Þjóðviljinn - 24.10.1962, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.10.1962, Blaðsíða 4
4 SÍÐA ÞJÓÐVILJINN * Miðvikudagur 24. októbor 1962 : '••: ;.; '••:•;:•;;• Wmm . r ' . • • : • iillil; . . Á suimudagskvöldið fóru fram 8 leikir í yrigri flokkun- um og bar þar helzt til tíð- inda að íslandsmeistararnir í 3. fl„ Valur, töpuðu fyrir KR sem er Reykjavíkurmeistarar frá þvj í fyrra. Leikurinn var allan tímann mjög jafn og skemmtilegur en honum lauk með sigri KR 8:6. Annar leikur fór fram í 3. fl. kvenna og urðu úrslit þessi: Víkingur — Fram 7:4, Ár- mann — KR 6:2 og Valur - Þróttur 8:3. Beztu leikina sýndu Ármannsstúlkumar og Víkingsstúlkumar. 2. fl. karla hefur oft boðið upp á góða leiki og svo var einnig nú, KR-ingar unnu nauman sigur yfir Fram í skemmtilegum leik 6:5. Valur vann ÍR 11:10 í mjög skemmti- legum leik og Víkingur vann Ármann 9:5, Leikir s.l. laugardag: Reykjavíkurmót í handknattleik Úrvalslið frjálslþrótta- manna við þrekæfingar Tólf garpar úr hópi snjöllustu frjálsíþrótta- manna okkar komu til æfingar í íþróttahúsi Há- skólans í fyrrakvöld. Þetta var upphafið á þrek- þjálfun afreksmanna, sem stjórn Frjálsíþrótta- sambands fslands gengst fyrir. Lárus Halldórsson, formaður; 'fffM * 'áBBBSSkr B H FRÍ, ávarpaði íþróttamennina í 1 'íMm, ','f' 1 upphafi æfingarinnar. Hann kvað stjom FRI vilja gefa | |||||| f f 'LWjtÆ'Æ, ' \-y, '■ frjálsíþróttamönnunum kost á: , '""■ ff þrekþjálfun allt til vors til und-j J||||§ ‘ ! " , '■"' irbúnings stórátökum á næsta sumri. Þá færi fram í Gauta- borg meistaramót Norðurlanda í frjálsum íþróttum, og stjórn FRÍ vildi að keppt yrði að því aS senda allstóran hóp Ss- lenzkra þátttakenda til þeirrar keppni. Hvatti hann íþrótta- mennina til dáða og bað þá vel að duga. Hópur afreksmanna Benedikt Jakobsson verður þjálfari þessaúrvalshóps. í upp- hafi benti hann íþróttamönnum einarðlega á, að stundvísi og regluleg þátttaka væri skilyrði fyrir því að þessar æfingar bæru þann árangur sem til væri ætlazt. Síðan hófst þrek- þjálfun með tilheyrandi erfiði fyrir íþróttamennina. Benedikt hefur unnið mikið starf með þrekþjálfun í ýmsum íþrótta- greinum og hefur það borið góðan árangur. Stjómarmenn FRÍ vom við- staddir æfinguna. Þeir skýrðu fréttamönnum svo frá, að vald- ir hefðu verið 31 frjálsíþrótta- maður til þessara æfinga. Vera má að fleirum verði bætt við ef ástæða þykir til þegar líða fer á veturinn. Við val manna til æfinga var einkum farið eftii> afrekaskránni í ár. 8 þess- ara úrvalsmanna em úr ÍR, 11 úr KR, 4 úr Ármanni, einn úr Snæfellsnessýslu, einn úr Skagafirði, einn úr Árnessýslu og einn úr FH. Utanbæjarmenn- imir munu flestir aðeins geta notið bréflegrar kennslu. Aukinn félagsandi Auk þrekþjálfunarinnar verða haldnir fræðslufundir fyrir úr- Þing FRÍ í nóv. 15. ársþing Frjálsíþróttasam- bands íslands hefst í sam- komusal S.I.S., Sambandshús- inu í Reykjavík, laugardaginn 24. nóv. n.k. kl. 4. s.d. Þingið heldur áfram sunnudaginn 25. nóv. kl. 2 s.d. Athygli sambandsaðila er vakin á því að mál og tillögur, sem þeir ætla að leggja fyrir þingið, verða að hafa borizt stjóm FRl eigi síðar en tveim vikum fyrir þing. (Fréttatilkynning frá stjóm FRl). Gunnar Huseby 26. keppnisárið. valsliðið a. m. k. einu sinni í mánuði. Miða þeir bæði að því að veita þátttakendum alhliða fræðslu um frjálsíþróttir og að auka félagslega samheldni þeirra og