Þjóðviljinn - 17.10.1962, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 17.10.1962, Blaðsíða 7
r Miðvikudagur l'V. október 1962 • • . og var beint að beim fallbyssum sem stóðu sitt hvorum megin við Isakskirkjuna. Þjóðskáld Leningrad-Pétursborg er borg rússneskra bókmennta. Þetta er borg Púsjkíns. Um hana orti hann kvseði: Ég elska þig. sköpunarverk Péturs, ég elska strangan svip þinn, voldugan straum Nevu. granít- bakka hennar. tungllausa birtu. gagnsætt rökkur nótta þinna. Skáldið elskaði ennfremur: Prostkyrrð þinna grimmu vetra, sleðaþyt, stúlkuandlit skærari en rósir. ys og glæsibrag dans- leikja. glaum freyðandi glasa og bléan púnsloga á pipar- sveina gleðiíundi. Svona var hjarta skáldsins ríkt. Skammt héðan, í Tsarskoje sélo. ólst hann upp. gekk um fagra garða. orti franskar skemmtivísur og rússneskar drápur og stalst til að drekka gogol-mogoi með glöðum og bjartsýnum skólafélögum Á Senatstorginu stóðu síðar marg- ir þessara vina hans 1 desem- ber 1824. uppreisnarmenn gegn keisaranum. og var beint að þeim fallbyssum sem stóðu sitt hvorum megin við Isakskirkj- una. Þeim sendi skáldið síðar hvatningarljóð til Síberíu. þar sem þeir voru i útlegð. Hér orti hann gleðikvæði og vina- kvæði og lofkvæði um Pétur mikla til að minna Nikulás fyrsta á það hvemig stjómend- ur eiga að vera. Hann er bjóðskáld. Hver lína sem hann skrifaði er dýr- mæt. Á 361. blaðsíðu annars bindis akademísku útgáfunnar á verkum hans stendur: „Eitt- hvað dreymir Baratínskí. Eitt- hvað hugsar Pletnéf" — og ekki annað Það er sérstaklega ánægjulegt að fletta ritsafni þar sem engu er sleppt. Hálf gamanvísa sero hefur gleymzt að ljúka við bregður alúðlegri birtu vfir það samband sem begar er komið á milli les- arans og höfundar mikilla og sögulegra ijóða. Allar vildu . . . Hann er þjóðskáld og þess- vegna vilja allir eiga hann. Ég hef séð kirkjulegt málverk sem sýnir Púsjkín i postulleg- um klæðum og með heilags manns yfirbragði. Samt orti hann mesta níð um guðdóminn sem hægt er að hugsa sér. t langri drápu sem heitir Gabrí- elsljóð segir frá þvi hvemig bæði Andskotinn og Gabríel erkiengill áttu ástafundi með Mariu áður en Guð kom til skjalanna. (Kirkjan hefur gert margt annað skemmtilegt: ég hef séð annað kirkjulegt mál- ver sem sýnir Léf Tolstoj, sem vissulega stóð nálægt kristnum dómi. brennandi í eldi helvít- is og yfir honum standa bisk- upar og syngja guði dýrð). Dostoéfskí. sem boðaði Messí- asarhlutverk rússnesku þjóðar- innar. gerði Púskjín einn af spámönnum hennar. Hann sá i verkum Púskjíns iafnvel ábend- ingu um þá niðurstöðu sem hann hafði komizt að sjálfur- beygðu þig. stolti maður. Hitt er svo rétt að þjóðin á Púsjkín. Það er ekki gott að segja með fáum orðum hvemig á því stendur. Ekki myndi ég segja að skáldið héldi á sjálfum vizkusteininum i lófa sér. Réttara væri að sjá skáld- ið halda á heiminum i lófa sér og umgangast. hann með undraverðu frelsi og einlægni. en við horfum á þessa töfra og vitum ekki lengur af okkur sjálfum. Hltóarsoor Það er alltaf freistandi að rifja upp sögur um Púskjin. Þegar hann var ungur starfs- maður i utanríkisþjónustunni Á morgun: □ Pólskar metsöluskáldsögur um Sigríði stórráðu og aðrar persónur úr íslenzkum fornbókmenntum. ÞJÓÐVILJINN LENINGRAD SH var hann einhverju sinni kall- aður fyrir gúbematorinn Mílor- adovítsj. Þegar komið var með Púskjín skipaði Míloradovítsj lögreglumeistara sínum að aka heim til skáldsins og innsigla alla pappíra þess. Púskjin sagði: „Greifi, þetta er ekki ómaksins vert, þér finnið þar ekki það sem þér leitið að. Látið mig heldur fá pappír og penna og ég skrifa þetta allt niður nú“. (Púskjin skildi strax að leitað var að ósiðlegum og hættulegum ljóðum hans). Míl- oradovítsj var snortinn af svo