Þjóðviljinn - 17.10.1962, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 17.10.1962, Blaðsíða 2
2 SÍÐA ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 17. október 1962 SELFOSS hjarta Arnessýslu Selfoss — hjarta Árnessýslu. Lífæðar sveitar- innar tengjast í einum punkti og stóra slagæð- in liggur til Reykjavíkur um Hellisheiði. Blóð sveitarinnar streymir að árið um kring, mjólk. fénaður og nautpeningur í stríðum straumum og Ölfusá leikur undir þungum bassanið, á það líka til að bregða á leik í kjöllurum þegar bezt liggur á henni á vorin. Þetta er vegurinn þeirra allra. Lömbin sem hlupu um hciðar og afréttar í sumar hanga á krókum i sláturhúsinu. Allar leiðir liggja um Sel- foss og þjóðvegurinn Þar í gegn. í þurrviðri óskammtað- ur rykmökkur og í rigningu aurinn mældur. Afurðagildir bændur og glúmir stúta sig við skenkinn i Kaupfélaginu. Þokkalegt timburhús við hlið Kaupfélagshallarinnar ber nafn eins mektarbokka og íhalds- þingmannsins. þar er verzlað með kramvöru og vísast með sálir af og til. Litlar verzlan- ir og söluturnar eru á víð og dreif við aðalgötuna Tryggva- skáli á árbakkanum. fólksbila- stöð sömu megin ár en hinu- megin brúar. Selfossbíó örskoti ofar Á vegg þess er málað stórum stöfum „Restaurant" örlítið heimsmenningarkrydd fyrir austan fjali. • Landnámsjörð Fyrstu heimildir um byggð á Selfossi eru svohljóðandi: „Þórir. sonr Ása hersis Ingj- aldssonar, fór til íslands ok nam Kaldnesingahrepp allan upp frá Fyllulæk ok bjó at Selforsi.“ Og þessar línur standa í Landnámabók. En meira en 1000 ár liðu frá því að byggð festist á Selfossi. þar til vísir kom að því mynd- arþorpi sem nú stendur þar Árið 1930 mátti telja á fingr- um sér húsin á staðnum. en þá flutti Kaupfélag Árnesinga höfuðstöðvar sinar þangað og árið áður hafði Mjólkurbú Flóamanna hafið starfsemi sína Umsvif þessara stórfyrir- tækja Árnesinga laðaði fólkið að og gerir reyndar enn. Kaup- túnið er nú hið stærsta á landinu. telur tæplega 2000 íbúa og fer þeim fjölgandi At- vinna er ennþá næg og unga fólkið leitar ekki brott. • Staðhættir Bærinn stendur á flötum ár- bakkanum aðalbyggðin er sunnanmegin ,en nokkur hús standa norðan árinnar. Ber þar mest á sláturhusi Slátur- félags Suðurlands. þar eru mestar blóðsúthellingar á land- inu. Fjallasýn er til Ingólfs- fjalls og Selvogsfjalla og í austri blámar fyrir Laugar- dalsfjöllum Ekki sér til sjáv- ar frá Selfossi. til þess stend- ur hann of lágt Næsta höfn er Þorlákshöfn, sem trúlega gæti orðið aðalútflutningshöfn Árnesinga og grannsýslunga þeirra, þegar hafnarskilyrði hafa verið bætt þar. Þangað til verður að flytja afurðimar 60 km. leið frá Selfossi til Reykjavíkur. Vanadísin heíur ekki náð landi enn. í vesturátt eru iíka sjávar- plássin Eyrarbakki og Stokks- eyri og við veginn þangað stendur Litla Hraun, eða Leti- garðurinn Til austurs liggur Grein og myndir Grétar Oddsson einnig það fé, sem seint heimt-^ ist af fjalli. Húsið getur fryst 750 skrokka á dag, en af- gangurinn er fluttur til Reykja- víkur til frystingar. Helgi kvað vænleika dilk- anna ennþá sem komið var minni en í fyrra, en þá var hann 13,29 kg að meðaltali. Á þriðjudaginn var meðalþung- inn tæp 13 kg. Þá hafði kom- ið þyngstur dilkur frá Jó- hanni Sigurðssyni bónda að Stóra Núpi i Gnúpverjahreppi og var hann 25,3 kg. Helgi kvað það eitt mesta vandamálið í sambandi við rekstur sláturhúsanna, að meg- inhluta ársins standa þau auð og ónotuð. Þetta eru miklar byggingar með fullkomnum út- búnaði og kosta stórfé. Til eru þau hús, sem ekki eru notuð nema eina viku á árinu og hlýtur hver heilvita maður að sjá að þetta nær ekki nokkurri átt. Mönnum dettur helzt í hug að nota mætti húsin ti] ein- hverskonar iðnaðar milli slát- urtíða. f því sambandi hefur verið nefnd sútun, netahnýt- ing og fleira. Auðvitað er ekki gott fyrir ókunnuga að leggja dóm á þetta vandamál, en ekki væri ofætlun að mælast til þess að forráðamenn bænda ræddu þessi mál og athuguðu. Lýkur svo sláturhússpjalli. Viðreisnarverðbólgan í algleymingi Vísitalan hefur hækkað um 41% í september hækkaði vísitala fyrir vörur og þjónustu um þrjú stig og . er . nú , komin„ upp „ í 141 stig. Verðlag hefur þannig hækkað um meira en tvo fimmtu síð- an viðreisnarstefnan hófst. ic Vísitalan fyrir „matvörur" hækkaði 1. október úr 133 stig- um í 143 stig. Það er nú 43% dýrara að káupa sér f matinn en það var i ársbyrjun 1959 þegar vinstristjómin fór frá. Vísitalan fyrir „hita, raf- magn hélzt óbreytt í sept- ember í 135 stigum. ★ Vísitalan fyrir „fatnað og álnavöru“ hækkaði í september um 1 stig — upp f 133 stig. Þar hefur orðið þriðjungs hækk- un af völdum viðreisnaxinnar. •A- Vísitalan fyrir „ýmsa vöru og þjónustu" hækkaði í september um 3 stig — upp 147 stig. Þar munar litlu að w&mM Myndin var tekin við sláturhús Sláturfélags Suðurlands á Selfossi. Kindurnar voru þama i hnapp þegar við fórum inn í húsið. Þær voru horfnar þegar við komum út. Við sjáum þær næst á steikarapönnunni. leiðin í Rangárþing og austur til Skaftfellinga um Hellu og Hvolsvöll í suðurátt er allur Flóinn. (Selfyssingar eru beðnir að taka áttvísi og landafræði greinarhöfundar með nokkrum fyrirvara). • Sláturhúsið Sláturhús Sláturfélags Suð- urlands á Selfossi er hið af- kastamesta á landinu. Þar er slátrað fé úr allri Ámessýslu að undanskilinni Þingvalla- sveit. Síðustu dagana i haust, varð húsið i Reykjavík þó að hlaupa undir bagga og taka við nokkru af því fé, sem annars befði flarið til Sel- foss. Þannig mun allt fé úr Selvogi hafa farið til Reykja- víkur. Þrátt fyrir þetta verð- ur slátrað yfir 45.000 fjár í þessu húsi. Er blaðamaður Þjóðviljans var þarna á ferð í vikunni haíði verið slátrað 38 þúsund- um. Helgi Jóhannsson frá Núp. um í Ölfusi er sláturhúss- stjóri og með honum vinna að slátruninni um 100 manns í u- þ.b. einn mánuð á ári hverju. Hinn hluta ársins stendur hús- ið autt og ónotað. Nú þegar slátrun sauðfjárins lýkur verð- ur tekið til við nautgripi og „Maturmn smakkast betur í Reykjavík " Loftleiðir hjálpuðu bandarískum eigin- manni að koma konu sinni á óvart Frú Phyllis Phillips í Findley í Ohio fannst eiginmaður sinn æði rausnarlegur þegar hann bauð henni í mat alla leið austur til New York á 20 ára brúðkaupsafmæli þeirra. Áður en hún vissi af var hún kom- in af stað austur yfir Atlanz- haf til Parísar með viðkomu í Reykjavík og Luxemburg. Wallace maður hennar gætti þess að koma henni ekki allt of mikið á óvart í einu. Þegar þau voru komin á millilanda- flugvöUinn í New York dag nokkurn í síðasta mánuði, sagði hann henni að hann væri kom- inn á þá skoðun að miðdegis- verðurinn myndi smakkast miklu betur í Reykjavík en í New York. „Við förum bara til fslands,” sagði hann og leiddi konu sína upp í Loftleiðavél sem var að leggja af stað til Reykjavíkur og Luxemburg, Loftleiðir báru þeim hjónum veglega brúðkaupsafmælistertu á fluginu. Wallace Phillips er vélsetjari við blað í Findley. Hann skýrði fréttaritara New York Tlmes svo frá að hann hefði með brögðum fengið konu sína til að undirrita vegabréfsumsókn án þess hún vissi hvaða plagg það var. Hræðsluna við bólu- sóttarsmitun sem ríkti í New York um þessar mundir notaði hann til að fá hana til að taka tilskUdar ónæmissprautur. „Mér finnst gaman þegar mér er komið á óvart,” sagði frú Phillips um leið og hún gekk upp í Loftleiðavélina sem flutti hana til Reykjavíkur. helmings verðhækkun hafl ver- ið náð. Samkvæmt þessu verður heildarvísitalan fyrir vörur og þjónustu 141 stig 1. septembeTj og er þá miðað við hundrað stig 1. marz 1959. '★ Ýmsir aðrir liðir era i hinni opinberu „vísitölu fram- færslukostnaðar". Meðal annars er þar reiknað með því að húsa- leiga haggist aldrei! Reiknað er með opinberum gjöldum, og sýna bser tölur að opinber gjöld vísitölufjölskyldunnar hafa hækk- að um 10%/ ofan á aðra dýn- tíð. Þá eru sem kunnugt er dregnar frá fjölskyldubætuE. Samkvæmt þeim útreikningum öUum verður „vísitala fram- færslukostnaðar" 125 stig V október — þremur stigum hærri en hún var mánuði á undan. Gæsir fyrir kartöflur Mýrahreppi Homafirði 15/10. — Mikil kartöflurækt er í sveitunum kringum Homa- fjörð, en lítinn arð mun hún gefa bændum á þessu ári, því að uppskeran hefur al- gjörlega brugðizt. Sumir bændur hafa ekki einu sinni upp í kostnað vegna vinnu og áburðarkaupa. Komrækt er hér á byrjun- arstigi og hefur komið náð þroska í sumar. Gæsir fara í flokkum og em hin versta plága. Sækja þær í karöflugarða, komakra og nýræktir og valda miklu tjóni. Þarf eitthvað til bragðs að taka til að létta af þess- um ófögnuði. Bændur hyggja á aukna túnrækt á söndunum, bæði á Breiðamerkursandi og í Flat- eyjaraurum í MýrahreppL Á Flateyjaraurum voru girtir 100 hektarar í vor og sáð í 20—25 ha. Virðist hafa sprott- ið vel þar, en þó ekki til nytja í sumar. Sláturtíð er að Ijúka. Dilk- ar em sennilega í meðallagi. Síðustu vikur hefur verið hér sólskin og sumarblíða, en hausttíð hefur annars ver- ið umhleypingasöm. SE. J 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.