Þjóðviljinn - 28.10.1962, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 28.10.1962, Blaðsíða 5
Sunnudagur 28. október 1962 ÞJOÐVILJINN SÍÐA ÞINCSJÁ Þ|ÓÐVIL|ANS Stofnaður verði fiskiðnaðarskóli Fjórir þingmenn, Ingvar Gíslason. Jón Skaftason, Geir Gunnarsson og Gísli Guðmunds- son, flytja tillögu til þingsá- lyktunar um fiskiðnskóla. Til- lagan er svohljóðandi: „Alþingi ályletar að skora á ríkisstjórn- ina að beita sér hið fyrsta fyrir setningu löggjafar um fiskiðn- skóla, er ætlað sé það hlut- verk að búa menn undir fisk- Ingvar Geir Gísli Jón matsstörf, verkstjórn, kennslu og leiðbeiningastarfsemi í fisk- iðnaði.” 1 greinargerð fyrir tillögunni segir: „Tillaga sama efnis hefur verið flutt á undanförnum þing- um án þess að ná fram að ganga. Er hún nú flutt enn einu sinni í þeirri von, að hún megi hljóta jákvæða afgreiðslu, því að varla getur verið á- greiningur um 'nauðsyn máls- ins. Kunnugt er, að fiskmatsmenn hafa fyrr og siðar haft áhuga á stofnun skóla í sérgrein sinm. enda hefur fiskmatsstjóri, Berg- steinn Á. Bergsteinsson, ávallt talið það mikið nauðsynjamál. Þess má enn fremur geta, að aðalfundur Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna 1960 ályktaði að skora á Alþingi að sam- þykkja þessa tillögu, þegar hún var fyrst til umræðu á Alþingi. Má því fullyrða, að þeir, sem kunnugastir eru þessu máli, séu þess hvetjandi, að ráðizt verði í stofnun sérstaks fiskiðnskóla. enda getur það ekki talizt nein ofrausn þeirri þjóð, sem byggir afkomu sína að verulegu leyti á sjávarafla og nýtingu hans. Skipulagsbundin fræðsla fyrir fiskimatsmenn hófst hér á landi árið 1947 á vegum atvinnumála. ráðuneytisins, og hefur Berg- steinn Á. Bergsteinsson frá fyrstu tíð verið forstöðumaður fiskmatsnámskeiðanna og hvatamaður þeirra. Munu yfir 500 manns hafa notið fræðslu á námskeiðum þessum frá upp- hafi. Hefur kennslan bæði ver- ið bókleg og verkleg, eftir því sem kostur hefur verið á til- tölulega stuttum tíma. Auk þess hefur fiskmatið beitt sér fyrir svokölluðum „skyndinámskeið- um”, aðallega úti um land, til þess að samræma störf mats- manna og kyrrna þeim nýjung- ar. Eins hafa samtök frystihús- anna, bæði SH og SÍS, haldið námskeið. á eigin vegum. ^fyrir starfsmenn sína. öll þessi fræðslustarfsemi hefur orðið til ..ipikiJs vfa§g|, ,qg ber að þakka þeim, sem hafa haft 'forgöngu um hana. Námskeiðin ná þó of skammt. Fiskiðnaðurinn og fiskmatið þarfnast sérstaks skóla, og sýn- ist ekki óeðlilegt, að starfræksla hans sé að mestu eða öllu á vegum ríkisins. Ekki virðist uutningsmönnum þessarai til- lögu það endilega sjálfsagt, að skóli þessi sé deild í sjómanna- skólanum né heldur að hann verði staðsettur í Reykjavík. Kann að vera, að aðrir staðir séu heppiiegri sem skólasetur, og ber að kanna það ásamt öðrum þáttum þessa máls. Fiskmats- og fiskiðnskóþ mundi hafa fjölbreytta náms- skrá í bóklegum og verklegum efnum. Um lengd námstímans skal ekkert fullyrt á þessu stigi, en námi mundi að sjálfsögðu ljúka með prófi, sem réttlátt væri að gæfi ákveðin réttindi í sambandi við fiskmatsstörf, verkstjórn, kennslu og leið- beiningastarfsemi í fiskiðnaði. Æskilegt væri, að menn gætu sérhæft sig á vissum sviðum fiskiðnaðar. en skólinn yrði þó aðallega