frjálsmannlegri hreinskilni og hrópaði hátíðlega: „Ah, c’est chevaleresque“ — þetta er ridd- aralegt — og þrýsti hönd skáldsins. Margir góðir menn hafa for- mælt nítjándu öldinni og ég er þeim yfirleitt innilega sam- mála. En hafa ekki fundir lög- regluforingja og baldinna skálda á tuttugustu öld yfir- leitt verið sýnu dapurlegri en þessi sem nú var lýst? Til er önnur saga mjög lær- dómsrík. Nasjokína greifafrú sagði Vrangel hershöfðingja yfir stórskotaliðinu í Moskvu frá því. að ekkja Púskjíns hefði nýlega trúlofazt Lanskí hers- höfðingja. Vrangel svaraði: „Þetta finnst mér lofsvert. Mað«r hennar verður þá a.m.k. hershöfðingi en ekki einhver Púsjkín. nafnlaus maður og stöðulaus...“ Hvar bió skrifarinn Akakí? Já, það var áður minnzt á það f þessum pistlum, að það er miklu hættulegra að vera listamaður en hermaður. Púsj- kín var drepinn í einvígi. Lermontof skáld var viss um að aristokratíið ætti sök á dauða hans og hafa margir fallizt á þá skoðun síðan. Hingað var hann borinn heim særður — héðan var lík hans borið út. Hann bjó í mjög sæmilegu húsi við ána Mojka. sem er mjó og bugðótt. Ibúð hans er safn nú. en var þvi miður Iokuð þennan sólskins- dag. Það var verið að hreinsa ána og strákar stóðu á bakka hennar við vonlausar fiskveið- ar. Þetta er ekki langt frá Hallartorginu, — það má stíga nokkur skref og sjá Alexand- ers miklu blökk — sem hlýt- ur þó að vera sýnu lægri en bautasteinn skáldsins. En þótt Hallartorgið sé skammt undan þá sjáum við á þessum slóðum þessa undar- legu leiguhjalla Pétursborgar — gróðahús voru þau kölluð — þar sem embættismenn bjuggu, háir og lágir, svo og veitingaþjónar og skáld. Það eru kannski svalir á annarri hæð þar sem leyndarráðið bjó og reiðilegir Grikkir standa undir útskoti á næstu hæð fyrir ofan. En uppi á lofti bjó berklaveikur bókmenntagagn- rýnandi og skrifaði hundrað blaðsíður á mánuði fyrir þykk tímarft. Stundum voru þessi hús allreisuleg, — Pétursborg var betur byggð en aðrar borg- ir, en hús hafa alltaf elzt illa hér, rakt loftslag spillir lit og múrhúðun. Hús voru mjög skellótt hér og eru það enn, því miður. Leningrad veitti ekki af að fá yfir sig sem- entsregn og málningar. En hvað sem. þvi’ líður: nokkru lengra héðan stóðu beinlínis fátækleg hús. Or slíku húsi skauzt sögupersóna Gogols, skrifarinn Akaki Akakíévitsj um áttaleytið á morgnanna. Og hljóp eins og fætur toguðu fimm-sex götur niður í stjómar- deildina þar sem hann vann. Hann hljóp svona hratt því að kápan hans var orðin gatslitin en norðanvindurinn frámuna- lega napur. Þama hljóp hann og hugsaði um nýju kápuna sem hann myndi eignast þeg- ar hann hefði sparað kerti og neitað sér um tedrykkju á kvöldin tvo-þrjá mánuði í við- bót. Þessi bjarta hugsun nærði hann, yljaði honum. Svo var kápan fullsaumuð — en henni var stolið sámdægurs og yfir- valdið sýndi skrifaranum hroka og hranaskap þegar hann leit- aði ásjár, og hann dó úr skelf- ingu og sorg. Þetta er mjög raunaleg saga. En Akaki Ak- akíevítsj gekk aftur eins og ís- Ienzkur maður og dró göfugar kápur af herðum velhaldinna manna í hefndarskyni fyrir þá niðurlægingu sem fátækir menn verða fyrir á jörðunni. Um þann sem ekki elskaði borsr Péturs I Pétursborg bókmenntanna ók Évgeni Onégín á ágætum frönskum vagní á greifadans- leik og á sömu breiðstrætum sá Majór Kovaléf sitt eigið nef rigsa um með gullsaumaða axlask^fa og segjast vera rik- isráð i allt öðm ráðuneyti en majórinn. (Svona skemmtileg- ir atburðir komu fyrir á dögum Heine og Jónasar). En í borg- inni bjuggu einnig söguhetjur Dostoéfskís. Þær voru eitthvað skyldar skrifaranum Akaki úr sögu Gogols, kannski bjuggu þær ekki allar eins fátæklega, en þær voru mikið skyldar honum nema hvað þær voru miklu stærri. Lína Púskjins í rússneskum