Þjóðviljinn - 25.10.1962, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 25.10.1962, Blaðsíða 1
Castro: ViB munum ver/a fullveldi okkar Ve/tir Kúba Kennedy eins og Súez Eden Gaitskell: HafnbanniB mjög varhugavert Sjá síðu @ Krústjoff býðst til að hitta Kenneay hlutlausu ríkin hvetja til samninga NEW YORK og MOSKVU 24/10 — Svo virtist seint í kvöld sem horfur hefðu batnað á því að takast mætti að koma viti fyrir Bandaríkjastjórn og fá hana til að hætta glæfraspili sínu með friðinn í heiminum. Krústjoff, forsætisráðherra Sovétríkj- anna, sagði að sovétstjómin myndi fara að öllu með gát og sjálfur kvaðst hann fús að hitta Kennedy forseta. Hlutlausu ríkin hafa haft sig mjög í frammi til að forða óhöppum og ekki hafa enn orðið neinir. árekstrar milli bandarískra her- skipa og sovézkra kaupfara. Boðskapur Krústjofís birtist í svari sem hann sendi við til- mælum frá leiðtoga brezku sam- takanna gegn kjamavopnum, Bertrand Russell, til forystu- manna stórveldanna um að bægja fró þeirri geigvænlegu hættu á kjamorkustríði, sem yf- ir mannkyninu- vofi. Munu fara að ölln með gát í svari Krústjoffs segir að hann myndi telja það gagniegt að þjóðarleiðtogar kæmu á fund. Sovétstjómin myndi fara að öllu með gát og ekki grípa til neinna óyndisúrræða við óréttlætanlegu tramferði Bandaríkjanna. Hún myndi þvert á móti gera allt sem í hennar valdi stæði til að forða stríði. Krústjoff ráð- lagði stjórn Bandaríkjanna að rasa ekki um ráð fram og hefja ekki þau sjórán sem hún hefur boðað og gætu haft hinar af- drifaríkustu afleiðingar. Geri hún hins vegar alvöru úr hótunum sinum. munu Sovétrík- in nauðbeygð til að verja hend- ur sínar segir Krústjoff. En verði valdi ekki beitt. mun hægt að forða stríði. bætir hann við. Láti Bandaríkin sér ekki segjast f boðskap Krústjoffs segir ennfremur, að ef Bandaríkja- stjóm haldi hins vegar áfram að traðka á alþjóðalögum, kunni svo að fara, að hin ískyggilega þróun mála verði ekki stöðvuð, heldur muni hún leiða til heims- styrjaldar með öllum þeim hörmulegu afleiðingum sem hún myndi hafa í för með sér fyrir sérhverja þjóð heimsins. I>að er enn hægt að koma á stórveldafundi. En grípi Banda- ríkin til vopna, mun gagnslaust að halda slíkan fund, segir í boðskapnum. Hlutlausu ríkin ganga á milli Hlutlausu ríkin innan Sam- einuðu þjóðanna, og þau eru um helmingur aðildarríkjanna. hafa haft forgöngu um að bægja frá þeirri hættu sem hafnbann Bandaríkjanna á Kúbu hefur leitt yfir mannkynið, 45 hlutlaus ríki. flest í Asíu og Afríku, en einnig nokkur Evrópuríki (Sví- þjóð. Finnland. Austurríki. Júgó- slavía og Kýpur) gerðu út nefntí á fund U Tants. fram- kvæmdastjóra SÞ. og fólu hon- um að leggja að leiðtogum Banda- ríkianna og Sovétríkjanna að forðast allt sém gæti torveldað friðsamlega lausn deilunnar og í kvöld var tilkynnt að hann hefði sent þeim Kennedy og Krústjoff c-iík tilmæli. Framhald á 3. síðu. Danska blaðið Informatson: „Sönnunargögn" USA eru fölsuð KAUPMANNAHÖFN 24/10 — Danska blaðið In- formation, sem er eitt eindregnasta málgagn stuðn- ingsmanna Atlanzbandalagsins og „vestrænnar samvinnu“ í Danmörku, segir í dag að myndir þær sem Bandaríkjamenn segjast hafa tekið úr lofti yfir Kúbu og sanna eiga staðhæfingu þeirra um að þar hafi verið komið upp árásarstöðvum, séu