Þjóðviljinn - 26.10.1962, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 26.10.1962, Blaðsíða 5
F'östudagur 26. október 1962 ÞJOÐVILJINN SÍÐA 5 Stytting vinnuvikunnar! Þingiundir verða ekki fyrr en á mánndag:, og er ásiæð- an sú að forsetar þingsins hafa komið sér saman um, að fundir verði cinungis 4 daga vikunnar (í stað 5 áður), nema einhver sérstaklega mikilvæg mál séu á dagskrá. Ætlunin mun vera að hafa í þess stað flelri mál á dagskrá þá daga, sem fundir eru. Ekki væri úr vegi, að þing- menn færu nú að huga að þvf í fullri alvöru, hvernig verkamönnum verði tryggð mannsæmandi lifskjör fyrir 8 stunda vinnu scx daga vik- unnar. En sem kunnugt er iýstu allir flokkar fylgi sinu við tillögu þess efnis á sið- asta þingi. Og ekkert hefur heyrzt opinberlega frá nefnd þeirri, sem kosin var tii þess að athuga þetta mál. ÞINCSJÁ ÞJÓÐVILJANS Heildarlöggjöf um geðveikramál Alfreð Gíslason, Iæknir, flyt- ur tillögu til þingsályktunar um undirbúning gcðveikralaga. Tillagan er svohljóðandi: „Al- þing'i ályktar að skora á ríkis- stjómina að skipa nefnd til þess að undirbúa frumvarp til geðveikralaga og að Iáta leggja slíkt fmmvarp fyrir næsta þing“. Otgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sóslalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Magnús Kjartansson, Magnús Torfi Ölafsson, Sigurður Guðmundsson (áb.) Fréttaritstjórar: Ivar H. Jónsson. Jón Bjamason. Ritstjóm. afgreiðsla. auglýsingar. prentsmiðja: Skólavörðustig 19 Simi 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 65.00 á mánuði. Ofbeldis- menn Bætt félagsleg aðstaða raunhæfasta lausnin Karl Guðjónsson flutti í gær fram- söguræðu fyrir frumvarpi sínu um breyting á lögum um hafnargerðir og lendingarbætur, og hefur áður verið gerð gein fyrir því máli hér 1 blaðinu. I framsöguræðu sinni minnti Karl á, að samkvæmt gildandi lögum um hafnargerðir og lendingarbætur greiddi rikið 2/5 af kostnaði við þær fram- kvæmdir. Þróunin hefði orðið sú, að sífellt hefðu bætzt við þetta fleiri liðir og tæki þetta nú til flestra þeirra liða, sem varða afgreiðslu skipa, varð- veizlu þeirra og viðhald. Lítið gert Hins vegar skorti mjög á, að eitthvað hefði verið gert tii þess að bæta aðstöðu þess fólks, sem vinnur á slíkum stöðum, jafnt sjómanna sem annars vertíðarfólks. Þó örlaði fyrir skilningi ríkisvaldsins á nauðsyn þess, þar sem framlag til verbúða hefði verið upn tekið. En gera þyrfti meira fyr- ir það fólk. sem dvelst lang- dvölum frá heimilum sínum við hin þjóðnýtustu. störf Þingfundir í gær Löggæzlan ekki einhlít Undanfarið hefði mjög gætt vaxandi krafna um aukin íram- lög til löggæzlukostnaðar í ver- stöðvum, þann tíma sem flest fólk dvelst þar. Ekki virðist þessi aðferð þó einhlýt til þess að baeta siðferði og menning- árbrag á þessum stöðum. Hér yrði þvi að hyggja að orsök- inni, en hennar myndi fyrst og fremst að leita í lélegri fyr- irgreiðslu fyrir það fólk, sem í verstöðvunum dvelst. Heppi- legasta lausnin myndi, er til lengdar lætur vera sú, að bæta félagslega aðstöðu þessa fólks. Nauðsynlegt er að koma upp sjómannastofum með góðum lesstofum, aðstöðu til kvik- myndasýninga, íþróttaiðkana, böðum og þ.h. Einnig væri æskilegt, að útileikvangar væru, þar sem sumarverstöðv- ar væru. Viðurkenning á þjóðnytjastarfi Með þessu frumvarpi væri lagt til, að sjómannastofur nytu sömu fyrirgreiðslu og önnur hafnarmannvirki. 1 því væri fólgin nokkur viðurkenn- ing á því, að vert væri að meta að verðleikum þau þjóð- riýtu störf, sem þetta fólk leys- ir af hendi í þágu þjóðfélags okkar. Kvaðst flutningsmaður að lokum vona, áð Alþingi sýndi þessu máli fullan skiln- ing, en á undanfömum þing- um hefði það ekki fengizt af- greitt. I greinargerð fyrir frumvarp- inu segir m.a. „Sérstök geð- veikralög hafa um langt skeið verið til í flestum, ef ekki öll- um menningarlöndum heims, nema Islandi. 