Þjóðviljinn - 24.10.1962, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 24.10.1962, Blaðsíða 9
Miðvikudagtir 24. október 1962 ÞJÓÐVILJINN SlÐA g 1 kvöld koma hingað tij lands fjórir hollenzkir bridge- meistarar, sem keppa munu við beztu spilara okkar í tíu daga. Hollenzku bridgemenn- imir eru H. Filarski, G. Lengyedl, B. Slavenburg og Hans Kreyns. Frægastur þessara spila- manna er fyrirliði sveitarinn- ar Herman Filarski, en hann hefur ur árabil verið einn af fremstu bridgefréttamönnum i Evrópu. Harm hefur einnig spilað í landsliði Hollendinga ótal sinnum og síðasti stóri milliríkjasigur hans var í Juan les Pins í Frakklandi i sumar. Þar vann sveit hans sigur í sveitakeppninni, en andstæðingar hans í þeirri keppni voru margir beztu spilamenn heimsins, svo sem Terence Reese o.fl. Makker Filarski er George Lengyell, fæddur Ungverji en hefur nú hollenzkan ríkis- borgararétt. LengyéU er bú- settur í London og stundar þar umsvifamikla frlmerkja- verzlun. Hann hefur unnið meistaratitil Hollands oft og í landsliðinu hefur hann spil- að með gömlum kempum eins og Cats og Goudsmith. Leng- yell hefur mjög gaman af rú- bertubridge og spilar daglega við alla beztu spilamenn Eng- lendinga. Bob Slavenburg hefur verið nefndur „Hrói Höttur“ í hol- lenzka bridgeheiminum. _lav- enburg stundar tekaup- mennsku í Rotterdam í dag- lega lífinu, en í spilamennsku er hann mikiU fjárhættuspil- ari og spilar þá hvaða bit sem er. Kemur það fyrir að hann bregður sér til Parísar eða London yfir helgi til þess að komast í „gott“ spilapartí. 1 bridge hefur hann sérstaklega gott stöðumat og er hættuleg- ur andstæðingur. Yngsti maður liðsins er Hans Kreyns. Hann hefur það erfiða hlutverk að spila á móti Slavenburg, en á síðustu árum hefur „nemandinn" orð- ið jafnsterkur spilamaður og kennari hans. Kreyns spilar hratt og er stíll hans mjög svipaður Slavenburgs. Frá' Evrópumeistaramótinu í Palermo á Sikiley 1959. Talið frá vinstri: Filarski, Jan Heidstra og Bob Slavenburg. Allir hollenzku spilararnir hafa það sameiginlegt að nota lítið af gervisögnum og Slav- enburg og Lengyell eru á móti nýtízku sagnaðferðum. Eftifarandi spil kom fyrir Lengyell. Hann var að spila við tvær taugaveiklaðar kon- ur, með góðan mann á móti sér. Hann var suður með eft- irfarandi spil: S: x-x H: x T: K-D-G-10-9-x-x-x L: x-x. Suður gaf og austur og vest- ur voru á hættu. Meðap á sögnum stendur, kemur í lj.ós að makker á heldur lítil spil. Spuming: Hvað verður lokasögnin? Svar: ?? Ef til vill eitthvað í tígli? Lengyell: Rétt — hvað margir? Svar: Ef til vill' fimrri eða sex, sem fóm auðvitað. Lengyell: Rétt — fimm tíglar — makker átti ■'S: smeíg H:1 x *T: L: K-D-G-10. Það voru eng- in mistök í vörninni — og engar mistrompanir. Hvað voru fimm tíglar marga nið- ur. Svar: Það er auðvelt — tveir niður auðvitað. Leng- yell: Vitlaust. Sjö niður. Svar: ??? Lengyell: Við sögðum pass allan tímann. Andstæð- ingarnir voru með nýtt kerfi og nýtízku slemmusagnir. Eft- ir margar sagnir sagði vestur fjögur grönd, austur sagði fimm tígla og vestur sagði: Ég skil þetta ekki, svo það er bezt að segja pass. Hollendingarnir spila hér þrjá leiki, borgarleik 64 spil, sem spilaður verður n. k. fimmtudagskvöld og mánu- dagskvöld, á þriðjudagskvöld- ið við Bikarmeistarana, sveit Agnars Jörgensonar og á mið- vikudagskvöldið við Islands- meistarana, sveit Einars Þor- finnssonar. Allir leikimir verða í Klúbbnum við Lækj- arteig og verða sýndir á bridgesýningartöflunni. Hans Kreynes Herman Filarski, George Lengyell Ég undirrit.: óska hér með eftir að gerast kaupandi ÞJOÐVILJANS. Dags.................... 196.... Söfnunin er nú í fullum gangi. Víða var vel af stað farið, en sums staðar mætti hrcyfing vera meiri. Betur má ef duga skal: 1000 nýir áskrifendur fyrir 25. nóvember, en þann dag hcfst 13. þing Sósíalista- flokksins. Söfnunarnefnd skorar á alla lesendur Þjóðviljans að bregðast vel við og gera söfn- unarátak fram að helginni. Áskriftarsímar eru: 17500. 