Þjóðviljinn - 21.10.1962, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 21.10.1962, Blaðsíða 2
2 SÍÐA ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 21. október 1962 FRÁ SELFOSSI Kaupfélag Árnesinga á Selfossi er stórveldið austanfjalls. Það, ásamt Mjólkurbúi Flóamanna, er sá mikli meginás, sem athafnalíf staðarins snýst um. Áreiðanlega er óhætt að segja, að meira en 20% íbúanna vinni beint á vegum KÁ, í sölu- búð þess og vöruskemmum, í bílum þess, í smiðj- unum og bílaverkstæðinu og við hitaveituna, sem Kaupfélagið á og rekur. Grein og myndir: Grétar Oddson Mjólkurbúið. Myndin sýnir hvernig- mjólkurbílarnir eru affermdir hjá mjólkurbúinu. Brúsarnir renna inn í húsið á færiböndum inn á vogrina. Mikið hagræði og vinnuspamaður hlýtur þetta að vera. leið Mjólkurbúið °g Kaupfélagið ingar allskonar, m.a. búðarinn- réttingar, sem hafa farið sigur- för um allt land. Því til sönn- unar dró Sigurður upp möppu mikla og las nokkra pöntunar- seðla. Kom í ljós að líklega eru Reykvikingar stærstu viðskipta- virrmir, SÍS og kaupfélögin víðsvegar um landið og mikið af einstaklingum á hinum 6- líklegustu stöðum skipta óg við smiðjuna. Eitt mætti nefna til marks um ágaeti framleiðslunnar. All- ar hurðir í Bændahöllinni (Hót- el Sögu) eru smíðaðar á Sel- fossi. að allskonar vara er flutt á bílunum, þó mest matvara og mjólk, og segir sig sjálf að ryk og aur eru engin bætiefni. Þama virðist vera framundan mikið verkefni fyrir verkstæðið. 1 sama húsi,' sem er nýtt og glæsilegt er einnig réttingaverk- stæði, þar sem fimm til sjö menn vinna að staðaldri. Næst verður fyrir okkur Mjólkurbú Flóamanna, mesta hús á Selfossi og áreiðanlega mesta hús á Suðurlandsundir- lendinu. Nýtízkulegt mjög, enda aðeins 4—5 ára gamalt. Gamla búið, sem margir muna áreið- anlega eftir var brotið niður, þegar hið nýja var tekið í notk- un. Það hafði þá staðið í 25 ár og svaraði ekki lengur kröf- um tímans. Ekki verður annað séð, en að nýja búið sé eins fullkomið og hugsanlegt er. Það er flísa- lagt í hólf og gólf, bílamir aka að löngum palli þar sem brúsunum er raðað á færiband. sem flytja þá inní húsið að vog- ir.ni, síðan fer mjólkin eftir miklum og flóknum leiðslum og í gegnum allskonar tækni- búnað í heljastóra geyma, þá á tankbíla og til Reykjavíkur. Einnig er í húsinu aðstaða til allskonar vinnslu, þar sem mjólkin er hráefni. I kjallar- anum er osta- og skyrgerð þá eru þar og skilvindur til rjóma- framleiðslu og smjörs. Ekki vitum við hve margt fólk vinnur við búið, en hitt vitum við að mjólkurbússtjóri er Grétar Símonarson. Til marks um stærð hússins er ekki úr vegi að taka það fram, að gólfflötur á öllum hæðum er 1 hektari, eða 10.000 fermetrar. Raflagnir í húsinu eru nokkrir kílómetrar á lengd og húsið er 38.000 íer- metrar, eða álíka og 100 venju- legar íbúðir. — (Framhald) | I p A 3eið Yfirbyggingar. einni dagstund er engin að kanna bæjarfélag eins og Selfoss til hlítar og því var það að ég hljóp yfir bilaverk- stæðið og verzlunina, en heim- sótti 1 staðinn hina landskunnu trésmiðju félagsins og yfirbygg- ingaverkstæði. I smiðjunni hitt- tim við að máli Sigurð Ingi- mundarson, sem er þar verk- stjóri ásamt Þorsteini Sigurðs- syni. Trésmiðjan. 1 smiðjunni vinna um 50 tré- smiðir og framleiðslan er aðai- lega gluggar, hurðir og innrétt- Hafs- botn mældur Það færist stöðugt í vöxt að Bandaríkin taki íslenzkar stofnanir í þjónustu sina. Fyrir nokkrum árum var Landmælingum íslands falið það verkefni að gera ný og mjög nákvæm kort af land- inu handa bandaríska flug- hemum, einkanlega þeim nýju orustuþotum sem nú hafa fengið aðsetur á Kefla- víkurflugvelli. Og nú í sumar er röðin komin að hafsbotn- imrnt umhverfis landið; land- helgisgæzlan hefur verið önn- txm kafin við að hjálpa bandaríska flotanum að mæla nákvæmlega hverja mishæð á botninum i Faxaflóa. Hafa bæði Þór og Týr og María Júlía sinnt þessum verkefn- um, og er sízt að efa að brezkir togarar hafa haft ná- kvæmar fregnir af því að ömmumar höfðu öðrum hnöppum að hneppa en verja hina skörðóttu landhelgislínu. Pétur Sigurðsson forstjóri landhelgisgæzlunnar hefur nú skýrt frá því opinberlega að þjónustustörfin í þágu Bandaríkjanna hafi tekizt á- gætlega, jafnframt því sem hann boðaði þau gleðitíðindi að íslendingum verði gefið eitt eintak af öllum kortun- um. Auðvitað leggur hann á- herfclu á bað að Bandaríkjun- yjn þpf' fíl góðsemi ein; þeim hafi runnið til rfja hvað sjókortin okkar voru orðin gömul, enda hafi komið kvartanir „frá skip- stjórum á hinum stóru vöru- flutningaskipum sem hingað koma .... og eins er vitað að hin stóru farþegaskip sem hingað koma á sumrin hafa lent 1 vandræðum af sömu ástæðu.