samstöðu. íþrótta- mennimir æfa að sjálfsögðu jafnt sem áður í sínum félög- um, en löng samþjálfun skapar góðan félagsanda og er vænleg til árangurs, er okkar beztu íþróttamenn koma fram fyrir íslands hönd á erlendum vett- vangi. Þrekæfingarnar verða einu sinni í viku, en vera má að þeirn verði fjölgað eftir nýár. Haldin verður skrá yfir ástund- un úrvalsliðsins.og verður höfð hliðsjón af ástundun og áhuga þegar lið verður valið til keppni á Norðurlandamótinu. Lágmarksárangur til þátttöku í mótinu verður ákveðinn síðar með tilliti til árangurs á Norð- urlöndum yfirleitt. Stjórn FRÍ hefur hug á að senda héðan 10—12 þátttakendur til mótsins, en það fer auðvitað eftir á- rangrinum í æfingum og keppni allt til næsta sumars. Rétt stefna Stjórn FRÍ tók ákvörðun um þessa samþjálfun afreksmanna á 500. stjórnarfundi FRÍ nú fyrir skömmu. Þetta er tví- mælalaust skref í rétta átt. Við höfum sjaldan haft nægilega mikla fyrirhyggju í þessum efnum, en nú er þetta að breytast í mörgum íþrótta- greinum. Landslið okkar í handknattleik og körfuknatt- leik hafa t. d. byrjað sam- æfingar löngu fyrir stórkeppn- ir. Með þessu skynsamlega fyr- irkomulagi megum við vænta nýrra afreka og almennari á- huga fyrir frjálsíþróttum hér Þrekþjálfun íþróttamanna Það eru margvíslegar hreyf- ingar sem frjálsíþróttamenn- irnir verða að framkvæma samkvæmt öruggum fyrirskip- unum Benedikts Jakobssonar, Hcrna sjást kapparnir á herð- unum og hjólandi í ákafa upp í loftið. Fremstur á myndinni er Þórhallur Sig- tryggsson (Kil) og þar næst Jón Þ. Ölafsson, Islandsmet- hafinn í hástökki. Þrekþjálf- un úrvalsliðs frjálsíþrótta- manna á vegum FRl er þátt- ur í undirbúningi fyrir þátt- töku íslenzkra íþróttamanna í Norðurlandameistaramóti á næsta sumri. Þunglamalegur leikur Víkings og Vals Fyrsti leikurinn í meistara- flokki, milli Víkings og Va,ls, gaf ekki beint tilefni til að á- líta að leikmenn væru komnir í sæmilega þjálfun. Hann var þungur og hægfara, og í heild tilþrifalítill. Maður gerði ráð fyrir að Víkingur myndi taka örugga forustu, en það varð aldrei. Þeir höfðu raunar for- ustuna allan leikinn, en enga áberandi yfirburði. Víking vantaði Rósmund og má vera að fjarvera hans hafi gert lið- ið lausara í reipum en ella. Það fór líka út í of harðan Ieik. Valsliðið, sem er að nokkru skipað ungum mönnum, á langt í land til að ná þeirri festu sem til þarf. Vörnin var opin, sérstakiega til að byrja með, en þeir áttu við og við lagleg- ar sóknarlotur. Hraði var lít- ill í leiknum af þeirra hálfu, og eins og þeir teldu sig ör- uggasta með hægfara aðgerð- um. Enn sem fyrr var Gcir Hjartarson bezti maður liðs- ins, Sigurður Dagsson, Stefán og Gylfi áttu einnig ýmislegt laglegt. Af Víkingum voru beztir Pétur Bjarnason, Helgi í markinu og Steinar. Víkingar byrjuðu meg því að skora og komust upp í 4:1, en Valsmenn minnkuðu bilið aftur og f hálflei’k stóðu leik- ar 7:6 fyrir Víking. Eftir leikhlé hófu Víkingar sókn og komust upp í 10:6 en Valsmenn komu þá með 3 mörk i röð, 10:9 en leiknum lauk með 11:9 fyrir Víking. Þeir sem skoruðu fyrir Vík- ing voru: Pétur 3, Sigurður Óli, Jóhann Gísla, Steinar og Sig- urður Hauksson 2 hver. Fyrir Val skoruðu: Geir 4, Sigurður Dagsson 2. Hilmar, Örn og Gylfi 1 mark hver. Dómari var Karl Jóhannsson og slapp, eins og vant er, nokkuð vel frá því. Þróttur vann KR í hægfara leik Leikur þessi var svipaður leik