Þjóðviljinn - 17.10.1962, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 17.10.1962, Blaðsíða 5
Miðvikudagur IV- október 1962 ÞJOÐVILJINN SÍÐA 5 ÞINCSIÁ Þ|ÓÐVIL|ANS ÞRÓUNIN í BYGGINGAMÁLUM SÍÐUSTU ÁR: • BÝGGINGARKOSTNAÐUR við 320 m3 íbúð er nú 139 þús. kr. hærri en 1958 • KAUPMÁTTUR tímakaups hefur verið skertur um 20% frá áramótum 1958—1'59 • VEXTIR af íbúðalánum hafa hækkað úr 2%?—5% í 7—9%. • AFLEIÐING: Fullgerðum íbúðum í Reykjavík hefur fækkað úr 935 1957 í 541 árið 1961. Otgcfandi: Sameiningarilokkur alþýðu — SósiaUstafloktoí urinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Magnús Torii Ólafsson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttaritstjórar: fvar H. Jónsson, Jón Bjamason. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig 19. Sími 17-500 (5 línur). Askriftarverð kr. 65.00 á mánuði. Tillega AlþýSubandalagsins: Stóraukin húsnæðis- !án og lægri vextir Fjórir þingmenn Alþýðubandalagsins, Einar Olgeirsson, Hannibal Valdimarsson, Geir Gunnarsson og Gunnar Jóhannsson, hafa lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um útvegun lánsfjár til húsnæðismála, um breytingu á lög- unum um húsnæðismálastofnun, byggingarsjóð ríkisins o.fl. Er í frumvarpinu lagt til að Seðla- bankinn láni Byggingarsjóði ríkisins og Bygg- ingarsjóði verkamanna samtals 310 milljónir af sparifé því, sem hann nú ,,frystir“, svo og að vextir af byggingalánum lækki niður í 4%. Ennfremur er lagt til að hækka til mikilla muna hámark lána út á íbúðabyggingar. íbúðir sem byggingafram- kvæmdir eru hafnar við eft- ir 1. okt. 1962. Seðlabankinn láni Bygg- ingarsjóði ríkisins á árinu 1963 helming þeirrar fjárhæð- ar er nemur því sparifé, cr hann bindur samkvæmt heimild í lögum um Seðla- banka íslands, 11. grein, þó aldrei minna en 100 millj. kr., með sömu skilmálum og áður greinir. f greinargerð með frum- varpinu draga flutningsmenn upp greinargóða mynd af því ástandi sem skapazt hefur í byggingamálum á síðustu ár- um eða síðan núverandi stjórnarflokkar tóku við stjóm þessara mála og sjá menn niðurstöður þeirra athugana dregnar saman í nokkra punkta á myndinni sem hér fylgir. Flutningsmenn ræða síðan leiðir þær til úrbóta sem þeir leggja til í frumvarpinu að famar verði og benda þeir á, að í Seðlabanka íslands eru nú „frystar" á sérstök- um reikningi yfir 400 milljónir króna, sem tekn- ar hafa verið frá viðskipta- bönkum og sparisjóðum og þá um leið frá almenningi sem þarfnast þessara pen- inga nauðsynlega til þess að koma sér upp íbúðum. Er það einmitt þetta fé sem lagt er til í frumvarpinu að Seðlabankinn láni byggingar- sjóðunum. Einnig benda flutningsmenn á, að lækkun vaxta og hækkun lána muni verða til þess að örva menn á ný til íbúðabygginga, en eins og nú er komið mál- um er óhjákvæmilegt að gera eitthvað til þess að svo megi verða, ef ekki á að stefna húsnæðismálum þjóð- arinnar í algeran voða. Ný þingmá! Helztu atriði frumvarpsins eru þessi: Lagt er til, að Seðla- bankinn láni Byggingarsjóði verkamanna 60 millj. kr. með 4% vöxtum til 42 ára með jöfnum afborgunum og skal fé þetta endurlánað til bygg- ingarfélaga verkamanna með sömu kjörum fyrir 1. febrúar 1963. ir Seðlabankinn láni Bygg- Engir fundir á Alþingi í gær 1 gær féllu niður fundir á Alþingi vegna jarðarfarar Jóns Kjartanssonar sýslu- manns, fyrrverandi alþingis- manns. ingarsjóði ríkisins 250 millj. kr. með 4% vöxtum til 25 ára með jöfnum afborgun- um og endurláni húsnæðis- málastjórn fé þetta með sömu ar. ★ Hámark Iána út á íbúð- ir, sem byrjað var á fyrir 31. des. 1958 verði 100 þús. kr. Hámark lána út á ibúðir sem byrjað var á eftir 31. des. 1958 verði 200 þús. kr. Há- mark lána út á