Þjóðviljinn - 24.10.1962, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 24.10.1962, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 24. október 1962 ÞJðÐVILJINN SÍÐA 3 Sovétstjórnin aðvarar Bandaríkin og erir nauðsynlegar varnarráðstafanir MOSKVU 23/10 — Sovétstjórnin gaf I dag út yfirlýsingu þar sem hún aðvarar Bandaríkjastjórn við afleiðingum þeirrar ákvörðunar hennar að setja hafnbann á Kúbu og segir að hún hafi tekið á sínar herðar mikla ábyrgð. í yfirlýsingunni er algerlega vísað á bug þeirri staðhæfingu Kennedys forseta að Bandaríkjunum stafi hætta frá Kúbu. Hleypi of- beldisöflin af stað nýju heimsstríði, munu Sovétríkin kunna að gefa þeim verðugt svar, segir í yfirlýsingunni, og þeirri aðvörun var fylgt eftir með boðun ýmissa varúðarráðstafana. Sovétstjórnin sagðist hafa boð- að tii fundar í öryggisráði SÞ þegar í stað til að ræða hættu- ástandið Vegna framferðis Bandaríkjanna og sagði að þau hefðu gerzt sek um óheyrilegt brot gegn öllum reglum um samskipti ríkja og sáttmála SÞ. Allar þjóðir heims eru hvattar til að mótmæla athæfi Banda- ríkjanna, en jafnframt er tekið fram að Sovétríkin muni ekki láta koma sér að óvörum, heldur muni þau geta hrundið sérhverri árás. Með hvaða rétti Sovétstjómin spyr hvaða rétt Bandaríkjamenn hafi til þess að ráða örlögum annarra þjóða. Enginn fótur er fyrir þeirri fuU- yrðingu Kennedys forseta að Sov- étríkin hafi komið upp árásar- stöðvum á Kúbu sem beint sé gegn Bandaríkjunum. Það eru hinir bandarísku heimsvalda- siomar sem þykjast þess um- komnir að segja Kúbubúum fyr- ir um það hvaða vopnum þeir búist til vamar. I»að gctur ekkert fullvalda ríki Að sjálfsögðu getur ekkert fullvalda ríki, sem annt er um fuHveldi sitt, fallizt á slíkt, segir sovétstjórnin í yfirlýsingu sinni og ítrekar að vopn þau og hergögn sem hún hefur seit Kúbubúum sáu aðeins til land- varna. Og Kúbumenn hafa talið sig tilneydda að treysta vamir sínar, vegna þess að þeir hafa frá því þeir gerðu byltingu sína hvað eftir annað orðið að þola ógnanir og ögranir af hálfu Bandaríkjanna. SÞ ræðir Kúbumáfíð NEW YORK 23/10 — Oryggis- ráð SÞ kom saman á fund í New York í kvöld til að ræða Kúbu- málið og þær kærur sem ráðinu hafa borizt út af því. Bæði Sov- étríkin, sem eiga forseta ráðsins þennan mánuð. Sorin, Banda- ríkin og Kúba höfðu krafizt fundar og sent kærur. Banda- Tíkin kæra Sovétríkin fyrir að hafa komið upp „árásarstöðv- um“ á Kúbu, Sovétríkjn kæra Bandarikin fyrir að hafa þver- brotið sáttmála SÞ og stofnað heimsfriðnum í hættu og Kúba kærir Bandaríkin fyrir hafn- bannið, sem Kúbustjórn telur árásaraðgerð. Ekkert hefur verið látið uppi um það í Washington hve mörg herskip eða flugvélar taki þátt í aðgerðunum við Kúbu, en ljóst er af öHu, að þar er um mikið lið að ræða. Ekki talað um viðbrögð í yfirlýsingunni var ekki minnzt á til hvaða bragðs sov- ézk skip muni grípá, ef Banda- ríkjamenn gera alvöru úr hótun sinni að stöðva þau á hafi úti, eins og hverjir aðrir sjóráeningj- ar, og jafnvel sökkva þeim, ef þau hlýða ekki fyrirskipunum bandarískra herskipa, en telja Verðhrun enn LONDON 23/10. — Hlutabréf hríðféllu enn í verði á kauphöH- um um allan heim í dag, en að sama skapi jókst eftirspum eftir gulli og hækkaði það í verði. Vátryggingarfélag Lloyd’s tilkynnti í dag að af- numið hefði verið hið fasta ið- gjald sem gilt hefur*fyrir trygg- ingar á skipum sem sigla til Kúbu, og verður iðgjaldið í stað- inn ákveðið hverju sinni. má víst, að hin sovézku kaup- skip hafi fengið nákvæm fyrir- mæli um hvemig þau skuli bregðast við. Stjórnmálafréttaritari brezka útvarpsins sagði um hina sov- ézku yfirlýsingu