Þjóðviljinn - 28.10.1962, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 28.10.1962, Blaðsíða 9
Sunnudagur 28. október 1962 ÞJÓÐVILJINN SIÐA 9 FRIDRIK sigrar O'KELLY Brim í Grindavík Olympíufarar eru nú komnir heim og við, hinir alvitru skák- fræðimenn, teknir að grúska í skákum þeirra. Þar gætir BQiargra grasa. Að vonum eru skákir stór- meistarans okkar gimilegastar til fróðleiks, enda stóð hann sig með ágætum á mótinu sem kunnugt er. Þegar þátturinn renndi yfir nokkrar skákir hans, þá varð honum sérstaklega starsýnt á eina. Þar leggur Friðrik að velii belgíska stórmeistarann O. Kelly í aðeins tuttugu leikj- um. Þetta er því athyglisverð- ara sem O. Kelly er þekktur fyrir örugga taflmennsku og hefur á undanförnum árum tapað aðeins örfáum skákum! af þeim mikla fjölda. sem hann | hefur tefit. Skákin gefur til kynna, að Friðrik er á sínum beztu stund- um hættulegur hvaða stór- meistara sem er. Hvítt: Frlðrik Ólafsson Svart: O. Kelly „Hálf-slavnesk“ vöm 1. d4, d5; 2. c4, c6; 3. Rc3, e6; 4. e3, (Byrjunin er rólega tefld. Fáa myndi gruna. að skákinni yrði lokið eftir 16 leiki). 4,-----Rf6; 5. R41, Rb-d7; 6. Bd3, Bd6. (Varnarkerfi það, sem O. Kelly velur, er kennt við rússneska stórmeistarann Tsjigorin, en hann var mikill brautryðjandi í þarlendri skák- list á síðari hluta 19. aldar. Á seinni árum hefur byrjunar- kerfi þetta ekki notið mikils Ritstj. Sveinn Kristinsson Friðrik Ólafsson. álits, og er 6. — — Bb4 al- gengari leikur og jafnvel 6. — — Be7). 7. 0—0. (Skákfræðingurinn Pachmann vill láta hvítan leika e4 strax, en Friðrik telur sér ekki liggja á — og kemst þó vonum fyrr á leiðarenda.) 7. — — 0—0; 8. c4, dxe4. (Hér vill Pachmann láta svart- an leika 8.-----dxc4 og síðan e5, o.g er sú leið líklegast ör- uggari.) 9. Rxe4, Rxe4; 10. Rxc4 h6. (Þessi leikur veikir kóngsstöðu svarts, og fáum við brátt að sjá, hvaða afleiðingar það hef- ur. 10. — — e5 er skiljanlega ekki góður leikur vegna 11. dxe5, Rxe5; 12. Rxe5, Bxe5; 13. Bxh7f! og síðan Dh5 o.s.frv. Glannafengnir skákmenn hafa reynt 10.-----f5, en sá leikur er þó of hvass; veikir stöðu svarts of mikið. Enn hafa menn reynt 10.------Rf6 og 10. — — c5, en hvorugt hefur gef- ið sérlega góðan árangur. Það er því óvist, að leikur Kellys sé verri en hver ann- ar, og svo mikið er víst, að Euwe fyrrverandi heimsmeist- ari telur leikinn vel frambæri- legán í byrjendabókum sínum og álítur hann leiða til tafl- jöfnunar). 11. Hel, e5. 12. Bc2, exd4; 13. Dxd4, Bc5; 14. Df4! (Euwe gefur leikinn 14. Dc3 og telur hann leiða til jöfnunar taflsins eftir 14. — — a5. Ekki veit ég hvort Friðrik er höfundur ofanskráðs drottningarleiks. en hann sýnist mun sigurstrang- legri en leikur heimsmeistar- ans fyrrverandi). 14. — — Rf6. (Ekki gengur 14. — — Df6 vegna 15. De4). 15. h3 (Hindrar Rg4). 15. — Be6; 16. b3. (Staða svarts er merkilega erfið svo snemma tafls. Bezt virðist nú fyrir hann að leika 16.------He8 til undirbúnings — — Bf8). 16. ----Bd6? (Hrekur hvítu drottninguna á enn betri reit. Eftir þetta virðist svartur varnarlaus. Fórn á h6 vofir þegar yfir, eftir næsta leik hvíts.) 17. Dh4, Rd7. (Þessi leikur er jafn gagnslaus og aðrir í stöðunni.) 