1 Noregi hafa slík lög verið í gildi allar göt- ur síðan 1848, en skemur ann- ars staðar á Norðurlöndum. Virðast flestar þjóðir láta sér annt um þessa löggjöf og vilja til hennar vanda . . Þótt * hér hafi ekki verið komið á neinni heildarlöggjöf um geðveikramál, hafa þó lög verið sett um nokkra þætti þeirra. Geðveikralög eru mis.iafnlega víðtæk í hinum ýmsu löndum, en sameiginleg þeim öllum eru ákvæðin varðandi sjúklinga, sem geðveikir eru í þröngri merkingu þess orðs. Koma þar fyrst og fremst til greina regl- ur og fyrirmæli um vistun ^essara sjúklinga í sjúkrahús- um og hælum og brottskráning þaðan, um skyldur venzla- manna og yfirvalda gagnvart sjúklingum, um rannsóknir á geðheilsu manna o.fl. Yfirleitt er í þessum lögum safnað sam- an ákvæðum, er varða skerð- ingu persónufrélsis sökum geð- veiki. Slík geðveikralög vantar til- finnanlega hér, og mun sá skortur einatt valda sjúkling- um tjóni og venzlafólki þeirra og læknum ýmiss konar vand- ræðum“. Tillaga þessi er endurflutt frá síðasta þingi. FerÖaskrifstofa rlkisins hef~r unnið gott starf Á fundi sameinaðs þings í gær var ákveðið fyrirkomulag umræðna um tvennar fyrir- spurnir og var ákveðin ein umræða. I efri deild var til fyrstu umræðu frumvarp til laga um kornrækt. og flutti Ásgeir Bjarnason framsöguræðu sína í því máli, en síðan var því vísað til annarrar umræðu og nefndár. Á fundi neðri deildar voru tvö mál á dagskrá: Frumvarp til laga um Ferðaskrifstofu ríkisins og frumvarp um hafn- argerðir og lendingarbætur, og var þeim málum báðum visað tii nefnda og annarrar um- ræðu. í gær var til fyrstu umræðu i neðri deild frumvarp Þórar- ins Þórarinssonar um breytingu á lögum um ferðaskrifstofu rík- isins. Flutningsmaður mælti fyrir frumvarpinu, en samkvæmt því er gert ráð fyrir að niður falli einkaréttur ferðaskrifstof. unn.ar á fyrir- greiðslu innan- ’ands fyrir er- ienda ferðamenn. Taldi flutnings- maður það fyr- irkomulag mjög úrelt orðið og tefði nú orðið fyrir auknum ferðum erlendra manna hingað Það hefði einnia VALVER—15692—VALVER—15B92—VALVER—15692—VALVER— i -.i * s a > Laugavgl 48 Við aðstoðum yður við að gleðja börnin 4vallt úrval at leikföngum Sími 15692 Sendum heim og I póstkrötu • »■» ' a n rí »’ * V ALV ER—15692-—V AL V ER—15692—V ALVER—15692— V A «S 3» r •< » > r < B ss I komið í ljós, að ýmsar erlendar ferðaskrifstofur væru mótfalln- ar því að taka upplýsingar um ísland inn í rit sín af þessum sökum. Nú væru hins vegar starf- andi nokkrar innlendar ferða- skrifstofur og væri eðlilegt að gefa þeim tækifæri til sam- keppni á þessu sviði undir hæfilegu eftirliti hins opinbera Gylfi Þ Gíslason, viðskipta- málaráðherra, Alþfl.) kvað ríkisstjórnina f.vrir nokkru hafa skipað 3ja manna nefnd til þess að athuga þessi mál og væri þess að vænta að nefndin lyki störfum innan skamms og væri eðlilegt að bíða með af- greiðslu frum- varpsins þar til bað álit lægi fyrir. Hins veg- ar taldi hann á- -*—ðu til þess að gefa nokkru nánari upplýs- insar um störf og hlutverk Ferðaokrifstofu ríkisinc tT’u+TronV h°nnar hpfð; upphaf’esa verið ákveðið að annast landkvnningu. f.yrir greiðslu erlendra ferðamanna hér, ferðir fslendinga utan- 'onds sem innan n« eftir’it mea ' i;húsum Til hnscar= starfa ’"”m miö? fiárfrek. eink- ’-nakvnnimrarstarfsemin. afip* sfr tekna með ýmiskonar starf- semi annarri svo sem minja- gripasölu. sölu farmiða o.fl. Landkynningarstarfsemin væri sérstaklega íjárfrek og