Þjóðviljinn - 26.10.1962, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 26.10.1962, Blaðsíða 7
Frá Lenmgrad VI Bros og tár Sósíalismans Skáldkonan Olga Bergholz talar um „voldug og barnaleg skref ungrar byltingar." Þessi orð eru mjög sönn. Ég sá í Leníngrad stór á- róðursspjöld gefin út 1918 í til- efni ársafmælis öreigavaldsins. Alþýðan hefur á þessum mynd- um bæði yfirþragð helgra manna _ manna og kúbistískan svip. Ég sá leirtau frá 1922 með kúbistískum skreytingum og var uppistaðan hamar og sigð. Ég sá Tíu boðorð öreig- ans. Hið fyrsta hljóðar svo: „Láttu ekki Koltjsjak, Dníkín, Mannerheim kæfa vald þitt. Hið þriðja: Vertu hverja mín- útu á verði. Hið fjórða: Móðg- aðu ekki meðalbóndann þegar þú berst við stórbóndann. Hið sjötta: Útrýmdu fáfræði sveit- anna •— annars skilja bræður þínir, fátækir bændur, þig ekki. Hið áttunda: Trúðu ekki óvinum þínum. Hið tíunda: Vertu traustur sem stál í síð- ustu úrslitaorustuni. Svo kom friður. Æskan sem hafði fæðzt of seint til að berj- ast við hvítliða vildi samt sem sem áður ekki verða eftirbátur þeirra eldri. Nú var farið að reisa rafstöðvar. En það var margt annað reist. Rétt eftir 1930 reisti hópur verkfræðinga og rithöfunda sér hús í' sameiningu. í þessu húsi ætluðu þeir að berjast við „úr- elta lifnaðarhætti“. Elda- mennsku og bleyjuþvotti var sagt stríð á hendur. Konan átti að vera frjáls. Það var hvergi krókur til einstaklingselda- mennsku. Niðri var eitt sam- eiginlegt eldhús. Sameiginlegt barnaherbergi. Sameiginlegt hvíldarherbergi. Félagslyndið lifi. Settar voru á stofn ótal nefndir til að stjórna sambúð- inni. Verkfræðingar og rithöf- undar sáu fljótt að þeir höfðu hlaupið á sig. Maðurinn er ein- staklingur auk þess að hann er félagsvera Leníngradbúar höfðu gaman af öllu saman og kölluðu þetta hús „tár sósíal- isrnans." Byltingarmenn eiga skilda mikla virðingu allra sæmilegra manna. En þeim hættir við að búa sér fyrirfram til mynd af manninum eins. og hann á að vera og svo reyna þeir að troða honum inn í myndina á einni nóttu. Stundum hefur þetta fremur skemmtilegar af- leiðingar eins og ofangreint „tár“ sýnir. En afleiðingarnar eru líka oft miklu alvarlegri. ■ Því eiga byltingarmenn að fást við hagfræðileg vandamál fyrst og fremst. Og útbreiðslu menningarinnar. Dimmir dagar Svo liðu dagarnir með brosi og tárum og margvíslegu starfi þar til styrjöldin brauzt út og umsátrið um Leníngrad hófst. Þá hófst einn erfiðasti kapituli í sögu þjóðarinnar. Ég hef séð ljósmyndir frá þeim tí!ma að þýzku herirnir nálgast borgina. Á einni er ver- ið að búa um minnisvarða Pét-. urs mikla fyrir loftárásum. Önnur sýnir alvarlega starfs- menn listasafna búa um mál- verk til brottflutnings. Hin þriðja börn og konur á járn- brautarstöð, þau bíða eftir ferð austur á bóginn. Hin fjórða ungkommúnista sem grafaskot- grafir og skriðdrekagryfjur. Allir eru áhyggjufullir á svip. En fáa hefur grunað að orust- an myndi halda áfram margar vikur og marga mánuði og 632 þúsund óbreyttra borgara myndu deyja úr hungri. í nóvember og desember 1941 var brauðskammturinn kominn niður í 125 grömm á dag. Þegar börnin heyrðu ævin- týri spurðu þau: Mamma, hvað eru risarnir þungir? Hvað fá þeir stóran matarskammt? í lítilli dagbók níu ára drengs er varla talað um annað en loft- árásir og brauð: „24. janúar 1942. Ég heyri að brauð- skammturinn hafi verið aukinn um 50 grömm“. í maí sama ár hefur lítil stúlka sem hét Tanja skrifað dagbók: á sjö litlum blaðsíðum eru