Þjóðviljinn - 18.10.1962, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 18.10.1962, Blaðsíða 3
I*unmtudagur 18. október 1962 ÞJÓÐVILJINN SÍÐA 3 Gomulka um þýzka vandamálið: Þýzku ríkin eru tvö og semja verður við bæði LEUNA 17/10 — Wladyslaw Goumulka, foringi pólskra kommúnista, sagði í ræðu á fjöldafundi verkamanna í bænum Leuna í dag að tímabært væri orðið að allir sem hlut ættu að máli viður- kenndu þá staðreynd, að í dag eru þýzku ríkin tvö og semja verður við þau bæði. Um 25.000 verkamenn hlýddu á mál Gomulka sem sagði að sós- íalistísku ríkin hefðu sýnt mikla þolinmæði og þrautseigju í við- leitni sinni að fá vesturveldin til samninga um Berlínardeiluna. Hann sagði að tillögur sósíalist- ísku ríkjanna væru ekki einhliða, heldur væri í þeim tekið fullt tillit til sérhagsmuna vesturveld- anna. Ben Bella bauð Castro tíl Alsirs HAVANA 17/10 — Ben Bella, forsætisráðherra Als- írs, lauk í kvöld tveggja daga opinberri heimsókn sinni til Kúbu, en þar hafði hann fengið forkunnargóð- ar viðtökur. Hann bauð Castro forsætisráðherra að koma í opinbera heimsókn til Alsírs og er hann fyrsti þjóðarleiðtoginn sem fær slíkt boð. Ben Bella fór aftur til New York þar sem hann hefur setið þing Sþ, en þaðan heldur hann bráðlega heim. Verður að viðurkenna staðreyndir öllum aðilum bæri að viður- kenna þá staðreynd að þýzku ríkin væru tvö og að landamæri þeirra hefðu verið endanlega á- kveðin upp úr síðari heimsstyrj- öldinni. Neiti menn þessum stað- reyndum og þvertaki fyrir að undirrita friðarsamninga, þá er það vegna þess að þeir vilja við- halda hinu ótrygga ástandi í Þýzkalandi, sagði Gomulka. Stórveldin tryggi frjálsar samgöngur við Vestur-Berlín Hann sagði ennfremur að stór- veldin ættu að tryggja frjálsar samgöngur milli Vestur-Berlín- ar og umheimsins. Hins vegar gæti ekkert réttlætt her- nám borgarhlutams. Ibúar hans hefðu fullan rétt til að kjósa sér það þjóðskipulag sem þeim væri kærast, en Vestur-Berlín er ekki og verður aldrei hluti af Vestur- Þýzkalandi. Ef ekki miðaði neitt áleiðis í samkomulagsátt myndu ríki Austur-Evrópu neydd til að und- irrita sérfrið við Austur-Þýzka- land. Gomulka drap einnig í ræðu sinni á stóraukin viðskipti og efnahagssamvinnu Póllands og Austur-Þýzkalands og sagði að Pólverjar létu Austur-Þjóðverj- um í té mikið af þeim hráefn- um og matvörum sem þá van- hagaði um, en í staðinn hefðu þeir fengið í sívaxandi mæli vél- ar og efnavörur frá Austur- Þýzkalandi. Tunglskoti var aftur frestað CANAVERALHÖFÐA 17/10 — Tilrauninni að skjóta geimfari, Ranger V. til tunglsins var frest- að aftur í dag og var óhagstæðu veðri kennt um. Hugsanlegt er að tilraunin verði gerð á morgun, en henni verður að öðrum kosti frestað fram í miðjan nóvember. liti við Mouaco MONTE CARLO 17/10 — Franska tollþjónustan herti í dag enn á eftirliti við landamæri Monaco, enda hefur ekkert mið- að í áttina til samkomulags milli frönsku stjómarinnar og Rainiers fursta. Verra árferði, betri uppskera MOSKVU 17/10 — Pravda skýr- ir frá því í dag að komuppsker- an í Sovétríkjunum muni í ár verða töluvert meiri en í fyrra, þrátt fyrir slæmt árferði. Enn er ekki vitað nákvæmlega hve mik- il uppskeran verður, en hún nam í fyrra 137,3 milljónum lesta.. Bezta uppskera sem fengizt hef- ur í Sovétríkjunum var árið 1958, en þá nam hún 141 milljón lestum. Frá Sovétríkjunum MOSKVU 17/10 — Sovétríkin liófu í dag tilraunir sínar með nýja gerö eldflauga sem ætlaðar eru til geimrannsókna og skutu þeim í mark á Kyrrahafi. Jafn- framt var nýtt sovézkt geimfar, Kosmos X„ sent á braut um- hverfis jörðu. Hinum nýju margþrepa eld- fjaugum var skotið 12.000 km vegalengd og hittu þær nákvæm- lega í mark. Þar sem tilraunim- ar gáfust svo vel, hefur skipum og flugvélum verið tilkynnt að Framleiðsluaukningin