Þjóðviljinn - 24.10.1962, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 24.10.1962, Qupperneq 1
Bandarikjafíoti hefar slegið hring um Kúbu, sovézk skip náigast eyna óðum • Ákvörðun Bandarikjastjórnar að setja hafnbann á Kúbu og beita hervaldi sérhvert það skip sem er á leið þangað hefur hrundið mannkyninu fram á barm kjarnorkustríðs og kallað tortímingar- hættu yfir allar þjóðir heims. • Sovétstjórnin hefur varað Bandaríkjastjórn við afleiðingum þess- arar ákvörðunar og lýst ábyrgð á hendur henni. Hún hvetur allar þjóðir heims til að mótmæla ofbeldinu, en hefur jafnframt gert allar nauðsynlegar varúðarráðstafanir. • Bandarísk herskip hafa slegið hring umf Kúbu, en sovézk kaupför nálgast eyna óðum. Á hverri stundu má búast við því að í hart slái milli sovézkra og bandarískra skipa á Kar- íbahafi og verður ekki séð fyrir, hvað af slíku myndi leiða. • Hafnbann Bandaríkjanna hefur vakið ugg og ótta um allan heim, meiri en nokkru sinni síðan síðari heimsstyrjöldinni lauk, og það hefur verið fordæmt sem freklegt brot á al- þjóðalögum, sáttmála Sameinuðu þjóðanna og öllum reglum um samskipti ríkja. • Jafnvel nánir bandamenn Bandaríkjanna láta í ljós andúð sína á athæfi þeirra, flest brezku blöðin eru þannig sammála um að gagnrýna það og sama máli gildir um önnur blöð víða á vesturlöndum, svo að ekki sé minnzt á blöð í sósíalistisku eða hinum ný- frjálsu ríkjum. • Ekki heldur í ráði Ameríkuríkjanna geta Bandaríkjamenn reitt sig á stuðning fulltrú- anna, tvö stórveldi rómönsku Ameríku, Bras- ilía og Mexikó, hafa ekki viljað lýsa samþykki við hafnbannið. • Fullyrt er að sovézkum skipum sem eru á leið til Kúbu hafi verið gefin fyrirmæli um að búast til varnar ef á þau verði ráðizt og í einni fregn er sagt að fyrsta sovézka skipið sem mæta muni hinum bandarísku herskipum sé búið flugskeytum. • Allir vígfærir menn, karlar sem konur, hafa verið kvaddir til vopna á Kúbu til að verja landið og hið nýfengna frelsi undan oki heimsvaldasinna. Kúbufréttir eru á síðu C Sovézku kaupskipi fagnað í Havanahöfn. Stefnubreytingar er þörf • Það er lífsnouðsyn, að breytt verði um heildarstefnu í kfaramálum, atvinnu- málum, sfálfstœðis- og öryggismálum. - í nœstu kosningum geta vinstri menn tryggt þá stefnubreytingu • Á þessa leið fórust Lúðvík Jósepssyni, alþingismanni m.a. orð í lok rœðu sinn- ar í útvarpsumrceðunum í gœrkvöld í gærkvöld fór fram fyrsta umræða um íjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar fyrir’ árið 1963 og var henni útvarpað eins og venja er til. Lúðvík Jósepsson, formaður þingflokks Alþýðubandialagsins, talaði af þess hálfu í umræðun- um. Bar hann saman orð og efndir „viðreisnarstjómarinnar" og benti á að í valdatið hennar hefði: Almennt verðlag i landinu hækkað um a.m.k. 41% verðgildi peninganna hrað- minnkað vegna dýrtíðaraukn- ingarinnar unphætur ov styrkir ekki verið afnumdir heldur nema í ár 640 milljónum króna skattar hækkað um 563 millj- ónir króna á siðustu þrem ár- um rcksturskostnaður ríkisins aukist um 20 milljónir króna frá 1959 Allt er þetta þvert á loforð rikisstjórnarinnar í upphafi „við reisnarinnar“. Þá rakti Lúðvík stefnu ríkis- stjórnarinnar gagnvart launþeg- um og sýndi fram á, að kaup- lækkunar- og kjaraskerðingar- stefna stjómarinnar riðar nú til 'falls. Einnjg vék hann að stefnu stjórnarinnar gagnvart Efnahagsbaridalao? Tr”’-ónu og ýmsum fleiri málu.... Lúðvík benti á, að nú ríður á fyrir alla þjóðina, að knúin verði fram stefnubreyting, svo að hindruð verði áform ríkisstjórn- arinnar um innlimun landsins í Efnahagsbandalag Evrópu og afleiðingar þess. .,Þá stefnubreytingu geta vinstri menn knúð fram að lokn- um næstu kosningum“ sagði Lúðvik m.a. í ræðu sinni. Á 5. síðu blaðsins er stuttur útdráttur úr ræðu Lúðviks við umræðurnar í gærkvöld. Kínverjar vinna á í Himalaja- fjöllum NÝJU DELHI 23/10. — Kínversku landamærasveit- imar halda enn áfram framsókn sinni á austurvíg- stöðvunum, á svæðinu milli Bhutan og Tíbet og sækja þar fram til helztu borgar héraðsins, Tavang. I dag var hins vegar tíðindalítið af vesturvígstöðvunum, en þó ljóst að Kínverjar hafa þar einnig yfirburði, þótt Indverjum hafi gengið bet- ur í viðureignum þar. Enn er ekkert sem bendir til þess að ríkin ætli að slíta stjórnmálasambandi sín á mili, þótt bardagamir milli hersveita þeirra geti varla lengur talizt landamæra- skærur einar. Orðrómur gengur um það í Nýju Delhi að ýms ríki í Afríku og Asíu hafi boð- izt til að miðla málum í landamæradeilunni, en engin staðfesting hefur fengizt á honum, enda ósennilegt að deiluaðilar myndu taka slíku boði. 1 ■v 7

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.