Þjóðviljinn - 24.10.1962, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 24.10.1962, Blaðsíða 10
J0 SÍÐA ÞJOÐVILJINN Miðvikudagur 24. október 1962 Skáldsaga eftir RICHARD CONDON Bæði pörin böfðu hlakkað svo rnjög til að hittast að bílamir runnu imn á bílastæðið fyrir framan Commodore veitingahús- ið samtímis og á nákvæmlega tilsettum tíma. Konumar iiðu upp á við í lyftunni, sem rauð- hærði og freknótti stráksnáðinn stjómaði. Karlmennimir gengu stigana. Svo settust allir umhverfis þungt, kringlótt borð fyrir fram- an opinn gluggann og báðu um Martini-kokkteila með vodka eins og það væri hluti af ' á- kveðnu ritúali í sérstakri trúar- athöfn. Englar flugu um herberg- ið. Hertogafrúin talaði katal- ónsku við vínþjóninn og þrír þjónar með síðar svuntur stóðu vörð um ísinn. „Ég er svo hamingjusöm,“ sagði hertogafrúin, „að ég hefði fúslega viljað panta heila her- deild af skozkum sekkj apípuleik- ttrum til að þramma gegnum veitingahúsið og spila eitthvað skelfilegt. >ú ert ósköp magur, Jaime.“ ,,Það getur vei verið,“ svar- aði Bourne. „En þú lítur að minnsta kosti ljómandi vel út, hvað svo sem þú hefur verið að aðhafast.“ „Vertu ekki að þessu,“ sagði hertogafrúin. „Þú gerir Cayet- ano feiminn.“ „Ég hef ekki þrek til að vera feiminn lengur,“ sagði Cayetano. „Hafið þið séð nokkuð til Pick- etthjónanna?“ spurði Boume. hann sé ekki kominn heilu og höldnu tii Washington. Hann er alveg óður eftir að hann upp- götvaði þessi Rubens-áhrif. Hann sagði að það væri það stórkostlegasta sem fyrir hann hefði komið.“ Eva rauf allt í einu loftbrúna af martinikokkteilnum með vodka og iagði frá sér glasið án þess að hafa augun af hertoga- frúnni. Boume sat grafkyrr. Hertogafrúin hélt áfram: „Eitthvert bandarískt blað send- ír hingað Ijósmyndara og Piek- ett sárbænir mig um að hleypa þeim ixm á Dos Cortes. Það líð- ur ekki á löngu áður en heims- pressan sýnir Pickett, Velazquez og Rubens takast í hendur með fjálgleik. Hver skollinn verður af kampavíninu?“ í þeim töluðum orðum stik- aði vínþjónninn mn með magn- umflöskumar og ómerkilegt fyr- irbrigði á borð við martinikokk- teila með vodka tilheyrðu for- tíðinni. Á nákvæmlega réttu andartaki var ymprað á matar- pöntun og stungið upp á ein- hverju frá Costa Brava. Her- togafrúin kinkaði náðarsamleg- ast kolli. Cayetano sagði allt í einu: „Tími kraftaverkanna er enn ekki Jiðinn. Getið þið hver ætl- ar á nautaat í fyrsta sinn á ævinni?“ Hertogafrúin var ekki í nein- um vafa; „Frændi minn, doktor Victoriano Munoz. markgreifi af Villalba,“ sönglaði hún nefmælt með rödd Victorianos og allir hlógu. „Frændi þinn?“ sagði Boume. „En Jaime þó! Hann er ekki svo afleitur. Hann hatar bara nautaat og flest af því sem venjulegu fólki þykir skemmti- legt. Og svo em allir skyldir ölum samkvæmt kenningunni um Adam og Evu“. ,,Það er heiður fyrir nautaat- ið ef þessi náungi kemur til að horfa á,“ tautaði Cayetano. „Hann hringdi í morgun og spurði hvort ég gæti ekki af- greitt fyrsta nautið mitt fyrir framan Tendido tvö í næstu viku, því að hann hefði ekki getað fengið önnur sæti og hann hefði lofað að fara með frú Pickett og hann var hræddur um að hún þyldi ekki nema eitt naut. Hann bað mig að gera þetta sem æðisgengnast og kála nautinu fyrir framan nef- ið á henni, svo að það liði yfir hana eða henni yrði óglatt og þau gætu farið strax.“ „Hann er skýr í hugsun hann frændi minn. Hverjum öðrum dytti í hug að kippa lagskonu sinni úr umferð á þennan hátt?“ „Það er nú ekki öldungis víst að það líði yfir kvenmanninn,“ sagði Bourne. „Jú, jú,“ sagði Cayetano ör- uggur. „Auðvitað gæti ég slegið vindhögg með sverðinu tíl ör- yggis.