í Sovétríkjunum Tvðfðld á við EBE þrefðld á við USA MOSKVU 17/10 — Samkvæmt hagskýrslum sem birtar voru í Moskvu í morgun vex iðnaðar- framlciöslan í Sovétríkjunum tvisvar sinnum örar en í aðildar-j ríkjum Efnáhagsbandalags Evr- j ópu og þrisvar sinnum örar enj i Bandaríkjunum. | Fyrstu níu mánuði þessa árs jókst iðnaðarframleiðsla Sovét- ríkjanna um 9,5 prósent miðað við sama tíma í fyrra. Fram- leiðsluaukningin í EBE-löndumrm hefur á sama tíma í ár numið 4,9 prósentum og í Bandaríkiun- um nam aukningin 3 prósentum eöa svo. Gerð er grein fyrir aukning- unni í öllum helztu iðngreimim. Btálframleiðslan jókst þannig um 8 prósent og olíuframleiðslan um 12. Framleiðsla ýmiss konar varanlegs neyzluvamings jókst einnig verulega á tímabilinu jan- úar—september, eins og t. d. kæliskápa, þvottavéla og fólks- bila. þeim sé óhætt að fara um svæði þau tvö á og yfir Kyrrahafi sem áður hafði verið tilkynnt að not- uð yrðu til tilraunanna. Nýjar aðvaranir munu gefnar út þegar tilraunirnar hefjast aftur, en ráð- gert er að þeim verði lokið fyrir lok næsta mánaðar. Eins og í fyrri eldflaugatilraun- um Sovétríkjanna yfir Kyrrahafi v’ar síðasta þrep eldflauganna ekki notað. Kosmos X. á loft Hið nýja gervitungl Sovétríkj- anna, Kosmos X., fer umhverfis jörðu á 90,2 mínútum, mesta fjar- lægð frá jörðu er 380 og minnsta 210 km. Brautinni hallar um 65 gróður frá miðbaug. Því er ætlað að rannsaka efstu lög gufuhvolfs- Ins, einkum loftsteinafall á jörð- ina í mismunandi hæð og á ýms- um tímum árs. Geislavirk belti um lápíter MOSKVU 17/10 — Sovézkir stjömufræðingar hafa með at- hugunum á radíóbylgjum komizt að raun um að umhverfis Júpí- ter séu geislavirk belti eins og umhverfis jörðina. andaríkjastjórn biður nú hvern ósigurinn af öðrum í baráttu sinni gegn bylt- ingarstjórninni á Kúbu. Við hin ámátlegu endalok innrás- arævintýrisins i Svínaflóa í fyrravor hafa nú bætzt ein- hverjar mestu diplómatísku hrakfarir sem nokkurt stór- veldi hefur orðið að þola. Þegar Bandaríkjastjórn hafði gert sér ljóst að Kúbumenii yrðu ekki sigraðir með her- valdi án þess að hún í bezta falli fyrirgerði trausti banda- manna sinna og því áhrifa- valdi sem hún kann enn að hafa í löndum rómönsku Ameríku og í versta faili stofnaði til heimsstyrjaldar, tók hún þann kost að reyna að svelta Kúbumenn til hlýðni. Hún bannaði öll við- skipti milli Bandaríkjanna og Kúbu, en sósíalistisku ríkin hlupu þá í skarðið, keyptu af Kúbumönnum framleiðslu þeirra og létu þeim í stað- inn í té þær nauðsynjar sem þá helzt vanhagaði um En það er löng leiðin milli Kúbu og hafna í Sovét- ríkjunum og öðrum lördum Austur-Evrópu. og kaupskipa- floti sósíalistísku ríkjanna var þess ekki megnugur að anna þessum miklu vöru- flutningum. Á síðustu sex vikum er talið að 100 skip, ■ sem samtals geta flutt 1.4 milljónir lesta, hafi verið í siglingum frá höfnum í A- Evrópu til Kúbu Af þessum 100 skipum var rétt tæpur helmingur eða 49. frá skipa- félögum á vesturlöndum: Sextán frá Grikklandi, 11 frá Vestur-Þýzkalandi. 7 frá Bret- landi, en hin fimmtán frá Noregi, Danmörku. ftalíu og Líbanon, Stjórn Bandaríkjanna varð þannig að horfa upp á. að viðskiptabann það sem hún taldi skæðasta vopn sitt í baráttunn’i við Kúbumenn væri rofið af nánustu banda- mönnum hennar. Jafnframt lá hún undir þungum ámæl- um svartasta afturhaldsins í Bandarikjunum fyrir aðgerða- leysi gagnvart Kúbu og á þingi og í blöðum heimafyr- ir urðu kröfurnar um að bún léti sverfa til stáls æ hávær- ari Þingkosningar standa fyrir dyrum í Bandaríkjun- um og áróðurshríðin gem mögnuð hefur verið gegn Kúbu setur svip á kosninga- baráttuna. Af ummælum Kennedys forseta í kosninga- ræðu fyrir helgina má ráða. að hann gerir sér vel ljóst. hve örlagaríkar afleiðingar bað myndi hafa, ef