Þjóðviljinn - 20.10.1962, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 20.10.1962, Blaðsíða 6
ÞJOÐVILJINN t,augardagur 20. október 1962 Konan fékk mann sinn „léð- an“ úr fang- elsinu — Ég er ekki nema 30 ára J gömul. Ég cr algjörlega eðli- ( ' leg ung kona og því finnst ( mér ég hafa hinar eðlilegu ( þarfir. Þannig komst sænsk í* kona að orði í bréfi tii yfir- ( valdanna í fangelsi einu. Eig- inmaður hennar hefur verið dæmdur í ianga fangelsisvist. Þau eiga sex biirn. — Undanfarið hef ég átt við mikla erfiðleika að etja, segir í b'réfinu. Það er ekki eðlilegt að hjón séu aðskilin í svo iangan tíma. En ég hef verið manni mínum trú og haldið hjónabandinu saman. En nú vcrð ég að lýsa því yfir að þetta gengur ekki leng- ur. Ef maður minn fær ekki tækifæri til að heimsækja mig öðru hvoru get ég ekki annað en gefizt upp. Þar sem ég hef alltaf reynt að vera hreinskilin verða af- leiðingarnar þær að hjóna- bandið fer í kaidakol. Ég hef það nógu erfitt sem stendur og ég verð að fá hann heim til þess að gcta haldið á- fram. Ég bið því um að slíkt leyfi verði veitt innan hálfs mánaðar. Eftir það ætti ég að komast af þar til hann fær sitt venjulega leyfi í janúar. . . . Yfirvöldin urðu við bón konunnar og veittu mannin- um heimfararleyfi. Alræmdur bófi var í fyigd með ráðherranum Þegar Franz-Josef Strauss, landvarnaráðherra Vestur-Þýzkalands, fór í opinbera heimsókn til Tyrklands valdi hann alþjóðlegan fjárglæfra- mann til fylgdar sér. Frá þessu segir Hamborgar- blaðið Die Zeit. Segir blaðið að glæframaðurinn hafi aflað sér frægðar með því að rita frásagnir af glæpum sínum í fangelsi og birta þær í viku- blaði einu. Þorparinn var ráðinn til þess að gera kvikmynd fyrir land- varnaráðuneytið vesturþýzka Ekki er enn vitað hvemig þessi ráðstöfun féll Tyrkjum í geð, segir Die Zeit. Þeir létu ekki álit sitt I Ijós og því er ekki vakið máls á þessum atburði fyrr en í dag. Soilfir fyrir Strauss Upplýsingar um þennan ein- Sex milljénum LONDON 18/10 — Fjórir ræn- ingjar stöðvuðu í dag á götu í Chelsea í London póstbíl og komust undan með 50.000 sterl- ingspund (6 millj. kr.) sem í honum voru. Bíll beið eftir þeim á næsta leiti og komust þeir und- an í hcmum. er að deyja í í Bandaríkjunum Eins dauði er annars brauð. Þetta máltæki er heldur betur orð að sönnu í Bandaríkjunum. Þar er svo komið að fólk hef- ur tæpast efni á bví að deyja. Á síðastliðnum áratug hefur kostnaður við meðaljarðarför aukizt um 40 prósent en fram- færslukostnaðurinn aðeins um 15. Fyrir það fé sem varið er til einnar meðaljarðarfarar í Bandaríkjunum væri unnt ..