íbúðir sem byrjað var á eftir 1. okt. 1962 verði 250 þús. kr. ir Vextir af A-lánum Byggingasjóðs rjkisins skulu lækka í 4% og gildi það fyrir öll lán sem veitt eru út á verður þeirra getið stuttlega hér á eftir. ★ Fjórir þingmenn, Karl Guðjónsson, Halldór Ásgrims. son. Björn Fr. Björnsson og Ágúst Þorvaldsson flytja til- lögu til þingsályktunar um aðstöðujöfnun innlendrar kornframleiðslu við innflutn- ing korns frá útlöndum og er þar lagt til að ríkissjóður greiði verðbætur á innlent korn. ★ Þrír þingmenn Framsókn- arflokksins flytja tillögu til þingsályktunar um síldarleit þar sem lagt er til að ríkis- stjórnin geri ráðstafanir til þess að haldið verði uppi síldarleit umhverfis landið allan ársins hring. ★ AHir þingmenn Framsókn- arflokksins flytja sameigin- lega tillögu til þingsályktun- ar um raforkumál þar sem lagt er til að ríkisstjórnin hraði áætlunum um áfram- haldandi framkvæmdir við rafvæðingu Iandsins er miðist við það að öll heimili lands- ins hafi fengið rafmagn eigi síðar en í árslok 1968. •k Þá hefur verið lagt fram stjórnarfrumvarp um þinglýs- ingar ásamt 11 fylgifrum- vörpum er varða sama efni. kjörum til umsækjenda, sem hafið hafa framkvæmdir við íbúðabyggingar á tímabilinu 31. des 1958 til 1. okt. 1962 og eigi hafa fullgert íbúðirn Alhnörg ný mál hafa nú ver- ið lögð fram á Alþingi og EyjarogEyjablaðið Rætt við Tryggva Gunnarsson ritstjóra Síðastliðinn föstudag kom góður gestur á rit- stjórnarskrifstofur ÞJÓÐVILJANS. Það var Tryggvi Gunnarsson frá Vestmannaeyjum, rit- stjóri EYJABLAÐSINS, sem er málgagn sósí- alista í Eyjum. Sjálfsagt var að nota tækifærið og spyrja gestinn nokkurra spurninga. — Hvernig stendur á þinni ferð til Reykjavíkur ad þessu sinni, Tryggvi? — Hún er bannig tilkomin, að Flugfélag Islands bauð ritstjórum allra blaðanna í Eyjum hingað til að kynna þeim starisemi félagsins í innanlandsflugi. Auk mín eru það þeir Jón Stefánsson, rit- stjóri Brautarinnar (sem styð- ur Alþýðufl.'), Kristján Torfa- son, ritstjóri Fylkis (styður Sjálfstæðisfl.) og Jóhann Bjömsson, ritstjóri Fram- sóknarblaðsins (styður Fram- sókn). Flugfélagið hafði áður boðið ritstjórum að vestan norðan og austan í sams kon- ar för, en Eyjamenn urðu að bíða sökum slæmra flugskil- yrða. — Það væri kannski ekki úr vegi að fræða lesendur Þjóðviljans um blaðið sem þú ritstýrir, uppruna þess og út- gáfu? — Ekki man ég nú upp á ár, hvenær Eyjablaðið var stofnað, en það mun hafa verið milli 1920 og 30. Þetta hefur alla tið verið róttækt blað, studdi Alþýðuflokkinn gamla, síðan Kommúnsta- flokkinn, þegar hann var stofnaður, og hefur verið málgagn Sósíalistaflokksins frá stofnun hans. % Einkum hefur Eyjablaðið alltaf látið sér annt um verkalýðsmál og erum við dá- lítið stoltir af því núna, að geta að vissu marki þakkað blaðinu þann góða árangur, sem við náðum í nýafstöðn- um Alþýðusambandskosning- um, en allir tíu fulltrúarnir úr Eyjum eru stéttvísir and- stæðingar íhaldsins. Margir þjóðkunnir menn hafa ritstýrt blaðinu. Andrés heitinn Straumland var fyrsti ritstjóri þess, en meðal ann- arra má nefna Vilhjálm S. Vilhjálmsson, Jón Rafnsson, fsleif Högnason, Áma úr Eyjum og Karl Guðjónsson. — Hefur blaðið komið út reglulega? — Á seinni árum hefur það gert það, venjulega tvisvar í mánuði. En um margra ára skeið kom það ekki út vegna prentsmiðjuskorts, og þegar það byrjaði að koma út .aftur, var það tölusett upp á nýtt og í ár kemur úr 23. árgangur. — Má ég svo spyrja Tryggvi, þótt eriitt sé að svara í snöggsoðnu viðtali: Hver eru helztu framfaramál eða vandamál Eyjabúa nú í dag? — Satt segirðu, ekki er gott að svara. En þó mætti svara þessu þannig, að helztu vandamál okkar