22396, 17510, 17511. Söfnunarnclndin. Gerizt áskrifendur Virkir dagar mikilla tíma Framhald af 7. síðu. Skartlausir áheyrendur Appelsínurnar urðu að bíða betri tíma, en mikið og fjöl- skrúðugt menningarlíf sprakk út á einni nóttu. Þvílík leik- hús! Gömul leikhús, ný, til- raunaleikhús. Meyerhold setti á svið byltingarmysteríur. Fyr- irlestrar voru haldnir um allt, milli stjömukerfa og Clemen- ceau. Ljóðakvöld í hverju kaffihúsi. Auglýsingaspjald: Sjaljapín syngur aðalhlutverkið í Boris Godúnof. Sjaljapín var þjóð- listarmaður sovétlýðveldisins. En hann var of vanur góðum dögum. Enski rithöfundurinn®- H. G. Wells kom til Leníngrad skömu eftir byltingu: heimili Sjaljapíns var eini staðurinn þar sem talað var um erlenda tízku. Jómfrú Krarup, danskur portretmálari sem bjó fjörutíu ár í Rússlandi, segist hafa lit- ið í kringum sig á konsert hjá Sjaljapín og hvergi séð hvíta skyrtu eða harðan flibba. Menn sátu í hermannablússum og „allslags ómögulegum skyrt- um“. Aðgangseyrir var greidd- ur í brauði.Sjaljapín kunni ekki við þetta til lengdar. Hann fór úr landi og Maxím Gorkí sendi á eftir honum bit- urt skammarbréf. í hálfu timburhúsi skammt frá Moskvu býr Vasílí Míkhæl- ovítsj,. gamall bolséviki. Einn sunnudag sat ég í garði hans og át kirsuber. Hann sagðist hafa einu sinni komið til Pét- ursborgar frá vígvöllunum og lent ásamt félögum sínum beint á konsert hjá Sjaljapín. Hermennirnir höfðu ekið í' vondri voruflutningalest alla ' nóttina, í salnum var heitt og yfirfullt af.fólki. „Það var ein- i hver bið á því að söngvarinn kæmi,“ sagði Vasílí Míkhælo- vítsj, „og ég sofnaði í sæti 1 mínu. Eg vaknaði við klapp og fagnaðarlæti — tónleikunum var lokið. Sjaljapín hneigði sig og gekk út“. Maðurinn verður fyrir marg- víslegum slysum á lífsleiðinni. Grafreitur Um byltingar hafa verið skrifaðar margar ækur. Ana- tole France skrifaði sögu um frönsku byltinguna, um undar- legar krókaleiðir mannlegra örlaga, sorglegra og broslegra í senn, samúð og efasemdir á- Sr. árni Sigurðs- son var kjörinn í Neskaupstað Prestskosning fór fram í Norð- fjarðarprestakalli í Suður- Múlasýsluprófastsdæmi, 14. þ.m. og voru atkvæði talin í skrif- stofu biskups í gærmorgun. Á kjörskrá voru 894. þar af kusu 613. Atkvæði féllu þannig, að séra Árni Sigurðsson sóknar- prestur á Hofsósi var kjörinn lögmætri kosningú og hlaut hann 422 atkvæði. Séra Sigur- jón Einarsson kennari í Kópa- vogi hlaut 130 atkvæði og séra Trausti Pétursson prófastur á Djúpavogi hlaut 59 atkvæði. Auður seðill var 1 og 1 ógild- ur. kveða andrúmsloft þessarar bókar. Victor Hugo skrifaði hetjusögu um sama efni, sögu um eiMf vandamál umbrota- tíma, sögu um trú og hugsjón- ir. Sjolokhof skrifaði „Lygn streymir Don“ þar sem atburð- imir tala sjálfir skýru máli án þess að fjarlægðir geti miðlað þeim nokkru af vizku sinni — góðrj eða illri. Slíkar bækur eru merkar og sjaldgæfar. Á Marsvelli í Leningrad er sérkennilegur grafreitur. Lang- ir granítveggir afmarka fer- hyrndán reit. Þarna eru grafir þeirra sem féllu fyrir bylting- una. Á hornsteinum eru áletr- anir sem Lúnatsjarskí samdi. Ein þeirra hljóðar þannig: ekki þekkjum við nöfn allra þeirra hetja sem úthelltu blóði sínu í baráttunni fyrir frels- inu. En mannkynið virðir nefnda og nafniausa. Til minn- ingar um þá alla um aldir er þessi steinn settur. Innan garðs segja mjóir steinar frá þeim sem þarna hvíla. Þar er steinn með nafni Úritskís, þekkts byltingarfor- ingja sem féll fyrir kúlu óvin- ar. Andspænis honum er annar steinn: Kotja Mgebrof. Kotja Mgebrof var lítill drengur, að- ein níu' ára. Eg veit ekki með hvaða hætti hann lét lífið. En hann hefur líka verið bylting- armaður með nokkrum hætti. Við þekkjum ekki nöfn allra segir steinninn. Og f miðjum grafreitnum logar eilífur eldur. Landakröfur Filippseyja vekja úlfúð í SEATO MANILA — Krafa Filippseyja- stjómar til landa á Norður- Bomeó hefur komið róti á hemaðarbandalög sem Vestur- veldin hafa stofnað til í Aust- ur-Asíu. Bretar, sem standa að S.