sjö setn- ingar, hver setning segir frá dauða _ einhvers úr fjölskyld- unni. Á síðustu blaðsíðu stend- ur. „Ég er ein eftir, Tanja“. Olga Bergholz hleypur í sprengjuregni að kveðja deyj- andi ömmu sína. Þessi 87 ára gamla kona lá með .spenntar greipar; hendur hennar voru stórar og hnýttar því hún hafði fætt og alið upp.fjórtán börn og fjölmörg barnabörn, og hún hafði lokað augum margra þeirra og kastað hnefafylli af mold á gröf þeirra. Þessi gamla kona blessaði elztu dótturdótt- ur sína, guðlausa skáldkonu og sagði síðan: „Bjarga þú, drottinn, þemu þinni Maríu og höfuðborginni þinni rauðu, Moskvu.“ Þrátt fyrir allt En þrátt fyrir hungur og 150 þúsund þungar sprengjur lifði þessi borg, vann, jafnvel lærði. Önnur skáldkona, Vera Inber, var líka í borginni allt umsátrið. Hún skrifar í dag- bók sinni, að þrátt fyrir dag- .legár hættur, áhyggjur, veik- indi „er langt síðan ég hef fundið til slíkrar andlegrar heilbrigði, til slíkrar vinnu- gleði. Ég get margt gert. Og það geri ég ef sprengjan fell- ur ekki nær mér en í gær.“^ Á slíkum tímum brotna! menn annaðhvort eða rísa upp j í fullri stærð. Béssonof, sem | hafði verið skæruliði í borg-1 arastyrjöldinni, bað um að hann, sex synir hans og tvær dætur yrðu send til vígvall- anna saman, þau myndu berj- ast öll saman á einum skrið- dreka. Það varð smábilun í mótornum hjá bilstjóra sem var á leið til borgarinnar með tvö tonn af korni yfir isinn á Ladogavatni. En hann var svo krókloppinn að hann gat ekki hreyft fingurna. Þá dýfði hann höndunum í benzín og kveikti i þeim því hann vildi koma korninu til skila. Starfsmenn aðalbókasafnsins fórnuðu veik- um kröftum í að draga saman á sleða einkabókasöfn sem all- ir höfðu dáið frá — þeir björg- uðu fjöida bóka, handrita, skjala. Og Sjostakovístj, tón- skáld og slökkviliðsmaður, samdi Leníngradsynfóníuna, þróttmikið verk, margir segja sterkara en fallbyssur. Strax veturinn 1942 var hægt að sjá dansmeyjar að tjaldabaki í leikhúsi: þar stóðu þær í þykkum loðkáþum og biðu þess að þær væru kallað- ar fram á svið. Og hringurinn um borgina rofnaði. Sovéther- irnir sóttu fram. En í sögu- safni hefur geymzt orða, veitt hermanninum Dúnín fyrir vörn Leníngrad — kúla óvinarins hafði farið í gegnum þessa orðu og sært Dúnín til ólífis. Dauðinn er oftast fyrirlitlegur heimskingi og aldrei munum við þessa staðreynd betur en þegar við heyrum sögur sem þessa. Og sólin kemur upp Og sólin kemur upp Sár borgarinnar eru gróin. Neðst á Nevskí prospekt er áletrun á húsvegg: „í stór- skotahríð er miruii hætta hérna megin götunnar“. Þessi áletrun er varðveitt til minja. Það varð að visu að steypa upp í nokkur gömul tré sem höfðu orðið fyrir áföllum. En í Sigurgarðinum vaxa nú veg- leg tré. Það var dubbað upp á gamlar hallir og ný hús risu upp við breiðar götur með svipuðum hætti og annarsstað- ar í landinu. Leníngrad er aftur önnur höfuðborg landsins. Ungir og gamlir spásséra um Nevskí í sól eða þoku, og það mætti segja mér að þetta fólk sé kurteisara en Moskvubúar, hvernig sem á því stendur. í leikhúsum hér stendur gam- ansöm ádeila með meiri blóma en annarsstaðar. Leníngradball- ettinn þykir djarfari og nýstár- legri en sá í Moskvu; þeir eru nú að sýna þrjá balletta eftir Stranvinskí. Mravinskí, sem er fyrir Leníngradfílharmoníunni, er viðurkenndur bezti hljóm- sveitarstjóri landsins. Postulíns- gerð borgarinnar hlaut medal- íu á heimssýningunni í Brússel fyrir einfalda og smekklega vasa. Verksmiðjan Elektrósíla