alls ekki af flugskeytastöðvum, heldur af loft- varnabyssustæðum. Bandaríkjamenn hafi þannig falsað þau gögn sem þeir hafi lagt fram til að afsaka hafnbann sitt. Ummæli blaðsins voru bor- in undir talsmann bandaríska sendiráðsins í Kaup- mannahöfn, en hann vildi ekkert um þau segja. Hvernig liði Kennedy í sporum Krústjoffs? Kennedy Bandaríkjaforseti segir að Sovétríkin séu að koma sér upp eldflaugastöð á Kúbu, og talsmaður banda- ríska ' landvamaráðuneytis- ins lætur fylgja með að það sé eina sovézka eldflauga- stöðin á erlendri grund. Af þessari ástæðu hefur Kenne- dy fyrirskipað hemaðarað- gerðir gegn skipum sem eru í fömm til Kúbu. Hann kveðst gera sér ljóst að af þessu tiltæki geti hlotizt kjarnorkustyrjöld, en á það verði að hætta til að bægja frá Bandaríkjunum þeirri ógn sem stafi af sovézkri kjamorkuárásarstöð á Kúbu. Úr því Kennedy telur sig tilneyddan að grípa til ör- þrifaráða vegna hálfgerðra eldflaugastöðva á Kúbu, hvað myndi hann þá aðhafast ef hann væri í sporum Krúst- joffs, forsætisráðherra Sovét- ríkjanna? Sovézk eldflauga- stöð á Kúbu er nefnilega ná- kvæmlega sambærileg við kjarnorkuárásarstöðvar • flug- véla, eldflauga og kafbáta, sem bandarískar ríkisstjómir hafa raðað umhverfis Sovét- ríkin og bandamenn þeirra undanfarinn hálfan annan áratug. Bandarískar kjamorkueld- flaugar em í Tyrklandi fast við landamæri Sovétríkjanna, í Grikklandi, á Italíu, í Vest- ur-Þýzkalandi og á Bretlandi, svo aðeins séu • nefnd lönd í Evrópu. Við þetta bætist urmull flugstöðva, kafbátar búnir kjamorkueldflaugum og flugvélaskip; alls hafa Bandaríkin kjamorkuárás- arstöðvar í 45 löndum. Af hverri og einni þessara stöðva stafar Sovétríkjunum jafn- mikil hætta og Bandaríkjún- um af sovézkum kjamorku- vopnum á Kúbu. Þessa hættu hafa stjómend- ur Sovétríkjanna búið við ár eftir ár án þess að taugar þeirra biluðu svo að þeir fyrirskipuðu hemaðaraðgerðir gegn þeim löndum sem látið hafa Bandaríkjunum stöðvar í té. En strax þegar Banda- ríkjaforseti telur að' Sovét- ríkin séu að gjalda honum herstöðvaumsátina í sömn mjmt, grípur hann til vopna. Vonandi tekst svo gæfu- samlega • til að heiminum verði forðað frá skelfingum kjamorkustyrjaldar, en hætt- an sem yfir vofir þessa dag- ana sýnir hvílík nauðsyn er að kveða herstöðvastefnuna niður i eitt skipti fyrir öll, láta eitt yfir alla ganga og afnema herstöðvar stórvelda í löndum annarra þjóða. Þá væri stórt skref stigið til að efla frið í heiminum. Kortið sem hér er birt er tekið úr bandaríska vikurit- inu „US News & World Reix>rt“. Þar er því gefið heitið „Hringurinn umhverfis Rússland". Á kortinu eru sýndar nokkrar helztu kjam- orkuárásarstöðvar Bandaríkj- anna og staðir á hafinu þar sem flugvélamóðurskip og kjamorkukafbátar eru á sveimi að staðaldri. KULDALEGAR, EN MEGA EKKI MISSA AF NEINU Guð hvað er gasalega kalt. Eitthvað þessu líkt hafa þær líklega sagt stúlkurnar á myndinhi, en þó er ekki annað að sjá en að þær hlakki til að finna sterka arma umlykja sig og O-- verður sagt o — hó o — hó og úppss. Þá fljúga it til himins og lenda svo aftur i traustum og siynvum örmum hetjanna sinna. En gaman, jiminn. Það er sagt frá „toIlcringu“ menntaskólanema á 12. tíðu. —• (Ljósm. Þjóðv. A. K.þ I k

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.