“ „Hættu þessu,“ sagði Eva. „Eg verð alveg ringluð." „Það er kampavínið og mart- inikokkteilamir með vodka,“ sagði hertogafrúin. „Vertu bara róleg, vina mín.“ Hún leit ást- riku augnaráði á Evu. Allt í einu glennti hún upp augun í kven- legri glöggskyggni. „Nei!“ „Nei. hvað?“ spurði Bourne. „Kámpavín,“ hrópaði hertoga- frúin fagnandi. Þjónamir komu þjótandi. Eva lyftl glasinu. „Herra og frú Bourne hafa þann heiður að bjóða ykkur í skímarveizlu frumburðar síns eftir fimrn mán- uði.“ Boume starðl galopnum munni. „Hvað þá?“ sagði bann. Hertogafrúin sagði: „þið verð- ið að kalla hann Cayetano! Við skulum í staðinn skíra frum- burðinn okkar Herbert Hoover Jiminez.“ „Eva — er þetta satt?“ Boume var á svipinn eins og hann væri að ljúka fyrstu kennslustund sinni sem læri- sveinn töframannsins. „Jaime þó! “ sagði Cayetano og lyfti glasinu. „Skál fyrir frumburði . okkar kæru vina“, sagði hann og tæmdi glasið. Glösin vom fyllt á ný. „Skál fyrir móður hins ynd- islega barns,“ kvakaði hertoga- frúin og tæmdi glas sitt. Ný áfylling. „Skál fyrir brúðkaupi vina minna og fæðingu bams míns.“ hrópaði Boume og hellti í sig kampavíni. Nýr umgangur. „Skál fyrir Pickett Troilus og stórkostlegu yfirliði frú Pick- ett,“ sönglaði Eva og hellti í sig innihaldinu. Meira kampavín. „Skál fyrir öllum oss! Megum við lifa og elska að eilífu," söng hertogafrúin og drakk út. Eitt- hvað frá Costa Brava skolaðist niður með kjölvatninu. Þriðjudagur var vordagur vor_ daganna. Bourne og Eva drukku kaffi fyrir galopnum svalahurð- um, Eva alklædd, Boume í nátt- fötum og slopp. Allt í einu var barið og Jean Marie kom inn. „Hamingjan sanna,“ sagði Eva. „Það eru ósköp að sjá þig!“ „Mér líður líka bölvanlega. Chérie, ég er miður mín alveg niður í tær. Það er sjálfsagt af elnhverju sem ég hef ekki borð- að. Ha ha. Kannski ætti ég að reyna kaffið þeirra. Ef ég gæti bara 'fangið bita af skikkanleg- um brioche mjmdi ég kannski 1ÍÍ8 það af. Svei attan, þessir Spánverjar em óttalegir skít- kokkar. En veðrið þeirra er fínt. Æjá. í dag er síðasti dagur brjálseminnar. Allr.a síðasti dag- ur. Ég hefði aldrei lifað af einn dag í viðbót. Það sver ég við guð og Jesús og Maríu mey og alla dýrlinga. Ég veit svei mér ekki hvernig ég á að hafa þrek til að halda á penslinum og láta sem ég Ijúki við þetta helvítis þrísklpta trompe I’oeil. Ef við komum þeim smumingi úr landi, skal ég svei mér hengja hann upp í borðstofunni. Ekki vegna þess að ég þurfi á minjagrip að halda. Ég gleymi víst aldrei þessu bölvaða, ekkisen skíta- jobbi“. Boume kom alklæddur út úr svefnherberginu. „Ertu tilbúinn, félagi? Hvar er Eva?“ „Eva?“ Jean Marie snerist á hæli eins og glópur á svip. Hún var gufuð upp. Á næsta andar- takj birtist hún með bakka. „Eg skrapp niður í eldhús og sóttj dálítið,“ sagði hún. ,,,Seztu nú niður og borðaðu eins og maður. Tveir gómsætir, nýir brioches. Taktu nú til matar þíns.“ Bourne hrukkaði ennið og las skilaboðin frá dr. Munoz á ilm- andi pappírnum. Honum hafði ekki tekizt að ná sambandi við hann undanfama fjóra daga. Skilaboðin voru send með sendli. þar stóð að Munoz hefði gert ■allar ráðstafanir í sambandi við hið æðisgengna sem átti að ger- ast milli klukkan fjögur tuttugu og fjögur tuttugu og níu sama daginn. Það stóð ekkert um það hvað ætti að gerast. Bourne tók símann og hringdi í númer markgreifans. Ekkert svar Hann skellti tólinu á og leit á klukkuna. Hún var þrjú tuttugu og fimm. Tími tH að fara. Hann sótti lítið, grænt glerhylki niður í skúffu, tók upp tvær hvítar töflur og gerði sig líklegan til að skola þeim nið- ,ur með vatni. Allt í einu heyrði 'hann hljóð og sneri sér við. Eva stóð í dyrunum. „Þarftu pillur fyrir léttasta verk í heimi?