Þjóðviljinn - 21.10.1962, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 21.10.1962, Blaðsíða 1
Sunnudagur 21. ok'fóber 1962 — 27. árgangur — 229. tölublað. Bardagar blossa upp í Himalaja Kínverjar og Indverjar beita flugvélum eg stórskotaliði PEKING, NÝJU DEHLI 20/10 — Ákafir bardagar blossuðu upp í nótt í Himalajafjöllum, þar sem hersveitir Kína og Indlands hafa átt í smá- skærum undanfarin .ár Ríkisstjórnirnar saka hvor annarrar heri um að eiga upptök að þessari síðustu viðureign. Beitt er i bardögunum flug- vélum og þungum vopn- um og mannfall er sagt mikið. Snemma á laugardagsmorgun- inn tilkynnti fréttastofan Nýia Kína i Peking að indverskar hersveitir hefðu hafið ákafar á- rásir á stöðvar Kínverja bæði j austantil og vestantil á landa-1 mærum ríkjanna. Deilt er um | hvar landamærin liggja á bess- um slóðum. Kínverskir varðflokkar við Kechilang-ána í austanverðum Himalaiafiöllum urðu fyrir miklu mannfalli. segir frétta- stofan. Einnig skýrir hún frá hörðum árásum indverskra her- sveita sem nutu stuðnings öflugs stórskotaliðs ( - r n^pirh-héraðinu í vestri. Innrás Hinn mikli liðsafli sem Ind- verjar beita og að beir tefla fram bæði stórskotaliði og árás- arflugvélum til stuðnings land- hernum, sannar að Indlands- stjórn hyggur á stórfellda innrás á kínverskt land .segir hin kín- verska fréttastofa. Ennfremur skýrir hún frá bví að kinversk stiórnarvöld fylgist ( af athygli með framvíndu bess- ara alvariegu atburða. Ekki er þess getið að Kínveriar hafi gert gagnáhlaup. Menon segir frá Ardegis á laugardag skýrir Krishna Menon. landvarnarráð- herra Indlands. fréttamönnum I . mOllOldfJUr ^ ^vcariaua __--------«j.t.*.- Þetta kort af hinum umdeildu landamærum Indlands og Kína er úr ítalska blaðinu „l'Unita". Punktalinan sýnir hvar Ind- verjar telja landamærin, feita línan hvar Kínverjar hafa þau. Örvarnar tvær benda á staðinn t>ar sem komiö hefur til vopnaviðskipta. Þessi dalur við Longju í austanverðum Himalajafjöllum, þar sem Indverjar og Kínverjar berjast nú, er meðal greiðfærustu svæða á þessum slóðum. Indversk herbílalest er á leið íim dalinn. Snjóar hljóta brátt að binda endi á vopnaviðskipti í þcssu hrikalega fjalllendX. Rikhst]6rnin kyndir elda verSbólgunnar: agseftirlit nú af- numið á bílaviðgerðum i Nýju Delhi frá þvi að um fimmleytið um morguninn eftir staðartíma hefðu kínv.erskar her- sveitir hafið árásir á stöðvar indverja í Himalaiafiöllum. Skýrði hann frá bardögum bæði i Ladakh-héraði í Kashmír og í landamærahéruðunum í norð- austri. Skotið hefuf verið á indversk- ar flugvélar sem flytja hersveit- um á bessum slóðum birgðir. en bær komust aftur til stöðva sinna. Bardagar stóðu enn begar síðast fréttist, sagði Men- on. Kommúistaflokkur Indlands hefur birt yfirlýsingu bar sem Kína er fordæmt fyrir árásarað- gerðir gegn Indlandi. Segir flokkurinn, að bessar síðustu á- rásir torveldi stórum friðsam- lega lausn landamæradeilunnar. Fyrir nokkru skýrði Nehru, forsætisráðherra Indlands. frá áð hann hefði gefið indverska hernum skipun um að hrekja kínverskar hersveitir brott af indversku landi. yndagáfci • i í blaðinu i dag er mynda- gáta fyrir þá Iesendur að spreyta sig sem gaman hafa af slíku. Veitt verða þrenn verðlaun fyrir réttar lausnir, sem þurfa að hafa borizt fyr- ir 16. nóvember. • Ríkisstjórnin heldur áfram að kynda elda verðbólgunn- ar. I fyrradag bar hún fram og fékk samþykkta þá tillögu í verðlagsnefnd að allar bíla- viðgerðir skuli undanþegnar verðlagseftirliti. Er eigend- uro bílaverkstæða hér eftir í sjálfsvald sett hversu mik- ið þeir taka fyrir verk sín. Ekki þarf að efa að þessi