Þjóðviljinn - 28.10.1962, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 28.10.1962, Blaðsíða 1
Sunnudagur 28. október 1962 — 27. árgangur — 235. tölublað. 800 við nám í háskólanum Háskólaliátíðin 1962 var 1 gær, fyrsta vetrardag. Við það tækifæri flutti rektor. Ármann Snævarr, ítarlega ræðu þar sem hann rakti starfsemi skólans sl. tvö starfsár oj, ræddl helztu framtíðarverkefni. í upphafi þessa háskólaárs voru 800 stúdentar skráðir til náms við skólann. þar af 238 nýstúdentar og 19 þeirra er- lendir. Nýstúdentar skiptast þannig ettir deildum: Guð- fræði 3, læknisfræði 32, tann- lækningar 11. lyfjafræði 7, lögfræði 20, viðskiptafræði 28. íslenzk fræði 14. heim- speki 27, BA-nám 61- og verkfræði 16. i á stundinni Klukkan 2 í Háskólabíói • Borgarafundurinn um Kúbu hefst kl. 2 síð- degis í dag í Háskólabíói. Þar segir Magnús Kjartansson, ritstjóri Þjóðviljans, frá ýmsu sem fyrir augu og eyru bar á Kúbu, er hann dvald- ist þar um fimm vikna skeið á sl. sumri í boði kúbönsku byltingarsamtakanna. • Þá verður sýnd fræg og framúrskarandi vel gerð kvikmynd um byltinguna á Kúbu. Höfund- ur þessarar myndar er Karmen, einn kunnasti kvikmyndagerðarmaður í Sovétríkjunum, og dvaldist hann á Kúbu sumarið 1960 við mynda- töku og til að viða að sér efni í kvikmyndina. Skýringar verða fluttar á íslenzku með mynd- inni. v • Fundurinn er opinn öllum og aðgangur ó- keypis, en það er Sósíalistafél. Reykjavíkur sem til fundarins boðar. Ekki mun þurfa að hvetja menn til að sækja fundinn, svo mjög hefur Kúba og ofbeldisaðgerðir Bandaríkjastjórnar gegn Kúbumönnum verið á dagskrá síðustu dagana, en minn.t skal enn á að fundurinn hefst kl. 2 e.h. Magnús Kjarlansson. í Krústioff Bauð að lagðar væru niður samtimis herstöðvar á Kúbu og í Tyrklaadi MOSKVU og WASHINGTON 27/10 — Krústjoff, forsætisráðherra Sovétríkjanna, hefur gert Kennedy Bandaríkjaforseta enn eitt boð um lausn á Kúbudeilunni, en því var umsvifalaust hafnað. Sovét- stjórnin býður Bandaríkjastjórn að fjarlægð verði þau vopn fra Kúbu, sem hún telur sér stafa ógnun af, gegn því að lagðar verði niður flugskeytastöðvar Bandaríkjamanna í Tyrklandi. Sovétstjóm- in kveðst fús að ábyrgjast að ekki verði ráðizt á Tyrkland, gegn því að Bandaríkjastjórn taki á sig sömu ábyrgð hvað varðar Kúbu. Þessu tilboði sovétstjórnarinnar hafnaði Bandaríkjastjórn og sagðist ekki fús til að ræða neina samkomulagslausn, fyrr en stöðvar þær ■í Kúbu sem hún telur sér hættulegar hafi verið lagðar niður. Háskólabíó er við Ilagatorg og þangað eða í nágrennið eru alltíðar strætisvagnaferðir. — Vagninn á leið 24 — Hagar — Seltjárnarnes — stanzar t. d. við bíóið. Ferðir hans cru á hálftíma fresti úr Lækjar- götu (framan við Menntaskól- ann) 16 mín. yfir hálfan og heilan tíma. Hraðferðirnar milli Austur og Vesturbæjar (leiðir 16 og 17) stanza cinnig í námunda við Háskólabíó (við Grenimel), en þær hefja ferðir 10 mín. fyrir hálfan og heilan tíma. Krústjoff sendi Kennedy sátta- boð sitt í bréfi og um sama leyti og hann fékk bréfið sagði Moskvuútvarpið frá innihaldi þess. Bréfið er alllangt og í því er lögð megináherzla á þá á- byrgð, sem hvíli á herðum þess- ara tveggja forystumanna vold- ugustu ríkja heims, á því að friðurinn í heiminum verði ekki rofinn. Krústjoff segist skilja vel að Kennedy hafi áhyggjur út af öryggi lands síns, enda sé það æðsta skylda hans sem forseta þjóðar sinnar. En á sama hátt hafi hann, Krústjoff, áhyggjur út af öryggi sinnar þjóðar og því beri þeim báðum að leggja sig alla fram við að bægja frá þeim hættum sem ógni friðnum. „Getið þér neitað okkur um sama rétt?” Krústjoff segir um samkomu- lag það sem hann býður upp á, að það ætti ekki að taka nema í hæsta lagi mánuð að ganga endanlega frá því, og fela ætti Sameinuðu þjóðunum að sjá um að við samkomulagið sé staðið. Hann segir að Sovétríkin séu reiðubúin til þess að lýsa því hátíðlega yfir í öryggisráðinu, að þau muni aldrei skerða full- veldi Tyrklands