að stefna að því að veita almenna þekkingu”. þingmál Hér verður getið nokkurra mála, sem lögð hafa verið fram á Alþingi, en ekki hefur verið unnt að geta um í blaðinu áður. Gras í stað síldar Jón Þorsteinsson flytur þingsályktunartillögu um at- hugun á vinnslu grasmjöls i sfldarverksmiðjunni á Skaga- . strönd. Verði gerð athugun á því, hvort „hagkvæmt sé að vinna grasmjöl í síldarverk- smiðju ríkisins á Skagaströnd". segir í tillögunni. Ný lyfsölulög Ríkisstjómin hefur lagt Trarn frumvarp til lyfsölulaga. Er það allmikill bálkur, sem skiptist í eftirfarandi 12 kafla: Almenn ákvæði, um stofnun lyfjabúða og lyfsöluleyfi, starfsmenn lyfjabúða, vinnu- deilur- og kjarasamningar, missir starfsréttinda, um lyf- seðla og afgreiðslu lyfja, verð- lagning lyfja, um lyfjabúðir, rekstur þeirra og smásölu lyfja, um lyfjagerðir, innflutning og heildsölu lyfja, sérlyf, mála- rekstur og refsingar, og niður- lagsákvæði. Frumvarp þetta er samið að beiðni heilbrigðismálaráðherra af dr. Sigurði Sigurðssyni. limtont SNIÓBARDAR ATHUGIÐ HIN LÁGU VERÐ. 700/760 x 15 710 x 15 650/670 x 15 600/640 x 15 -50/590 x 15 >60 x 15 750 x 14 700 x 14 >40 x 14 00/520 x 14 00/640 x 13 00 x 13 25/670 x 13 20 x 12 145/380 x 15 600 x 16 550 x 16 500/525 x 16 6 striga. 6 — 4 — 4 — 4 — 4 - 4 — 4 — 4 — 4 — 4 — 4 — 4 — 4 — 4 — 4 — 4 — 4 — Kr. 1.584,00 Kr. 1.312,00 Kr. 1.028,00 Kr. 993,00 Kr. 917,00 Kr. 856,00 Kr. 1.182,00 Kr. 1.157,00 Kr. Kr. Kr. Kr. Kr. Kr. Kr. 995,00 744,00 880,00 750,00 954,00 658,00 685,00 Kr. 1.007,00 Kr. 970,00 Kr. 824,00 Gúmívinnustofan hJ: Skipholti 35 Reykjavík Otgefandi: Ritstjórar: landlækni, og honum til aðstoð- ar voru SVerrir Þorbjörnsson, forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins, Sverrir Magnússon, lyfsali, Kristinn Stefánsson, lyfsölustjóri og Ivar Daníels- son. eftirlitsmaður lyfjabúða. ásamt fleirum. Endurskoðun veð- laga Ólafur Jóhannesson flytur tillögu til þingsályktunar um endurskoðun veðlaga. Telur flutningsmaður tímabært að endurskoða lögin um þetta efni í heild, en þau eru að stofni til frá 1887. Endurskoðun laga um Stýximannaskóla Pétur Sigurðsson og Eggert G. Þorsteinsson flytja tillögu til þingsályktunar um endur- skoðun laga um stýrimanna- skóla Islands og athugun á stofnun sjóvinnuskóla o.fl. Þingsályktunartillaga þessi er endurflutt frá síðasta þingi. Heimilistæki Þórarinn Þórarinsson og Hall- dór E. Sigurðsson flytja frum- varp til laga um afnám inn- flutningsgjalds á heimilisvélum. Er þar gert ráð fyrir að inn- fiutningsgjald verði afnumið á rafknúnum heimilistækjum og vélum. Framlag til vegagerðar Hermann Jónasson, Sigurvin Einarsson og Páll Þorsteinsson flytja frumvarp um auknar framkvæmdir við vegagerð á Vestfjörðum og Austurlandi. Vilja þeir fá 10 milljón króna árlegt framlag í þessu skyni á árunum 1963—’67. Heyverkun Ágúst Þorvaldsson flytur til- lögu til þingsályktunar um heyverkunarmál, ásamt sex öðrum þingmönnum Framsókn- arflokksins. Fjallar tillagan um skipun sex manna nefndar, sem kanni, hvaða ráðstafanir sé unnt að gera til þess að gera heyverkun sem öruggasta og ódýrasta. Eán til húsnæðismála Sigurvin Einarsson flytur ásamt átta Framsóknarþing- mönnum tillögu til þings- ályktunar um endursko.