-austur- Asíu bandalaginu ásamt Banda- ríkjunum, Frakklandi, Filipps- eyjum, Thailandi, Ástralíu og Nýja Sjálandi, ráða yfir Norð- ur-Bomeó. Brezka stjórnin hef- ur vísað kröfu Filippseyja á bug og hyggst sameina nýlend- ur sínar á Bomeó væntanlegu sambandsríki Malakka og Singapore. I ráði hefur verið að stofna sérstakt bandalag Malakka, Thailands og Filippseyja, en nú hefur forsætisráðherra Mal- akka, Abdul Raham, hótað að neita að sækja ráðherrafund þessa nýja bandalags, sem halda átti í Manila, höfuðborg Filippseyja, í desember, nema Filippseyjastjóm hverfi frá kröfu sinni til Norður-Bomeó. Loks hefur landakrafa Fil- ippseyja orðið til þess að indónesiskir embættismenn hafa látið í ljós áhuga á fram- tíð þess hluta Bomeó sem Bretar ráða. Meginhluti eyjar- innar tilheyrir Indónesíu. ,Þilplötu-hneyksli Leifs Svjinssonar Föstudaginn 12. okt. birti Morgunblaðið grein eitir Leif Sveinsson, um það sem hann neínir þilplötuhneyksli. Leifur þessi er sárhryggur yí- ir því, að þilplötur frá Austur- Evrópu séu seldar hér á 30— 40% hæi-ra verði en plötur frá Vestur-Evrópu, og virðist helzt vilja kenna mér undirrituðum um þessa óhæfu. Þær þilplötur, sem mest eru notaðar hér eru gipsplötur. Verð á þeim er sem hér segir: Frá Austur-Evrópu kr. 110.00 plata 260x120 cm. Frá Vestur-Evrópu kr. 124.00 plata 260x120 cm. Verð á gipsplötum frá Vest- ur-Evrópu virðist þannig vera hneykslanlega hátt. Krossviður og spónaplötur eru einnig talsvert notaðar hér, sem þilplötur og em þær sízt dýrari frá Austur-Evrópu en Vestur-Evrópu. Það er því eng- in ástæða til að býsnast yfir háu verði á þilplötum að aust- an. Hinsvegar hefur verð á harð- texi að austan verið nokkm hærra en t.d. finnskt verð. Hér er samanburður á því, samkv. Morgunblaðinu 31. ágúst 1962. Finnskt harðtex kr. 20.66 pr. fermeter. Rússneskt harðtex kr. 23.74 pr. fermeter. Þessi verðmunur stafar að mestu leyti af því, að Eim- skipafélag Islands tekur að á- stæðulausu mikið hærra gjald fyrir að flytja hingað vörur frá Leningrad en Helsingfors. Þó vil ég hugga Leif með því, að við emm nú að semja við Rússa um verðlækkun. Hinsvegar vil ég benda Leiíi á, að harðtex er nú orðið til- tölulega lítið notað sem þil- plötur, svo ofangreindur verð- munur getur engan veginn kall- azt þilpiötuhneyksli, heldur harðtex eða masonite-hneyksli, og fer þá málið að skýrast. Leifur er nefnilega samerfingi að timburverzluninni ■ Völundi, og það fyrirtæki hefur einka- umboð á sænsku masonite, sem það sennilega telur sig ekki fá nægilegan innflutning á. Annars er bezt að gera sér ljóst, að flestum viðskiptaþjóð- um okkar í Austur-Evrópu hefur undanfarinn áratug a.m.k. verið þröngvað til að greiþa fiskvömr okkar hærra verði en Vestur-Evrópuþjóðir, og þær þessvegna reynt að selja sumt af sínum vömm í samræmi við það. En í seinni tíð hefur verð- lag þeirra á flestöllum vömm verið fært niður í heimsmark- aðsverð. Það er engin ástæða til að skrifa móðursýkisgreinar um „hneyksli" vegna þess að ein- staka vömtegund að austan er dýrari en vara frá vestrinu. Það er nefnilega ekkert sjald. gæfara, að vömr að vestan séu dýrari en þær austrænu. tslenzkir innflytjendur ættu að fylgjast vel með slíkum verðmun og gera sitt bezta til að vestrið lækki sitt vömverð niður í það austræna og gagn- kvæmt. Það er engum til góðs að stofna til æsingaskrifa í dag- blöðin hvert sinn sem vart verður við slíkan verðmun. Ægir Ólafsson.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.