Þjóðviljinn - 24.10.1962, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 24.10.1962, Blaðsíða 1
'.'¦ ¦=.¦' ¦..¦•¦¦":¦..;'¦¦¦:..•¦•:..V-:.v-¦:¦¦.¦¦':¦,¦ ^ : ¦: ::::.::::::::::-:.:v: :::¦:-::+:;::¦::¦::::¦:::,. : :.,:::.::::.^::,:::::::::^:-:í-., :¦:¦::.:::::::::•:¦:::.:.,:::: :::::¦:<:¦::-::>:'¦:¦:¦:-::¦::,::::::::::::¦,:::::::¦::.¦::¦:.::.¦¦::,:::::¦:.:: ::¦::,: Miðvikudagur 24. oktöber 1962 — 27. árgangur — 231. tölublað. Baadarísk herskp á siglingu. Eftir hafnbann Bandaríkjastjórnar á Kúba KJARNORKUSTRIÐ VOFI NU YFIR OLLU MANNKY Bandaríkjafloti hefur s/egið hring um Kúhu, sovézk skip nálgust eynu óðum • Ákvörðun Bandaríkjastjórnar að setja hafnbann á Kúbu og beita hervaldi sérhvert það skip sem er á leið þangað hefur hrundið mannkyninu fram á barm kjarnorkustríðs og kallað tortímingar- hættu yfir allar þjóðir heims. • Sovétstjórnin hefur varað Bandaríkjastjórn við afleiðingum þess- arar ákvörðunar og lýst ábyrgð á hendur henni. Hún hvetur allar þjóðir heims til að mótmæla ofbeldinu, en hefur jafnframt gert allar nauðsynlegar varúðarráðstafanir. • Bandarísk herskip hafa slegið hring um*- Kúbu, en sovézk kaupför nálgast eyna óðum. Á hverri stundu má búast við því að í hart slái milli sovézkra og bandarískra skipa á Kar- íbahafi og verður ekki séð fyrir, hvað af slíku myndi leiða. • Hafnbann Bandaríkjanna hefur vakið ugg og ótta um allan heim, meiri en nokkru sinni síðan síðari heimsstyrjöldinni lauk, og þáð hefur verið fordæmt sem freklegt brot á al- þjóðalögum, sáttmála Sameinuðu þjóðanna og öllum reglum um samskipti ríkja. • Jafnvel nánir bandamenn Bandaríkjanna láta í ljós andúð sína á athæfi þeirra, flest brezku blöðin eru þannig sammála um að gagnrýna það og sama máli gildir um önnur blöð víða á vesturlöndum, svo að ekki sé minnzt á blöð í sósíalistisku eða hinum ný- frjálsu ríkjum. • Ekki heldur í ráði Ameríkuríkjanna geta Bandaríkjamenn reitt sig á stuðning fulltrú- anna, tvö stórveldi rómönsku Ameríku, Bras- ilía og Mexikó, hafa ekki viljað lýsa samþykki við hafnbannið. • Fullyrt er að sovézkum skipum sem eru á leið til Kúbu hafi verið gefin fyrírmæli um að búast til varnar ef á þau verði ráðizt og í einni fregn er* sagt að fyrsta sovézka skipið sem mæta muni hinum bandarísku herskipum sé búið flugskeytum. • Allir vígfærir menn, karlar sem konur, hafa verið kvaddir til vopna á Kúbu til að verja landið og hið nýfengna frelsi undan oki heimsvaldasinna. , ¦ Sovézku kaupskipi fagnað í Havanahðfn. Stefnubreyti er • Það er lífsnauðsyn. að breytt verði um heildarstefnu í kjaramálum. atvinnu- málum, sjálfstceðis- og öryggismálum. - í nœstu kosningum geta vinstri menn tryggt þá stefnubreytingu • Á þessa leið fórust Lúðvík Jósepssyni, alþingismanni m.a. orð í lok rœðu sinn- ar í útvarpsumrœðunum í gœrkvöld SCúbufréttir eru á síðu C í gærkvöld fór fram fyrsta umraeða um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir" árið 1963 og var henni útvarpað eins og venja er til. Lúðvík Jósepsson, formaður þingflokks Alþýðubandfalagsins, talaði af þess hálfu í umræðun- um. Bar hann saman orð og efndir „viðreisnarstiórnarinnar" og benti á að í valdatíð hennar hefði: Almennt verðlag i landinu hækkað um a.m.k. 41% ver&gildi peninganna hrað- minnkað vegna dýrtíðaraukn- ingarinnar uppbætur o<r stykir ekkí verið afnumdir heldur nema í ár 640 milljónum króna skattar hækkað um 563 millj- ónir króna á síðustu þrem ár- um reksturskostnaður rikisins aukist um 20 milljónir króna frá 1959 AUt er þetta þvert á loforð ríkisstiórnarinnar í upphafi „við reisnarinnar". Þá rakti Lúðvík stefnu ríkis- stjórnarinnar gagnvart launþeg- um og sýndi fram á, að kaup- lækkunar- og kjaraskerðingar- stéfna stjórnarinriar riðar nú til' 'falls. Einnig vék hann að stefnu stjórnarinnar gagnvart EfnahagsbaridalR"i P-fApii og ýmsum fleiri málu.... Lúðvík benti á, að nú ríður á fyrir alla þjóðina, að knúin verði fram stefnubreyting, svo að bindruð verði áform ríkisstjórn- arinnar um innlimun landsins í Efnahagsbandalag Evrópu og afleiðingar þess. -,Þá stefnubreytingu geta vinstri menn knúð fram að lokn- um næstu kosningum" sagði Lúðvík m.a. í ræðu sinni. A 5. síðu blaðsins er stuttur útdráttur úr ræðu Lúðvíks við umræðurnar í gærkvöld. w vmna a i Himalaja- fjöllum NÝJU DELHI 23/10. — Kínversku landamærasveit- irnar halda enn áfram framsókn sinni á austurvíg- stöðvunum, á svæðinu milli Bhutan og Tíbet og sækja þar fram til helztu borgar héraðsins, Tavang. 1 dag var hins vegar tíðindalítið af vesturvígstöðvunum, en þó ljóst að Kínverjar haia þar einnig yfirburði, þótt Indverjum hafi gengið bet- ur í viðureignum þar. Enn er ekkert sem bendir ti\. þess að ríkin ætli að slíta stjórnmálasambandi sín á mili, þótt bardagarnir milli hersveita þeirra geti varla lengur talizt landamæra- skærur einar. Orðrómur gengur um það í Nýju Delhi að ýms ríki í Afríku og Asíu hafi boð- izt til að miðla málum í landamæradeilunni, en engin staðfesting hefur fengizt á honum, enda osennilegt að deiluaðilar myndu taka slíku boði. m

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.