ð kaupa sjónvarpstæki. þvottavél, strokvél. uppþvottavél og kæli- skáp Fjöldi útfararstofnana hefur aukizt í réttu hlutfalli við verðið og „samband útfar- arstjóra" fullyrðir að útgjöldin aukizt stöðugt án bess að sam- keppni um verð verði við kom- ið innan starfsgreinarinnar. Hinar fáránlega dýru jarðar- farir hafa orðið til þess að fólk hefur leitast við að taka hönd- um saman til að tryggja sér út- fari.r við hóflegu verði. En það er ekki „fínt“ að hverfa aftur til moldarinnar á ódýran hátt og veitist því fólki erfitt að beygja stóru fyrirtækin með háa verðlagið. Ein af orsökum hinna feykilegu verðhækkanna er sú ,að algengt er orðið að smyrja hina dauðu. Fegrunarlyfjaiðnaðurinn hef- ur komizt langt á þessu sviði og komið til leiðar að nú er það „góður siður" að láta hina dauðu líta út sem iifandi væru. „Fallegt lík“ er vígorðið. Sem betur fer erum við langt á eftir Bandaríkjamönnum á þessu sviði. Margir Bandaríkja- menn munu telja greftrunarsiði okkar hina villimannlegustu. kénnilega kunningsskap striðs- ráðherrans eru í greinaflokki sem Otto von Loewenstem skrif- ar um þessar mundir fyrir Die Zeit. Útgefandi blaðsins er dr. Gerd Bucerius. en hann var til skamnts tíma þingmaður fyrir Kristilega demókrataflokk- inn. Tilgangurinn með greinaflokkn- um f Die Zeit getur varla ver- ið annar en sá að spilla mögu- leikum Strauss til að verða arf- taki Adenauers sem kanzlari. ! sömu greininni og fjallað er um Tyrklandsför striðsmálaráð- herrans er getið um annan at- býglisverðan atburð og er það heimsókn Adenauers til Johann- es Evangelist Kapfinger blaða- útgefanda í Passau. Kapfinger þessi er einn af mörgum og misjöfnum kunningjum Strauss. Adenauer gisti melludólg Kapfinger er alræmdur vegna fjTri afskipta af stjómmálum, rcgsherferð sína á hendur Willy Brandt, borgarstjóra i Vestur- Berlín, hlutdeild sína í FIBAG- hneykslinu fræga og kynlíf sitt, en hann hef-ur verið ákæröur um vændismiðlun. Die Zeit skýrir frá þvi að Strauss hafi komið Kapfinger á framfæri í Bonn og hafi Adenauer veitt honum áheym. Skömmu síðar fór kanzlarinn ti! Passau í boði Kapfingers. Greinaflokknum í Die Zeit er enn ekkj lokið og í Bonn bíða menn í ofvæni eftir nýjum aíhjúpunum. 0e Saulle enn í sjóuvarpinu PARÍS 18/10 — De Gaulle beitti enn i dag skæðasta vopni sínu í kosningabaráttunnj fyrir þjóð- aratkvæðagreiðsluna sem verður arjran sunnudag, sjónvarpinu. I sjónvarps- og útvarpsræðu end- urtók hann þá hótun sína að segja af sér þegar í stað, ef til- laga hans um breytingu á ákvæð- um stjómarskrárinnar um for- setakjör fengi ekki meirihluta at- kvæða. Myndatcxtarnir í Jcunc Afrique cru ekki samdir á neina tæpitungu. Einn þeirra hljóðar svo: „Óþol- andi fýla er í þann veginn að kæfa gestinn um leið og hann kcmur inn í „sjúkrastofuna". Dr. Schweitzer . hefur gengið hér um daglega og vani zt þefnum. Hvorki skíturinn né saurlífið sem sjúkl- amir lifa í snertir hann'* Sjúkrahús Sch weitzer hið lakasta / Þar rak að því. Loks hafa Afríkubúar hafið upp raust sína og sagt meiningu sína um Albert Schweitzer. Við sem búum á öðru heimshorni höfum hingað til litið á Schweitzer sem heilag- an mann sem fórnar líf sínu fyrir fá'tæka svert- ingja. En í Túnisblaðinu Jeune Afrique kveður við annan tón. Segir það að sjúkrahúsið í Lámbar- éne sé hin argasta svínastía. Myndir frá sjúkra- húsinu sem blaðið birtir styrkja vægast sagt þessa fullyrðingu. Ritstjóramir