Þjóðviljinn - 26.10.1962, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 26.10.1962, Blaðsíða 2
2 SÍOA ÞIÓm^WN SesíeskeBinstan Gn%mmddr GH^ðMSOIMr Guörctundur Guöjónssan var oixfiim vei kunnandi söngvari, áður en haren fór utan tál Éramhaidsnáms í fyrra, eins og þejan er kunnugt, sem hiýtt hafa á hann bæði á söngpalli og óperusviði hér heima á und- anfömum árum. Söngskemmt- un sú, er hann efndi til í Gamla bíói á mánudagskvöld- ið nýíkominn heim úr þessari námsför, sýndi þó, að hann hafði síður en svo verið kom- inn á leiðarenda söngþroska eíns, þegar hann fór þessa för. Það mun naumasit álitamál, að Guðrmmdi hefur aldrei áður tekizt eins vel, er hann hefur komið hér ■ fram opinberlega. Homum hefur auðheyrilega auk- izt tækni cg öryggi í flutningi og þó er hitt ekki síöur eftir- tektarvert, hversu röddin hefur þroskazt og fágazt í ýmsu til- litL Séxstaklega ánægjulegt var að heyra, hversu öruggu valdi Guðmundur hefur náð á veik- trm söng, en það er áreiðan- lega að verulegu leyti áunnið, síðan hann lét síðast til sín heyra hér heima. Þetta kom einkar fallega fram í íslenzku þjóðlögunum, þar sem söngvar- anum tókst vel að gefa veik- radda tónum hljóm og fyUingu. 1 óperulögunum bæði í upphafi tónleikaima og í lok þeirra komu fram kostir raddar og flutnings. I heild sýndi Guð- xjRmdur það á þessari söng- skemmtun, að hann er fjöl- hæfur söngvari gæddur rödd, sem er mjög jafnvíg á ýmsum hæðar- og styrkleikasviðum. Rétt er að geta þess, að Guð- mundi mun hafa boðizt ýmiss kanar saagframi eriendis, en harm hefur kosið að láta ekki ttl leiðast að hverfa af landi brott og setjast að í útlöndum. Fyrir það á harm þakklæti skilið. — Atii Heimir Sveinsson lók undir söngnum skýrt og hrein- lega. — B. F. Guðmundur Guðjónsson Bókum dulræn fyrír- bærí og Láru miðil LÁRA MIÐILL er nafn á nýrrí bók frá Kvöldútgáfunni á Akureyri. Séra Sveinn Víkingur hefur skráð þar frásagnir af dulhæfileikum og miðilsstarfi frú Láru I. Ágústsdóttur. í upphafi bókarinnar gerir séra Sveinn Víkingur grein fyrir helztu tegundum dulrænna fyrirbæra. skyggni, dulheym, fjarhrifum, hlutskyggni, for- vizku, ósjálfráðri skrift, hreyfi- fyrirbærum, likamningafyrirbær. um, huglækningum o.íl. og drep- ur á ýmsar skýringar, sem fram hafa komið. >á er lýst æskuárum Láru og fyrstu kynnum hennar af sálar- rannsóknum. Birtar eru frá- sagnir sjónar- og heyrnarvotta. Má þar ma. nefna kaflaheitin: Margt veit Lára. Hvernig vissi Grímsey Bandarík j anna Það kemur ekki oft fyrir að hemáimsblöðin vitni í Ein- ar Þveræing og ræðu hans xrm Grímsey og er það skilj- anleg blygðunarsemi. Þó brá svo við í fyrradag að Vísir taldi sér sæma að vitna í jfyrsta andstæðing herstöðva á íslandi; blaðið sagði: Kúba er Grímsey Bandaríkjanna. Samkvæmt þessaxi skil- greiningu er Kúba bandarískt eyland en ekki sjálfstætt ríki. Sú kerxning mun að vísu falla í góðan jarðveg í Washing- ton, en Kúbubúar hafa helg- að sjálfstæði sitt með blóði sínu í baráttu sem staðið hefur heila öld, fyrst gegn Spánverjum, síðan gegn Bandarikjunum. Ræða Einars Þveræings endurheimtir væntanlega að fullu gildi sitt í hemáms- blöðunum þann dag sem þau halda þvi fram að ísland sé Grímsey Bandaríkjarma. Amma gamla Morgunblaðið birtir í gær mikla upptalningu á hemað- armætti Kúbu og fylgir með kort af landinu. Þar