Þjóðviljinn - 25.10.1962, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 25.10.1962, Blaðsíða 9
JAUNUS itonp apfmS „ ÖRUG6A öskubakka! HCSEIGENDAFÉLAG lE'VKJAVlKUR. Ilmmtudagur 25. október 1962 ÞJÓÐVILJINN SÍÐA 9 Þcssi mynd var víst tekin áður cn gcngið var inn á leikvanginn þar sem hátiðin var opnuð. Þá höfðu mörg ævintýri enn ekki skeð. Mannaskipti hjá Flugfélaginu HALLORMSSTAÐ 20/10 — I meira en áratug hefur Stcfáa Einarsson verið afgreiðslumaður flugfélagsins á Egilsstöðum, fyrst i hjáverkum, meðan hann var útibússtjóri hjá Kaupfélagi Hér- aðsbúa, en nú um mörg ár hef- ur hann haft þetta sem aðalstarf. Nú um áramótin hættir hann störfum þama og flytur til Reykjavíkur. — Okkur Héraðs- búum þykir áreiðanlega flestum eöa öllum mikill skaði að brott- ! för Stefáns, því að í starfi sínu bjá flugfélaginu hefur hann : reynzt framúrskarandi lipur og 1 áreiðanlegur. Eru slíkt alveg | nauðsynlegir eiginleikar í af- | greiðslustarfi sem þessu, svo að vel sé. Nú hefur verið tilkynnt af hálfu flugfélagsins, að eftir- roaður Stefáns verði Guðmundur Benediktsson, sem nú um skeið hefur verið bankaritari í útibúi búnaðarbankans á Egilsstöðum, en gegndi þar á undan starfi útibússtjóra við Kaupfélag Hér- aðsbúa á Egilsstöðum. Mun hann taka við starfinu næsta vor. Guð- mundur er okkur reyndar kunn- ur að þeim sömu góðu eigin- leikum, sem Stefán hafði í starf- inu á vellinum, svo að við getum að því leyti vel við unað. Hins vegar mega okkar fámennu byggðarlög ekki við því að missa góða starfskrafta suður að Faxa- flóa. Ekki minnkar hallinn á landinu til suðvesturs við það. — sibl. 60 gráða hiti á 69 metra dýpi ■SELFOSSI 22/10 — Höggborinn frá Jarðhitadeild Raforkumála- skrifstofunnar, sem verið hefur héi að undanfömu að bora eftir heitu vatni, var á laugardaginn búinn að bora 69 metra holu. Þá var 60 gráða hiti í holunni, en ekkert vatn. SS. Tvö innbrot Aðfaranótt sl. sunnudags var brotizt inn á skrifstofu Olíufé- lagsins að Klapparstíg 25 og stolið þaðan nokkru af tóbaki svo og skjalamöppu með ein- hverju af skjölum. Þá var í fyrrinótt brotizt inn í kaffi- stofuna Skeifuna við Ægisgarð og stolið þaðan nokkru af tó- baki. * BátasaÍa * Fasteignasala * Vátryggingar og verðbréfa- Nýr heimsEnefst- ari kvenna i skák Lokið er í Moskvu einvígi um heimsmeistaratitil kvenna í skák milli Bikovu og grúsísku skák- kempunnar Nonu Gapríndasjvíli. Nona sigraði með miklum yfir- burðum, hlaut níu vinninga en Bikova aðeins tvo, og er þetta ro.ikið fall úr sæti heimsmeistara. Nona Gaprindasjvíli er fædd i Sigúrdí 1941 í því fagra landi Kolhídu þar sem Jason kom til aö sækja gullna reyfið. Faðir hennar var kennari og allir tefldu í fjölskyldunni. Fimmtán ára gömul varð Nona meistari kvenna í Grúsíu. I fyrra sigraði bún í áskorendamótinu sem hald- ið var í Júgóslavíu án þess að tapa eirmi einustu skák. Gott dæmi um styrk þessarar kákkonu er það, að nú i vor tók hún þátt í meistaramóti Grúsíu, og var þar ein kona gegn tuttugu og fjórum karlmeisturum. Hún hlaut annað sæti. íðskipti JÓN ó. HJÖRLEIFSSON, vi ðs ki ptaf ræði n gu r. Tryggvagötu 8. 3. hæð. Símar 17270 — 20610. Heimasimi 32869. Eigum við að taka Rúmena ó orðínu? við skyldum koma aftur eftir tíu ár. Þeir hafa kannske gert þetta til að styrkja vantrúaða í þjóðfélagsmálum og espa and- stæðinga. En allavega voru þeir sannfærðir um að við hefðum gott af því að koma aftur eftir tíu ár. Og hvernig væri þá að láta verða af þessu? Hvernig væri að safna saman áiitlegum hóp og sækja aftur heim þessa ágætu þjóð sem dælir upp olíu,: dansar perinitsa og leikur á tréflautur? I Enginn talar um að velkjast aftur nidri í lest eða drekka vont kaffi. Og það mætti held- ur alls ekki bruna fram hjá Karpatafjöllum, þar