Þjóðviljinn - 26.10.1962, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 26.10.1962, Qupperneq 1
Sovétríkin hvetja Indverja \ og Kínverja tíl samninga Sjá síðu 0 Misjofnor undirtektir við mólamiðlun Ú Þants: Sovétríkin fús til að hætta vopnasendingum, Bandaríkin eru ófús að aflétta hafnbanninu * Almennur borgara- fundur um Kúbu verður í Háskólabíói kl. 14 n.k. sunnudag. * Á fundinum mun Magnús Kjartansson, ritstjóri Þjóðviljans, flytja erindi um bylt- inguna á Kúbu, en hann dvaldist þar fimm vikur í sumar. * Þá verður sýnd á fundinum ný litmynd um byltinguna á Kúbu, frábær mynd gerð af hinum heims- kunna sovézka kvik- myndastjóra Karmen. * Sósíalistafélag Reykjavíkur boðar til fundarins, en aðgang- ur er ókeypis og öllum heimill. öllum ber saman um, að æska landsins stendur einhuga að baki byltingarinnar á Kúbu. Myndin er tekin af fagnandi mannfjölda í Havana. Hleyptu þó sovézku skipi tí/ Kúbu án leitur í því MOSKVU og NEW YORK 25/10. Tilmæli Ú Þants, framkvæmdastjóra SÞ, til stjórna Sovétríkjanna og Bandaríkjanna, um að gera ráðstafanir til að forðast árekstra sem gætu leitt til heimsstyrjald- ar hafa fengið misjafnar undirtektir: • Krústjoff, forsætisráðherra Sovétríkjanna, lýsti sig strax reiðubúinn til að stöðva vopnasending- ar til Kúbu, meðan reynt væri að miðla málum, en • Kennedy, forseti Bandaríkjanna, hefur reynzt ófús til að aflétta hafnbanninu í tvær-þrjár vik- ur, eins og Ú Þant hafði farið fram á. Svar Krústjoffs við tilmælum tJ Þants barst til aðalstöðva SÞ í N.Y. skömmu áður en öryggis- ráðið kom aftur saman á fund kl. 20 í kvöld eftir xslenzkum tíma. Fundur þess í gær stóð langt fram á nótt og það' var þá sem Ú Þánt skýrði frá orðsendingum sínum til leiðtoga Sovétríkjanna og Bandaríkjanna. Krústjoff tók vel í tilmæli framkvæmdastjórans, en þau hafði hann sent að beiðni 45 hlutlausra ríkja í SÞ, og sagði að sovétstjómin væri fús til að hætta öllum vopnasendingum til Kúbu, ef Bandaríkin afléttu haínbanni sínu. Sovétstjómin á- litur Kúbudeiluna stórhættulega, segir Krústjoff, og Sameinuðu þjóðimar verða þegar að skerast í leikinn. Kennedy ófús að slaka nokkuð til Stevenson, fulltrúi Bandarikj- anna hjá SÞ, tilkynnti öryggis- ráðinu svar Kennedys þegar það kom saman. Kennedy minn- ist í svari sínu ekki orði á þá tillögu Ú Þants að Bandaríkin aflétti hafnbanni sínu ' á Kúbu í tvær-þrjár vikur, meðan reynt verður að finna lausn á deil- unni, en segir aðeins að eina lausn deilunnar felist í því að lagðar verði niður þíier flug- stöðvar, sem Bandaríkjastjóm salcar Sövétríkin um að hafa komið upp á Kúbu. Kennedy segist hins vegar vera fús til að hefja undirbúningsviðræður við Ú Þant um málið. Skömmu eftir að svar Kenne- dys hafði verið kunngert, sögðu embættismenn Bandaríkjastjóm- ar að hafnbanninu á Kúbu myndi haldið áfram. Ekki leitað í sovézku skipi á leið til Kúbu Hins vegar hefur Bandaríkja- stjóm þegar heykzt á að fram- kvæma þá hótun sína að stöðva hvert skip sem er á leið til Kúbu og gera í því leit. Sovézkt olíuskip á leið þangað fékk í gær að fara leiðar sinnar án þess að leit væri gerð í því, eins og segir frá á 3. síðu. Hernámsliðið brott án tafar! Þingflokkur Alþýðubandalagsins ákvað í gær að leggja fyrir Alþingi tillögu til þingsályktun- ar um tafarlausan brottflutning Bandaríkja- hers af landinu vegna þess ástands, sem skap- azt hefur á sviði alþjóðamála undanfarna daga. Alfreð Gíslason og Einar Olgeirsson munu flytja þessa tillögu fyrir hönd þingflokks- ins, og fer hún hér á eftir: „Með sérstöku tilliti til þess ískyggilega á- stands, sem skapast hefir í heimsmálum, síð- an Bandaríkin hófu hernaðaraðgerðir á Kar- ibahafi og með tilliti til þess, að þær aðgerðir geta áður en varir leitt til þess, að Bandaríkin lendi í stórveldastyrjöld, telur Alþingi hersetu Bandaríkjamanna á íslandi orðna svo hæt'tu- lega lífsöryggi íslenzku þjóðarinnar og tilveru allri, að þegar í stað verði að grípa til þeirra gagnráðstafana, sem helzt duga. Alþingi ályktar því að fela ríkisstjórninni að gera tafarlausí eftirfarandi ráðstafanir: • 1. Að tilkynna ríkisstjórn Bandaríkja Norður- Ameríku, að Alþingi íslendinga krefjist þess, að allur herafli Bandaríkjanna á íslandi verði tafarlaust fluttur burt úr landinu. • 2. Að lýsa síðan yfir því gagnvart öðrum þjóðum að ísland muni ekki veita neinum styrjaldaraðila aðstöðu í landinu og því sé heit- ið á öll ríki að virða hlutleysi þess og friðhelgi. % i

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.