er sýnt fram á þá ósvinnu að Kúbu- menn hafi sjálfir herstöðvar í sínu eigin landi, og auk þess eru þrír rauðir fánar með hamri og sigð látnir sýna „mssneskar bækistöðvar". Jafnvel valdamenn Banda- ríkjanna hafa ekki treyst sér til að halda þvi fram að sovézkar herstöðvar séu á Kúbu, þeir tala aðeins um sovézka sérfræðinga í her Kúbumanna, en Morgunblaðið veif auðvitað betur. Einn rauði fáninn er settur niður við Guantanamo-flóa. Þar er sannanlega erlend herstöð, en hún er raunar bandarísk; og henni er haldið með vopna- valdi á Kúbu gegn mótmæl- uxn þjóðarinnar allrar. f upptalningu Morgun- blaðsins á hemaðarmætti Kúbu er m.a. kafli sem nefn- ist „herskip“. Þar er í upp- hafi bent á ógnarlegasta her- skipið á þessa leið: „Stoit Castros er „Gramma'1, sem hann notaði við uppreisnina sem færði hcmurn iröldin“ Það skip sém nefndist Gramma — eða amma gamla — var raunar gömul lysti- snekkja, 58 fet á lengd og ætluð fyrir átta farþega og áhöfn. Báturinn strandaði og laskaðist mikið þegar Castro og félagar hans gengu á land á Kúbu í deseni- berbyrjun 1956. Gert hefur verið við fleytuna eftir byltinguna og hún er nú éin- vörðungu notuð sem sýning- argripur. En í bandaríska á- róðrinum á fslandi er amma gamla orðin að ógnarlegu her- skipi sem teflir örvggi Banda- ríkjanna í hættu. Væntanlega em aðrar frásagnir banda- rískra st jómarvalda um árás- artækin á Kúbu ekki á lakari rökum reistar Það voru 82 uppreisnar- menn sem höfðu troðizt um borð í Gramma og gengið á land á Kúbu 1956. Aðeins 12 þeirra komust lífs af upp í fjöllln. Andspænis þeim var 50 þúsund manna her Batista. búinn fullkomnustu hertækni sem Bandaríkja- stjóm gat látið í té. Samt tókst Castro og félögum hans að sfeypa Batista og vinna fullan sigur á rúmum tveimur árum. Kannski er Kennedy forseti í raun og sannleika hræddur við örrrmu gömiu. — Austri. Lára þetta? Skjölin hans afa, Hvarf Guðmundar, Einkennilegt atvik, Sjúkdómsgreining, Lækn- uð taugagigt, Barnið á fjölinni og fleira. Birt er samtal við Láru og ber þar margt á góma, en höfundur lýkur bókinni með almennum hugleiðingum um dulræn fyrir- bæri og þær freistingar, sem fólki gæddu miðishæfileikum eru jafnan búnar. Anglia hefur vetrarstarfið Félagið Anglía, sem er brezkt íslenzkt vináttufélag, hefur boð- ið hingað til lands Verka- mannaflokksþingmanni úr neðri deildinni brezku og mun hann flýtja fyrirlestur í 1. kennslu- stofu Háskólans á föstudagirm kl. 5.30 sd. Þingmadurinn, Roy Harris Jenkins, mun tala um England og Efnahagsbandalagið, en hann er einn af kunnustu mælsku- mönnum Verkamannaflokksins og mikill andstæðingur Gait- skells í EBE-málinu. Fyrirlesturinn er fyrir almerxn- jng og er öllum heimill ókeypis aðgangur. Angh'a hefur starf í vetur eft- ir nokkurt hlé. Um miðjan nóv- ember verður fyrsti skemmti- fundur ársins haldinn fyrir fé- lagsmenn og gesti þeirra og ein- hvemtíma fyrir jól verður sýnd brezk kvikmynd, The Great Expcctation. 