árangur. Þetta er I annað skipti á skömmum tíma sem kært er yf ir skohríð í úthverf- um bæjarins. Verzlunarmenn segja ypp samntagHm Landssamband íslenzkra.) verzlunarmanna hefur sagt i kjarasamningum sínum við t atvinnurekendur frá 15. nóv. næstkomandi að telja. ióv. é f

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.