Þjóðviljinn - 20.10.1962, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 20.10.1962, Blaðsíða 7
- Sunnudagur 21. október 1962 ÞJÓÐVILJINN SÍÐA 7 HiH og þetta í náttúrunni Nef Kleópötru Hver freistast ekki til að ganga um kirkjugarða og virða fyrir sér legsteina? Það er ekki gott að vita hvernig á þessu stendur. Kannski eru menn fullir sjálfsánægju yfir því, að þeir skuli ganga um lifandi og horfa á grafir dauðra. (Einkum dauðra mik- ilmenna). Kannski vekja kirkjugarðar þægilegar og hæfilega spaklegar hugsanir. Menn hugsa um þýðingu hvers mannlegs lífs. Pascal sagði: „Hefði nef Kleópötru verið styttra hefði öll ásýnd jarðar- innar breytzt". í bókstaflegum skilningi er þetta auðvitað nokkuð vafasöm kenning. En einn franskur marxisti segir: hér er það undirstrikað að hver frumpartur lífsins tekur nokkurn þátt í því sem við vitum að er hægt: að breyta heiminum. Og vakin athygli á ábyrgð okkar gagnvart því verkefni. Grafir tónskálda Gola bærði lauf trjánna í Alexander-Nevskí kirkjugarð- inum. Þetta er rúmgóður kirkjugarður þar sem einkum eru grafir listamanna og vís- indamanna. Þarna á Dostoéfskí sér snotran bautastein. Þar er á letrað með fornlegum bók- stöfum: „Sannlega, sannlega segi ég yður: deyi ekki hveiti- kornið, sem fellur i jörðina, ver6ur það einsamalt, en deyi það, ber það mikinn ávöxt“. (Jóh. XII, 24 v.). Hver sá sem hefur hlustað á íslenzkan karlakór þekkir Bortníanskí. Hann liggur þarna undir einföldum steini. Enginn kirkjugarður hefur skotið skjóli yfir annað eins úrval af tónlistarmönnum. Svo þungur kross stóð yfir mynd af Balakíréf á gröf hans, að ekki myndi hann eiga auðvelt með að rísa upp á dómsdegi. Hvítur og mjög kirkjuslafnesk- ur kross stendur yfir mold- um Rimski Korsakofs. Á gröf Tsjækovskis er viðfelldin brjóstmynd af tónskáldinu, en í kring eru furðulega stórir og mjög leiðinlegir englar. Stór og bunglamalegur steinn hef- ur verið settur yfir Músorgski og er hann hvergi nærri boð- legur svo ágætum manni. Það er merkilegt hve fáum hefur tekizt að fá yfir sig sóma- samlegan grafstein, minnis- varða. Kirkjugarðar gefa mynd af menningarástandi hvers tíma, en ekki sem glæsi- legasta mynd. Hins vegar má tónskáldið Dargomizjkí vel við una. Á gröf hans stendur ir.d- æll drengur og leikur á flautu. í þessum garði hvílir málar- inn Sjísjkín sem málaði mynd- ina af bjarnarhúnunum sem hangir uppi í öllum matstofum þessa land. Það hafa áreiðan- lega ekki verið gerðar fleiri eftirlíkingar af nokkurri ann- arri mynd. Skammt frá Sjísjk- ín er gröf annars listamanns ívanofs. Það var hann serr vann næstum því aldarfjórð ung að risástórri mynd sem heitir „Kristur birtist fólkinu" Þessi mikla tilraun misheppn- aðist og Ivanof sem var mikill trúmaður tók það mjög nærr; sér. getið. Oft er á þær letrað langt mál og einhver vizka á latínu. Og grískar marmaraverur vaka harmi slegnar yfir kistunni. við getum nefnt dæmi: „Til dýrðar Almáttugum Guði þennan sorglega minnis- varða yfir knjas og feldmar- skálk Alexei Míkhælovítsj Golitsín sem lifði 65 ár 10 mánuði og 24 daga til gagns föðurlandinu og sínum nánustu og lézt 1783 XI október