ðun laga um lánaveitingar til ibúðabygginga. Hlutdeildar- og arðskiptafyrirkomulag Sigurður Bjarnason flytur ásamt tveim þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, tillögu til þingsályktunar um rann- sókn á, hvernig koma megi fyrir hlutdeildar- og arð- skiptafyrirkomulagi í atvinnu- ] rekstsri íslendinga. Samelningarf lokkui alþýðu — Sóslalistaflokk* urinn. — Mágnús Kjartansson. Magnús Torfi Olafsson, Sigurður Guðmundsson (áb.I Fréttaritstjórar: tvar H Jónsson. Jón Bjamason. Ritstjóm. afgreiðsla. auglýsingar. crentsmiðja: Skólavörðustíg 19. Simi 17-500 (5 línur) Áskriftarverð kr 65.00 á mánuði. Nauösynja- mál gíðustu vikur hafa öll stærstu verkalýðsfélög landsins sagt upp kaup- og kjarasamningum • sínum og almennt er viðurkennt. að óumflýjan- leg sé hækkun kaupgjalds vegna hins gífurlega dýrtíðarflóðs, sem núverandi stjórnarvöld hafa leitt yfir þjóðina. Meira að segja forustumenn stjórnarflokkanna hafa neyðst til þess að játa opinberlega, að kröfur vinnandi fólks um bætt kjör séu „réttlætanlegar" Og að sjálfsögðu eru það ekki einungis meðlimir verkalvðsfélaganna, sem kröfu eiga á slíkum kjarabótum heldur launastéttirnar í landinu vfirleitt.. enda stend- ur nú loks fyrir dyrum nokkur leiðré+tínp 4 málum opinberra starfsmanna, hvað þetta snertir. Jjað er því sýnilegt að framundan eru almennar kauphækkanir, — hækkanir, sem eru óum- flýjanlegar vegna stefnu „viðreisnarstjórnar- innar“ í verðlagsmálum. En þeim mun meiri öfugþróun er það, að á sama tíma er stjórn- arklíka LÍÚ að reyna að knýja fram kauplækk- un hjá sjómönntító á' 'síldveiðiflotanum. For- senda þessarar ósvífnu kröfu útgerðarvaldsins í garð sjómanna er að sjálfsögðu gerðardómslög ríkisstjórnarinnar frá þvi í sumar. Og það er einnig ríkisstjórnin, sem stendur að baki út- gerðarvaldsins að þessu sinni og styður kröfu þess um lækkað ’rnup sjómanna. Það er rétt eins og stjórnarherrarnir haldi, að hækkandi dýrtíð bitni ekki á sjómannaheimilunum í land- inu rétt eins og öðrum. gvo þykist Morgunblaðið í gær vera hneykslað niður í tær vegna þess að samkomulag ná- ist ekki um kjör sjómanna. Það er að vísu al- veg rétt, að sjómenn vilja ekki fallast á neitt „samkomulag“ um lakari kjör en verið hafa eins og útgerðarmenn og málgagn þeirra. Morgun- blaðið, gera kröfu til. Samninganefnd s.jómanna hefur sýnt fram á það með fullum rökum, að afkomumöguleikar þeirra báta, sem búnir eru fullkomnum tækjum, eru margfalt betri en hinna, sem eru án þessara tækja. Undir þetta álit hafa tekið aðrir dómbærir aðilar eins og t.d. Fiskifélag íslands. Og að sjálfsögðu eiga sjó- menn þá einnig kröfu á hlutdeild í auknum arði af vinnu sinni, en ekki lægri hlut, eins og nú er krafizt af þeim. það er vissulega mikið nauðsynjamál, að hægt sé að halda áfram að veiða síld. En það er engu minna nauðsynjamál — og raunar forsenda þess, að framleiðslan gangi snurðulaust — að sjómenn og aðrar vinnandi stéttir í landinu búi við mannsæmandi kjör og réttláta skipt- ingu þjóðarteknanna. Það er því tvímælalaust mesta nauðsynjamálið í dag, að losa þjóðina við ,,viðreisnarstefnu‘‘ núverandi valdhafa, sem hef- ur að markmiði aukinn ójöfnuð í skiptingu þjó^ . arteknanna. — b.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.