hjálpar til við að beizla stór- ár Síberíú. Við háskólann hef- ur íslenzka verið kennd, en því miður voru þeir ekki heima þessa daga sem helzt bera ábyrgð á slíkri starfsemi. Steblín-Kamenskí var kominn til Pamír, upp á þak heimsins, og Bérkof var víst líka uppi á fjöllum. Því miður fyrir mig, sem betur fyrir þá. Út úr giftingarhöllinm við Nevubakka komu tvenn hjón, konurnar í hvitu, mennirnir svartklæddir því nú eru brúð- kaup orðin miklu hátíðlegri en áður. Þau vöru mjög ung ölll fædd fyrir tuttugu árum. Við óskuðum þeim til hamingju. Olga Bergholz hefur sagt: „Engin ást er rikulegar endur- goldin en ást á skáldskap. Sá sem elskar skáldskap er tvisv- ar skáld.“ Við skulum því vona að þessi ungu hjón gefi slikri ást einnig nokkurn tíma. Svo og allir aðrir íbúar þéss- arar miklu borgar. Annars mun það stoða þá lítið að reisa hús. Því hvað er auður og afl og hús, ef engin jurt vex í þinni krús? spyr Bjart- ur. Margir nýliðarnir pyndaðir til Þjóðviljinn hefur áður sagt frá því er hers- höfðingi og fjórir liðsforingjar í fallhlífaliðinu 1 Toulouse í Frakklandi voru sviptir störfum sínum og handteknir eftir að kunnugt varð um það að þeir höfðu látið pynda menn sína á sví- virðilegasta hátt. Mál þetta hefur vakið mikla. ólgu í Frakklandi enda hefur margt óhugnanlegt komið á daginn. í herbúðunum í Toulouse dvelst lið sem barðist í Alsír- stríðinu. Eins og kunnugt er beittu Fakkar pyndingum ó- spart gegn Serkjum. Virðist sú iðja hafa orðið herforingjunum svo eiginleg að þeir hafi ekki getað látið af henni enda þótt þeir hefðu ekki lengur neina óvini til að pynda. í búðunum í Toulouse bitnaði pyndingaæði herforingjanna á nýliðunum. Sjúkrahúsið yfirfullt Menn hafa orðið vitni að því að liðsforingjar hafa barið og limlest unga hermenn. Eitt vitnið hefur lýst því er her- maður var barinn svo að bæði handleggur hans og fótur brotnaði. Hersjúkrahúsið var alltaf yfirfullt og varð að flytja suma hina limlestu á sjúkrahús í borginni. Einn sjúklinganna var með sprungna lifur eftir barsmíðar. Þeir nýliðar sem þannig voru meðhöndlaðir voru ýmist þeir sem ekki höfðu krafta til að standast hinar erfiðu „æfing- ar“ eða þeir sem ekki aðhyllt- ust hinar fasistísku skoðanir atvinnuhermannanna. Sál Frakklands í hættu Atburðirnir í Toulouse hafa vakið mikla athygli og reiði meðal Frakka. Blöðin hafa óbóta mörg hver ritað alvarlegar rit- stjórnargreinar um málið. í Le Monde skrifar Robert Gautier meðal annars: — Samkvæmt skoðunum hins sannfærða fallhlífahermanns eru aðeins tvær manngerðir til: fallhlífahermaðurinn og „hin- ir“. „Hinir“ eru þeir sem neita að trúa í blindni því sem þeim er sagt. Og það sem furðuieg- ast er: Fallhlífahermennirnir líta alls ekki á „hina“ sem menn. Þeir eru óvinir sem alls ekki verðskulda að vera nefnd- ir menn. Atburðirnir í Toulouse sanna það að hvorki heflun i uppeldi né vestræn menning um aldir hefur dugað til þess að uppræta sadismann í mann- inum sem brýzt fram alltaf öðru hvoru .... Við höfum enn ekki losað okkur við þær aðferðir sem notaðar voru í stríðinu 1939 til 45 — og því miður ekki aðeins af her Hitlers — aðferðir sem þagað er yfir í Frakklandi þeg- ar Frakkar heima og erlendis eru annars vegar. Nú verður 'að binda endi á þetta. La Croix skrifar í þriggja dálka forystugrein á forsíðu: — Sál Frakklands stafar al- varleg hætta af vissri tegund stríðs og vissu hugarfari sem mjög er útbreitt innan hersins. > »

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.