bókmenntum er lína jafnvægis, heilbrigðis. Gogol er faðir ofstopafullrar ritlistar og Dostoéfski er sonur hans. Hér bjó Makar Dévúsjkín, söguhetja í „Fátæku fólki", sem var fyrsta saga Dostoéf- skís. Hér sat þessi klaufalegi, feimni, pennaglaði, góðhjartaði maður og skrifaði hlýleg bréf til Varénku og reyndi að styðja hana i raunum hennar. Þau skrifuðust á um bækur. Það er athyglisvert að vesalings Makar er óánægður með „Káp- una“ eftir Gogol, — hann vill að Akaki Akakievitsj finni aft- ur kápuna, eða einhver höfðingi gefi honum nýja. Og Makar er mótsnúinn hinni hlífðarlausu lýsingu á kjörum Akakis, til hvers er nú verið að skrifa svona? — eins og Iffið sé ekki nógu dapurlegt samt Fólk vill ekki sætta sig við „ljótleik- ann“. Hve oft höfum við ekki heyrt rosknar konur, þreytu- legar eftir áratuga stórþvotta og fiskvask, hallmæla einhverri framhaldssögunni fyrir það að hún endi illa, sé svo voðalega sorgleg? Hér bjó Raskolnikoff sem þurfti að drepa okurkerlingu til að sanna það fyrir sjálf- um sér að hann væri maður til að stíga yfir þröskuld smá- mennasiðferðis. Hann var einn þessara ofstopafullu ungmenna sem glímdu við erfiöustu vandamál heimsins og gátu ekki sætt sig við neitt minna en fullkomið svar, allsherjar- lausn, og þjáðust mikið af SÍÐA ’J ástríðufullu lífi hugsunarinnar, Hér var heimur hans og níð- ingsins Svídrígælofs og skækj- unnar heilögu Sonju og hins drukkna sjálfspyndara, föður hennar. Takmarkalaust stolt, heilög auðmýkt, djarfleg hugs- un, dýpsta niðurlæging og spill- ing tókust á í þessum húsum, á þessum blaðsíðum, og svo fór að við kynntumst ekki að- eins því sem maðurinn segir ekki öðrum heldur og þvi sem maðurinn þorir ekki að við- urkenna fyrir sjálfum sér... Púskjín lofaði Pétursborg. Dostoéfskí hataði hana. Aftan við orð þjóðskáldsins ,Ég elska þig, sköpunarverk Pét- urs“ skrifaði hann: „Því mið- ur elska ég það ekki.“ Á öðr- um stað vonar hann að með þessari gráu þoku hverfi þessi úldna og sleipa borg. Péturs^ borg var honum tákn margs þess versta og hættulegasta í rússnesku lífi. I „Idíótnum“ skapaði Dostoéfskí hinn rúss- neska Krist, knjas Miskjín. En hann gat ekki bjargað synd- ugum bömum þessarar borgarj heldur fórst sjálfur. . . . bókmenntalegar minningar. Henti Lisa sér f þctta síkl þegar Herman yfirgaf hana til að mæta köldu glotti SpaOa- drottningarinnar? Fyrirrennarj mannlausra farkosta framtíðarinnar í reynsluferð NEW YORK — Vélheili sem á sjálfvirkan hátt reiknar út ítefnu skips og stýrir því síð- an nákvæmlega eftir stefn- unni verður reyndur á næst- unni. Verkfræðingamir sem smíðað hafa tækið kalla það spor í áttina til mannlausra skipa sem algerlega er stjórn- að af vélum. ★ ★ ★ Siglingamálaskrifstofa Bandaríkjastjómar beitti sér fyrir smíði þessa sjálfvirka ítýrimanna. Fyrsta tækið verður sett í skipið PIONEER MING frá útgerðarfyrirtæk- inu United States Lines sem er í Kyrrahafssiglingum. Á löngum siglingaleiðum þess eru hagstæðust skilyrði til að reyna þetta nýja stjómkerfi til hlýlar. Áður en skip búið þessu kerfi ieggur úr höfn er IHI stefnuútreikningnum breytt í merkjakcrfi sem sett er á gataræmur. Vélheilinn tekur við merkjunum af ræmunum og tekur síðan við stjórnimii. ★ ★ ★ Á siglingu reiknar stjóm- tækið að staðaldri út staðar- ákvörðun skipsins og gefur til kynna hve langt það eigi eftir til ákvörðunarstaðar. Stefna og hraði em leiðrétt á sjálfvirkan hátt. ★ ★ ★ Þegar stórframleiðsla hefst á vélstýrimanninum er búizt við að söluverð á honum verði um 850.000 krónur Gert er ráð fyrir að tækið borgi sig á skömmum tíma við eldsneytissparnaSinn einan einu saman, sem stafar ai því að skipið á aldrei að víkja frá réttri stefnn ef tækið er í iagi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.