við Jeune Afri- que vita hve torvelt er að ganga milli bols og höfuðs á goðsögn. Þeir ganga því hreint til verks og reiða hátt til höggs. — Þetta er alþjóðlegt feimn- ismál, sagði blaðið. — Allur heimurinn veit það. en enginn þorir að tala um það. Dr. Albert Schweitzer hefur verið i Gabon i 49 ár. Frægð hans hófst fyrir 20 árum. Þúsundir gesta hafa komið til Lambaréne. Allir hafa getað séð það sem við nú sýn- um með myndum. Enginn hefur skýrt frá bví. Lokaðir gjafabögglar Að vísu hafa allmörg blöð og tímarit gagnrýnt Schweitzer og starf hans á undanfömum ánim. En þó eru milljónir manna hvar- vetna í heiminum sem trúa því að hann sé dýrlingur nútímans. Ekkert blað hefur ráðizt iafn- harkalega gegn honum og sjúkrahúsi hans sem Jeune Afri- que. Blaðið heldur áfram. — Til- finningasemi á lágu stigi er stöð- Jesús er læknir okkar ■blóðgjöf ónauðsynleg endur trúflokksins allri læknishjálp. afneita „Jesús er læknir okkar, aðra læknishjálp þurfum við ekki,” segir Walter Fetzer, 33 ára gamall járnbrautastarfsmað- ur frá Siissen í Wurtcpberg í V estur-Þýzkalandi. Af þeim sökum fengu lækn- ar staöarins ekki leyfi tii að gefa dauðsjúkri konu hans blóð, enda þótt þeir væru sannfærðir um að geta bjarg- að Iífi hennar mcð því móti. Konan dó fjórum kiukkn- stundum eftir að hún hafði aiið fjórða barn sitt. Hún vildi sjálf heldur ekki þiggja nokkra læknishjálp. Klukkustundum saman reyndu læknarnir að fá Fetz- er til að láta undan, en nann kvaðst leggja allt í hendur guðs. Hann hefur nú verið dæmdur í átta mánaða fang- elsi. Lögfræðingur hans áfrýj- aði dómnum. Náðargjöfin Trúin er náðargjöf. segir Ruccius lögfræðingur. Frú Fetzer dó í trúnni og nú lif- ir hún í alsælu á himnum. Fetzer og lögfræðingur hans eru báðir meðlimir i trúflokki er nefnist „Evan- gelíska bræðralagið“. Áhang- Örannsakanlegir vegir — Ég trúði á mátt bænar- innar og treysti á guð. Ég mun gera slíkt hið sama aft- ur, sagði Fetzer fyrir réttin- um. Hann er sannfærður um að það var bezt að svo fór sem fór. Vegir guðs eru ó- rannsakanlegir. Ríkissaksóknarinn hefur einnig áfrýjað dómnum: — Ég vil ekki vera samsek- ur í því að örlög móðurinnar bíði einhvers hinna fjögurra barna Fetzers, segir hann. Málstað sínum til framdráttar benda Fetzer. og lögfræðing- urinn á það að í v.-þýzku stjórnarskránni er kveðið á um trúarbragðafrelsi. ugt viðhaldið með feykilegri auglýsingastarfsemi. Góðar sálir eru hrærðar vegna „hinnar þrotlausu baráttu gamla og fá- tæka læknisins sem fórnar lífi sinu til að hjúkra svertingjun- um“ Gamlar konur senda póst- ávísanir til að írelsa sálu sína. | Við vitum um eina í Bandaríkj- unum sem sendir Schweitzer 200 doliara mánaðarlega. Þar að auki eru honum gefin lyf. upp- skurðartæki og margt fleira í stórum stfl. — Hvað gerið þér við þetta alltshman? spurði einn frétta- ritara okkpr hann. — Ég nota það. sagði Schweit- zer. 1 raun og veru liggja kassarn- ir í skítnum og eru aldrei opn- aðir. Kynþáttamisrétti mitt í umbótunum — Sannleikurinn er sá, segir