Þjóðviljinn - 28.10.1962, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 28.10.1962, Blaðsíða 4
SIÐA ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 28. október 1962 Þetta eru piltarnir sem fyr- ir íslands hönd leika fjóra Iandsleiki í körfuknattleik á næstunni. Fremst frá vinstri: Haukur Hannesson, Þorsteinn Hallgrimsson. Davíð Helga- son, Óiafur Thorlacíus. Mið- röð: Sigurður E. Gislason,| Sigurður P. Gíslason og \gn- ar Friðriksson Aftast: Birgir Örn Birgis. Guðmundur Þor steinsson. Hólmsteinn Sigurðs. son og Einar Matthíasson. Landsliðið hefur æft mjög' vel undanfarið undir stjórn| ' i m Helga Jóhannssonar, Er ekki| vafi á Því að þetta er lang- sterkasta ’ landslið sem við höfum átt i körfuknattleik. 111 enda mun ekki af veita bví andstæðingunum hefur ef- láust farið fram siðan kepoi WM < var við bá síðast. Þrír lands-"" ^ leikir hafa verið háðir af ts- lands háifu áður og töpuðust !§|1.. þeir allir með Htium mun. j Fyrsti landsleikuriun i ut- | anförinni verður við Skot-. 1 and, og fer hann fram ’M Glasgow á mánudagskvö'd Síðan fer iiðið tii Rtokkhó'm«::< og tekur bar hátt i Polar-| Cup-mótinu ásamt Svíum Finnum og Dönum Tvö efstup Iiðin komast í aðalkenpn,| Evrópumótsins i körfuknat' leik. sem háð verður i Pó1- landi á næsta ári Landsle'k ur verður v'ð Svía 2. nóv . síðan við Finna a nóv ov loks víð r>ani 5 nóv. Með liðinu fer landsliðs biá'Parino og fararstiérarni- P<vn TnofetoÍTISSDTl O? ]VTí»om"' Biörnsson. Þeir fé'agar halda utar> fyrramá'lð. Vlð óskum ke?” góðrar ferðar oe haráltua"'”'' is á leikvöHunum ytra. Körfuknattleiks-landsliBið fer utan á morgun Reykjavíkurmótið í kvöid Hefi opnað Endurskoðunarskrifstofu að Hafnarstræti 15, III. hæð, sími 11515. Tek að mér öll venjuleg endurskoðendastörf svo sem endurskoðun, bókhald, ársuppgjör og aðstoð við framtal til skatts. GUNNAR R. MAGNÚSSON löggiltur endurskoðandi Hafnarstræti 15 — Sími 11575. N^yfendasomtökm fá senda teiðbeiningabók og kvikmynd TILKYNNING um breyttan skrifstofutím'' Frá 1. nóvember verða skrifstofur samlagsins og afgreiðsla opnar kl. 9—12 og 13.15—16.00 — á laugardögum þó að- eins kl. 9—12. Auk þess verður afgreiðslan opin á föstu- dögum kl. 18—19. SJUKRASAMLAG REYKJAVÍKUR. Birkikrossviður — Gaboon Heildverzlun Hallveigarsííg 10. Nýkomið: Finnskur 4 — 5 Gaboon-plötur: 155x310 cm. 16—19—22 mm. Gaboon-plötur: 122x220 og 122x244 mm. Danskt Brenní: 1 — 1Vj“ — 2“. Danskur Álmur: iV/,“ - 1V2“ - Þýzk Eik: 1“ — Gibsplötur: 9 mm 120x260 cm. Birkikrossviður: mm. 1V4' - 2“ 1V«“ — 2“ Væntanlegt: Finnskt harðtex Stærð: 5V2’ x 9’. Tökum á móti pöntunum. Neytendasamtökin í Banda-. ríkjunum hafa enn sýnt ís- lenzku samtökunum þá rausn að senda þeim upplag af Ieið-( beiningabók þeirra um vöru- val, er þau gefa út árlega. | I Þetta er úrdráttur úr grein- um um niðurstöður saman-l burðarrannsókna á neyzlu-' vörum hverskonar er birzt hafa í mánaðarritum samtak-j anna vestra á hverju ári. Einnig er þar að finna al-j mennar leiðbeíningar um vöruval í hinum ýmsu vóru-1 flokkum. Bókin sem er nær 400 blaðsíður að stærð, er þvi, eins konar handbók fyrir j neytendur í Bandaríkjunum, j en þess ber að gæta að hin- ar sömu vörur sem þar er getið eru að nokkru leyti á- vallt hér á markaði. Félögum Neytendasamtak- anna gefst nú kostur á að fá, bókina í skrifstofu samtak- anna í Austurstræti 14 fyrir 25 krónur sem er, að sögn briðjungur útsöluverðs bókar- innar í Bandaríkjunum. Þá hafa samtökin í Banda- ríkjunum sent Neytendasam- tökunum hér litkvikmynd, sem gerð var í tilefni 25 ára Sveitir nyrðra fá rafmagn AKUREYRI 25/10 — Síðastliðinn miðvikudag voru bæirnir á Þela- mörk í Hörgárdal, frá Skútum aö Syðri-Bægisá, tengdir rafveitu- kerfi Laxárvirkjunarinnar. 