Þjóðviljinn - 21.10.1962, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 21.10.1962, Blaðsíða 9
Sunnudagur 21. október 1962 t Sveinn Kris-tinsson Mesta skdk í heimi 1 dag munum við hafa stutt- an formála, þvi aetlunin er að skoða gaumgæfilega skák, sem sumir telja þá harðvítugustu, sem nokkru sinni hefur verið tefld. Með því er mikið sagt því oft hafa menn tekizt harka- lega á á skákborðinu, enda munu ekki allir á eitt sáttir um þetta. En á það munu flestir geta faliizt, að skákin sé tefld aí óvenjulegri hörku og æðruleysi. Hún er tefld á Skákþingi Sovétríkjanna 1944. Hvítt: Smisloff Svart: Botvinnik Frönsk vöm: 1. e4, e6, 2. d4, dS, 3. Ec3, Bb4. (Smisloff hefur tröllatrú á e4 sem fyrsta leik og hefur stund- um látið óvirðuleg orð falla um traustleika frönsku vamarinn- ar. Botvinnik tekur áskorun- inni). 4. e5, c5, 5. a3, Bxc3f 6. bxc3, Ke7. (Hvítur verður nú að taka mjög mikilvæga ákvörðun. ’A hann að beita drottningarbisk- up sínum á kóngsarmi eða koma honum til a3? Hvort- tveggja er aðlaðandi, því svart- err stendur illa að vígi á svörtu reitunum á báðum örmum, þar eð hann hefur látið kóngs- biskup sinn. Lajos Steiner telur fyrri íedðina betri og hefur sýnt fram á í ýmsum ágætum skák- um, meðal annai-s gegn Nímzo- witch, að með þvi að leika h4, getur hvítur rekið hættu- legan Ðeyg inn i svörtu vig- línuna á kóngsarmi. Hinsveg- ar aðhyllast rússneskir meist- arar síðari leiðina. 1 þessari skák virðist Smisloff þó vera í þingum við báðar ieiðimar.) 7. a4. (Rýmir fyrir biskupnum. Leikurinn hefur einnig þann tilgang að hindra að svartur geti aflæst drottningararmi hvíts með D—a5—a4. Á hinn bóginn er peðið nú veikara fyr- ir árásum en fyrr.) 7.------Rb—c6, 8. Rf3, Da5, 9. Bd2. (Þessi leikur virðist ekki ( samræmi við það, sem á und- an er komið. 9. Dd2, leikur. sem Smisloff lék gegn Boles- lavskí á skákmeistaramóti Sov- vétríkjanna 1941, er eflaust beztur. Ef til vill hefur Smis- loff óttazt drottningaskiptin eftir 9 — exd4 10 cxd4 en i endataflinu hefði hvítur þá góðar horfur). 9. --------c4!? (Örlagarik ákvörðun. Bot- vinnik hindrar Bd3 og c4 og lokar drottningararminum með sókn á a—peð hvíts í huga. Hinsvegar opnast hvítum nú mikilvæg skálína.) 10. Rg5. (Leikið til þess að þvinga íram hið veikjandi svar h6, þar sem 11. Dí3 mundi ella knýja svartan til að hróka, en það gæfi hvítúm færi á óstöðvandi sókn. Það er þó rökrétt ályktun. að framhald Steiners (h4 o.s.frv.) væri áhrífameira.) 10. -----------liG. (Það er lærdómsríkt að sjá hversu mikla erfiðleika þessi „litli" peðsleikur hefur í för með sér fy.rir svartan.) 11. Rh3, Rg6. (Botvinnik hindrar R—f4—h5. sem mundi vera honum mjög óþægilegt.. Hefði hvítur leikið hinum nákvæmari leik 10. h4, mundi svartur ekki hafa átt Framhald á 10. síðu Þ.TÓÐVTL.TINN SÍÐA 5 AB-BÓKAFLOKKTJRINN LÖND OG ÞJÖÐIR NYTUR STOÐUGT VAXANDI VINSÆLDA ' : t 'tl 1 ! EFTIR JOHN OSBORNE ÞÝÐANDI; JÓN EYÞÓRSSSON Bretland er fjórða bókin í hinum vinsæla bókaflokki AB LÖND O G ÞJÓÐIR Áður út komnar b ækur í sama flokki: ÍTALlA - RUSSLAND — FRAKKLAND moL Gott lesefni handa allri fjölskyldunni. Stórmerk nýjung á ís- lenzkum bókamarkaði. Bækurnar LÖND OG ÞJOÐIRkynna yður landshætti hlutaðeigandi ríkis, sögu þjóðanna, atvinnuhætti, stjórnmál. hugsunarhátt og daglegt líf. íslendingar hafa aldrei átt kost á jafn ýtarlegum og áðgengilegum fróðleik um þessar þjóðir og hér er saman tekinn i einn stað. LÖND OG. ÞJÖÐIR er gott lesefni allri fjölskyldunni. Börnin njóta hinna fögru mynda og einföldu og skemmtilegu myndatexta, fullorðnir fá hér allar nauðsynlegar upplýsingar um löndin og þjóðirnar. Þessu er svo vel skipað niður. að bæk- urnar verða — auk þess að vera skemmtilestur i heild — ákjósanlegustu uppsláttarbækur fvrir '•'“írnili iafnt sem ckóla Á næsta ári koma út: IAPAN INDLAND MEXÍKÓ NOKKRAR MÁLLÝZKUR Á BRETLANDSEYJUM Aí mörgum félagslegum og sögulegum ástæðumum tala Bretar margar og býsna mismun- andi mállýzkur. í nágrannaþorpum geta menn talað á gerólíkan hátt enda þótt fjarlægð- in milli þeirra sé aðeins 10 km. Setningin hér á eftir ér tilfærð samkvæmt mállýzkum mismunandi héraða Vcnjuleg enska: The young lady coming from the school over there, beyond the cowshed. Cockney (Lundúnamál) The little kid comin’ from the skule over thar pas’ the kar shed' Norður-irska: The wee gurl coming frae the schoo) yonder doon past the býre. Skozka (Iáglendið); Yon wee lassie coming frae the skuel yonder doon past the byre . Vorkshire: Latle girl kumin frad skiewl yonder past cow house. Norfolk: Tha little moither a comin from the shewel yin way parst that bullock lodge. Cornwall: Li’i maid coming home vrum skule down there, past the shippen. ALMENNA BÓKAFÉLACIÐ r.l 4RNARGÖTU 16 REYKJAVÍK Bókaafgreiðsla Austurstræti 18 i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.