haf- andi alla ævi framið mikil og dyggðug verk hefur reist ó- huggandi eiginkona hans knjagína Darja Alexéévna fædd Gagarín“. Þarna er 18. öldin lifandi komin Aftur á móti má sjá stutta og gagnorða áletrun á gröf þess fræga hershöfðin^ja sem fór yfir Alpafjöll: „Hér liggur Súvorof". Ekkert meir. Stundum er mikil saga sögð í fáum orðum á grafsteini. Á einum er þessi áletrun: Föður mínum Alexei Palovitsj Ignat- éf, 1842—1906, frá syni hans, general-lautenant í Rauða hernum Alexei Alexeiévitsj ígnatéf. Þessir menn voru af æva- fornri aðalsætt, ætt sem var miklu eldri en keisaraættin Romanof, enda litu Romanof- arnir ígnatéfa jafnan horn- auga. Faðirinn. Alexei Pavlov- ítsj, var greifi, kommandír yfir lífverðinum, generalgúb- ernator í Austur-Síberíu og síðar general-adjúdant og með- limur ríkisráðsins. Sonurinn. Alexei Alexeiévitsj, var sömu- leiðis greifi og geníráll, barð- ist i japanska stríðinu 1905 var hermálafulltrúi rússnesk? sendiráðsins í París á heims- styrjaldarárunum fyrri. Svo kom byltingin. Alexei Alex- eiévitsj slóst ekki í för með þvi hvíta liði sem barðist gegn ráðstjórninni eins og greifa- tign hans og uppeldi bauð Hann varðveitti af samvizku- semi eigur rússneska ríkisins í Frakklandi og afhenti þær sovétstjórmnni óskertar. (Sjálf- ur sá hann fyrir sér um betta leyti með því að rækta sveppa). Síðar varð hann sov- ézkur diplómat og enn seinna hershöfðingi í Rauða hemum. Þennan veg valdi greifinn af þvi að hann elskaði fólk sitt og trúði á það, segir Erenbúrg. Ignatéf hefur skrifað endur- minningar sem hafa verið nefndar merkileg brú milli tveggja tímabila. Og þama hefur general-lautinant i Rauða hernum sett föður sínum, sem sat í ríkisráði keisarans, lítinn stein. Guðleysi í Kazandómkirkjunni við Névskí prospokt er mjög sér- Éftir ÁRNA BERGMANN Leningrad IV kennilegt safn. Það heitir safn trúarbragðasögu og guðleysis. I þessu safni er auðvitað mikið af gamalkunnum hlut- um: sýndar gamlar myndir og skýrslur um trúvillingabrenn- ur, vafasama þjónustu kirkj- unnar við herra þessa heims. Þar er t.d. mikið sagt frá rask- olníkum — þeim sem ekki sættu sig við þær breytingar sem gerðar voru á messusið- um og textum helgra bóka á 17. öld til samræmis við grisk- ar kirkjuvenjur. Raskolníkar voru ofsóttir harðlega og 18 þúsund þeirra brenndu sjálfa sig inni í örvæntingu og tóku . í Kazandómkirkjunni eru geymdar syndir trúaðra . . . bannig „óflekkaða eldskím". En engu að síður er þetta mjög spennandi safn. Það er bráðskemmtilegt að virða fyr- ir sér þá frumstæðu myndlist sem þróaðist með ýmsum af- skekktum sértrúarflokkum. Skoptsi hétu þeir sem voru . fjandsamiegastir holdinu, enda geltu þeir sig til heilagleika: þeir hafa gert glannalega mynd af holdsins lystisemdum í líki brjóstamikillar konu og svífa yfir henni tveir amúrar heldur en ekki saurugir á svip og senda örvar sínar yfir fljót lífsins tií trúaðra sem standa þar á bakkanum með döpur augu. Þarna er líka ómetanleg tafla með dýrlingamyndum og er þess getið fyrir neðan hverja mynd við hvaða kvill- um sé gott að leita til viðkom- andi dýrlings Heilagur Bonif- atsíus hjálpar mönnum til