1 gær fengu fjórir bæir í Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu rafmagn, Sandur, Bjarg, Sílalækur og Hraunkot. ÞJ Síldin rennur út SIGLUFIRÐI 25/10 — 1 þessari 'viku hefur verið skipað út mik- illi síld hér á Siglufirði. Fer hún til Ameríku, Israel og Svíþjóðn’ HB afmælis hinna bandarísku, en þau eru hin langelztu í heimi, i brautryðjandi á þessu sviði. j (Því má skjóta hér inní inn- an sviga, að neytendasamtök- in eru tiltölulega ný af nál- inni, og af þeim 16 samtök- um sem aðild eiga að Al- þjóðastofnun neytendasam- taka eru hin íslenzku þriðju elztu; snemma á næsta ári eru liðin 10 ár frá stofnun þeirra hér). Bandaríska kvik- myndin verður sýnd hér í Reykjavík og víðar um land á næstunni á útbreiðslu- og kynningarfundum Neytenda- samtakanna hér. 1 síðustu viku bættust samtökunum 325 nýir meðlimir. í kvöld heldur Reykjavíkur- mótið í handknattleik áfram, og fara þá fram þrír leikir í meistaraflokki karla. Munu margir bíða með nokk- urri eftirvæntingu að sjá leik Ármanns, en liðið lék mjög skemmtilega um fyrri helgi gegn Islandsmeisturunum Fram. Að þessu sinni leika þeir við KR, sem að vísu tapaði fyrir Þrótti, en KR getur meira en það gerði í þeim leik. Takist Ármanni að halda hinum .hafnfirzka" hraða báða hálf- leikina, er ekki að efa að þeir ná góðum leik, sem erfitt verð- ur fyrir þá ágætu leikmenn, Karl, Reyni, Heins og Guðjón, að stöðva. Þá má búast við að leikur Fram við ÍR geti orðið skemmti- legur. fR-ingamir náðu góðum leik úti í sumar, þótt þeir væru með marga unga menn og þrátt fyrir það að Gunnlaugur var ekki með. Takist þeim að leika eins frjálst í kvöld og þeir gerðu á landsmótinu úti, geta þeir komið utanförum Fram á óvart, og í svona stuttum leik ruglað þá í ríminu eins og Ár- marin gerði um dagirin. Þo má gera ráð fyrir að svo „senu- vanir” leikmenn sem Framar- ar eru, geri nú ráð fyrir öllu. En sem sagt þessir tveir leikir Seta orðið skemmtilegir, og fjör- lega leiknir. Þriðji leikurinn sem er raun- ar fyrsti leikur kvöldsins er á milli Vals og Þróttar. Eftir leikjum þeirra um síðustu helgi að dæma, er varla við að búast miklum tilþrifum, og ómögu- legt að spá um það hvort lið- anna sigrar. Einn leikur er í þriðja flokki og hefst keppnin með honum í kvöld, en þá eigast við Fram og KR. Þriðju flokkar þessara fé- laga vorxi skemmtilega leik- andi á sl. vetri. Frímann. Haustróðrar á Flateyri FIiATEYRI 25/10 — Tveir stærri þátar hófu róðra héðan með línu 19. okt. Það eru Hinrik Guð- mundsson og Ásgeir Torfason. Afli hefur verið lélegur, 2—4 tonn í róðri, hæstur 8 tonn. Hj Reykjavíkur Aðalfundur SkíðaráSs Reykja- víkur var haldinn 17. október. Allir fulltrúar voru mættir frá Skíðadeildunum sjö, sem starf- andi eru í Reykjavík. Formaður Skíðaráðsins Ellen Sighvatsson setti fundinn, og fundarstjóri var Stefán G. Björnsson, formaður Skíðafé- lags Reykjavíkur. Formaður las skýrslu ráðsins sem bar vitni um fjölbreytta starfsemi á iiðnu ári. Gjaldkeri ráðsins Þorbergur Eysteinsson las upp endurskoðaða reikninga, sem einróma voru samþykktir. Fjárhagur Skíðaráðsins er all- góður. Endurskoðaðar starfsreglur ráðsins vom lagðar fyrir fund- inn og samþykktar. Skíðaráð Reykjavíkur var stofnað 1938 og hafa reglur ráðsins lírtið sem ekkert verið endurskoðað- ar fyrr en nú. Ólafur Nils- son hafði framsögu fyrir hönd nefndarinar sem endurskoðaði reglur þessar. Hið nýkjörna Skíðaráð skipa: Formaður er Ellen Sighvats- son Í.K. Aðrir meðlimir eru: Leifur Muller Skíðafélag Reykjavíkur, Sigurður R. Guð- iónsson Ármann, Baldvin Ár- sælsson K.R., Þorbergur Ey- steinsson Í.R., Jón Margeirsson Víking. Guðmundur Magnússon Val Sjötíu og níu uf stöBinni Ný útgáfa með mörgum myndum úr kvikmyndinni er komin út. 79 AF STÖÐINNI fer sigurför — bæði sem bók og kvikmynd. Tvær fyrri útgáfur bókarinnar eru gersamlega uppseldar. IÐUNN Skeggjagötu 1 — Sími 12923. \

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.