1 ráði er að stækka og endurbæta bókasafn félags- ins og opna það almenningi. Það er til húsa i brezka sendiráðinu að Laufásvegi 49. Angh'a er orðið gamalt og gróið félag, varð 40 ára í gær. I því munu vera um 400 manns, en allir geta orðið meðlimir sem þess óska. Það er ekki bundið við að menn hafi gist England eða kunni ensku. Nýkjörinn formaður félagsins er Gunnar G. Schram ritstjóri. Tómstundastarf- semi í Kópavogi Tómstundaklúbbar á vegum Æskulýðsráðs Kópavogs eru nú að taka til starfa og fer sú starf- semi að mestu fram' í félags- heimilinu. Innritun hófst sL föstudag og er aðsókn mikil. Klúbbamir starfa yfirleitt á kvöldin og hefst starfið kl. 7—8. Ljósmyndaklúbbur er á föstu- dögum, leðuriðja á mánudögum og miðvikudögum. Aðsókn að tízkunámskeiði á þriðjudögum og fimmtudögum hefur verið svo mikil, að xniklu færri hafa komizt að en vilja. Auk þess munu taka tii starfa taflklúbbur, frímerkjaklúbbur, hom- og bein- vinna og smíðar fyrir drengi. í ráði er einnig að hafa mynd- listamámskeið og námskeið í fegmn og snyrtingu. — Formað- ur Æskulýðsráðs Kópavogs er Jóhanna Bjamfreðsdóttir. Víða um land er unniö að byggingu nýxra skólahúsa og á hverju ári eru nokkur slík tekin í notkun, enda mun ekki af veita, þar sem hús- næðisskortur háir skólahaldi mjög víða. Hér er sagt frá þremur nýjum slxólahúsum. Þrjár nýjar skólaby ggingar EIÐUM 21/10 — Frá þvi snemma í vor hefur veriö unnið að byggingu nýs skóla- húss á Eiðum og hefur þess áð. ur verið getið í blöðum, Fyrir- hugað er að taka þarrn hluta sem í smiðum er í notkxm í vetur. Verða tvær hæðir af þremur væntanlega tilbúnar snemma í nóvember. Þá verða tveir bekkir teknir í skólann, eldri deild og xnið- skóladeild; kennsla í yngri deild getur ekki hafizt, fyrr en þriðja hæðin könur í gagnið, sennilega ekki fyrr en um mánaðamxót nóvcanber og desember. Þriðji bekkur (iandsprófs-, bóknáms- og verknámsdeild) byrjaði 15. október með 45 nemendum- Alls verða í skól- anum um 130 nemendur í vetur. A. Heimavist i Reykjanesi. — ÞtíFUM 22/10 — Verknáms- skólinn í Reykjanesi tekur til starfa á morgun (23. okt). Þá hefst kennsla í gagnfræða- deild, en í henni eru 15 nem- endur. Bamaskólinn þar hefst 30. október, í honum verða 20 böm í vetur. Enn vantar einn kennara við bamaskól- ann. 1 haust verður tekið í no.tkun nýtt heimavistarhús, sem rúmar 40 nemendur. Er það hluti af stærri byggingu. Föstndagur 26 oktðber 1962 sem verður reist síðar. Næsta vor veröa byggðar tvær kenn- araíbúðir. Nýlega bárust skól- anum að gjöf níu þúsund krónur. Það var kvenfélag sveitarinnar, sem gaf þessa upphæð til kaupa á útvarps- tæki. Tækið hefur nú verið keypt ,og kvenfélagið lagt niður. — AS. Bamaskóli á Laugarvatni. — LAUGARVATNI 24/10 — í gær var tekið í notkun hér á Laugarvatni nýtt bama- skólahús, sem verið hefur í smíðum síðastiiðin tvö cg hálft ár. I húsinu eru tvær kennslustofur (50 m2 hvor), góðar forstofur og snyrtingar. Auk þess er kjallari, em eft- ir er að innrétta. Um 30 böm era í skólanum, öll úr Laug- ardalnum, og er þeim ekið til og frá skóla dag hvem. — Skólastjóri bamaskólans er Guðmundur Rafnar Valtýs- son. I I I I 80 watta Ijós af 60 watta peru Þer stórspariö rafmagn með þvi að nota eingöngu hinar nýju OREOL-KRYPTON ljosaperur. Þær brenna 30 % skærar en eldri gerðir, vegna þess að þær eru fylltar með KRYPTON efni. MINNIÐ KAUPMANN YÐAR EÐA KAUPFÉLAG A AÐ HAFA ÞÆR TIL HANDA YÐUR. Flestar. betri matvöru-og raftækjaverzlanir selja OREOL KRYPTON ljósaperur Ég undirrit.: óska hér með eftir að gerast kaupandi ÞJÓÐVILJANS. Dags. 196.... Tekið á móti áskrifeneðum í símum: 17500 22396 17510 17511 á t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.