Banda- ríkin beittu Kúbumenn vopna- valdi. en hann fór mjög hörð- um orðum um þá bandarísku framámenn sem heimta tafar- lausa árás á Kúbu. Vieky teiknaði Bandaríkin bíða enn ásigur fyrír Kúbu Kennedy tók annan kost til að firra sjálfan sig og stjórn sína Því ámæli að hann léti það afskiptalaust að heimskomúnisminn fengi stökkpall til árása í Ameríku. Kennedy varaði „vini okkar í Atlanzhafsbandalaginu við afleiðingum þess að þeir leyfi kaupskipum sínum siglingar á Kúbu“. Þessum aðvörunar. orðum var fylgt eftir: í fyrri viku boðaði Bandaríkjastjóm margháttaðar refsiaðgerðir, ef skip utan sósíalistísku ríkjanna héldu áfram sigl- m GERAST? ingum á Kúbu. Hverju þvi skipi sem flytti vörur til Kúbu myndi neitað um alla fyrirgreiðslu í bandarískum höfnum og kæmist uPP um að eitthvert skip flytti þangað vopn. myndi öllum skipum sem undir sama fána sigldu bannaður aðgangur að banda- rískum höfnum. Reynt var að fá önnur Ameríkuríki til að hóta sömu refsiaðgerðum, en ekki tókst að fá neitt sam- icomulag um slíkt í ráði Am- eríkuríkjanna, enda þótt Rusk utanríkisráðherra legði sig allan fram að sannfæra aðra fulltrúa í ráðinu um nauð- synina á algerri samstöðu i þessu máli. Enn verri undirtektir hlutu sams konar tilmæli Bandaríkjastjórnar í löndum Vestur-Evrópu. Talsmaður brezku stjórnarinnar lýsti þvi þegar yfir. að hún hefði enga heimild til að banna siglingar brezkra skipa til Kúbu og hann gaf um leið ótvírætt í skyn að brezka stjórnin teldi bessar refsiaðgerðir brot á alþjóðalögum. Að sögn UPI- fréttastofunnar bentu Bretar Bandaríkjastjórn einnig á það, að ef refsiaðgerðirnar yrðu framkvæmdar eftir bók- stafnum, þá myndi það þýða að öllum brezkum skipum myndi bannaður aðgangur að bandarískum höfnum, þar sem vitað væri með vissu, að eitt skip a.m.k., sem siglir undir brezkum fána, en siglt hefur fyrir sovézkan reikning árum saman, hefði flutt vopn til Kúbu. í Noregi urðu við- brögðin þau sömu; formaður norskra skipaeigenda fór hörðum orðum um hinar bandarísku hótanir og í for- ystugrein í Dagbladet í Osló var þeim svarað þessum orð- um: „Deilan um siglingar á Kúbu er átakanlegt dsemi um það hvernig Bandaríkin traðka á viðurkenndum al- þjóðalögum vegna eigiu stund- arhagsmuna". Svipaðar voru undirtektirnar í öðrum lönd- um Vestur-Evrópu, nema hvað Bonnstjómin varð ein til að iofa að leggja að vesturþýzk- um skipaeigendum að hætta Kúbusiglingum. Hinar diplómatísku hrakfar- ir Bandaríkjanna í þessu máli voru endanlega stað- festar með samþykkt fasta- nefndar Alþjóðasiglingaráðs- ins í London í fyrradag, þar sem bandaríski fulltrúinn studdi einn þá kröfu stjóm- ar sinnar að ráðið beiti sér fyrir banni á Kúbusiglingar allra skipa sem eru innan þéss vébanda. Bandaríkja- stjóm hefur því þegar tekið þann kost. að því fréttir frá Washington herma, að hopa í þessu máli. George Ball að- stoðarutanríkisráðherra sagði Hækkerup, utanríkisráðherra Dana að hinum boðuðu refsi- aðgerðum myndi ekki verða beitt nema þegar annars væri ekki kostur 4ð sjálfsögðu bera Bretar og aðrar siglingaþjóðir Vest- ur-Evrópu fyrir sig alþjóða- lög í andstöðu sinni við hinar bandarísku kröfur. En fslénd- ingar t.d. þekkja of vel hvernig Bretar virða alþjóða- lög og rétt á hafinu þegar hagsmunir þeirra eru annars vegar til að trúa þeim fvrir- slætti Önnur skýring á and- stöðu brezkra og annarra skipaeigenda í Vestur-Evrópu við hinum bandarísku kröfum er bæði nærtæk og auðskil- in: Nú Tiggia fyrir festum í böfnum á vesturlöndum kaupskip að smálestatölu hátt á aðra milljón. Það er kreppuástand á skipamark- aðnum Hins vegar er talið að Kúbusiglingar skipa af vesturlöndum færi eigendun- um í aðra hönd 4.500—5.000 milljónir króna árlega. ás. pUSTWAUIll^ * I A

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.