Þjóðviljinn - 20.10.1962, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 20.10.1962, Blaðsíða 3
Laugardagur 20. október 1962 Það er ekki sama hver maðurinn er Haft fyrir satt vestra ÞJÓÐVILJINN SÍÐA 3 Ben Bella heílsar Stevenson, full- trúa Bandaríkjanna hjá SÞ. . . Enn óráðið hvort Krústjoff fer vestur um haf í haust WASHINGTON 19/10 — Frétta- ekki afráða hvort hann skuli ritarar segja að í Washington sé fara vestur um haf fyrr en hann nú talið að Krústjoff, forsætis- hefur fengið skýrslu Gromikos ráðherra Sovétríkjanna, muni' utanríkisráðherra um viðræður Tsarapkin í Genf: . . . og hér Gouvre de Murville, utanríkisráðherra Frakka . . . Bandaríkinkunnaá kjarntilraunamæli . . . og hér Andrei Gromiko, ut- anríkisráðherra Sovétríkjanna .., Kúbu. og hér Dorticos, forseta GENF 19/10 — Fulltrúar Banda- ríkjanna, Sovétríkjanna og Bret- lands komu aftur saman á fund í Genf í dag að tilhlutan sov- ézka fulltrúans Semjons Tsar- apkins, og á fundinum ljóstraði hann því upp, að í Bandaríkjun- um hefði verið fundið upp mjög fullkomið tæki til að mæla kjarnasprengingar hvar sem þær erú gerðar á hnettinum. Tsarapkin sagði að vísinda- maðurinn dr. Frank Press við háskólann í Kalifomíu hefði fundið upp þetta tæki, en Banda- ríkjastjóm hefði ákveðið að stinga þessu tæki undir stól til Strigapokar eru taldir hergögn! NEW YORK 19/10 — Samband hafnarverkamanna á áustur- strönd Bandaríkjanna gaf i dag félagsmönnum sínum fyrirmæli um að neita öllum skipum grísks skipafélags um afgreiðslu, en fé- lagið á um 20 skip. Fram- kvæmdastjóri sambandsins, Glea- son, gaf þá skýringu á banninu að það hefði fengið órækar sann- ar.ir fyrir því að eitt skipa fé- lagsins hefði flutt strigapoka frá Indlandi til Kúbu og mætti ætla að strigapokar þessir myndu notaðir til virkjagerðar. Bandaríkjastjóm hefur sem kunnugt er hótað að beita öll þau skipafélög refsiaðgerðum sem flytja vopn og hergögn til Kúbu. aö geta haldið til streitu kröfu sinni um njósnaaðstöðu í Sovét- ríkjunum í skiptum fyrir sam- komuiag um bann við ölium til- raunum með kjamavopn. Bandaríski fulltrúinn, Charles Stelle, viðuri;<andi að vissar framfarir í sni5& slíkra mæli- tækja hefðu orðfcý en mikið starf væri enn eftir, áður en smíðuð yrðu mælitæki, sem veittu full- komnar upplýsingar um allar grunsamlegar jarðhræringar. Hinn nýi utanríkisráðherra Svía Torsten Nilsson, flutti í dag jómfrúræðu sína á allsherjar- þiijgi SÞ. Hann lagði til að stór- veldin kæmu sér saman um að gera hlé á öllum kjamaspreng- ir.gum meðan samningar stæðu enn yfir um algert bann við þeim. Hann tók þannig undir þá tillögu sem Sovétríkin hafa bor- ið fram en vesturveldin hafnað, aö slíkt hlé verði gert frá ára- mótum um óákveðinn tíma. Hins vegar fór hann fram á það við Scvétríkin að þau létu af and- stöðu sinni við allt eftirlit í þeirra landi og að þau féllust á það eftirlit sem að áliti hlut- lausra ríkja væri sanngjarnt og óhjákvæmilegt, ef framfylgja ætti banninu. þær sem hann og Kennedy for- seti áttu í gær, en þeir ræddust við í tvær klukkustundir. Að loknum fundi þeirra ræddi Gromiko í fjórar stundir við Rusk utanríkisráðherra, en tals- maður bandaríska utanríkisráðu- neytisins sagði eins og vanja er til eftir slíkar viðræður, að ekk- ert sérstak hefði komið fram í þeim. Mjög gagnlegir Gromiko lék við hvem sinn fingur þegj^ hann ræddi við blaðamenn eftir fundinn með þeim Kennedy og Rusk og sagði að viðræðurnar hefðu verið mjög gagnlegar og bæði ríkin reyndu nú sitt til að bæta sam- komulagið sín á milli. Hann var spurður beinum orðum hvort Krústjoff myndi koma til Banda- ríkjanna, en sagði að „sem stæði“ gæti hann ekkert um það sagt. Vesturlenzkir diplómatar