Þjóðviljinn - 21.10.1962, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 21.10.1962, Blaðsíða 12
Bátarnir bíða — vegur fyrir Jöku! Hellissandi 20/10. — Hér e>. hringlandi vitlaust veður, rok bæði og rigning. Algjör landlega hefur verið síðastliðna viku. Þrír bátar liggja hér og bíða eftir síldveiðisamningum, þ. e. Skarðsvík, Arnkell og Tjaldur. Einn stór bátur, Hamar, rær með línu og fær 5—6 lestir í róðri. Lokið er við að leggja þann kafla Ennisvegar Hellissands megin, sem hægt var að vinna með jarðýtu. Þarf nú að taka til við sprengingar. Vona Sandar- ar, að unnið verði að krafti við þessa vegalagningu næsta sum- ar. Vinnuflokkurinn, sem var í Enninu, er nú að undirbyggja veg frá Beruvíkurhrauni að Görðum. Þegar þeim vegi er lokið, er kominn fullgerður snjó- léttur vegur fyrir Jökul, ef frá er talinn smákafli fyrir utan flugvöllinn á Hellisandi. Skal. 20. þing iðn> nema seff Síðdegis í gær var 20. þing Iðnnemasambandsins sett í Breið- firðingabúð. Guðjón Tómasson fráfarandi formaður sambands- ins setti þingið með ræðu. Magn- ús Eggertsson flutti kveðjur' frá BSRB, Benedikt Davíðsson frá ASl og Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra sendi þing- inu skriflegar ámaðaróskir. Forseti þingsins var kosinn Jökull Guðmundsson frá Isafirði með 15 atkvæðum, mótframbjóð- andi hans hlaut 11 atkvæði. Meðal þeirra mála sem verða rædd á þinginu eru: Iðnfræðsl- an, kjaramál iðnnema og skipu- lagsmál sambandsins. Þinginu lýkur sennilega í kvöld. Islendingar í austurvegi 3. d. MYND; Halldór og Auð- ur Laxness komu til Moskvu í haust í boði Sovézk-íslenzka menningarfélagsins. A járn- brautarstöðínní voru mættir gamiir vinir og kunningjar; lengst til hægri er Nína ÍKrimova, fyrsti þýðari Hall- dórs á rússnesku. Við hlið hennar stendur Polevoj, sem metor Tékkóslóvakíu mest af swsíalistísku Iöndunm, og ís- land mest af þeim kapítalist- ísku. Hinsvegar skortir okkur alveg hcimildir um það, hver það er sem kyssir skáldið á rússneska vísu. Kannski það sé Kasantséva söngkona, sem var I hópi fyrstu sovézku listamannanna sem komu hingað heim eftir stríð? 2 d MVND: En þau Halldór og Auðnr voru ekki ein Is- lcndinga á ferð þar eystra nú í september. Þangað kom einnig hópur ferðamanna á vegum ferðaskrifstofunnar Landsýnar. Myndin sýnir ferðafólkið fyrir utan hús Vináttufélaganna í Moskvu. Frá vinstri: Elías Guðmunds- son, systumar Geirþrúður og Steinunn Guðjónsdætur, Gísli Marinósson, Jón Þorleifsson, SSgurður Kristjánsson og Birgir Karlsson, scm var túlkur ferðafólksins og hon- um á hægri hönd túlkur. 4 d. MYND: Islenzka ferða- fólkið á fundi í Húsi Vin- áttufélaganna í Moskvu. Elí- as Guðmundsson heldur ræðu. Til hægri við hann situr Jón Þorleifsson, en til vinstri þær Steánunn og Geirþrúður. Rvík — ísaf. 20/10 — íslendingar munu að lík- indum flytja inn milli sex og sjö hundruð lestir af smokkfiski til beitu á vetrarvertíðinni. Smokk- I veiðarnar brugðust algjörlega hérlendis í ár, og : hefur því verið brugðið á það ráð að flytja sjávar- | dýr þetta inn frá Noregi. Rannsókn hafin í nautnalyfjamáli Undanfama daga hafa Vísir Og Alþýðublaðið skrifað mikið um óhóflega notkun örvunar- og nautnalyfja hér í Reykjavík og sL föstadag birtist grein í Al- 3 meiddust í órekstri Mjög harður árekstur varð á naótum Safamýrar og Háaleieis- brautar í gærdag rétt fyrir kl. 3. Þrír farþegar, sem voru í öðr- um bílmim meiddust lítilsháttar og voru fluttir á Slysavarðstof- una, en ökumenn beggja bílanna eluppa ómeiddir. Sá bíllinn, sem farþegarnir voru í mun vera mjög illa far- inn. Báðar eru þessar götur ófull- geaaðar og gatpámótin ómerkt. þýðublaðinu þar sem talað er um ákveðinn mann, sem þó var ekki nafngreindur, er blaðið sagði