Þjóðviljinn - 20.10.1962, Side 1

Þjóðviljinn - 20.10.1962, Side 1
Laugardagur 20. október 1962 — 27. árgangur — 228. tölublað. Lík Valgeirs fannst við Eyrarbakka I morgmn fannst rekið i í fjörunni á Eyrarbakka bk Valgeirs Geirssonar stýri- manns, sem fórst, þegar vélbáturinn Helgi Hjálm- arsson strandaði í Selvogi sl. mánudag. Samkvæmt uppl. Sigurðar Kristjáns- sonar hreppstjóra á Eyrar- bakka, taldi héraðslæknir þar iíklegt, að Valgeir hefði látizt af höfuðhöggi. Lík Valgeirs var flutt til Hafn- arfjarðar í gær. Togarasölur Togarin Víkingur seldi í Bremerhaven í gærmorg- un, 150 tonn fyrir 110.000 mörk. Fleiri togarar selja j ekki erlendis í vikunni. Þing iðnnena sett í dag KL 2 síðdegis í dag verður 20. þing Iðnnemasambands ís- lands sett i Breiðfirðingabúð (uppi). Um 40 fulltrúar frá iðnnema- félögum víðsvegar af landinu munu sitja þingið, en helztu mál þess verða: Iðnfræðslan, kjara- mál iðnnema og skipulagsmál sambandsins. Öllum iðnnemum er heimilt að hlýða á umræður á þinginu með- an húsrúm leyfir. Gert er ráð fyrir að þinginu ljúki annað kvöld. Fischer braut FIDE-reglurnar á Olympíumétinu Einar Olge'rsson á Alþingl i gœr: Lánsféð, sem almenning skortir „fryst" í Seðlabankanum er Það er til nóg fjármagn í landinu til þess að^ leysa vandræði þeirra fjölmörgu húsbyggjenda, sem eru að komast í algert þrot með íbúðir sínar vegna hins gífurlega aukna byggingar- kos’tnaðar af völdum „viðreisnarinnar“. í Seðlabankanum eru frystar um 490 milljónir króna af sparifé landsmanna, — f jármagn, sem almenning vantar tilfinnanlega. Afleiðingamar af „viðreisnarstefnunni“ eru m.a. þær, að á árinu 1961 var aðeins hafin bygging 770 íbúða, eða rúmlega helmingi færri en 1959. Þessar athyglisverðu staðreyndir komu m.a. fram í ræðu Einars Olgeirssonar á Alþingi í gær, er hann mælti fyrir frumvarpi nokkurra þingmanna Alþýðubandalagsins um útvegun lánsfjár 'til íbúðabygginga. Sjá nánar á S.síðu Kindur fyrír jeppa- bifreið áMikiubraut l'm kl. 13.10 i gær varð það óvenjulega slys hér í borginni, á Miklubraut skammt fyrir vestan Háaleitisveg að tvær kindur urðu fyrir jeppabifreið og slös- uðust þær svo mikið að það varð að farga þeim. Jeppabifreiðin var á leið vest- ui eftir Miklubrautinni á eftir fleiri bílum er kindumar tvær hlupu allt í einu norður yfir götuna i veg fyrir bílinn. Bif- reiðarstjórinn hemlaði og reyndi að sveigja frá kindunum en gat- an var bæði blaut og hál og tókst honum ekki að forða því að jeppinn lenti á kindunum. Slösuðust þær svo mikið að bif- reiðarstjóri er kom þarna að rétt á eftir tók það ráð að lóga þeim báðum strax. Jeppinn var ekki á mikilli ferð og verður óaðgæzlu bifreiðarstjórans vart kennt um þetta slys, sagði um- ferðarlögreglan í gær við frétta- mann Þjóðviljans. Önnur borhola 18/10. — I Norðuriandsborfnn Iðnaðarsvæðið við Grensásveg r) Mislingafaraldnr RAUFARHÖFN 17./10. — Mis- lingafaraldur hefur gengið hér í sýslunni að undanfömu. Hefur þrennt látizt úr veikinni. Tveir miðaldra bræður á, Hóli í Keldu- hverfi, bændur þar, og ung stúlka á Brekku í Núpasveit. Að sögn héraðslæknisins á Raufar- höfn, hafa 60—70 manns lagzt í veikinni hér, aðallega börn á aldrinum 7 til 8 ára. Var skóla- haldi frestað um vikutíma af þeim sökum. L — F ÓLAFSFIRÐI morgun hóf að bora aðra holu á jarðhita- svæðinu á Skeggjabrekkudal. Er hún skamt frá hinni fyrri, en ofar í fjallinu. í morgun var holan orðin 30 metra djúp, en ekki var þá neitt vatn komið í hana. Að þessari borun lokinni mun borinn eiga að fara til Húsavíkur. Nú mun ákveðið, að fenginn verði höggbor til að bora eftir heitu vgtni á svonefndum Flæð- um vestan bæjarins. Er það að ráði Gunnars Böðvarssonar verkfræðings. Ef heitt vatn fæst þar, verður ólíkt hagstæðara að nýta það en vatnið af Skeggja- brekkudal, vegna þess hve ör- stutt þetta er frá bænum. Sveinn. Rétt fyrir Olympíuskákmótið sem nýlokið er í Vama í Búlg- aríu var Iögum Alþjóðaskáksam- bandsins (FIDE) breytt á þá leið að bannað var að semja jafntefli innan 30 leikja nema sama staðan hefði komið upp þrisvar í röð í