“ Þannig sé bandaríski flotinn einskonar alþjóðleg góðgerðarstofnun sem deili út sjókortum handa þeim þjóð- um sem ekki hafi framtak í sér sjálfar til þess að mæla nauðsynlegar siglingaleiðir handa farskipum. í allri frásögn forstjórans var ekki eitt einasta orð að finna um það sem allir lands- menn vita þó, aS mælingam- höfðu þann tilgang að marka kafbátaslóðir um Faxaflóa út frá Hvalfirði. Vinnubrögð Guðmundar í. Guðmundssonar virðast hafa smitað embættismenn hans mjög rækilega. Á sama hátt og kjamorkuskeytavélamar á Keflavíkurflugvéflli eiga ekki að vera neitt söimunargagn um kjamorkusprengjur, eru kafbátaslóðimar auðyitað alls ekki ætlaðar kafbátum. Þegar það fréttist síðan á skotspón- um í blöðum að kafbátamir séu raunar setztir að í Hval- firði, verður þjóðinni eflaust sagt að engmn þeirra megi kafa nema með sérstöku sam- þykki trtanríkisráðherra. — Austri A yfirbyggingaverkstæðinu í hinum enda hússins hittum við verkstjórann, Braga Bjamason bílasmið, ungan og snaggaraleg- an mann. Hann sagði að þarna ynnu að staðaldri 15—17 manns við að smíða yfir mjólkurbíla, jeppa og litla fólksflutninga- bfla. , Nú er smám saman unnið að því að endumýja yfirbygging- una . á öllum mjólkurbílunum. I stað opna pallsins kemur lokað hús með hurðum á hlið- unum, gert úr stálgrindum með alúmíníumklæðningu. Er að þessu mikill þrifnaðarauki, þvf Myndir eftir Ásgrím sýnd- ar fyrsta sinn f dag vcrður opnuð 7. sýning í Ásgrímssafni, en í haust eru 2 ár síðan safnið var opnað. Á þessari sýningu eru 34 myndir 17 olíumálverk „scm sýnd eru ■ vinnustofu Ásgríms Jónssona.. og 17 vatnslitamyndir í heimili hans. Sumar af þessum myndum hafa aldrei komið fyrir almenn- ingssjónir fyrr ,en þær fundust við leit í húsi listamannsins eft- ir lát hans. Síðar í vetur mun verða sýn- ing á myndum úr þjóðsögum og Islendingasögum, en þær voru Ásgrími Jónssyni mjög hug- leikið viðfangsefni. Hefur safnið , haft eina slíka sýningu á ári. Nú hefur safnið látið litprenta kort eftir vatnslitamynd, Haust á i ÞingvöIIum, og verður það jóla- kort Ásgrímssafns 1962. Vandað hefur verið mjög til þessarar kortaútgáfu. Salan á Þingvallakortinu hefst 5. nóv. en þann dag var Ás- grímssafn opnað fyrir tveim ár- um. Verður kortið aðeins til sölu í safninu, og í Baðstofu Ferðaskrifstofi ríkisins, þar sem safnið er ekki opið nema 3 daga vikunnar. Á Norðurlandi verður kortið selt í Blóma- og listmuna- búðinni á Akureyri. Ajgrfnissafn, Bergstaðastræti 74, er opið sunnudaga, þriðju- daga r><? f; mtudaga, kl. 1.30—4. i nnr, .o »r ókeypis. mjólk þessum geymum. Nú er sem óðast að komast skriður á áskrifendasöfnunina í Reykja- vík. Áhuginn er almennur og vaxandi, og tilkynningar um- nýja á- skrifendur farnar að streyma að. Einn flokksmaður er t.d. þegar búinn að ú’tvega sjö áskrifendur. Úti á landi er einnig mikill hugur í mönnum. Á sumum stöðum bafa menn látið í ljós þá skoðun, að áskrifendatalan, sem áætlað var ið safna á viðkomandi stöðum, væri of lág. Úr því er auðvelt að bæta með því að 'fara þá bara þeim mun lengra fram úr áætlun, >nda munu margir hafa hug á því. Einn bær, þar sem áæ'tlað var að •afna 25 áskrifendum, hefur t.d. þegar beðið um 80 eintök til viðbót- ir hinni venjulegu tölu þangað. í litlu þorpi, þar sem aðeins voru 5 á- ^krifendur, er þegar búið að tvöfalda þá tölu og biðja um nokkra f ugi einíaka til kynningar. NTú er um að gera að halda skriðnum og herða hann. Fimm vikur eru fljótar að líða, og við þurfum að komast í þessari lotu eins langt og unn't er áleiðis að lokatakmarkinu: Þjóðviljinn inn á hvert alþýðu- heimiH, Söfnunarnefndín. t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.