Þjóðviljinn - 21.10.1962, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 21.10.1962, Blaðsíða 3
JIO.'I Scnmidagur 21. október 1962 ÞJÓ? rí s > lAMS Myndn er tekln af Kennedy og Krústjoff I Vín I júnf f fyrra. nittast þeir aftnr? B&rlínarmálið er enn á dagskrá Aþvi leikur enginn vafi að Berlínarvandamálið mun eftir nokkurt - hlé verða aftur ofarlega á dagskrá heimsstjóm- málanna á nasstu vikum og flestum ber saman um að á næstunni hljóti að draga til úrslita í því, enda eru nú liðin fjögur ár siðan sovétstjómin lýsti yfir að hún teldi lausn þessa máls aðkallandi. Hún verður því ekki sökuð um óþolinmæði. þótt hún telji að nú verði ekki lengur beðið með samninga um framtíð Vestur-Berlínar og önnur þau atriði sem gera ástandið í Þýzkalandi ótryggt og stofna þannig friðnum í Evrópu og heiminum öllum í hættu. Við- ræður um Berlínarmálið milli stjóma Sovétríkjanna og Bandaríkjanna eru reyndar þegar hafnar. Krústjoff hefur rætt við bandaríska sendiherr- ann Kohler í Moskvu og Gro- miko við Kennedy Bandaríkja- forseta í Washington. En sovét- stjórnin hafði annars fallizt á að Berlínarmálið yrði lagt á hilluna fram yfir kosningar sem fram fara i Bandaríkjun- um 6. nóvember, og það er fyrst eftir þær að vænta má að tekið verði til óspilltra mál- anna til að reyna að finna samkomulagslausn, en fari sú viðleitni út um þúfur, má við því búast að Sovétríkin og önnur sósialistísk ríki telji sig nauðbeygð að semja sérfrið við Austur-Þýzkaland. eins og þau hafa marglýst yfir að þau myndu gera ef vesturveldin reyndust ófús til samkomulags. Það hefur verið vitað lengi að þrátt fyrir hátíðlegar yfirlýsingar um algera sam- stöðu vesturveldanna i þessu máli líta þau ekki öll sömu augum á það Og ýmislegt hef- ur þótt benda tii þess að Bandaríkjastjórn viidi ganga mun lengra tii samkomulags en núverandi stjórnarherrar í Vestur-Þýzkalandi og Frakk- landi. sem reyndar hafa þver- tekið fyrir alla samninga. Af þeim sökum verður að telja að fótur sé fyrir þeim orðrómi að Krústjoff forsætisráðherra hafi í hyggju að fara til Banda- ríkjanna í haust (að afloknum þingkosningum þar að sjálf- sögðu). ekki sízt ef haft er i huga að Kennedy forseti hef- ur sjálfur sagt, að þá væri ekk- ert því til fyrirstöðu að þeir hittust að máli. lega skýrslu sem sýnir einkar glögglega tvískinnung Vestur- Þjóðverja í afstöðunni til sósí- alistísku ríkjanna. Skýrslan sýnir að viðskipti milli Vestur- Þýzkalands og\ sósíalistísku ríkjanna, að Austur-Þýzkalandi meóiöldu, en Júgóslavíu frátal- inni eru fimm sinnum meiri en viðskipti Bandaríkjanna vð þau og tvisvar sinnum meiri en HVAÐ ER m GERAST? lands raki saman gróða á við- skiptum við þau lönd, sem krafizt er að Bandaríkin verji það fyrir. Og þessi gróðavið- skipti auðveldi jafnframt Vest- ur-Þýzkalandi samkeppni við Bandaríkin á mörkuðum í löndum utan Evrópu. Af því sem hér hefur ver- ið sagt má þégar ráða að andstæður af þeim toga sem sterkastur er. þeim sem spunninn er úr beinum pen- ingahagsmunum, gera vart við sig í afstöðu Bandaríkj- ríkjanna og Vestur-Þýzka- lands til sósíalistísku ríkj- anna og ágreiningsmálanna við þau. Það á eftir að koma á daginn hvort þær andstæð- ur og aðrar milli vesturveld- anna varðandi samninga við Sovéíríkin verða sættar. Hinn aldraði kanzlari Vestur- Þýzkalands ætlar að leggja á sig eina ferðina enn vestur um hafa strax að afloknum kosningunum 6. nóvember til að ræða við Kennedy forseta. Það kann að fara eftir niður- stöðum þeirra viðræðna. hvort Krustjoff forsætisráðherra telur það ómaksins vert að fara vestur líka. ás. 30 hiutlausir vilja Sprenginpabann NEW YORK 20/10. — Þrjatiu hlutlaus ríki hafa lagt fram á AUsherjarþinginu tillögu um að tilraunasprengingum kjarnorku- vopna verði hætt þegar í stað. Vestnrveldin hafa lagzt gegn til- lögunni. Hlutlausu ríkin leggja til að öH ríki skuldbindi sig til að framkvæma engar tilrauna- sprengingar meðan verið er