18. Bg5!, Da5; 19. Bxh6! gxh6; 20. Dxh6 — og nú gafst O. Kelly upp. Staða hans er átakanleg: Svart; O. Kelly Lokin hefðu getað orðið eft- irfarandi: 20. — — Hf-e8; 21. Bh7f, Kh8; 22. Bg6t, Kg8; 23. Dh7t, Kf8; 24. Hxe6!, fxg6; 25. Hxd6 og hvítur vinnur létt. Margar fleiri vinningsleiðir standa hvitum til boða. Skattstjóri á Austurlandi FLJÓTSDALSHÉRAÐI 22/10 — Nýlega hefur verið skipaður skattstjóri fyrir Austurland, og er hann hingað kominn og setzt- ur að í Egilsstaðakauptúni. Það er Páll Halldórsson viðskipta- fræðingur, sem fyrrum var er- indreki Sjálfstæðisflokksins á Austurlandi. - sibl. Framhald af 7. síðu. Lýðveldið var stofnað, við vor- um þjóð meðal þjóða. Enda hefst bókin á þessari línu: „Hempusvört nótt er horf in .. “ En það var ýmislegt fleira í þessari bók, Nesjamyndir ýmis- konar í „Vertíðarvísum" og víð- ar. En hvaða einkunn vildir þú gefa kverinu „Turnar og torg?“ Þetta voru tilbrigði við tvær utanreisur, lítið reisubókar- korn um gamalt og gott efni: þessi ómálgi í ullarpeysu er kominn út í löndin og allt mik- ið og stórkostlegt sem hann sér. Og hann drekkur meira en heima, en verður minna fullur. Formið var lausbeizlað eins og sá ferðamaður sem kemst út fyrir pollinn. Þessi bók kom út 1954. Undarleg örlög kvæða í „Teningum kastað“ sem kom út 1958 er sérkennilegur ljóðaflokkur sem heitir Pílur. Fjórða píla hljóðar til dæmis svona: „aldrei verður svo graf- dimmt svo / geimbjart að / tvístirnið tindri mér ekki.“ Það eru ekki vondir menn sem yrkja svona. Eg spurði Kristin hvað hann vildi sjálfur segja um bessa hluti. Eigum við ekki að kalla þetta ljóðrænar passamynd- . ir úr mannlífi. Mörgum þótti þetta einkennilega sett upp formað Þó gerðist sú saga. að kona bauð manni með sér heim eftir dansleik og vildi lesa með honum Pílur til morguns. Þetta eru sér- gennilegustu endalok á vin- málum konu og manns eftir ball sem ég hef spumir af. Sjálfur er ég ánægðastur með lokakvæði þessarar bók- ar — Tilorðning. Hefurðu lesið lof- kvæði um herinn? En mest rúm í þessari bók skipa ’ hernámskvæði, sum eru færð í búning sögu og þjóð- sagnar, önnur eru beinar full- yrðingar. Og það er líka ort um það Damoklesarsverð kjarnorkuprengju sem vofir yfir öllum okkar Grindavíkum. Já, segir Kristinn, þetta er fyrst og fremst hernámsbók, enda ekkert undarlegt þegar herstöðin er hérna rétt við nef- ið á okkur. Og þetta eru mis- jöfn Ijóð, sum eru ort í hita dagsins, út af einhverjum á- kveðnum atburðum, og bera þess eðlilega merki. Einhver kallaði þetta prógramljóð, gott og vel. Á einum stað stendur: „Eg kem sem kurteist hernám / með koltjöru í fötu / að bjóða þér að blanda / svo blátt og hvítt sem rautt“. Þennan fjanda hafa margir reynt að kveða niður. Eða segðu mér: manst þú eftir nokkru lofkvæði um herinn í íslenzkum bók- menntum? Nei, ekki ég heldur. Þau eru ekki til. Á.B. Leggjumst ó eitt að gera þetta kleift - Nú kaupa allir miða i skyndihappdrœtfi ÞJÓÐVILJ ANS VINNINGAR: 1. Land-Rover ........................ 123.000 2. Góðhestur með hnakk og beizli...... 25.000 3. Sóíasett írá Húsgagnaverzlun Austurb. 17.000 4. Segulband, Nordmende .......... 11.000 5. —7. Ferðaviðtæki, Nordmende 3x4.400 13.200 8.—10. Ferðaviðtæki, Nordmende 3x3.600 10.800 Samtals krónur 200.000 LAND^ -ROYER æBHi KAUPIÐ MIÐA STRAX DREGIÐ 23. DESEMBER - DRÆTTI EKKI FRESTAÐ - KAU PIÐ MIÐA STRAX

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.