skákinni. Bandaríski stórmeistarinn Bobby Fischer, sem mjög hefur ásakað sovézka skákmeistara fyrir að semja ótimabær „stórmeistara- jafntefli“ snemma í skákum varð til þess á Olympíumótinu að þverbrjóta þessa nýju reglu og iét áminningar skákstjóra sem vind um eyru þjóta. Er Bandaríkin og Búlgaría tefldu saman samdi Fischer jafn- tefli á 1. borði* við Padevski eftir aðcins 16 leiki og var það í þriðja sinn er hann braut þeSsa nýju reglu FIDE. Skákstjórinn, Salo Flohr, skipaði þeim Fischer og Padevski þá að tefla áfram skákina upp í 30 leiki en Fisch- er harðneitaði og Iabbaði burt. Flohr setti þá í gang klukku Fischers og lét hana ganga á hann en Fischer skeytti því engu. Gekk klukkan alllengi á Fischer og varð uppi fótur og fit á mótinu við þennan óvenju- lega atburð og fylgdust menn spenntir með hverju fram yndi. Allt í einu var klukka Fischers stöðvuð á ný og tilkynnt að skákin hefði orðið jafntefli. Hafði mótsstjómin þá gefizt upp á því að knýja Físcher til hlýðni, enda hefði það vafalaust haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar, ef dcilunni hefði verið haldið til streitu og Fischer hefði tapað skáldnni á tíma. Þessa skemmtilegu sögu sagði Arinbjöm Guðmundsson skák- meistsuri fréttamanni Þjóðviljans í gær, en á 12. síðu er viðtal við hann um Olympíumótið og frammistöðu íslenzku keppend- anna þar. Castro fagnar Ben Bello Myndin er tekin í Havana þegar Ben Bclla, forsætisráðherra Serkja, kom þangað, en Kúba er fyrsta landið sem Ben Bella heimsækir eftir að hann tók við embætti sínu. Náin tengsl hafa verið lengi verið milli byltingar- hreyfinganna á Kúbu og í Alsír. Castro forsætisráðherra fagnar Ben Bella, en Dorticos forseti sést með þeim á myndinni. (Fleiri myndir era á 3. síðu) Oheppilegur dráttur orðinn á undirbúningsframkvæmd 20-30 RJ0PUR Á MANN Borgarnesi 19/10 — Rjúpnaveiðitímirrn hófst sl. mánudag, en síðan hefur ekki verið fært til veiöa sökum roks og rigninga nema part og part úr degi. Veiðimenn telja, að talsvert meira sé af rjúpu nú en undanfarin ár og að veiðiútlitið sé allgott, ef veður ekki hamli. Gunnar Giilmundsson í Fornahvammi var að veiðum á Holta- vörðuheiði i gær ásamt fleiri mönnum og munu þeir haía fengið 20—30 rjúpur hver. A fundi borgarstjórnar Reykja- víkur í fyrradag ba Guðmund- ur Vigfússon fram eftirfarandi fyrirspurn til borgarstjóra: „Hvenær má ætla að iðnað- arsvæðið við Grensásveg vcrði gert byggingarhæft og að lóða- úthlutun þar geti farið fram“. Borgarstjón, Geir Hallgríms- son, gaf þau svör. að væntanlega yrði hafizt handa í þessari eða næstu viku um holræsagerð og götulagningu L þeim hluta svæð- isins þar sem þeim framkvæmd- um er enn ekki lokið, en hægt væri að hefja byggingafram- kvæmdir þegar við Grensásveg. Taldi borgarstjóri að það mjmdi taka 3—4 mánuði að gera svæðið byggingarhæft. Borgarstj. sagði að ætlunin hefði verið að ljúka þessum undirbúningsframkvæmd um í sumar, en beðið hefðí verið eftir stofnun fyrirtækisins Iðn- garða h.f. sem ýmis iðnfyrirtæki standa að. Hefði Iðngörðum ver- ið gert að svara því fyrir 20. þ. m. hve mikinn hluta af svæðinu fyrirtækið teldi sig þurfa að fá til afnota. Guðmundur Vigfússon þakkaði borgarstjóra fyrir greinargóð svör. Minnti hann á, að undan- farið hefðu verið mikii vand- kvæði á þvi að fá lóðir undir iðnaðarhúsnæði og hefði það staðið mörgum iðnfyrirtækjum fyrir þrifum. Fyrir borgarstjórn- arkosningamar í vor hefðu verið lagðir fram uppdrættir sk^n lagi þessa iðnaðarsvæðis en síðan hefði lítið verið gert. Væri þessi dráttur á undirbúningsfram- kvæmdum óheppilegur, þar sem fleiri aðilar ættu hér hlut að máli en samtök iðnrekenda. Kvaðst hann að lokum vona, að þær áætlanir stæðust, sem borg- arstjóri hefði lýst í svarræðu sinni. Enginn árangnr I gærkvöld boðaði sáttasemjari fund með aðilum í deilunni um síldveiðisamningana. Fundurinn stóð enn yfir laust fyrir miðnætti er blaðið hafði síðast fregnir af honum og voru ekki taldar nein- ar horfur á lausn á deilunni í nótt. Skálaferð um helgina — ÆFR

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.