í Moskvu eru bomir fyrir því að allt bendi til þess að Krústjoff hafi enn enga ákvörðun tekið um vesturferð. Hann er sagður hafa sagt við Kohler, hinn nýja sendiherra Bandaríkjanna í Moskvu, að honum væri ekkert hugleikið að hitta Kennedynema einhver von væri til þess að fundur þeirra bæri árangur. FJértán dauða- SANA 19/10 — Hæstiréttur í Jemen hefur dæmt fjórtán menn, aí þeim átta úr konungsættinni sem ríkti í landinu til skarnms tíma, til dauða. Meðal hinna dauðadsemdu er Hassan prins, sem nú hefur tekið við forystu kcnungsættarinnar. Hann var í London þegar lýðveldissinnar gerðu byltinguna, en er nú í Saudi-Arabíu. Siglingabannið á Kúbu Líbería fús til að láta að vilja USA WASHINGTON 19/10 — Enn bólar ekkert á því að hinar boð- uðu refsiaðgerðir Bandaríkjanna gegn siglingaþjóðum sem eiga skip í Kúbuferðum komi til framkvæmda, en hins vegar hafa tvö þau ríki sen cinna háðust eru Bandaríkjunum lýst sig fús til að hlýða banni þeirra við siglingum á Kúbu. Annað þessara ríkja er Líber- ía á vesturströnd Afríku, sem stofnað var að undirlagi Banda- ríkjamanna og hefur jafnan hlýtt boði og banni þeirra í einu og öllu. Mörg bandarísk skipafélög skrá skip sín í Líberíu til að sleppa við að greiða háa skatta í heimalandinu og þurfa að hlíta ákvæðum laga og samninga um stærð áhafna, kaup, öryggisút- búnað og annað það sem auk- inn kostnað hefur í för með sér fyrir útgerðina. Bandarískari en Bandaríkjastjórn Stjórn Líberíu hefur m. a. s. gengið skrœfi lengra en Banda- ríkjastjórn sjálf: Hún segist munu banna öllum skipum sem sigla undir Líberíufána allar sigling- ar á Kúbu. Bann Bandaríkja- stjórnar nær hins vegar aðeins til siglinga milli sósíalistísku landanna og Kúbu. Gomulka í A-Berlín Sérfrður við A- Þýzkaland bráðum BERLÍN 19/10 — Leiðtogi Pól- verja, Wladyslaw Gomulka, sagði í ræðu sem hann flutti á þjóðþingi Austur-Þýzkalands í dag, að á næstunni myndu sósí- alistísku ríkin semja sérfrið við Austur-Þýzkaland, ef vesturveld- in höfnuðu friðarsamningum við þýzku ríkin. Hann sagði að hemám Vest- ur-Berlínar af hálfu vesturveld- anna hefði ekki lengur við neitt að styðjast, en hefði um langan tíma verið í nánu samhengi við hvers kyns lagabrot og brot gegn austurþýzkum landshagsmunum Vestur-Berlín ætti að verða frjáls og afvopnuð borg, sem öll ríki hefðu frjálsan aðgang að, . i^,, , , . . Fáfi er þreyftur Það leynir sér ekki á myndinni að Jóhannes páfi er þreyttur. Og það er ekki nema von, þvi að maðurinn er vel við aldur, kominn yfir áttrætt, en hann hefur ærið að starfa á hinu mikla kirkju- þingi sem nú stendur yfir í Páfagarði. Starf þingsins mæðir mjög á páfanum sjálfum, því að hann er sjálfkjörínn formaður mið- nefndar þingsins sem fjalla mun um öll hin vandasamari mál sem þar verða *ekin fyrir. Brefar og EBE Gengur hvorki né rekur í viðræðum MELAVÖLLUR 1 dag (laugardag) kL 3.30 leika til úrslita FRAM KR Forsala aðgöngumiða frá kl. 1 á Melavellinum. Komið tímanlega Forðizt þrengsli. jafnframt því sem fullveldi Aust- ur-Þýzkalands væri viðurkennt. Gomulka, Cyrankiewicz for- sætisráðherra og Ulbricht, for- seti Austur-Þýzkalands, skoðuðu í dag múrinn á mörkum borgar- hlutanna í Berlín. Yfirmaður þýzka alþýðuhersins í Austur- Berlín, Helmut Poppe, var £ fylgd með þeim. BRUSSEL 19/10 — Það gengur hvorki né rekur í þeim viðræð- um fulltrúa Breta og Efnahags- bandalags Evrópu sem farið hafa fram síðan ráðherranefnd banda- Iagsins kom síðast saman 8. okt. Á þeim tíma hefur einkum verið rætt um þrjú atriði: Land- búnaðarframleiðslu Breta sjálfra, ýmsar vörutegundir sem Bretar vilja að ytri tollmúr bandalags- Alþýðu-Kína sé tekið í SÞ NEW YORK 19/10 — Sovétríkin báru í dag fram þá