séu að veru- legu leyti samgöngumálin, þó ,var nú stórmikil bót að því, þegar við fengum Herjólf. En ýmislegt stendur til bóta, t.d. Tryggvi Gunnarsson er nú verið að vinna að nýrri flugbraut í Eyjum, sem liggja á þvert á þá sem fyrir er. Mun þáð verða til þess að tryggja reglulegri flugsam- göngur en verið hafa. — Er vöxtur í bæjarlífinu hjá ykkur? Fjölgar íbúum? Vestmannaeyingum hefur undanfarið fjölgað um 30 til 40 manns á ári, en útlit er fyrir, að þeim fækki heldur á þessu ári. Má segja, að það sé illa farið, því að með skynsamlegri atvinnuupp- byggingu og góðri stjóm bæj- armála ættu Vestmannaeyjar að hafa mikla möguleika til að veita íbúum sínum góð lífsskilyrði. — FTH Blekkingar Quðmundur í. Guðmundsson utanríkisráðherra hefur lýst yfir því á þingi vegna fyrirspum- ar frá Einari Olgeirssyni, að enda þótt hinar; nýju orustuþotur Bandaríkjamanna á Keflavík- urflugvelli séu sérstaklega gerðar fyrir flug- skeyti og kjarnorkusprengjur, séu kjarnorku- sprengjurnar ekki ennþá komnar til landsins og verði ekki flutíar hingað án sérstakrar heim- ildar íslenzkra stjórnarvalda. Áður hafði Morg- unblaðið, málgagn forsætisráðherrans, skýrí svö frá að bæði eldflaugar og kj arnorkuspreng’jur, hefðu fylgt flugvélunum til íslands, endá af- greiðir það blað yfirlýsingu utanríkisráðherrá með örfáum línum á afviknum stað í gær. Og formanni Sjálfstæðisflokksins virðist hafa þótt fyrirspurn Einars Olgeirssonar óþægileg, því hann taldi 'nauðsynlegt að gera sérstakar ráð- stafanir til að koma í veg fyrir að þingmenn' spyrðu um þvílík mál utan dagskrár. jyj’orgunblaðið og Guðmundur í. Guðmundsson geta deilt um það hvomm beri heldur að trúa, en mismunurinn á framburði þeirra skipt- ir raunar engu máli. Hinar nýju orustuþotm* eru tæki til þess að skjóta með flugskeyíum, búnum kjarnorkusprengjum; þegar utanríkis- ráðherra segir að eldri flugvélar á Keflavíkur- velli hafi verið orðnar úreltar miðað við nýj- ustu hertækni, er tæknin einmitt fólgin í kjam- orkueldflaugunum. Um leið og Bandaríkjunum var heimilað að búa þessum vélum aðsetur á fs- landi var tekin ákvörðun um að gera' ísland að atómstöð; það væri fásinna að ímynda sér að þær væru hér með því skilyrði að ekkí mæSS nota þær til þeirra verka sem þær eru sérsfak- lega gerðar fyrir. Þegar Guðmundur f. Gnð- mundsson segir Alþingi að það sé framtíðar-« vandamál hvort kjarnorkuvopnum skuli búinxí staður á íslandi, er hann að fara með augljös- ar blekkingar. Ákvörðunin var fekin um leið og kjarnorkuflugvélarnar fengu aðsetur á fs- landi, og síðan er það aðeins tæknilegt yandaH mál herfræðinga hvenær flugskeyjin skulí filað- in kjarnorkusprengjum og hvenær ekki. gandaríkin hafa um langt skeið lagf fast öð ríkjum Atlanzhafsbandalagsins að taka yið kj arnorkuvopnum, en mörg þeirra liafa neitað, þar á meðal Danmörk og Noregur. Þar í löod- um er afstaðan til kjamorkuvopna talin eitf Hið örlagaríkasta vandamál, og þar myndi engri -rik- isstjóm koma til hugar að taka ákvörðun um' þvílíkt stórmál án þess að bera hana fyrsf tmd- ir þjóðþing og þær þingne'fndir sem sérsta&fega em til þess kjömar og fjalla um utanríkxsmálL En hér á landi 'frétta bæði landsmenn og þing- menn og meðlimir utanríkismálane'fndar umþað af blaðaskrifum að hingað séu komnar kjaart- orkuflugvélar, og utanríkisráðherra læfur svo á' þingi sem hann hafi ekki hugmynd um að rcein stórtíðindi hafi gerzt. Það er farið með þmg- menn og landsmenn alla eins og þeir séu ovft- ar, og býsna margir virðast láta sér vel lyiwJa að frá þeim séu teknar þær ákvarðanir sem skera úr um það hvort þjóð er sjálfstæð eða ekki. — m. i I »

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.