Víkings og Vals um til- Framhalda á 8. síðu ísland sendi hóp til vetrar-OL íslendingar ættu að senda hóp skíðafólks til vetrar-olympíuleikjanna í Innsbruck 1964, segir austurríski skíðamaðurin og skíðaleiðtoginn Otto Rieder, sem kom til íslands í orlofsferð í fyrra- kvöld. Otto Rieder er íslenzku skiða- fólki að góðu kunnur. Hann starfaði hér sem þjálfari árið 1955. Síðan var hann þjálfari íslenzku þátttakendanna á vetr- ar-olympíuleikunum í Cortina 1956. Hann kom hingað öðru sinni vorið 1961 og leiðbeindi skíðafólki fyrir síðasta skíða- lartdsmót, sem háð var á Isa- firði. Skíðakvikmynd Rieder gerir það ekki enda- sleppt í aðstoð sinni við skíða- íþróttina hérlendis. Nú er hann hingað kominn til að vinna að undirbúningi íslenzkrar þátt- töku í næstu olympíuleikum í vetraríþróttum, en þeir fara fram í heimalandi hans 1964. Hann hefur meðferðis nokkrar skemmtilegar og fræðandi skíðamyndir, sem sýndar verða til ágóða fyrir íslenzka þátt- töku í' vetrar-olympíuleikun- um. Kvikmyndir þessar sýna m.a. tækni Austurríkismanna í skíðaíþróttinni, en Austurríki hefur löngum átt margt af fræknasta skíðafólki heims.: Verða þessar myndir án efa til að auka áhuga og gengi skíða- íþróttarinnar hér hjá okkur. Vetrar-OL Otto Rieder' er í austurrísku olympíunefndinni, sem vinnur nú af kappi að þvi að undir- búa vetrar-olympíuleikana. Inns- bruck og nágr. er hið ákjós- anlegasta skíðasvæði. Þama er snjór óbrigðull allt frá nóv- emberiokum og fram í maí. Loftslag er mjög hlýtt vegna hlýrra vinda sem blása frá ítalíu. Mikið hefur verið unnið sl.. tvö ár til að undirbúa olymp- íuleikana, skíðabrautir hafa verið lagðar og endumýjaðar, byggð íþróttahöll fyrir skauta- íþróttir og ennfremur einhver fullkomnasta stökkbraut í heimi. Þessum miklu framkvæmd- um á skíðasvæðinu er að .mestu lokið. I vetur verða hin- ar nýju brautir reyndar. Efnt verður til alþjóðlegs skíðamóts einskonar óopinberrar heims- meistarakeppni með bátttöku bezta skíðafólks frá mörgum löndum. Lögð er áherzla á að, fólk geti ferðazt sem hraðast! milli hinna ýmsu íbróttasvæða OL-leikanna. Eftir er bygging ýmissa mannvirkja, svo sem bústaða íþróttamanna o.fl. Óhætt mun að fullyrða að næstu vetrar- olympíuL verði betur skipu- lagðir en nokkrir aðrir, enda er óhemjuleg vinna lögð í undir- búninginn af hálfu Austurríkis- manna. Að sögn Rieders mun kostnaður við leikana verða um 600 milljónir austum'síkra shillinga. Austurríska ríkið greiðir 50% kostnaðarins, Inns- bruck-borg 25% og Tirol-hérað 25%. Búizt er við að um 1000 skíðamenn og konur taki þátt í vetrarolympíuleikunum. Auk þess er búizt við þúsimdum gesta, sem koma til þessarar paradísar vetraríþróttanna til að horfa á snjallasta skiðafólk heims leiða saman hesta sína. íslenzk þátttaka Um þátttöku íslenzkra skíða- manna segir Rieder, að við ættum ekki að senda ednn eða tvo, heldur hóp af okkar bezta skíðafólki. Aðalatriðið er akki að hljóta gull eða silfur í verð- laún, heldur £ið gefa góðum skíðamönnum kost á að taka þátt í þessu stóra móti og kynnast öllu því sem þar fer fram. Otto Rieder er hingað kom- inn til að stuðla að því að þetta takist, og íslenzkt íþröttar- fólk býður hann velkominn. Innbruck cr í fögru umhverfi og ákjósanlcgu skíða-landslagi. Þarna fara næstu vctrar-olym- píuleikar fram árið 1964. Handknaftleilrar yngri ílokka

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.