Jeune Afrique, að Gabon er einna bezt sett allra Afríku- ríkja hvað snertir aöstöðu til lækninga. Hinir 445.000 íbúar hafa fjögur stór sjúkrahús. .0 lækningastöðvar, 22 geislalækn- ingastöðvar, níu flokka sem ferðast um til að annast heil- brigðisuppfræðslu og sjúkdóma- vamir, tvær fæðingardeildir og bamasjúkrahús. Skipulagðar bólusetningar hafa svo til út- rýmt hitabeltisgulu og bólusótt. Holdsveiki. hin hræðilega svefn- sýki og mýrarkalda eru á stöð- ugu undanhaldi. Mitt í þessari umbótaviðleitni er gapandi sár, sorpræsi, bað sem kallaö er „sjúkrahúsið í Lambar- éne“ sem rekið er samkv. lög- máli kynþátlamisréttisins. Sjúk- lingar bera merkisspjöld: „Inn- fæddur" fyrir Afrikumenn og „Evrópumaður“ fyrir þá kyn- blöndun. Jafnvel þeir vinsamlegustu meðal gesta Schweitzera hafa viðurkennt að sjúkrahús hans er eitthvað það frumstæðasta í heimi. Salerni hefur enn ekki verið komið upp (eftir 49 ár og þrátt fyrir allar gjafirnar). I stað skolpræsa eru rennur undir beru lofti. Blóðistorknar sára- umbúðir fljóta hægt niður eftir þeim. Lélegasta hjúkrun í allri Afríku Dr. Schweitzer hefur eina meginreglu: „Rétt er að hinir innfæddu þjáist, læknist eða deyi í sínu eðlilega umhverfi". Þar af leiðandi koma sjúklingam- ir með fjölskyldur sínar og dýr til sjúkrahússins — þrátt fyrir saurlifnaðinn og þrátt fyrir smit- unarhættuna — og þar af leið- andi búa þeir sjálfir til mat sinn. — „Ég gef þeim matinn'S segir hinn mikli hvíti læknir, „þeir matreiða hann sjálf og þá ei ekki annað unnt að segja en að allt sé í bezta lagi“. Greininni lýkur 'með þessu: Þrjú eru þau atriði varðandi Schweitzer-málið sem vekja sér- staka athygli: 1. Allur heimurinn heldur að hvergi í Afríku sé unnt að fá læknishjálp nema í Lambaréne, en sannleikurinn er Sá að hjúkr- unin f sjúkrahúsi dr. Schweitz- ers er sú lakasta sem um getur í allri Afríkú. 2. Meðan Gabon reynir að endurbæta heilsugæzlu sína með gcðum árangri eru læknisað- ferðir Schweitzers hreinasta hneyksli. 3. Til hvers eru allar gjafimar sem sendar eru til Lambaréne notaðar? Voru tíu vifcur á n'óMu skeri Fyrir tveim og hálfum mán- uði fórst lystibátur á Kyrrahafi. Skipbrotsmenn björguðu sér á Iand á nöktu kóralrifi. Þar drógu þeir fram lífið á regnvatni og kræklingi þar til þcir voru flutt- ir til Nýja-Sjálands fyrir fácin- um dögum. 17 menn voru um borð í lysti- bátnum sem var á siglingu frá Tonga-eyju til Ata-eyjarinnar. Aðeins 14 þeirra björguðu sér upp á rifið, 620 km fyrir sunn- an Fiji-eyjamar. Þeir smíðuðu timburfleka og þrír þeirra héldu út á hafið f leit að hjálp. Einn drukknaði á leiðinni en eftir 520 km sigl- ingu náðu hinir landi á Kadavu- eyju. Flugvél úr flugher Nýja-Sjá- lands flaug til rifsips og varp- aðí matvælum niður til skip- brotsmanna. Þeir bjuggu í jap- önskum fiskibát sem áður hafði strandað á skerinu. Síðan sótti flugbátur þá. Einn þeirra var þá látinn en annar aðframkominn vegna hinnar löngu dvalar á rifinu. á

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.