“ spurði hún. Hann svaraði ekki fyrr en hann var búinn að gleypa pill- urnar „Það er kominn tími til að fara,“ sagði hann. Hann stóð við hliðina á henni. Hún vildi ekki líta á hann. Hann ýtti handleggjum hennar að síðun- um og kyssti hana. Hún svaraði I ekki kossinum. „Ég verð kominn aftur klukk- ; an tíu mínútur yfir fimm,“ sagði; hann. „Vertu alveg ókvíðin." Hún gekk að skrifborðinu og settist. Klukkan tifaði töluvert hátt. Hún sat og starði á græna þerripappírinn. Klukkan fjögur opnaði hún skúffuna. Hún gleypti tvær töflur' án vatns. f Goya-salnum reyndi Jean Marie að láta sem hann ynni jafnt og þétt. En hann gat ekki að sér gert að góna í sífellu upp á Dos de Mayo. Drottinn minn hvað myndin var stór! Ef Bourne hefði en mælt skakkt, svo að ramminn yrði of lítill! Þá myndu þeir strita og svitna án þess að geta nokkurn tíma kom- ið myndinni í rammann. Og svo kæmu varðmennimir og stæðu þá að verki — þessir varðmenn sem han hafði vingazt við og svikið svo herfilega. Hann roðn- aði af blygðun. Sá sem bara væri kominn aftur í I.ouvre og Delacroix safnið og á þá staði aðra, þar sem hann hafði kópí- erað. Það var að minnsta kosti áhyggjulaust og öruggt líf. Það var eins og ,að sitja í hlýjum og Homer ávarpaði fólkið og kvaðst neyðast til þess að skýra því frá, að meðal safnaðarins væru hættulegir svikarar sem sætu um að vinna söfnuðinum skaða og bað alla að hjálpa til þess að hafa hendur í hári þeirra. Á meðan hafði vinum stúlknanna tekizt að komast inn í höfuðstöðvamar þar sem Horner var að flytja ávarp sitt Námsstyrkir og námslán Umsóknir um styrki eða lán af fé því, sem Mennta- málaráð kemur til með að úthluta næsta vetur til ís- lenzkra námsmanna erlendis, eiga að vera komnar til skrifstofu Menntamálaráðs að Hverfisgötu 21 eða í póst- hólf 1398, Reykjavík, fyrir 1. desember næstkomandi. Til leiðbeiningar umsækjendum vill Menntamálaráð taka þetta fram: 1. Námsstyrkir og námslán verða eingöngu veitt íslenzk- um ríkisborgurum til náms erlendis. 2. Styrkir eða lán verða ekki veitt til þess náms, sem auðveldlega má stunda hér á landi. 3. Umsóknir frá þeim, sem lokið hafa kandidatsprófi, verða ekki teknar til greina. 4. Framhaldsstyrkir eða lán verða ekki veitt, nema um- sókn fylgi vottorð frá menntastofnun þeirri, sem um- sækjendur stunda nám við. Vottorðin eiga að vera frá því í október eða nóvember. 5. Umsóknir skulu vera á sérstökum eyðublöðum, sem fást í skrifstofu Menntamálaráðs og hjá sendiráðum Islands erlendis. Prófskírteini og önnur fylgiskjöl með umsóknum þurfa að vera staðfest eftirrit, þar eð þau verða geymd í skjalasafni Menntamálaráðs, en ekki endursend. menntamAlarAð íslands. GUÐMUNDUR GUÐJÓNSSON, tenór, endurtekur SÖNCSKEMMTUN sína í Gamlabíó næstkomandi miðvikudagskvöld kL 7J.5. Við hljóðfærið: Atli Heimir Sveinsson. Aðgöngumiðasala í bókabúðum Lárusar Blöndal, Skóla- vörðustíg og Vesturveri og hjá Eymundsson, Austur- stræti 18. Uppselt var á söngskemmtunina á mánudagskvöldið. Verkakveíinafélagið Framsókn Félagsfundur fimmtudaginn 25. október næstkomandi kl. 8.30 í Iðnó uppi. Fundarefni: Rætt um uppsögn samninga. Konur fjölmennið á fundinn. I STJÓRNIN; Verkamenn óskast strax Byggingafélagið Brn Lf. Borgartúni 25 — Símar 16298 og 16784. Fyrirliggjandi sekkja- trillur KRISTINN J6NSS0N Vagna- & Bílasmiðja — Frakkastíg 12 Rvík. Móðir mín INGIBJÖRG FRIÐRIKSDÓTTIR verður jarðsett frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 25. þ. m. Athöfnin hefst kl. 1.30. Sigurlaug Sigurðardóttir. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.