að binda endi á ofdrykkju víns. Messa „Eilíf þögn þessara enda- lausu víðerna skelfir mig“, seg- ir Pascal. Og þegar menn eru smeykir við óendanleikann há eru þeir um leið oftast farnir að leita að guði. Svo hlýtur að fara að þeir finni hann. Ég fór til messu í Alexand- er-Nevskí dómkirkjunni og varð fyrir vonbrigðum. Lesin var akafist Nikulási krafta- verkamanni. Djákninn þuldi upp úr stórri bók svo hratt og vélrænt að enginn hefur skil- ið hann. Presturinn kom öðru hvoru fram fyrir hliðið og tón- aði annars hugar eins og hann væri orðinn of seinn í kvöld- mat. Kórinn lét lítið til sín heyra. Rosknar konur lögðust á hnén' á ateingólfinu. Það er langt síðan ég hef fundið til eins mikils lífsleiða og við þessa köldu guðsþjónustu. Mér lá við að vorkenna trúuðum að þeim skyldi ekki sýndur meiri sómi en þetta. Nei, þeir sem vilja tala við guð sinn nú á dögum verða líklega að ganga út undir næt- urhimininn. hlusta á eilífa þögn stjarnanna. Sem kannski verður rofin þegar sovézkir visindamenn eða Nýalssinnar eru komnir af stað fyrir al- vöru. Dýrafræðingar sem rann- sakað hafa lífshætti hun- angsflugunnar hafa komizt að því að flugumar hafa yfir nokkurs konar „tungumáli“ að ráða, þótt frumstætt sé. Þegar býfluga hefur fundið fæðu segir hún öðrum flug- um frá þvi hvar hana sé að finna — með dansi. Einn dansinn, „hristidansinn", er dansaður í tvo hálfhringa. Á milli hringanna hristir flug- an afturhluta sinn á- kaflega og gefur þar með í skyn hve langt og í hvaða átt hinar flugumar i býkúpunni skulu fljúga til að finna fæðuna. Meðan flugan stígur dans þennan gefur hún frá sér titr- andi hljóð og skýrir þar með frá tegund fæðunnar. ★ ★' ★ Bandarískar flugvélar hafa safnað saman rykögnum í mikilli hæð yfir jörðu fyrir stjameðlisfræðistofnunina í Washington. Vísindamenn hafa nú unnið úr þessum gögnum og komizt að því að i 13 kílómetra hæð séu um 4000 agnir í hverjum rúm- metra. I 25 til 30 kílómetra hæð eru hinsvegar ekki nema 1000 agnir í rúmmetra. Vísindamennimir fundu mikið magn af örlitlum loft- steinaögnum i rykinu. Þeir reiknuðu út að þriðja hvem dag falli ein slík ögn á hvem flatarsentimetra á yfirborði jarðar. Þetta virðist kannski ekki vera mikið en nemur þó 200.000 lestum afloftsteina- ögnum árlega um alla jörð- ina. + ★ * Inýju Gíneu eru enn fjöl- margar plöntu- og dýra- tegundir sem vísindin þekkja ekki. Blaðið New Scientist hefur skýrt frá þvi að leiðangur sem ferðaðist um landið hafi aflað sér upplýsinga sem benda til þess að i mýrum hálendisins lifi risafroskar sem eru álíka miklir vexti og velaldar kanínur. Innfædd- ir menn lýstu margvíslegum tegundum froska fyrir leið- angursmönnum, þar á meðal einni sem er 30 sentimetrar að lengd. Stærstu froskar sem hingað til hefur verið vitað um eru 25 sentimetra langir. Nýlega bcitti fylkisstjórnin Mississippi ofbeldi til að hindra að blökkustúdent- inn Meredith fengi aðstunda háskólanám. Létu þau sér eklti segjast fyrr en sam- bandsstjórnin hafði sent tiu þúsund manna ''erlið til fylk- isins. Myndin sýnir Meredith í höndum Iög- reglumanna i Mississippi. Tvítug Mississippi-stúlka af hvítum kynstofni