að tónninn í henni væri furðulega hógvær, miðað við aHar aðstæður, og það er ljóst að sovétstjómin | mun gera sitt til að forða mann-, kyninu frá þeim hryUilegu ör-1 lögum sem valdamenn Banda- ríkjamanna hafa ekki hikað við að kalla yfir það. Gerðar varúðarráðstafanir En sovétstjómin hefur jafn- framt gert allar nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja varnir landsins. Malínovskí landvama- ráðherra tilkynnti í dag að afturkölluð hefðu verið öll or- lof í sovézka hemum og eldri árgangar í flugskeyta-, loft- vama- og kafbátadeildum hers og flota myndu ekki sendir heim fj’rst um sinn. Þá boðaði Grét- sko hershöfðingi, yfirmaður her- afla Varsjárbandalagsins, her- foringja úr öðrum aðildarríkjum bandalagsins á sinn fund. HS 'v V S Fallbyssustæði á hafnarbakka í Havana. mm Kúbumenn búast til að ver ja land sitt HAVANA 23/10. — Stjórn Kúbu hefur boðið út öllum vigfærum körlum og konum til að verja landið, ef ráðizt verður á það, og hinum reglulega her landsins hefur verið fyrirskipað að vera við öllu búinn. Fréttaritari AFP segir að vopnaðar sveitir hafi byrjað að safnast saman í Havana þegar eftir ræðu Kennedys Banda- ríkjaforseta í gærkvöld og fréttaritari sænska útvarpsins í Havana sagði að allan daginn í dag hefðu sveitir úr her og land- varnarliði farið. fylktu Hði um götur borgarinnar og flestar þeirra haldið í austurátt, en bandaríska herstöðin Guantan- amo liggur á austurodda eyjar- innar. FuUkomið stríðsástand ríkir í höfuðborginni, sagði fréttaritarinn, sem bætti því við að fylgismenn Castros væm sig- urvissir. Þeir væm eklri í vafa um að ef til meiriháttar átaka Ríki rómönsku Ameríku erfið US WASHINGTON 23/10 — Fund- ur var haldinn í dag í ráði Bandalags Ameríkuríkjanna í Washington að beiðni Banda- ríkjastjórnar. Það kom í ljós að hún átti ekki þar þann vísa stuðning sem hún hafði búizt vlð. Fulltrúar allra hinna smærrí ríkja rómönsku Ameríku sem jafnan hafa hlýtt boði og banni Bandaríkjanna lýstu sig að visu samþykka aðgerðum þeirra, en fulltrúar beggja mestu stórveld- anna, Mexíkó og Brasilíu, neit- uðu að gefa nokkurt loforð pm stuðning, he’.dur kváðust aðeins myndu íhuga málið. kæmi nú myndi það þýða enda- lok hinnar bandarísku heims- valdastefnu. (Castro forsætisráðherra átti að halda sjónvarpsræðu í kvöld, en fréttir af henni höfðu elcki bor- izt þegar blaðið fór í prentun). Vekur fordæmingu og ugg víða um heiminn LONDON 23/10 — Hafnbann Bandaríkjanna á Kúbu og hótanir þeirra að beita sovézk skip her- valdi hafa vakið ugg manna um allan heim og hvarvetna heyrast raddir um að aldrei hafi önn- ur eins tortímingarhætta vofað yfir öllu mannkyni. Framferði Bandaríkjastjórnar hefur þá einnig hlotið fordæmingu í hinum siðmenntaða heimi, og á það einnig við um þau lönd sem staðið hafa henni næst til þessa. Þannig gagnrýna brezku blöð- in öU, að blaði Beaverbrooks Uaily Express einu undanteknu, hafnbannið á Kúbu. önnur í- Fyrrnefnda blaðið segir þannig að þó svo væri að árásarvopn væru á Kúbu væri það engin afsökun fyrir Bandaríkjastjóm. haldsblöð, sem standa nær brezku j Slík vopn séu í herstöðvum um stjóminni, eins og t.d. Daily allan heim, en hafi þó ekki leitt Telegraph og Daily Mail, em til svipaðra ráðstafana. harðorð í garð Bandaríkjanna, Brezka stjórnin kvaðst að vísu j sem þau saka ma. um að hafa virt myndu styðja Bandaríkin í ör- bandamenn sína að vettugi. yggisráðinu, en á það var bent, Fyrsta sovézka skipið á leið til Kúbu búii fluaskeytum að í yfirlýsingu henar var hafn- bannið á Kúbu ekki nefnt einu crði. Leiðtogar Verkamanna- flokksins hafa lýst undmn sinni yfir að Bandaríkin skyldu taka svo