að ná samkomulagi um samning um bann við tilraunum með k j amor kuvopn. Talsmenn sendinefnda Banda- ríkjanna og Bretlands hjá SÞ mótmæltu þegar tillögu hlut- lausu ríkjanna, þar sem hún tæki ekki tiUit til kröfu vestur- veldanna um eftirlit á staðnum til að framfylgja banni við sprengingum. Leggja vesturveld- in til að meðan verið sé að semja um eftirlit verði gert sam- komulag um að hætta spreng- ingum í lofti og legi en ekki neðanjarðar. Bandariskur fulltrúi sagði að sendinefnd lands hans myndi greiða atkvæði gegn að minnsta kosti tveim atriðum í tillögu hlutlausu ríkjanna. Breti gaf i skyn að brezka sendinefndin kynni að greiða atkvæði gegn henni í heild. * Nýtt USA-tungl KANAVERALHÖFÐA 20/10. — Á þriðjudaginn ætla bandarískir visindamenn að reyna að koma á loft gervi- tungli sem nota á til að mæla vegalengdir á hnettinum af meiri nákvæmni en unnt hef- ur verið hingað til. í mai var reynt að senda samskonar hnetti á loft en það mistókst. Með miðunum á fjarlægð hnattarins frá mismunandi stöðum telja vísindamenn sig geta reiknað út fjarlægðir miUi meginlanda af svo mik- illi nákvæmni að ekki skakki nema 15 metrum. Herréttur forseta dæmdur ólöglegur PARlS 20/10. — Æðsti dómur Frakklands, ríkisráðið svonefnda, hefur úrskurðað að sérstakur yfirréttur sem de GauUe forseti Skipaði í sumar eigi sér enga stoð í lögum og dómar hans séu því ógildir. De Gaulle leysti upp yfirréttinn í júní þegar hann tók ekki til greina kröfu um dauðadóm yfir OAS-foringjanum Salan og lét nægja að dæma hann í ævilangt fangelsi. Nýi yfirrétturinn sem forset- inn skipaði dæmdi annan OAS- foringja, André Canal, til dauða. Lögfræðingar hans áfrýjuðu mál- inu til ríkisráðsins. Það komst að þeirri niðurstöðu, að de Gaulle hefði leyst upp gamla yfirréttinn og skipað nýjan án nokkurrar lagaheimildar. Mál Canal fer nú á ný fyrir sérstakan herrétt MDGfl um Breiðfirðingafélagíð byrjar vetrarstarfsemi sína með skemmtisamkomu 1 Breiðfirðingabúð miðvikudaginn 24. þ.m. kL 8,30. Skemmtiatriði: 1. FÉLAGSVIST 2. KVIKMYNDASÝNING. Góð verðlaun. — Ökeypis aðgangur. STJÖRNIN. Þ að er athyglisvert i þessu sambandi að nú þegar Berlinarmálið er aftur að kom- ac* - /icrtr-v*'- bafa bandarisk v “* 'i-'g) vtar viðskipti Breta. Á síðasta án fluttu Vestur-Þjóðverjar út vörur til sósíalistísku landanna að verðmæti 750 milljónir doll- ara, en þá nam útflutningur Bandaríkjanna þangað aðeins 133 milljónum og Bretlands 330 milljónum dollara. Á sama ári fluttu Vestur-Þjóðverjar inn vörur frá sósíalistísku löndunum fyrir 736 millj. doll- ara. það ár vár innflutningur Bandaríkjanna þaðan aðeins 81 milljón og Bretlands 522 miUj- ónir dollara. f frétt blaðanna var þess jafnframt getið að girðingar þær sem settar hafa verið upp austan megin landa- mæra þýzku ríkjanna væru búnar til úr gaddavír, sem keyptur hefði verið frá Vestur- Þýzkalandi. Síðan sagði: „Vest- urlenzkir diplómatar og þá einkum bandarískir eiga erfitt með að finna samræmi i því að Vestur-Þjóðverjar skuli stunda svo ábatasöm viðskipti við kommúnistaríkin á sama tíma og Bonnstjórnin gagnrýn- ir stjóm Kennedys fyrir að vera of sáttfús í garð Sové’ ríkjanna Sama daginn oS þetta var birt í bandarískum blöð- um, skrifaði hinn kunni stjórn- málaritari Walter Lippmann grein í New York Herald Tri- bune, þar sem kveður við mjög svipaðan tón. Hann segir að Vestur-Þ j óð verj ar megi ekki halda að þeir geti haldið áfram að græða á tá og fingri á viðskiptum við löndin í aust- urblökkinni, ef til þeirra átaka komi útaf Berlín, sem margir ráðamenn þeirra krefjast af Bandaríkjunum að þau stofni til. Adenauer kanzlari saki Bandaríkin um undanlátssemi, en iðjuhöldar Vestur-Þýzka- ÞETTA ERU SVEFNHERBERGISHUS- GÖGNIN SEM ÞÉR HAFIÐ BEÐIÐ EFTIR. Stálhrein — falleg Unnin færum fagmönnum. Teak verö kr. 13.525 Húsgagnaverzlun Austurbæjar Skólavörðustíg 16 - Sími 24620

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.