yröi að nema staðar og taka inn þau einu sönnu vítamín fjalla og rennandi vatns. Svo þarf að gera samanburð: Galea Victor- ia er á sínum stað vafalaust, Atheneum sömuleiðis, en það hefur margt breytzt á þessum árum í Búkarest, maður lif- andi. Sömuleiðis erum við sjálfsagt miklu vitrari en þá, hver veit nema bað takist að >ða þær gátur sem engir kunni þá svör við. Og svo er um leið hægt að ljúka við það Feteasca sem beðið hefur í köldum kjöllurum næstum því áratug. A. B. Komið aftur eftir tíu ár sögðu þeir við Búkarestfara „Lítið land en snoturt“ Svo komum við til Rúmeníu sem eitt frægasta skáld ferðar- innar hefur kallað „lítið land en snoturt". Landamæraverðir höfðu fínleg yfirskegg, og lest- arþjónar báru um Aba mineral. Seinna þegar menn voru slæpt- ir og fátækir í andanum kom- ust þeir upp með að sygja kossadansinn. Perinitsa, undir texta: aba aba mineral, aba mineral. En um stund lyftu Karpatafjöll huganum. Við .Við ókum yfir löndin Það eru bráðum tíu ár liðin síðan við fórum á æskulýðs- mót í Búkarest. Það mætti segja mér að þetta hafi verið einhver stærsta hóp- ferð sem farin hefur verið af Isiandi, enda var þetta löngu fyrir viðreisn. Við vorum 220 eða 240, ég man ekki hvort var. Við þurftum heilt vöruflutn- ingaskip. Skipið valt óskaplega og það var hræðileg sjóveiki um borð. En þrátt fyrir allt æfði kór Búkarestfara án af- láts: „ísland farsældar Frón‘‘ og „Karl einn réð með kerling búa“, læddust um lestir skips- ins og töldu kjark og hreysti í sjúka menn. Síðan kom mikið sólskin yfir skipið. Bjami frá Hofteigi sat á þilfari með rit- véV Ungir menn sáu í fyrsta sinn strendur landanna. Þó hafði Guðmundur Magnússon séð allt þetta áður eins og von- legt var. Svo var brunað í lestum yfir löndin, étin vúrst og drukkið svart kalt kaffi og þótti góðum mönnum þetta sósíalistísk víta- mínfæða og vítamíndrykkur, enda lifðum við á bjartsýnis- tímum. 1 Bad Schandau bjugg- um við í tjöldum; á kvöldin gengu ungir menn með þýzk- um stúlkum í tunglsljósi og ræddu um Atlanzhafsbandalag- ið. Svona voru tímamir fullir ai himneskri vitleysu. 1 Prögu sungu hollenzkir þjóðvísur um kvennafar sitt á Islandi fyrr á tímum, í Brat- islövu bmgðu stúlkur klútum að hálsum okkar í vináttuskyni. 1 miðju Ungverjalandi fannst ástríðufullur esperantisti. smugum um djúpa dali, það voru hvítar byggingar í hlíð- um fjalianna, sjálfsagt mjög gamlar, og á einum stað reis kross á fjallstindi, það hlýtur að hafa verið hár kross. Búkarest. Áður en þangað kom höfðu allir séð nokkurn- veginn það sama, en héðan í frá fór Hver sína leið eins og kött- urinn. Til voru þeir menn sem sáu marga stórkostlega knatt- spymuleiki. Til vom þeir menn sem komu hrærðir af vináttu- fundi með Japönum. Til vom þeir menn sem ráfuðu enda- laust um göturnar í takmarka- k.usri forvitni. Aðrir héldu kyrru fyrir og dmkku það góða vín Feteasca. Þeir sem ekki fylgdu þeirra fordæmi hafa lengi séð eftir því síðan. Enn aðrir reyndu að gera sér grein fyrir kaupgjaldi og verðlagi og tókst það yfirleitt ekki, þetta var alveg óskiljanlegt allt sam- an. Og svo em þeir ótaldir sem efndu til persónulegrar vináttu við dætur landsins. Á heimleið sá ég • hoHenzkan stúdent gráta yfir mynd af stúlku. Það hefur heyrzt, að þrír íslenzkir Búkarestfarar hafi sótt um að komast í ein- hverja vinnu í Rúmeníu; þeir gátu ekki hugsað sér að fara þaðan. Og svo voru þeir sem ekki sóttu um. Endurfundir? Nema hvað síðan em liðin bráðum tíu ár. Rúmenar voru oft að segja það við okkur að Taunus 12M Cardinal Nu er FORD - CARDINAL kominn til landsins Ford er framtíðin Sýningarbíll í BUÐINNI Leitið upplýsinga hjá oss. umbodiö SVEINN EGILSSON h.f

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.