ráða- breytni verður til þess að all- ar bílaviðgerðir hækka stórlega í verði, og það mun þegar hafa áhrif á annað verðlag í land- inu. Hyers kyns bílanotkun er hér almennari en i flestum ef ekki öllum öðum löndum. cg frjáls gróði verkstæðaeigends mun koma fram í hækkuðum fargjöldum með langferðabílum vörubílum og leigubílum og auknum kostnaði bílaeigenda. Það verður þeim mun auðveld- ara að stórhækka verðið á öll- um viðgerðum, sem verkstæð- isþjónusta er á mjög lágu stigi á Islandi og bíleigendur eiga undir högg að sækja í viðskipt- um við verkstæðin. Þessi ráðstöfun ríkisstjórnar- inr.ar stuðlar enn að því að gera allt verðlagseftirUtskerfið á Is- landi að hreinum skrípaleik. Á sumum vörum er frjáls álagn- ing en sumum ekki, atvmnu-. rekendur mega verðleggja sum verkefni að eigin geðþótta eri önnur ekki. Afleiðingin verður sú að fólk hefur ekki hug- mynd um hvað er háð verðlags- eftirliti og hvað ekki. Enginn skilur reglur þær sem rikisstjórnin þykist fylgja í þessu tilliti, en trúlega telur hún þennan glundroða hentugt tækifæri til að hygla gæðingum sínum til skiptis. Auk þess get- ur Sjálfstæðisflokkurinn haldið þvi fram við sína menn að búið sé að afnema allt verðlags- eftirlit i verki, en Alþýðuflokk- urinn getur staðhæft að enn sé framfylgt því stefnumáli hans að hafa víðtækt verðlagseftirlit Aldrei heyrist þess getið í stjórnarblöðunum að efnahags- kerfi þjóðarinnar fari úr skorð- um þótt atvinnurekendum sé heimilað að verðleggja vörur sinar og þjónustu að eigin geð- bótta; þeirri röksemd er aðeins beitt ef verkafólk reynir áð halda í við óöaverðbólguna. Enda er sú stefna ríkisstjórnarinnar að afnema verðlagseftirlitið á sumum sviðum og gera það 6- virkt á öðrum ein aðgerðin til þess að ræna hverri kauphækk- un af launþegum um leið og um hana hefur verið samið. UT! Fram og KR í dag Crslitaleiknum i bikarkeppninni milli Fram og KR sem fara átti fram í gær, var frestað vegna veðurs og slæmra vallarskiyrða. Aformað er að leikurínn "arl fram í dag sunnudag, kl. 8 s.d. • Ofstækismenn í hópi útgerðarmanna stöðva enn síldarflotahn með hihni fáránlegu og ósanngjörnu kröfu um stórskerðingu sjómannakjaranna frá þeim samningi sem enn er í gildi á mörgum stöðum á landinu og verður í gildi til 1. júní næsta sumar. • Það eru útgerðarmenn, ofstækisklíkan í Landssambandi íslenzkra útvegsmanna, sem stöðvar alla samninga á þessari vitleysislegu kröfu um að bátasjómenn, einir allra manna á landinu. semji einmitt nú um verri kjör, þrátt fyrir óðaverðbólgu og dýrtíð sem ríkisstjórn íhalds og Alþýðuflokksins hefUr dengt yfir þjóðina. • Hvert stéttarfélagið eftir annað segir nú upp samningum, tilþess að krefjast hærri launa og bættra kjara. En ofstækisklíkan í LÍÚ stöðvar allan bátaflotann í þeim'til- gangi að þrýsta sjómannakjörunum niður, meira að segja langt niður fyrir hinn al- ræmda gerðardóm Emils og íhaldsins, sem sjómenn hafa mótmælt einróma. Engin líkindi eru til að sjómenn láti bjóða sér slíkt, enda skellur fordæming almennings nú með sívaxandi þunga á hinum ofstæku útgerðarmönnUm. Það er.að verða krafa allr- ar þjóðarinnar að ofstækisklíkan í LÍÚ hætti tafarlaust kjaraskerðingaráformum sín- 'um, svo síldveiðarnar 'geti nú hafizt án frekari tafar. ' ¦ • x v; ':,¦ ¦.; -.;;;: ¦. ^MiMMiPi Wií '¦:€.''' ¦ ¦; J; 'i"'::' - V\ ':::'¦ ííliHÍ Krossgötur Táknræn mynd frá Selfossi. Þar eru krossgötur og þar er mikil umferð. .Blaðamaður Þjóðviljans ferð þar eystra og fyrsta grein hans um Selfoss síðu blaðsins í dag. (Ljósm. Þjóðv. G. O.). ' og Kaupfélag var nýlega á er birt i Z.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.