kom fyrir skömmu til Danmerkur. Átti hún tal við blað- ið Flensborg Avis og skýrði frá reynslu sinni af kyn- báttadeilunum í heimalandi sínu. Hún er dýrmætt dæmi um það að til eru aðrir hvítir menn í Mississippi en þeir sem safnast saman í æpandi þvögu til að mót- mæla því að ungir svertingjar fái að menntast. Saga á steinum Fimm sinnum í fangelsi Stúlkan heitir Joan Trump auer og á heima í borginm Tougalo. Fimm sinnum hefn' hún ásamt hvftum op svnr' 11 m fóto rí'' »■>- ' n 111- •otír' fangelsi fyrir að mótmæla kynþáttamisréttinu. Hún er þátttakandi í hreyfingu þeirri er Martin Luther King stofn- setti samkvæmt hugmyndum Ghandis um andspymu án valdbeitingar. Markmið hreyf- mgarinnar w nð vekja athygli ' " ■'otriberum mótmælum. Yfirvöldin svara yfirleitt með fangelsunum. Fyrsta fangelsisdvöl Joan Trumpauers stóð í þrjá mán- uði. Henn lýsir hún þannig: Fjöldi kröfugöngufólks var handtekinn, og var þar að nokkru farið eftir litarfari. 21 konu var troðið inn í klefa sem aðeins var ætlaður fjór- um. Dauðadæmdir og aðrir afbrotamenn voru fluttir úr klefum sínum svo nóg rúm væri fyrir alla. Okkar var gætt inni í byggingunni og byggingin var varin vélbyssu- vopnuðum vörðum og raf- magnaðri girðingu. Rúm og biblía var það eina sem við höfðum, já, og svo hinn venjulegi fangabúningur auð- vitað. Á okkar deild vorum við 36 konur og urðum að deila TtrpíiP A v>rr*-*r>i ^nrvð rvo tveim burstum. Við urðum að rifa stykki úr nærfötum okkar til að halda hárinu í skefjum. Karlmennimir sættu rudda- legri meðferð. Á nóttunni var loftræstingin sett af stað svo að þeim gæti orðið sérstak- lega kalt. Þeir gátu einnig fundið upp á þvi að taka sængurfötin okkar burt eða klósettpappírinn og loka fyrir vatnið á snyrtingunni. Maturinn var vondur og margir veiktust. Einu sinni i viku kom Gyðingaprestur einn. Sjálfur fangelsisprestur- inn neitaði að sýna sig. Við vorum nánast þegar komin til Helvítis, sagði hann einu sinni í stuttu samtali. Hann neitaði að veita okkur sakra- mentið á þeirri forsendu að við værum glæpamenn. Þegar ið drepinn af prestum vegna bess að hann var glæpamað- ur, sagði presturinn: Þá voru ill lög í gildi, nú eru þau góð. Næturútvarp frá Ku Klux Klan Við fengum aðeins eitt bréf á sunnudögum. Annað það sem okkur var skrifað sáum við aldrei. Okkur var aðeins leyft að skrifa eitt bréf í viku og það mátti ekki vera lengra en 19 línur. Þegar okkur voru fengnir blýantar brutum við þá til þess að hafa eitthvað til að skrifa með hina daga vikunnar. Við geymdum um- slögin utan af bréfunum sem við fengum og bjuggum til úr þeim spil. Or sápunni gerð- um við spilateninga og þegar brauðið var gjörsamlega óætt bleyttum við það og mótuð- um úr því taflmenn. Á nóttunni höfðum við okkar eigið útvarp. Við höfð- um tvær stöðvar, WCC (White Citizens Concil) og Ku Klux Klan. „Dagskrá- in“ var af ýmsum toga: Um- ræður, viðtöl, negrasálmar og jafnvel auglýsingar. Ef okkur lá nógu hátt rómur heyrðist þetta um alla deildina. Verð- imir gátu engum vömum við komið. „Nobody Knows The Troublo T’ve Soen“ hljómaði I l, i >

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.