tillögu á þir.gi SÞ í New York að kin- versku alþýðustjórninni yrði veitt aðild Kína að samtökunum, en sú tillaga hefur verið borin fram á hverju þingi SÞ síðan alþýðustjómin tók völdin í land- inu. Kunnugir telja ekki líkur á að málið nái fram að ganga 1 fyrra tókst Bandaríkjamönnum að fá samþykkt að upptaka Kína væri svo mikilvægt mál að ákvörðun í þv£ yrði að takast með at- kvæðum 2/3 aðildarrikjanna. En þótt fylgi við aðild Kfna hafi stöðugt farið vaxandi, telja Bar.darikjamenn, og það líklega með réttu, að nægilega mörg ríki séu þeim háð á einn eða annan hátt til að koma í veg fyrir að tillagan fái slíkan meirihluta. ins nái ekki til og auk þess um viss fríðindi til handa Indlandi og Pakistan. Öll þessi atriði verða tekin upp aftur þegar formlegar samningaviðræður milli Heath ráðherra og samn- ingamanna bandalagsins hefjast aftur, en ekkert er enn sem bendir til þess að bandalagið muni verða við óskum Breta. Belgíustjórn hefur lýst sig samþykka tillögu ítölsku stjóm- arinnar um að utanríkisráðherra EBE-landana komi sama á fund í næstu viku og hafa þá allar ríkisstjómir Æamþykkt þá tillögu. Ráðherramir munu væntamlega hittast á fimmtudaginn kemur. Hollenzka stjórnin mun þeirr- ar skoðunar að bjóða eigi brezka utanríkisráðherranum að sitja íundinn, þar sem ræða á um umsóknir Breta og annarra landa um aðild að bandalaginu, en Frakkar munu vera þvi andvíg- ir. 19 stiga hiti í gær á Dalatanga 1 gær gekk hitabylgja yfir landið og komst hitinn mest upp í 19 stig á Dalatanga. Kl. 6 síödegis í gær var þar 17 stiga hiti og sömuleiðis var 17 stiga hiti á Akureyri. Var lang hlýj- ast norðanlands og austan. Hita- bylgja þessi stafar frá háþrýsti- svæði yfir Bretlandseyjum. Tékkneskur diplómat í USA myrti konu sína og skaut sjáifan sig NEW YORK 19/10 — Einn af starfsmönnum tékknesku sendi- nefndarinnar hjá SÞ, Karel Ziska, drap í gær konu sína og skaut síðan sjálfan sig eftir að hafa árangurslaust reynt að komast undan lögreglumönnum. Lögreglumennirnir voru þó ekki á eftir honum fyrir konu- morðið, heldur hafði hann lent í árekstri í New York á bíl sín- um. en hélt þó áfram ferð sinni í Cadillacbíl sendinefndarinnar, eins og ekkert hefði í skorizt. Lögreglubíll v.ar þá sendur á eftir honum, og hófst þá æðis- genginn eltingarleikur. ' Hann lenti í öðrum árekstri og gat lögreglan þá náð honum. Hann sýndi lögreglumönnunum dipló- mataskilríki sín og varvþá sleppt aftur. Skaut sig Hann hélt þá áfram ferðinni á ofsahraða um New Jersey og Pennsylvania. Þar urðu lög- reglumenn aftur varir við hann og hófu eftirför. Eltu þeir bíl hans lengi og gáfu honum merki um að stanza. en hann jók bara ferðina og komst upp í 176 kæ. á klukkustund. Gripu þeir þá til þess bragðs að skjóta á bíl- inn og fór hann út af veginum. Hófst nú skothríð á milli Ziska og lögreglumannanna. en að lokum skaut hann sig sjálfan. Honum var ekið í sjúkrahús og þar lézt hann í dag. Lík konu hanns flnnst Lík konu hans fannst í að- . setri tékknesku sendinefndarfam- ar í New York í mor.gun. Við hlið þess lá bréf þar sem Ziska játaði að hafa drepið konu sína og sagðist ætla að stytta sjálí- um sér aldur. Tékkneska sendinefndin féllst þegar í stað á að bandaríska lögreglan fengi aðgang að bú- stað hennar, enda þótt hún hefði getað neitað því vegna sér- réttinda sem diplómatar njóta. Bandarísk yfirvöld sögðust þó ekki myndu skipta sér neitt frekar af morðmálinu, þar sem morðið hefði verið framið á „erlendri grund“. Tékkneska sendinefndin gaf út yfiriýsingu um málið þar sem segir að ekki hafi annað verið vitað en að Ziska og kona hans hefðu lifað í hamingjusömu hjónabandL <

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.