að lengi hefði verið grun- aður um að stunda sölu nautna- lyfja. Sagði blaðið, að maður þessi væri allþekktur í bæjar- lífinu og hefði um sig hóp ungra manna og kvenna, sem hefðu verið bendluð við nautnalyfja- notkun; hefði blaðið komizt yf- ir nokkur sönnunargögn í þessu máli, sem það hefði látið lög- reglunni í té. Sama dag og grein þessi birt- íst í Alþýðublaöinu ritaði sak- sóknari ríkisins. Valdimar Stef- ánsson, Loga Einarssyni yfir- saksóknara bréf og fól honum að láta fara fram rannsókn á þessu máli. Þjóðviljiim átti í gær tal við Loga Einarsson og tjáði hann blaðinu, að rannsókn væri þegar hafin og hefði raunar verið haf- in áður en bréf saksóknara barst honum r hendur. Sagði hann að erfitt væri að fást við svona mál, því að fólk væri tregt til að láta sönnunargögn í té. Kvað hann ógerlegt að segja neitt til um hve langan tíma eða til hverrar niðurstöðu hún rannsókn þessi kynni að standa myndi leiða. Sjósékn á Seyðis- Seyðisfirði 19/10. — Héðan stunda línuveiðar þrjár trillur og tveir stærri bátar. Trillurnar hafa aflað 4—8,skippund í róðri, en stærri bátarnir 6—15 skip- pund. Gæftir hafa verið tregar. Fiskurinn er unninn í fiskiðju- veri því, sem ríkið á hér á Seyð- isfirði, en það hefur verið leigt tveimur mönnum. Smokkfiskur, öðru nafni kol-, krabbi, er einhver bezta tálbeita \ fyrir þorsk og flesta aðra fiska, j sem við ísland eru veiddir. j Smokkfiskurinn, sem er lindýr, er veiddur á færi, og er veiði- tíminn á haustin. Undanfarin ár hefur oft veiðzt vel, og í fyrra haust var uppgripaveiði bæði vestan og norðan. En í ár hefur brugðið svo við, að svo til engin smokkur hefur veiðzt. Af þess- um sökum hyggja útgerðarmenn og aðrir aðilar á innflutning á sjávardýri þessu frá Noregi, en I— - Fundur Kven-1 félags sósíal- |; ista 24. þ.m. t r f ( Kvenfélag sósíalista held- i ur félagsfund í Tjamar- (• i götu 20. n.k. miðvikudags- ? kvöld. I' f Fundarefni: “> Margrét Sigurðardóttir ^ i segir frá Alheimsráð- j| Ístefnu kvenna um af- (| vopnun. (i Félagsmál: M.a. verða (l kosnir fulltrúar á aðal- # fund Bandalags kvenna f í Reykjavík. * Í' Maria Þorsteinsdóttir f flytur frásögn af J kvennaráðstefnu sem J haldin var í Rostock á 5 f sl. sumri. 1 # Félagskonur eru hvattar á f til að sækja fundinn á ) t miðvikudagskvöldið og i f mæta stundvíslega. i þar hefur veiðzt allvel af smokki í haust. Samkvæmt upp- lýsingum, sem Þjóðviljinn hefur fengið, mun sá influtningur nema a.m.k. 640 lestum, ef nauð- synleg innflutningsleyfi fást. 340 tonn á Vestfirði Samkvæmt upplýsingum Kjartans Jóhannssonar fram- kvfemdastjóra Asíúfélagsins h.f. mun það félag flytja inn í fé- lagi við Gunnar Halldórsson um 300 lestir af kolkrabba. Er þegar búið að afferma hér í Reykja- vík um 100 lestir, en von er á öðrum farmi bráðlega, um 200 lestum. Þessir aðilar flytja inn eftir pöntunum frá útvegsmönn- unum. Sagði Kjartan, að Sölu- verð á krabbanum hingað komn- um væri 8 kr. kílóið; hann væri þannig dýrari en síld, en það kæmi á móti, að hann nýttist betur við beitingu. Kjartan sagði, að ekki væri þetta nýtt fyrirbæri, að kol- krabbi væri fluttur inn, en þessi innflutningur mundi ekki full- nægja eftirspurn. Átta krónur kílóið Fréttaritari Þjóðviljans á ísa- firði átti tal við Helga Þórðar- son íshússtjóra þar, en hann hef- ur séð um pöntun á smokkfiski fyrir útvegsmenn á Vestfjörðum í öllura verstöðvum frá Patreks- firði til Djúps. Ætla Vestfirð- ingar að flytja inn 340 lestir, ef innflutningsleyfi fæst. Engin smokkur hefur veiðzt fyrir vest- an í haust, og sagði Helgi, að allur aflinn, sem hann hefði séð, hefði rúmazt í einum bala. FT—HÓ Islendingar flytja inn 640 tonn af lindýrum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.