mikilvæga ákvörðun án nokkurs samráðs við banda- menn sína og hafa þeir mælzt til þess að MacmiUan forsætis- ráðherra fari þegar til Banda- ríkjanna að ræða við Kennedy forseta. Brezka útvarpið segir að víða í Bretlandi hafi verið háldnir fundir til að mótmæla fram- ferði Bandaríkjanna, og urðu miklar róstur við bandaríska sendiráðið í London, þegar mannfjöldi brauzt þar gegnum fylklingu lögreglumanna sem stóðu vörð um það. Torskiljanlegt og óverjandí Um viðbrögð blaða og almenn- ings á Norðurlöndum eru um- mæli útbreiddasta blaðs Svíþjóð- ar, Expressen, gott dæmi. Blað- ið sagði að „framferði Banda- ríkjanna sé erfitt að skýra en alls ekki hægt að verja.“ WASHINGTON 23/10 — Fjöldi bandarískra her- skipa hefur nú slegið hring um Kúbu til að fram- kvæma hafnbann það sem Kennedy forseti boð- aði í gær og hafa þau fengið fyrirmæli að stöðva öll skip sem eru á leið til Kúbu. Mörg sovézk skip eru sögð á leiðinni þangað og búizt er við að þau hitti fyrir sér bandarísku herskipin á hverri stundu. Eitt þessara sovézku skipa er sagt búið flugskeytum. Sagt er að bandaríska flotan- uin hafi verið fyrirskipað að hafa sérstaklega vakandi auga með þessu skipi og er reyndar steðhæft að bandarískar könn- unarflugvélar hafi fylgzt með ferðum þess. Brezka útvarpið taldi sig hafa heimildir fyrir því, að sovézku skipunum hefðu verið gefin fyrirmæli um að sigla sinn sjó, hvað svo sem gerðist, og verj- ast árásum, sem á þau yrðu gerðar. Tuttugu skip sögð á leiðinni 1 bandarískum fréttum er sagt að talið sé að um tuttúgu skip frá sósíalistísku ríkjunum séu á leið til Kúbu og hljóti brátt að draga að því að þau hitti bandarísku herskipin. En samkvæmt sömu frcttum er Bandaríkjastjórn sögð ætla að forðast árekstra í lengstu lög til að hægt vcrði að koma við diplómatískum aðgcrðum áður en í hart slær. Vantrú á staðhæfingu Kennedys , Víða á vesturlöndum kemur 1 einnig fram tortryggni á að i fullyrðingar Bandaríkj astj ómar Um miðnætti barst sú frétt ■ um hinar svokölluðu árásar- frá Washington að ætlunin væri stöðvar á Kúbu hafi við rök að að hafnbannið gengi ekki í gildi styöjast- M.a.s. Diefenbaker, for- fyrr en kl. 14 eftir islenzkum tima á miðvikudag. Reynist sú frétt rétt er ekki að búast við átökum undan ströndum Kúbu fyrr en síðdegis í dag, mið- vikudag. Þagar hafnbannið er gengið í gildi, hafa bandarísk herskip fyrirmæli um að stöðva sér- hvert skip á leið til Kúbu og gera leit í þeim. Skotið verður aðvörunarskotum framan við skipin, en ef þau halda bá áfram ferðinni, verður skotið a þau, og þeim sökkt ef þau þverskallast enn við að stanza. Ekkert hefur verið sagt um það í Sovétrikjunum hver verði viðbrögð hinna sovézku skipa við árásum bandarískra her- skipa, en haft er eftir aðalrit- stjóra Tass-fréttastofunnar, að ef bandarísk herskip ráðist á sovézk kaupför, muni þeim verða sökkt. sætisráðherra Kanada, lagði til í dag, að skipuð yrði nefnd hlut- lausra ríkja, t.d. þeirra sem sæti eiga í afvopnunamefnd SÞ, | tii að kanna hvort nokkur hæfa j sé í fréttum af þessum árásar- stöðvum. Brot á alþjóðalögum i Sérfræðingar eru líka sam- mála um að hafnbannið eigi sér ekki neina stoð í alþjóðalöguna. Einn þeirra, Paul Stmye, sem er forseti öldungardeildar belgíska þingsins, lét þannig í Ijós það álit, að Bandaríkjastjóm hefði þverbrotið reglur alþjóðaréttar með hafnbanni sínu. Sjang og Diem og aliir hlnlr Bandaríkjastjóm stendur þó ekki uppi vinalaus með öUu. Sjang Kajsékk á Formósu, Dinh Diem í Suður-Vietnam, að ó- gleymdum Adenauer kanzlara, haía lýst fullu samþykki sínu við aðgerðir Bandaríkjanna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.