hefði verið varið til hennar milljón- um króna án styrks frá ríkinu. Á þessu ári hefði ferðaskrif- stofan t.d. varið til þeirra hluta 700 þús. kr. af eigin tekjum. — Þá vék ráðherrann að bættri aðstöðu á aist.ihúsum og athugana og úrbóta sem gerðar hefðu verið á því sviði undanfarið Einnig gat ráðherr. ann þess, að tekjur af erlend- um ferðamönnum á árinu 1961 hefðu numið ca. 114 millj. isl- króna og í. ár væri áætlað að þær yrðu 135—140 milljónir. Hefði ferðaskrifstofan unnið mikið ög merkileat starf á sínu sviði með starfsemi sinni. Þórarinn Þórarinsson sagði. að með frumvarpinu væri á engan hátt verið að gera lítið úr starfsemi ferðaskrifstofunn- ar. en fleiri stofnanir eins og t.d. Loftleiðir og Flugfélag fs- lands hefðu einnig unnið gott landkynninCTprí;tarf Þetta mál væri í siálfu sér miög einfalt. og ætti ekki að revnast erfitt afl +-V- -möí,, tp hess. Gylfi Þ. Gíslason taldi að hér væri um vandamál að ræða. sem byrfti rækilegrar athugunar við. Frumv. var vfsað til 2. umr. Jjarf nokkur framar að vera í vafa um hvar of- beldismannanna er að leita í þeim ógnar- legu átökum sem háð eru í veröldinni? Þeg- ar ráðamenn Bandaríkjanna báru fram þá fárán- legu staðhæfingu að Kúba — með sjö milljón- ir íbúa — hygði á árásir á Ameríku alla, allt frá Kap Horn til Alaska, gáfu þeir ekkert tóm til að láta kanna ásakanir sínar. Þeir sneru sér ekki til Kúbustjórnar, þótt hún hafi þráfaldlega boðið Bandaríkjunum samninga um öll deilu- mál. Þeir sneru sér ekki til Sovétríkjanna sem sökuð voru um að birgja Kúbumenn langdræg- um eldflaugum og kjarnorkuvopnum. Þeir sneru sér ekki til Sameinuðu þjóðanna, enda þótt' bandarískir valdamenn væru einmitt sömu dag- ana að semja grátklökkar og hræsnisfullar af- mælisræður um ást sína á þessum alþjóðasam- tökum sem þyrftu að leysa öll deilumál með friðsamlegum hætti. Þeir sögðu ekki einu sinni • bandamönnunum í NATO frá fyrirætlunum sín- um. Allar aðgerðir þeirra voru við það miðað- ar að koma í veg fyrir samninga, framkvæma ofbeldið án nokkurs aðdraganda. Það er ekki síður ömurlegt til þess að vita að þessi leikur, að örlögum mannkynsins er m.a. þáttur í bar- áttunni um það hvor auðmannaflokkurinn beri sigur af hólmi í þingkosningunum í Bandaríkj- unum; þar í landi virðast ógnanir um að leiða; kjarnorkustyrjöld yfir veröldina vera vænleg- astar til kjörfylgis. Örlög mannkynsins eru illa komin í höndum manna sem hafa ært sjálfa sig og þjóð sína á svo algeran hátt. yiðbrögð almennings og þjóðaleiðtoga um heim ' ailan hafa verið þau að krefjast þess að deilumálin verði leyst andstætt því sem Banda- ríkjastjórn áformar: með samningum en ekki vopnavaldi. Um það bil helmingur Sameinuðu þjóðanna hefur borið fram kröfu um að Banda- ríkin hætti ofbeldi sínu og setjist í staðinn að samningaborði. Stuðningur Sovétríkjanna við þá tillögu hefur létt þungu fargi af mönnum nú um sinn. Nú er þess beðið hvað hinir valdasjúku leiðtogar Bandaríkjanna gera, eftir að þeim hefur vitrazt sú staðreynd að þeir hafa aldrei verið jafn einangraðir í heiminum og nú. yonandi tekst að leysa vandann með samn- ingum. En jafnframt þurfa alþýða manna og friðsamar þjóðir um heim allan að sanna Bandaríkjunum í verki að ofbeldið hefnir sín. Um það verður að sjálfsögðu aldrei samið að Bandaríkin geti traðkað á alþjóðalögum og stöðvað siglingar skipa á úthafinu. Um það verður aldrei samið að Bandaríkin geti hald- ið áfram ofsóknum sínum gegn smáþjóðinni Kúbu. Örlög Kúbu eru og verða tákn þess hvort smáþjóðir heims eiga að fá að ráða örlögum sínum sjálfar. lifa einar og frjálsar í löndurrt sínum. — m.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.