og aldrei leyfa að land þeirra verði notað til srása á það, ef Bandaríkjastjóm sé fús til að taka á sig sams konar skuldbindingu gagnvart Kúbu. Síðan segir hann: „Þér segist hafa áhyggjur út af Kúbu af því að hún sé innan 150 km frá ströndum lands yðar, en Tyrkland liggur að okkar landi. Verðir okkar og Tyrkja ganga saman fram og aftur eft- ir landamærunum og horfa hver á annan. Finnst yður þér hafa rétt til þess að krefjast öryggis til handa yðar eigin landi og brottflutnings vopna, sem þér Utgeröarmenn stööva í algjöru ábyrgðarleysi • Útgerðarmenn virðast ráðnir í því, að ekki verði af samningum eftir venjulegum samninga- leiðum í síldveiðideilunni. Þeir hanga í kjara- skerðingarkröfu sinni með þeirri fáránlegu þrjózku, að lítil von virðist að takist að sann- færa þá um, að sjómenn láta ekki bjóða sér kjaraskerðingu sem þrýstir kjörum þeirra á síld- veiðunum langt niður fyrir hinn alræmda gerð- ardóm, sem sjómenn hafa mótmælt einhuga. Samningafundurinn sem hófst málin virðast í jafnhörðum hnút á föstudagskvöld stóð langt fram og áður. Mun utanbæjarmönnum á nótt, og lauk svo að samninga-1 í samninganefndinni hafa verið gefið heimferðarleyfi að fundin- um loknuni. Síðdegis í gær var þó boðaður nýr samningafundur á þriðjudagskvöld. Varasátta- semjari ríkisins, Einar Arnalds, borgardómari var á þessum fundi með samninganefndum deiluaðila. Enda þótt sjómenn séu ein- huga andvígir kjaraskerðingar- kröfum útgerðarmanna munu þeir hafa sýnt fullan vilja á því að samningar tækjust, cn sá vilji er sýnilega enginn fyrír hendi í ofstækisklíkunni sem hreiðrað hefur um sig í Landssambandi íslenzkra útvegsmanná. ★ Treysta á ofbeldið Virðist nú orðið augljóst, að það sem þessi ofstækisklíka út- gerðarmanna treystir á til fram- gangs kjaraskerðingakröfu sinni er að rikisstjórn Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðuflokk ins misbeiti en á ný valdi sínu til þess að „Ieysa“ deiluna með ein- hverskonar valdboði, þannig að kj'araskerðingu sjómanna eigi að berja fram með ofbeldi. Sjómenn munu vera vel á verði gegn slíkum aðgerðum. Leiðari Morgunblaðsins i gær gæti bent til þess að ríkisstjórn- in væri að áforma einhver slífc ofbeldisverk gegn sjómönmum. kallið árásarvopn, en neita okk- ur jafnframt um sama rétt?“ Krústjoff leggur til að bæði ríkin beiti áhrifum sínum til þess að stjórnir Tyrklands og Kúbu leyfi að Sameinuðu þjóð- irnar sendi eftirlits- og rann- sóknarnefndir til landanna beggja. í vamarskyni eingöngu Hann segir að vopn þau sem Sovétríkin hafi sent til Kúbu hafi farið þangað að beiðni Kúbustjórnar og þau vopn séu eingöngu á Kúbu í varnarskynL Auk þess sé þannig um hnútana búið að sovézkir liðsforingjar gæti þessara vopna og tryggi það að ekki komi til mála að þeim verði beitt að tilefnislausu. „Okkur ber að varðveita friðinn" í upphafi bréfsins hafði Krú- stjoff lýst ánægju sinni yfir því að Kennedy forseti skyldi hafa orðið við þeim tilmælum Ú Þants, framkvæmdastjóra SÞ, að stórveldin bæði gerðu allt sem í þeirra valdi stæði úl að forðast árekstra milli skipa þeirra á Karíbahafi. Þau viðbrögð Kenne- dys hafi sýnt, segir Krústjoff, að forsetanum sé umhugað um að varðveita friðinn. Krústjoff víkur að því hvað eftir annað í bréfinu að þeim Kennedy beri skylda til þess að varðveita friðinn, koma á eðli- legum friðsamlegum samskiptum milli ríkja. Allt bréfið einkenn- ist af sáttfýsi og kurteisi í garð hins bandaríska andstæðings. Boðinu hafnað Skömmu eftir að Moskvuút- varpið hafði sagt frá bréfi Krústjoffs, barst sú frétt frá Washington að Bandaríkjastjóm hefði hafnað þessu nýja sátta- boði Sovétríkjanna. Hún segist ekki taka i mál að ræða nokkr- ar samkomulagstillögur fyrr en hætt sé vinnu að stöðvum þeim á Kúbu sem hún telur sér stafa ógnun af. Þessar stöðvar verði að gera óvirkar og hætta verði öllum frekari vopnasend- ingum til Kúbu áður en hún Framhald á 3. síðu. r

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.